Morgunblaðið - 10.07.1990, Page 4

Morgunblaðið - 10.07.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 FRAMFÆRSLUVISITALAN A RAUÐA STRIKINU Hugsanlegt að gjaldskrár opinberra fyrirtækja verði óbreyttar ót árið segir Ólafiir Ragnar Grímsson fj ármálaráðherra ÓLAFUR Ragnar Grímsson, Qármálaráðherra, segir að verðlagsfor- sendur kjarasamninganna í febrúar hafi verið í bjartsýnna lagi að mati ýmissa sérfræðinga og bendir í því sambandi á spá hagdeildar fjármálaráðuneytisins frá því í febrúar um verðlagshorfúr á árinu, en þar er spáð um það bil 1% meiri verðbólgu á árinu í heild heldur en gert var í forsendum samninganna. Framfærsluvísitalan í júlí er 146,4 stig eða sú sama og gert var ráð fyrir samkvæmt samningnunum að hún yrði á fyrsta rauða strikinu I september og það er í samræmi við spá hagdeildarinnar. „Hlutimir eru á engan hátt að fara úr skorðum, heldur er í febrúar erfitt að segja með algjörri ná- kvæmni hvemig þróunin muni vera það sem eftir er ársins. í heild er þróunin í stórum dráttum í samræmi við það sem lagt var upp með og verðbólgan er nú kominn svo langt niður að það þarf að fara marga áratugi aftur í tímann hér á íslandi til að finna samanburð," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að hækkanir opinberra aðila hefðu verið í samræmi við það sem miðað var við í forsendum kjara- samninganna og meira að segja minni en miðað var við. Það sæist á því að bensíngjaldshækkun sem hefði átt að koma til framkvæmda 1. júlí hefði verið frestað. Þá væri það at- hyglisvert að frá því í febrúar hefðu opinberar hækkanir í heild aðeins verið 1%, en verðlag á hinum al- menna m;.rkaði hefðu verið 3,5%. Það væru fyrst og fremst hækkanir á almenna markaðnum sem gerðu það að verkum að spá samningaðila í febrúar hefði ekki gengið eftir. „Þetta eru staðreyndir sem er mjög mikil- vægt að hafa í huga. Engu að síður er ríkur vilji fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að taka þátt í því ásamt aðilum vinnumarkaðarins að ná að halda verðlagsþróuninni innan við bönd rauðu strikanna. Það kemur margt til greina í þessu sambandi og ég hef kynnt forustumönnum stjórnarflokkanna og aðilum vinnu- markaðarins ýmsar hugmyndir í þeim efnum og þær verða ræddar í ríkisstjóminni á fímmtudag og næstu daga við aðila vinnumarkaðarins," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist ekki vilja ræða þess- ar hugmyndir í einstökum atriðum, en til greina kæmi að opinber fyrir- tæki haldi sínum gjaldskrám algjör- lega óbreyttum út árið og hugsanlegt væri að knýja einhver opinber fyrir- tæki til ennfrekara aðhalds með ein- hverri lækkun gjaldskrárákvarðana sem teknar hefðu verið, til að sýna aðhaldsfordæmi. Ólafur sagði að einnig gæti komið til greina að flýta afnámi virðisauka- skatts af íslenskum bókum. Ef það yrði gert um mánaðamótin ágúst/ september í stað miðs nóvember eins og fjárlög gerðu ráð fyrir yrði það tvímælalaust mikil búbót fyrir fjöl- skyldur með unglinga í skóla. Aðspurður um hugmyndir um af- nám jöfnunargjalds sagði hann að erfiðara væri tryggja að sú lækkun skilaði sér út í verðlagið. Það væri einfaldara að taka fáa og skýra liði sem allir gætu fylgst með að kæmu til framkvæmda. Ráðherra sagði, að