Morgunblaðið - 10.07.1990, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
Magnea Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 10. október 1901
Dáin 2. júlí 1990
Hinn 2. júlí sl. lést í Reykjavík
frú Magnea D. Þórðardóttir.
Magnea fæddist í Reykjavík 10.
október 1901, dóttir hjónanna Þórð-
ar H. Þórðarsonar sjómanns og
Veróniku Hallbjargar Einarsdóttur
húsmóður.
Magnea naut hefðbundinnar
skólagöngu þeirra tíma. Hún var
nokkra vetur í barnadeld Kennara-
skólans, síðan lá leiðin í Miðbæjar-
skólann, m.a. vegna þess að Hriflu-
Jónas vildi ekki kenna dönsku. Þar
var hún einn vetur. Að því búnu
stundaði hún vetrarlangt nám við
Kvennaskólann í Reykjavík og þótti
mikið gaman. Hún var langyngsti
nemandinn þann vetur, því flestar
skólasystur hennar voru vel yfir
tvítugt og jafnvel eldri. Hugur
hennar stóð til frekara náms en
fjárhagur foreldra hennar leyfði það
ekki.
Eftir að skólagöngu lauk starfaði
hún um skeið í álnavörubúð við
’Hverfísgötu 32 í Reykjavík. Vorið
1918 hóf hún störf við símstöðina
í Vestmannaeyjum. Það atvikaðist
þannig að frænka hennar, Guðný,
dóttir Magnúsar móðurbróður
hennar, sem var gift símstjóranum
í Vestmannaeyjum, bauð henni
starf við stöðina þar sem tvær stúlk-
ur sem þar störfuðu voru að hætta.
Magnea sló til því hún vildi komast
í starf þar sem hún gæti séð sér
farborða og verið sjálfstæð. Þar
lærði hún á ritsímann, morsið og
náði á því góðum tökum. Raunar
sagði hún stundum að hún hefði
morsið í fíngrunum ennþá.
Fyrsta daginn í Vestmannaeyjum
hitti hún manninn sem síðar varð
eiginmaður hennar, Jóhann Þ. Jós-
efsson. Jóhann var kaupmaður og
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum
og síðar alþingismaður og ráðherra.
Þessi fyrsti fundur Magneu og Jó-
hanns varð henni eftirminnilegur.
Henni fannst það merkileg tilviljun,
kannski forlög, að fyrsti maðurinn
sem hún hitti í Vestmannaeyjum,
fyrir utan frænku sína og mann
hennar, skyldi vera maðurinn sem
síðar átti eftir að verða lífsförunaut-
ur hennar. Við frásögnina bætti
Magnea því kímilega að hún hefði
löngu síðar frétt það að á Tangan-
um, þar sem Jóhann rak verslun
og útgerð, hefði vakið eftirtekt
skyndilegur áhugi hans á að fara
sjálfur með skeyti og aðrar sending-
ar upp á símstöð eftir að nýja
símstöðvarstúlkan hóf þar störf.
Magnea og Jóhann gengu í
hjónaband 22. maí 1920 og var
Magnea seinni kona hans. Fyrri
konu sína, Svanhvíti Ólafsdóttur,
missti Jóhann eftir stutt hjónaband.
Btómmtoja
Fnðjinm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöld
tíl kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefnl.
Gjafavörur.
Magnea og Jóhann eignuðust þrjú
börn, Svönu Guðrúnu, f. 1921,
Ágústu, f. 1922, og Ólaf, f. 1928,
Ólafur fórst með flugvéljnni Glit-
faxa í janúar 1951. Á heimili
Magneu og Jóhanns ólst einnig upp
dóttir Jóhanns, Unnur, f. 1911. Hún
lést af veikindum langt fyrir aldur
fram rúmlega tvítug að aldri.
Fyrstu fímmtán árin bjuggu
Magnea og Jóhann í Fagurlyst í
Vestmannaeyjum. Árið 1935 flutt-
ust þau búferlum til Reykjavíkur
og frá þeim tíma stóð heimili þeirra
á Bergstaðastræti 86. Þar bjó
Magnea í nær hálfa öld uns hún
flutti snemma árs 1984 að Lyng-
haga 26, þar sem hún bjó til dauða-
dags.
