Morgunblaðið - 02.06.1990, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.06.1990, Qupperneq 48
Engum líkur LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 VERÐ f LAUSASÖLU 90 KR. Akureyri: Sjálfstæðis- flokkur og Al- ™þýðubandalag í meirihluta Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag náðu samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Málefnasamn- ingur verður borinn undir at- kvæði flokksmanna á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins, bæjarstjóri. Flokkarnir skiptast á um að manna.stöður for- manns bæjarráðs og forseta bæjar- stjórnar. Sjá bls. 28. Metverð fyrir þorsk í Eyjum KAUPENDUR af Faxaflóasvæði greiddu allt að 94 krónur fyrir þorskkílóið í Eyjum í gær. Eyja- menn gerðu ekki alvöru úr því að flytja út meira af ísfíski en heimild- ir Aflamiðlunar leyfðu. „Ég trúi ekki öðru en að sá fiskur sem hvorki er hægt að flytja út né ^•Finna hér geti vel selst á Faxaflóa- svæðinu," sagði Geir Siguijónsson hjá Sjávarfiski í Hafnarfirði. Sjá bls. 20 Fengu 100 g af kókaíni frá Kólumbíu ÞRÍR menn á þrítugsaldri hafa verið úrskuröaðir í gæsluvarðhald til 15. þessa mánaðar eftir að fíkni- efnalögregla handtók þá í húsi í Reykjavík með um 100 grömm af kókaíni í fórum sínum. Efnið höfðu >"%ennirnir fengið sent frá Kól- umbíu. Einu sinni áður hefur komist upp um kókaínsmygl hingað til lands frá Kólumbíu og var þá um smávægilegt magn að ræða, að sögn Arnars Jens- sonar lögreglufulitrúa. Að sögn hans bendir ýmislegt til að mennirnir hafi áður fengið sendingar af þessu tagi eða eigi von á fleiri slíkum og bein- ist rannsókn málsins meðal annars að því. Sá einstæði atburður gerðist síðastliðinn fimmtudag, að nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði opnuðu heimkynni sín og kapellu fyrir forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur og öðrum gestum. Var þetta gert í tilefni af 50 ára afmæli klaustursins. Hér sést forseti í kapellu nunnanna í hátíðarmessu en við hlið frú Vigdísar situr Vil- borg Kristjánsdóttir, fulltrúi forseta. Sjá frásögn af aímælishátíðinni á miðopnu blaðsins. Framkvæmdasljórn VSÍ ræðir verðlagsþróunina á þriðjudag: Hætta á að vísitalan fari 0,6 stig yfir rauða strikið FRAMKVÆMDASTJORN Vinnu- veitendasambands Islands ræðir á fundi á þriðjudag áætlanir um verðbólgu næstu mánaða og hvað hugsanlegar leiðir til að hafa áhrif á þróunina til að forsendur gild- andi kjarasamninga standist. Samkvæmt áætlun sem Þjóðhags- stoftiun hefúr gert fyrir forsætis- ráðherra er útlit fyrir að hraði framfærsluvísitölunnar verði 6% í sumar sem er meira en gert var ABR skorar á Ólaf Ragnar að segja af sér formennsku: 'Ætla mér að sitja áfram sem formaður flokksins - segir Ólafur Ragnar Grímsson ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjavík hélt aðalfúnd sinn í fyrrakvöld og þar var samþykkt áskorun til Olafs Ragnars Grímssonar, þess efn- is að hann segi af sér formennsku í flokknum hið fyrsta. Atkvæði féllu þánnig að 31 studdi þessa tillögu en 28 voru andvígir henni. Ályktun fundarins um áskorun til miðstjómar flokksins um að boða tii landsfundar á komandi hausti var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum nema einu. I ályktuninni er þess krafist að á Iandsfundi í haust verði tekin afdráttarlaus af- staða til þess hvernig vinnubrögðum flokksins og formanns hans skuli Tiáttað í framtíðinni. „Alþýðubandalagið er lýðræðis- legur flokkur. Þar hafa menn fuli- komið frelsi til að hafa sínar skoðan- ir. Eg var hins vegar kosinn formað- ur Alþýðubandalagsins og ætla mér að gegna því starfi áfram,“ sagði Olafur Ragnar Grímsson