það þyrfti líka að gera þetta með þeim hætti að einkafyrirtækin, sem hefðu verið að taka sér meiri hækk- anir en reiknað var með, fengju ekk- ert tilefni til þess að halda áfram að taka sér slíkar hækkanir. Hann sagðist aðspurður-telja eðlilegt að ríkið gæti með beinum aðgerðum lagt fram sem næmi 0,4-0,5% lækk- un vísitölunnar eða um það bil helm- ing þess sem þyrfti til þess að halda vísitölunni innan marka, en hinn helmingurinn kæmi eftir leiðum sem tengdust meira verðbreytingum á hinum almenna markaði. Ásmundur Stefánsson: Stefiit að framfeerslu- vísitölunni innan VEÐURHORFUR í DAG, 10. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Hæðarhryggur er yfir Grærtlandshafi og vestan- veröu landinu og hreyfíst hann austur, en um 400 km suður af Hvarfi er 995 mb lægð á hreyfingu noröaustur. SPÁ: Víða suðaustan kaldi og rigning, en þó þurrt að kalla norð- austanlands. Um hádegisbil snýst vindur sunnanlands í sunnan kaida með skúrum. Hiti víða 8-16 stig. Hiýjast í innsveitum á Norð- ur- og Norðausturiandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG.-Vestan- og norðvestanátt. Skýjað og sums staðar þokusúld á Norður- og Norðausturlandi, en annars þurrt að kalla. Bjartviðri suðaustanlands. Fremur svalt. HORFUR Á FIMMTUDAG: Sunnan- og suðvestanátt. Skýjað og viða rigning siðdegis á Suður- og Vesturlandi. Léttskýjað á Norð- ur- og Austuriandi. Nokkuð hlýtt í veðri, einkum norðaustanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma . jt*___________________ ■j 0' Hitastig: 10 gráður á Celsius V Y Skúrir Él — Þoka = Þokumóða >, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ($1. tíma hftl ueður Akureyri 10 skýjað ReykÍBVik 11 léttskýjað Bergen 11 skúr Helsinki 16 rigning Kaupmannahöfn 17 skúr Narssarssuaq 11 skýjað Nuuk 8 féttskýjað Óaló 16 skúr Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn 13 skýjað Algarve 30 heíðskfrt Amsterdam 16 skýjað Barcelona 25 heiðskfrt Berlín 22 hálfskýjað Chicago 26 alskýjað Feneyjar 26 heiðskirt Frankfurt 17 rlgning Qlasgow 14 skúr Hamborg 15 skúr Las Palmas vantar London 17 skýjað Los Angeles 18 alskýjað Lúxemborg 17 skýjað Madríd 34 léttskýjað Malaga 29 heíðskírt Mallorca 29 heiðskirt Montreal 21 þokuméða NewYork 25 mistur Orlando 26 léttskýjað Parts 18 skýjað Róm 28 iéttskýjað Vín 26 hálfqkýjað Washington 28 mistur Winnipeg 14 léttskýjað marka 1 september „Við reifuðum hugmyndir okkar um hvað helst kæmi til greina í sambandi við niðurfærslu til þess að reyna að vinna upp það sem fyrir- séð er að farið verði fram yfir rauða strikið I september ef ekkert verður að gert,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands, aðspurður um fund forsvarsmanna aðila vinnumarkaðarins með ráðherrum ríkisst jórnarinnar í gærmorgun. Hann sagði að frá því í maí mán- uði hefði verið ljóst að líklegt væri að verðlags- þróunin stefndi fram úr því sem ráð hefði verið fyrir gert í sept- ember og þróunin uði benti til þess að verðlag fari um 1% fram úr rauða strikinu. „Það kom fram að fjallað yrði um málið á ríkis- stjórnarfundi I vikunni og við mynd- um síðan bera okkur saman og reyna að fínna niðurstöðu sem allir geta verið samstíga um,“ sagði Ásmund- ur. Hann sagði að þrátt