Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 Sovéski herinn í Eistlandi: Fundur fyrrverandi hermanna stöðvaður Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR hermenn voru sendir til bæjarins Tori í Eistlandi til að leysa upp fund gamalla nasista sem boðaður var á laugardag, að sögn heryfirvalda. Ríkisstjórn Eistlands mótmælti aðgerðum Sovét- hersins harðlega. Sergej Tsjernov, talsmaður eist- nesku ríkisstjórnarinnar, segir að 28 brynvarðir bflar og 15 flutninga- bílar hafi verið sendir til Tori á N - Kóreumenn opna landamærin til suðurs Tokyo. Reuter. NORÐUR-Kórea tilkynnti á fostudag að landamæri landsins að Suður-Kóreu, sem hingað til hafa verið algjörlega lokuð, yrðu opnuð 15. ágúst og skoraði á Suður-Kóreu að fara að dæmi sínu. Fundur forsætisráðherra ríkjanna hefur verið ákveðinn í Seoul í september. KCNA, opinber fréttastofa Norður-Kóreu, sagði að tilboðið væri gert til að hvetja til ferða og samskipta yfir landamærin og einnig til að hraða friðsamlegri sameiningu landanna. Ekki kom fram í tilkynningunni hvort landa- mærunum yrði haldið opnum norð- anmegin ef yfirvöld í Suður-Kóreu neituðu að ganga til samstarfs. Ákveðið var á fundi sendinefnda ríkjanna í landamærabænum Pan- munjom á föstudag að forsætis- ráðherrar þeirra hittust í Seoul í september. Aldrei hefur verið gengið jafn langt í samskiptum milli ríkjanna og gert verður í sept- ember síðan þau háðu stríð 1950- 1953. dag og næstu daga seljum við nokkrar af hinum vinsælu HYUNDAI SUPER 286E tölvum á sérstöku SUMARTILBOÐSVERÐI: • 40 Mb harður diskur • 1 Mb vinnsluminni • Raðtengi og hliðartengi • 14" VGA litaskjár og að auki fylgir SAMRÁÐS hugbúnaðarpakki með ritvinnslu, gagnagrunni, töflureikni, samskiptahug- búnaði og dagatali. Verð fyrir allt þetta aðeins kr. 159.900 eða aðgreitt. afa hraðar hendur, því að magn að ræða! Bjóðum allt að 12 mán. Nú er um aðeins er um t< einnig grei'-1 miðvikudagskvöld. Þar átti að halda fund fyrrum hermanna á vegum Minnisvarðahreyfíngar Eistlands, samtaka sem beijast fyrir varð- veislu gamalla minja og bygginga. Afhjúpa átti skjöld til minningar um fórnarlömb stríðsins og safna fé til endurbyggingar kirkju sem var eyðilögð árið 1944. Fjodor Kúzmín, yfirmaður sov- éska heraflans í Eystrasaltslöndun- um, sendi eistneskum stjórnvöldum skeyti þar sem þess var óskað að fundur „fasistanna" yrði bannaður. Eistneska ríkisstjórnin gagnrýndi fundinn harðlega en greip ekki til aðgerða, sennilega af ótta við ásak- anir um ólýðræðisleg vinnubrögð. Minnisvarðahreyfing Eistlands gagnrýndi harðlega sovéska fjöl- miðla fyrir að dreifa röngum upp- lýsingum um fundinn. Talsmaður Minnisvarðahreyfing- arinnar sagði að fundurinn væri öllum hermönnum opinn sem börð- ust gegn Þjóðveijum og Rauða hemum. „Einhveijir þeirra kynnu að hafa verið í SS,“ sagði talsmað- urinn. Hersveitir nasista fóru um Eystrasaltslöndin þegar þær réðust inn í Sovétríkin árið 1941. Þá var komið á fót eistneskum hersveitum hliðhollum nasistum. Skömmu eftir að sovésku her- mennirnir komu til Tori var fundin- um aflýst að sögn Tass-fréttastof- unnar. Reuter Leiðtogar stríðshrjáðra ríkja