Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 1990
29
Dósaávextir firá Suður-
Afríku, eða hvað?
eftir Sunnu Snædal
og Gylfa Pál Hersi
Miðvikudaginn 20. júní kom Nel-
son Mandela, leiðtogi frelsissinna í
Suður-Afríku, til Bandaríkjanna í
12 daga heimsókn. Hundruð þús-
unda fögnuðu komu hans. Mandela
hefur gert víðreist eftir að hann var
látinn laus úr fangelsi, en þar mátti
hann dúsa í rúm 27 ár fyrir bar-
áttu sína og félaga sinna gegn
apartheid. Einn aðalboðskapur
Mandela til þjóða heims er að þær
slaki ekki á viðskiptaþvingunum
gagnvart ríkisstjórn hvíta minni-
hlutans í Suður-Afríku fyrr en hið
ómanneskjulega apartheid-kerfi
hafi- verið lagt af.
Þetta var einnig eitt aðalerindi
fulltrúa Afríska þjóðarráðsins er
kom hingað til lands í byrjun mars.
Forsætis- og utanríkisráðherra full-
vissuðu fulltrúann um að ekki yrði
hvikað frá lögum um bann á inn-
og útflutningi frá Suður-Afríku.
Lög um bann gegn viðskiptum við
Suður-Afríku voru samþykkt 20.
mai 1988, en í bráðabirgðaákvæði
laganna segir: „Lögum þessum
verður ekki breytt vegna innflutn-
ings eða útflutnings sem á sér stað
fyrir 1. janúar 1989 enda hafi verið
samið um slík viðskipti fyrir gildis-
töku þessara laga.“ Nú, tveim árum
eftir gildistöku þeirra og einu og
hálfu ári eftir að alfarið var bannað
að flytja þessar vörur inn í landið,
má víða sjá dósaávexti frá Suður-
Afríku merkta Del Monte og Gold
Reef, í hillum búða.
Því var það að sama dag og
Mandela kom til Bandaríkjanna
óskuðu Suður-Afríkusamtökin gegn
, apartheid eftir því við ríkissaksókn-
ara, að fram færi opinber rannsókn
á innflutningi á niðursoðnum ávöxt-
um frá Suður-Afríku. Með bréfi til
ríkissaksóknara fylgdu stað-
greiðslunótur frá Blómavali, Mikla-
( garði og Kaupstað í Mjódd. Þar kom
fram að dósirnar voru framleiddar
í Suður-Afríku. Alþýðusamband ís-
lands, sem er aðili að Suður-Afríku-
samtökunum, studdi þessar aðgerð-
ir eftir að hafa rætt þær á mið-
stjórnarfundi. Lögfræðingur hjá
ASÍ aðstoðaði við gerð bréfsins til
ríkissaksóknara, blaðamannafund-
ur um málið var haldinn í húsakynn-
um ASÍ og var Ásmundur Stefáns-
son, forseti ASÍ, viðstaddur fund-
inn, enda eiga verkalýðssamtökin
hvað drýgstan þátt í því að sett var
viðskiptabann á Suður-Afríku.
Hvernig má það vera að dósa-
ávextir frá Suður-Afríku skuli vera
enn á boðstólum hér á landi? Eru
1 þetta kannski gamlar birgðir? í
sjónvarpsfréttum þann 20. júní var
sagt; „Suður-Afríkusamtökin gegn
Apartheid segja að hérlendis séu
seldar vörur frá Suður-Afríku sem
ólöglegt sé að flytja inn.“ Við höfum
* aldrei fullyrt að það sé gert. Við
látum almenningi eftir að spá í það
og ríkissaksóknara að rannska
málið. En er það ekki undarleg fjár-
festing að kaupa dósaávexti og
géyma þá svo í að minnsta kosti
hátt á annað ár? Er virkilega al-
gengt að heildsalar safni margra
ára vörubirgðum? Hvar voru allar
þessar dósir eiginlega geymdar og
hvað voru keyptar margar niður-
suðudósir á því herrans ári 1988?
Er sumt af þessu kannski enn eldra?
„Hvort skyldi nú vera
fullyrt að allt í einu
hafi fundist ganilar
birgðir eða þá að villst
hafi verið á miðum? Er
ef til vill verið að kiára
gömlu miðana?“
Það væri fróðlegt að sannreyna
hversu miklar birgðir eru eftir og
hversu lengi þær munu endast.
Hvernig stendur á því að stundum
eru þessar dósir ekki til um nokk-
urn tíma en birtast svo skyndilega
á ný í búðarhillum? Í einni verslun-
inni var haft eftir umboðinu að
stundum væru þessr dósir því miður
ekki til, en von væri á þeim. Eins
var fullyrt við viðkomandi verslun-
armann að um glænýja sendingu
væri að ræða. A öðrum stað var
okkur tjáð að þar væru aldrei dósir
í meira en 2-3 vikur í senn.
Framundir lok síðasta árs voru
fjölmargar dósir frá Gold Reef
merktar framleiðslulandinu Suður-
Afríka. Seinna bárust sendingar af
dósunum þar sem upplýsingar um
framleiðsluland voru huldar með
nafni innflytjenda. Innflytjandinn
fullyrti að þær væru frá Botswana.
Seinna voru dósirnar merktar
Suður-Afríku á nýjan leik. Hvort
skyldi nú vera fullyrt að allt í einu
hafi fundist gamlar birgðir eða þá
að villst hafi verið á miðum? Er ef
til vill verið að klára gömlu miðana?
Þeir sem styðja innflutning frá
Suður-Afríku, að ekki sé minnst á
innflytjendurna sjálfa, skirrast við
að hlýða áratuga langri hvatningu
frelsisunnenda í Suður-Afríku. í
landi þar sem 85% íbúanna hafa
ekki einu sinni kosningarétt. Þeir
eru vandfundnir er réttlæta kerfi
sem grundvallast á kúgun fólks
eftir litarhætti. Þeir eru þó til.
Það er nú fyrst, eftir langa og
erfiða baráttu frelsissamtaka
Suður-Afríku og eftir að viðskipta-
þvinganir eru farnar að hafa áhrif,
að þetta fólk er farið að sjá fyrir
endann á hörmungunum. Á sama
tíma læðupúkast íslenskir innflytj-
endur með dósaávexti frá Suður-
Afríku. Afstaða þeirra til Apart-
heid-kerfisins er ömurleg.
Höfundar: Sunna Snædal er
formaður Suður-Afríku
samtakanna og Gylfi Páll Hersir
félagsmaður.
* Miðað við 6 fyrstu mánuði þessa árs.
Ob
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
- Löggilt verðbréfafyrirtæki -
HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100
—U&Xt——\ ■..11L..1.ÍÍ1H—ILL-..J—L——iii-uj-líU-.IU 4aggagnax'fc 'MKj: t z