Magnea var móðuramma eigin-
manns míns og kynntist ég henni
fyrst haustið 1976. Þá var Magnea
75 ára gömul og bar aldurinn vel.
Hún var í meðallagi há, grannvax-
in, nett og létt á fæti. Hlátur henn-
ar var dillandi og unglegur. Hún
var frábærlega smekkvís og bar
klæðaburður hennar og heimili vitni
þess. Kurteisi var henni í blóð borin
og framkoma hennar í senn fáguð
og virðuieg. Hún vissi hvað hún
vildi, var ákveðip, jafnvel þijósk,
og fór sínu fram ef um var að ræða
mál sem hún taldi mikilvæg.
Magnea átti sér mörg áhugamál.
Meðan sjónin leyfði las hún mikið.
Hún var vel að sér í erlendum
tungumálum, mest af sjálfsnámi.
Hún hafði dönsku, ensku og þýsku
vel á valdi sínu og var nokkuð heima
í franskri tungu. Ættfræði var og
sérstakt áhugasvið. Til hinsta dags
hafði hún lifandi áhuga á stjórnmál-
um, bæði innanlands og utan. Hún
var eindrægur sjáifstæðismaður og
fylgdist grannt með störfum Sjálf-
stæðisflokksins í stjórn og stjórnar-
andstöðu.
í hjónabandi sínu og fjölskyldu-
lífí taldi Magnea sig gæfumann-
eskju. Fráfall einkasonarins, Ólafs,
sem fórst með flugvélinni Glitfaxa,
skildi þó eftir sár sem aldrei greru.
Við andbyr kom heilsteyptur per-
sónuleiki hennar best í ljós. Hún
tókst á við hveija raun og varð
sterkari eftir.
Magnea bar hag sinna nánustu
mjög fyrir bijósti. Hún vildi fylgjast
með því sem á daga okkar dreif
bæði í lífi og starfi. Hún gladdist
hjartanlega yfir öllu því í lífí okkar
sem til framfara horfði og frá henni
streymdi einlæg hlýja og styrkur
ef á móti blés.
Magnea kunni vel að meta frá-
sagnir af ferðalögum sem við tókum
okkur fyrir hendur, bæði innan
lands og utan. Oftar en ekki leiddi
af slíkum ferðasögum samanburður
við ferðir hennar sjálfrar fyrr á öld-
inni til sömu staða. Kom þá vel fram
frábært og óbrigðult minni hennar.
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val iegsteina.
S.HELGASON HF
STEINSNIIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI76677
Hún var hafsjór af fróðleik um liðna
tíma og var í essinu sínu þegar hún
rifjaði upp liðna atburði úr við-
burðaríkri ævi sinni; uppvaxtarár í
Reykjavík í byijun aldarinnar,
fyrstu hjúskaparárin í Vestmanna-
eyjum, Reykjavík um miðbik aldar-
innar, ferðalög innanlands og utan.
Hún sagði skemmtilega frá og dró
upp ljóslifandi myndir af atburðum,
stöðum, mönnum og málefnum.
Vegpia þátttöku Jóhanns í hringiðu
stjórnmálanna um tæplega fjörutíu
ára skeið hafði hún við hlið hans
upplifað margt og hitt marga af
fremstu stjórnmálaforingjum hér á
landi og í Evrópu. Betur að við
hefðum skráð í ríkari mæli fróðleik-
inn sem hún bjó yfir.
Á kveðjustund er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast jafn mikilhæfri konu og
Magnea var. Á sömu stundu gleðst
ég yfir því að Magneu auðnaðist
til dauðadags að vera eins og hún
helst vildi, sjálfstæð og ekki upp á
ókunnuga komin. Þangað til viku
fyrir andlát sitt bjó hún ein þó sjón
væri farin að daprast mjög, heyrnin
skert og hreyfigetan takmörkuð.
