Morgunblaðið - 10.07.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
33
Minning:
Sigfus Þorsteinsson
bóndi - Minning
Fæddur 20. mars 1901
Dáinn 7. júní 1990
Á morgun verður til moldar bor-
inn Sigfús Þorsteinsson bóndi í
Skálateigi. Sigfús var elsti borgari
Norðfjarðarhrepps er hann lést.
Hann var giftur mannkostakonunni
Mörtu Einarsdóttur og eignuðust
þau þijú börn. Marta féll frá á miðj-
um aldri.
Minna er nú talað um fræðaþuli
en áður var þegar tengslin við for-
tíðina og allur fróðleikur byggðist
að miklu leyti á þeim mönnum, sem
þegar í æsku lögðu sig eftir að
hlusta fullorðna fólkið segja sögu
sína og forðfeðranna. Fullkomnir
tengiliðir urðu þá aðeins þeir, sem
höfðu allt í senn, minni, vilja og
hæfileika til endursagnar. Allt þetta
hafði Sigfús Þorsteinsson í ríkum
mæli, enda fróður um flesta hluti
og vísur hafði hann á hraðbergi.
Hæst bar þó þekkingu hans á
hestum og hestamönnum. Mátti
kalla það sérsvið í þekkingunni.
Tengsl hans við hestinn slitnuðu
aldrei og var það meira en segja
mátti um flesta hans samferðamenn
sem bílaöldin ruglaði í ríminu. Nú
hefur stór hluti þjóðarinnar tileink-
að sér hestamennsku og naut við
það elju þeirra sem létu þráðinn
aldrei slitna. í þeim hópi stóð Sig-
fús með fremstu mönnum.
Um langa ævi átti hann mikið
af góðum hestum og stóðhesta hélt
hann öðru hveiju alla sína bú-
skapartíð. Þá sótti hann oft langar
leiðir í góða stofna, enda fór hann
þá víða um land á alls kyns farar-
tækjum. Á hestum fór hann um
landið þvert og endilangt fyrir utan
hinar mörgu ferðir um Miðaustur-
land fram á síðustu æviár. Um
heimabyggðina, Norðfjarðarhrepp,
fór hann árvissar ferðir á hestum
þó erfitt væri oft yfirferðar. Kom
þá fyrir að hann stóð við hlið hests-
ins á hæstu ijallatindum.
Sem ungur maður var hann
tíðum fenginn til fylgdar við ferða-
menn svo sem frambjóðendur og
alþingismenn að ógleymdum djörf-
um meðalaferðum.
Sigfús í Skálateigi var búhöldur
góður, átti afurðasamar skepnur
og var öðrum bændum fremur,
sjálfum sér nægur um tæki á þeim
tíma er hestar og hestatæki voru
allsráðandi til búverka, enda ungur
maður þegar bændur áttuðu sig á
því, að hestinn mátti hafa til fjöl-
breyttari nota en undir klifberareið-
færi. Það tímabil í sögu þarfasta
þjónsins má kalla undanfara véla-
aldar.
Sigfús var fyrstur bænda í Norð-
fjarðarhreppi til að panta sér drátt-
arvél og sýndi, að þó hann stæði
föstum fótum í fortíðinni var hann
maður nýrra tíma.
Þegar búskapur Sigfúsar stóð
með blóma héldu þau hjón kaupa-
fólk. Þá voru foreldrar Mörtu og
systkini um árabil í Skálateigi og
unnu heimilinu svo hann átti gott
með að bregða sér af bæ, sem pass-
aði honum vel. Fór hann þá jafnvel
yfir Oddsskarð og Fagradal, eða
aðra fjallvegi er lágu til Héraðs og
heimsótti bændur þar. Var til þess
tekið þar efra hve vel ríðandi hann
var.
Sigfús var fríður maður sýnum,
léttur á fæti og léttur í lund; þó
skapharður og við ekkert hræddur.
Hann var góður fulltrúi síns byggð-
arlags á mannamótum víða um
land. Hin meitluðu tilsvör hans
verða á vörum manna um langa
hríð.
Júlíus Þórðarson
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför
KARELS VALTÝSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Borgarspítalans.
Þórhíldur Valtýsdóttir, Þuríður Valtýsdóttir,
Helga Valtýsdóttir, Grímur Pálsson,
Valtýr Sigurðsson,
Sverrir Kristjánsson og fjölskylda.
t
Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför
dóttur minnar og systur okkar,
ÞORGERÐAR JÓNU ARNADÓTTUR
frá Hlöðutúni,
sendum við hjartans þakklæti.
Guð blessi ykkur öll.
Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ,
systkinin og fjölskyldur þeirra.
t ' 1 J
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu
og hlýhug við andlát og útför
ARNAR ARNARSONAR,
Sléttuvegi 4,
Selfossi.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
Opna
fire$tone
golfmótið
veröur haldið á Strandarvelli 15. júlí.
Keppt verður með og án forgjafar og hefst
mótið kl. 8. Góð verðlaun í boði.
Skráning fer fram í síma 98-78208 13.-14.
júlí kl. 13-18 báða dagana.
Golfklúbbur Hellu
JÖFUR
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
Nýbýlavegi 2, sími 42600
KÆLISKÁPAR:
Ltr. Hæð Br. Dýpt Verð áður kr. Júlíverð (stgr.)
ME140 140 85 50 60 32.160 27.500
DF230 230 139 55 60 42.800 36.800
DF260 (þrísk.) 260 151 55 60 51.900 44.500
RF290 260 152 55 60 52.900 44.900
FRYSTISKÁPAR:
GS120 120 85 50 60 33.500 28.900
GS210 210 122 55 60 42.800 36.800
UP290 290 150 60 60 51.900 44.500
ÖNNUR HEIMILISTÆKI
VELOTURBO 2800
(tvískipt, topphlaöin þvottavél 2800/sn.) 64.900
S52 ARISTON þurrkari 41.900
Genial Dry þurrkari, blástursofn 17.900
Uppþvottavél 57.885
HELLUBORÐ:
22I/04R4B hvít sjálfstæð helluborð
21.900
55.900
35.900
14.900
49.900
15.900