í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður hver viðbrögð hans yrðu við ofangreindri áskorun. Ólafur sagði að á undanförnum misserum hefði hann unnið að því að fram- kvæma stefnu flokksins og ríkis- stjórnarinnar, með-þeim árangri sem nú væri óðum að koma í ljós. „Eg ætla mér að varðveita þann árang- ur,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar sagði að allt of snémmt væri að taka afstöðu til þess nú hvort orðið yrði við beiðn- inni um að halda landsfund í haust. „Það sem mér fannst athyglisvert við þennan fund Alþýðubandalagsins í Reykjavík í gær voru þær atkvæða- tölur sem þar komu fram og endur- spegla greinilega mjög mismunandi sjónarmið á fundinum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Sjá Af innlendum vettvangi: í góðsemi þeir vega hver annan, bls. 18 og 19. ráð fyrir við gerð kjarasamning- anna. VSI telur hættu á að vísital- an fari 0,6 stig yfir rauða strikið í september. Við gerð kjarasamninganna var gert ráð fyrir 4,2% hækkun fram- færsluvísitölu frá maí 1990 til maí 1991. Sett var upp áætlun um þróun hennar á tímabilinu, svokölluð rauð strik. Fyrsta rauða strikið var í maí, 144,5 stig, og þá reyndist vísi- talan 144,4 stig, eða 0,1 stigi undir áætlun. Næsta rauða strik er í sept- ember, 146,4 stig, það þriðja í nóv- ember, 147 stig, og það síðasta í maí 1991, 150,7 stig. Fari vísitalan yfir þessi mörk tekur til starfa launa- nefnd aðila þar sem ASI hefur odda- mann og hún ákveður hvort og hve miklar launahækkanir eigi að greiða vegna hækkunar vísitölunnar um- fram það sem kjarasamningar gera ráð fyrir._ Sætti VSÍ sig ekki við nið- urstöðuna getur það sagt samning- unum upp. I nóvember á launanefnd að endurmeta forsendur samning- anna og náist ekki samkomulag geta báðir aðilar sagt þeim upp. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður VSÍ segir að samkvæmt áætl- unum vinnuveitenda sé hætta á að framfærsluvísitalan fari 0,6 stig yfir áætlun í september og muni fram- kvæmdastjórn VSÍ ræða viðbrögð við því á þriðjudag. Hann leggur áherslu á að ekki sé ástæða til að grípa til efnahagsráðstafana að íslenskum hætti. Einar sagði að við gerð samninganna hefðu verið- gerð- ar áætlanir um feril verðbólgunnar og þær hafðar eins stífar og mögu- legt var og allir gert sér grein fyrir því. Þessar áætlanir hefðu staðist hingað til en nú væri útlit fyrir að framfærsluvísitalan í september færi lítillega yfir sett markmið. „Okkar sjónarmið er að tvímælaiaust eigi að reyna að finna raunhæfar leiðir til að láta forsendur samninganna halda,“ segir Einar Oddur. Einar þvertekur fyrir að VSÍ hafi dregið úi' aðhaldi að hækkunum. Hann vekur athygli á að verðbólgan sé enn á áætlun og með kjarasamn- ingunum hafi verðbólgunni ekki ver- ið eytt. Verðbreytingarnar að und- anförnu hafi ekki verið meiri en menn áttu von á og þær eigi ekki að skapa óróa. Sem ástæður fyrir hækkunum nefnir hann óhagstæða gengisþróun fyrir innflutningsversl- unina og hækkun innflutningsverðs vegna verðbólgu erlendis. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, segir of mikla hreyfingu komna á verðlag eftir nokkurt stöðugleikatímabil. Segist hann óttast að þær hækkanir, sem ákveðnar hafa verið að undanförnu, leiði af sér hækkanir hjá öðrum sem reynt hafi sitt ýtrasta til að halda aftur af hækkunum. „Ef þessi ókyrrð sem nú er að skapast fær útrás kemur hún yfir á vinnumarkaðinn og þá missum við tökin og leikurinn tapast," segir Guðmundur. Hann segir að rikisstjórnin verði að stöðva þróunina með.ainhveijum. hætti. * Forseti Islands í Karmelklaustri Morgunblaðið/KGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.