Þetta tókst henni með óeigingjarnri
o g fórnfúsri umönnun dóttur
sinnar, Ágústu. Umhyggja hennar
og aðstoð við móður sína verður
seint fullþökkuð.
Guð blessi minningu Magneu D.
Þórðardóttur.
Dögg Pálsdótdr
Magnea Dagmar Þórðardóttir,
amma mín, lést í Landspítalanum
aðfaranótt 2. júlí sl. á 89. aldurs-
ári. í dag verður jarðarför hennar
gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þar sem hún var skírð barn og
fermd ung stúlka.
Magnea var fædd á Holtastöðum
við Laufásveg í Reykjavík 10. októ-
ber 1901, dóttir hjónanna Veróniku
Hallbjargar Einarsdóttur og Þórðar
Helga Þórðarsonar sjómanns.
Holtastaðir voru býli sem stóð fyrir
neðan lóðina Bergstaðastræti 62
og sem móðurafí hennar, Einar
Magnússon, fluttist á eftir að hafa
stundað búskap m.a. á Skrauthólum
á Kjalarnesi. Fáum árum eftir fæð-
ingu ömmu var reist hús á Berg-
staðastræti 62, og þar stóð æsku-
heimili hennar og heimili foreldra
hennar meðan þau lifðu. Amma
minntist æskuheimilis síns með
mikilli hlýju. Þar ólst hún upg ásamt
yngri systur sinni, Guðrúnu Ágústu,
umvafín ástríki foreldra sinna og
afa. Aldrei féll styggðaryrði á því
heimili, sagði amma jafnan. Ég
geri ekki ráð fyrir að efnin hafi
verið mikil á heimilinu. En þar var
gestkvæmt. Þangað komu meðal
annarra bændur, gamlir sveitungar
Einars Magnússonar, og vinnufólk
sem hafði verið hjá honum og öllu
þessu fólki var glaðlega tekið og
oft gefinn fatnaður og gjafír, enda
húsmóðirin veitul. „Og svo fór það
ánægt,“ sagði amma. Frá þessu
fólki heyrði hún hvað afí hennar
og amma voru vel látin og hvað
móðuramma hennar, Guðrún Jóns-
dóttir, hefði verið góð húsmóðir og
stórfalleg kona. Föðuramma henn-
ar, sem einnig hafði verið fögur
kona. hét Steinunn Stefánsdóttir
bónda á Vestri-Kirkjubæ á Rangár-
völlum (bróðir hins kunna og kyn-
sæla Guðmundar á Keldum), Brynj-
ólfssonar b. og hreppstjóra á
Vestri-Kirkjubæ, Stefánssonar b.
og hreppstjóra í Árbæ, Rangárvöll-
um, Bjarnasonar b. og hreppstjóra
á Víkingslæk á Rangárvöllum, ætt-
föður Víkingslækjarættarinnar.
Ein af bernskuminninum ömmu
spannst af heimsókn Símons Dala-
skálds á Holtastaði. Hann var búinn
að þiggja góðgerðir, hélt á henni 5
ára gamalli á hné sér og sagði:
Hljóttu manna hylli hér
hamingja og Ián ei þrotni,
víst með aldri veitist þér
viska og náð hjá Drottni.
Vísuna lærði hún strax og
gleymdi henni aldrej.
Ámma sagði mérj að mikið hafí
verið lesið á heimilinu. Lesnar voru
fornsögur, alls konar íslenskur fróð-
leikur og bækur eftjr því sem þær
komu út. Passíusálmarnir þóttu
sjálfsagðir og voru líka sungnir.
Ullarvinna var mikið stunduð en
þá var alltaf einhver góður lesari
fenginn til að lesa. Afi hennar gerði
fjarska mikið af því. Svo var'sung-
ið mikið. Afí hennar var alltaf for-
söngvari í kirkju þar sem hann var,
hafði ákaflega mikla og fallega
rödd.
