Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 1990 21 Tékkóslóvakía: Fyrrverandi leiðtogi kommúnista í Prag dæmdur í fangelsi Prag. Reuter. MIROSLAV Stepan, fyrrverandi leiðtogi kominúnista í Prag, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að taka þátt í að kveða niður mótmæli gegn kommúnistastjórninni sl. tvö ár. Stepan var dæmdur fyrir að mis- nota vald sitt sem embættismaður og fyrir að hvetja til ofbeldis við að kveða niður mótmælaaðgerðir í Prag 28. október 1988 og í janúar 1989. Hann skipaði lögreglumönn- um að nota barefli, hunda, táragas og háþrýstivatnsdælur til að dreifa þúsundum mótmælenda, en til þess hafði hann ekki vald samkvæmt stjórnarskránni. Einn af þeim, sem handteknir voru í mótmælunum í janúar 1989, var Vaclav Havel, nýendurkjörinn forseti landsins. Havel var dæmdur í níu mánaða fangelsi en hann var látinn laus eftir að hafa afplánað hehning tímans. í lokaræðu sinni við réttarhöldin neitaði Stepan - öllum sakargiftum og játaði aðeins að hafa brugðist við pólitískri ábyrgð sinni. Hann sagði réttarhöldin líkjast mest sýnd- arréttarhöldunum á sjötta áratugn- um. Hann bað Havel forseta um náðun og bað hann einnig að tryggja að engin pólitísk réttarhöld yrðu í landinu. Stepan sagðist myndu áfrýja dómnum en hann hefur verið í haldi síðan 23. desember sl. Nokkrir aðr- ir kommúnistaleiðtogar eru í haldi vegna meints fjárdráttar og eru mál þeirra í rannsókn. Reuter Miroslav Stepan lítur til fjölskyldu sinnar eftir að hafa verið dæmd- ur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að hafa fyrirskipað harkaleg- ar refsiaðgerðir gegn mótmælendum. GÆÐAFRAMKÖLLUN SUMARLEIKUR KODAK EXPRESS KODAKvHlKRÍUN BREGÐA Á LEIK Spennandi sumarleikur KODAK LITAKRÍLANNA er hafinn. Næst þegar pú átt erindi á einhvern afgreiðslustaða KODAK EXPRESS getur pú fengið afhent pátttökublað SUMARLEIKSINS. Það er eftir miklu að slægjast pegar dregið verður. 1. júlí, 10. ágúst og 3. september verður dregið um 500 KODAK LITAKRÍLI í hvert skipti og að lokum verður dregið um 1. og 2. verðlaun pann 10. september, úr öllum réttum, áður innsendum lausnum. 1. verðlaun eru HELGARFERÐ TIL LOIMDOIM fyrlr tvo með ferðaskrifstof- unni SÖGU að verðmæti kr. 80.000. 2. verðlaun eru vönduð CHIIMOIM HANDIZOOM myndavél að verðmæti kr. 18.900. 3. -1500. verðlaun eru dúnmjúk KODAK LJTAKRÍU. Líttu inn á einhvern afgreiðslustaða KODAK EXPRESS og taktu pátt í leiknum. •Verslanir Hans Petersen, Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Kringlunni og Lynghálsi •Ljósmyndaþjónustan Laugavegi 178 • Kaupstaður, Mjódd • Veda, Hamraborg, Kópavogi •Filmur og Framköllun, Strandgötu, Hafnarfirði • Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Hafnarfirði • Hljómval, Keflavík *Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi • Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði • Pedrómyndir, Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri • Nýja Filmuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri • Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki • Vöruhús KÁ, Selfossi. Þvottavélar Þurrkarar Uppþvottavélar Örbylgjuofnar Gœfiatœki fyrir þig og þínal SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 M>DRGR(M5SDH &CB ABETE*=m± HARÐPLASTÁ BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 --H-------I--—H-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.