fyrir það að framfærsluvísitalan nú væri orðinn hærri en stefnt hefði verið að við gerð kjarasamninga, mætti ekki gleyma því að enn einn mánuður hefði bæst við þar sem verðbólgu- hraðinn væri innan við 10% og það væru æði mörg ár síðan það hefði gerst mánuð eftir mánuð. Árangur- inn væri þrátt fyrir allt bærilegur og frávik upp á 0,5-1,0% væri ekki mikið miðað við þá óhjákvæmilegu ónákvæmni sem væri í spám af þessu tagi. Hann sagði að ekki væri auðvelt að benda á eitthvað ákveðið sem gerði það að verkum að verðlagsspá- in hefði ekki gengið eftir. Um væri að ræða lítil frávik á flestum sviðum og segja mætti að þær árshækkanir sem hefðu átt eftir að koma inn hefðu verið vanmetnar. Hlutir væru að koma inn núna sem hefðu ekki tekið verðbreytingum í heilt ár. Ef til vill hefði verðlagsspáin í febrúar verið fullbjartsýn. Aðspurður hvort þær aðgerðir sem rætt sé um miði að því að fram- færsluvísitalan verði innan marka í september, sagði Ásmundur: „Ef við eigum að komast undir mörkin þarf tölvert að koma til eins og tölurnar sýna. Ég vil setja það mark að menn miði við að það gerist." Hann sagði að ekkert væri hægt að segja á þessu stigi málsins um það til hvaða ráðstafana yrði gripið, en ljóst að bæði hið opinbera og einkafyrirtæki yrðu að leggja sitt að mörkum. „Það er ekki hægt að neita því að við höfum væntanlega náð meiri árangri heldur en flestir bjuggust við, þrátt fyrir að við séum að fjalla um hugsanlegt frávik upp á 1% í september. Málið snýst um að fylgja þessum árangri eftir og fínna leiðir til að tryggja kaupmáttinn. Vegna þessara umframhækkana er hann lægri núna en við gerðum ráð fyrir. Niðurfærsluaðgerðir hafa ekki að- eins þann tilgang að bæta það upp og ef það tekst helst kaupmátturinn án þess að það komi til úrskurðar verðbóta 1. október," sagði Ásmund- ur að lokum. Staðráðnir í að fínna leið- ir til að rétta þetta við * - segir Einar Oddur Kristjánsson formaður VSI EINAR Oddur Kristjánsson formaður Vinnuveitendasambands íslands segir vinnuveitendur staðráðna í að leita leiða til að lækka framfærsluv- ísitöluna svo rauð strik kjarasamninganna haldi. Það komi í ljós um næstu helgi hver niðurstaðan verði en hann sé bjartsýnn á árangurinn. Einar Oddur vildi ekki fjalla nánar um hvaða möguleika helst væri rætt um. Gengið væri til þessara hluta með opnum huga og á þessu stigi málsins vildu menn ekki taka eitt fram yfir annað. Þegar Einar var spurður hvort það ylli honum ekki vonbrigðum að við- miðanir kjarasamninganna héldu ekki, sagði hann menn ekki mega gleyma því að rauðu strikin hefðu vériðkaapniáUamðfnÍðuri;' áð 'sálriil-' ingsaðilar hefðu orðið ásáttir um að kaupmátturinn mætti ekki og ætti ekki að fara neðar. „Ég held að okkar hagfræðingar hefðu getað gert áætlun sem hefði staðist. Hitt var kúnstin að ná sam- komulagi,“ sagði Einar. Hann bætti við að nú væri verið að fást við septemberpunktinn og svo ætti eftir að kljást við rauða strikið í desember. „Óg við ætlum okkur að klára desemberpunktinn líka. í kjarasamningnum eru líka ákvæði um að endurmeta viðskiptakjörin í nóvember, svo þetta verður allt í stöðugri umfjöllun næstu. þli^ri," sagði Einar Öddur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.