sameinast Leiðtogar sex ríkja í norðaustanverðri Afríku samþykktu í gær að beita sér i' sameiningu fyrir friði í þessum stríðshijáða heimshluta. Ríkin eru Eþíópía, Uganda, Súdan, Sómalía, Kenía og Djibouti, en langvarandi borgarastyijaldir hafa verið háðar í öllum þessum ríkjum nema í þeim tveimur síðastnefndu. Leiðtogarnir hétu því að styðja ekki uppreinsnarheri í nágrannaríkjum sínúm heldur beita sér fyrir því að stríðandi fylkingar gengju til samninga. Þeir undirrituðu yfirlýs- ingu þessa efnis að áeggjan Mengistus Haile Miriam, forseta Eþíópíu, skömmu áður en ársfundur Einingarsamtaka Afríku, OAU, var settur í Addis Ababa í gær. Á myndinni heilsar Mengistu suður-afríska blökku- mánnaleiðtoganum Nelson Mandela við komu hans til eþíópísku höfuð- borgarinnar. Moskva: Rottur vaxandi vandamál Taldar vera tíu sinnum fleiri en íbúarnir Moskvu. Daily Telegraph. ÖRT vaxandi neðanjarðarhreyfing veldur yfirvöldum Moskvu- borgar nú áhyggjum en fyrir var nóg af pólitískum vandamál- um og efnahagslegum erfiðleikum. Eru það rottur sem rása ftjálst og óháð um margslungin göng og skolpleiðslur sem liggja þvers og kruss undir borginni. Ýmsar sögur fara af rottufar- aldrinum í Moskvu en fullyrt er að skolpleiðslukerfí borgarinnar sé sneisafullt af þessum skepn- um stórum og smáum. Haft var sjónvarpssamtal við Gavrííl Popov, borgarstjóra, af þessu tilefni en hann sagðist ekki geta staðfest hvort allt að eins meters langar rottur ættu heimkynni í göngum neðanjarð- arlestar borgarinnar. Fulltrúi meindýraeyðis Moskvuborgar sagðist ekki hafa hugmynd um rottufjölda borgar- innar. Þó væri álitið að hlutfallið væri svipað miðað við íbúaíjölda og í New York, eða tíu sinnum fleiri rottur en menn. í Sovétríkj- unum eru rottur þó mun meiri efnahagslegir skaðvaldar og láta mun nærri að af þeirra völdum rými öll matvæli um 30% frá því þau eru flutt úr sveitunum og þar til þau komast í búðir. Þannig hefur verið reiknað út að rottur éti árlega matvæli í Moskvu að verðmæti 35 milljónir sterlingspunda eða jafnvirði 3,5 milljarða ÍKR. Skaðinn er miklu meiri því þær skilja eftir sig hálfnöguð matvæli að verðmæti um fimm sinnum hærri fjárhæð. Þótt rottur búi yfir ýmsum hæfi- leikum telur meindýraeyðir Moskvuborgar litla sem enga hættu á óviðráðanlegri rottu- plágu í borginni. m f IL, 1 / K. • < Æl v,; . , •v. % ! i LAWN CHIEF sláttukóngurinn slær allt út LAWN CHIEF sláttukóngurinn er kjörið tæki fyrir þá sem þurfa að hirða stóra grasfleti. LAWN CHIEF sláttukóngurinn er búinn 12 hestafla bensínvél og hefurfimm hraðastilling- ar áfram og eina afturábak. Sláttuhæð má stilla á timm vegu. Veltiöxull að framan fylgir eftir mishæðum í gras- fletinum og tryggir að slátturinn verður alls staðar jafn. LAWN CHIEF sláttukóngurinn er mjög lipur við vinnu, spar- neytinn og þægilegur í allri notkun. Hægt er að panta ýmsa fylgihluti méð LAWN CHIEF, t.d. grassafnara og búnað sem breytir sláttukónginum í fyrir- taks snjóruðningstæki á plön og stéttir. Eigum LAWN CHIEF sláttukónginn til afgreiðslu strax. HUSASMIÐJAN L- Skútuvogl Ifi • Sími 68Z308._j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.