Amma minntist föður síns sem
hægláts prúðmennis. Um móður
sína og afa talaði hún um sem
greindarfólk. „Hún mamma og
hann afí, þau mundu allt,“ sagði
hún við mig. Afi hennar var henni
sérstaklega hugfólginn og aðdáun
hennar á honum leyndi sér ekki.
Honum lýsti hún svo: „Afí var fædd-
ur 1832. Hann fór aldrei til læknis,
aldrei til tannlæknis, hélt hárinu,
hélt heyrninni, þannig að hann
heyrði grasið gróa og ullina vaxa
eins og kallað var, og notaði aldrei
gleraugu. Þetta var svo framúr-
skarandi vel gefinn maður, listfeng-
ur með afbrigðum, kurteis og fróð-
ur. Þetta var verulegt heiðurs-
menni, heiðursmaður alveg sérstak-
ur. Ég vissi ekki til að hann ætti
neinn óvin eða neinn sem væri með
ónot við hann. Allir leituðu til hans
ef eitthvað þurfti að gera við, þá
var komið til hans, hvort það voru
dauðir hlutir eða smíða þurfti eitt-
hvað, og ég tala nú ekki um ef eitt-
hvað var að skepnum. Nú, ef kona
gat ekki fætt og gekk illa að ein-
hveiju leyti og ekki hægt að ná í
ljósmóður, þá var hann kallaður til.
Það var allt sem honum var gefíð.“
Þessi lýsing ömmu á afa sínum
bregður jafnframt skýru Ijósi á
hana sjálfa.
Magnea gekk í Æfingadeild
Kennaraskólans og Miðbæjarbarna-
skólann og var einn vetur í Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Oft minntist
hún frábærra kennara sinna, m.a.
stærðfræðingsins Ólafs Daníelsson-
ar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
sem hún mat mikils sem kennara.
Enda þótt henni veittist létt að læra
og skaraði fram úr öðrum varð
skólagangan ekki lengri. En hún
sýndi það að menntun getur fólk
öðlast jafnvel þótt það njóti ekki
langrar skólagöngu. Amma var
víðlesin og átti sér mörg áhuga-
mál. Hún hafði unun af náttúru-
fræði, var vel heima í bókmenntum,
íslenskum og erlendutn, hafði yndi
af ljóðum og talaði ensku og þýsku
reiprennandi auk Norðurlandamála.
Saga lands og lýðs var henni sem
opin bók, og það átti líka við um
menningu og siði annarra þjóða.
Um áratuga skeið las hún t.d. hið
kunna tímarit National Geographie,
sem fjallar um þessi efni. Þá er
ótalin ættfræðin, sem átti stórt rúm
í huga hennar allt til síðustu stund-
ar. Ahugi hennar á þessari sérís-
lensku fræðigrein var slíkur, að úg
gat ekki annað en smitast af henjii,
og þá áttum við enn eitt sameigin-
legt áhugamál sem kallaði á miklar
samræður og athuganir í fræðirit-
um.
Vorið 1918 urðu kaflaskil í lífí
ömmu. Þá fór hún til Vestmanna- j
eyja til að vinna í símstöðinni í
Eyjum, en frænka hennar var gift
símstöðvarstjóranum. Hún starfaði
sem talsímakona í hálft annað ár
fram til hausts 1919 og minntist
starfs síns með ánægju. Alltaf þyk-
ir mér jafn skemmtileg tilhugsunin
um að eiga ömmu sem hafði vald
á skeytasendingum og kunni
morse-stafrófið. Hún kynntist fljótt
fólkinu í Eyjum, kjörum þess og
högum. Hún mundi komu sína til
Eyja í áliðnum aprílmánuði 1918
eins og gerst hefði í gær. Þann dag
hitti hún mannsefnið sitt, er hún
var kynnt fyrir Jóhanni Þ. Jósefs-
syni, kaupmanni og útgerðarmanni
í Vestmannaeyjum. Hún hvarf aftur
til Reykjavíkur hausti 1919 þar sem
hún liðsinnti við hjúkrun afa síns,
sem lést þá um veturinn.
Magnea og Jóhann voru gefin
saman 22. maí 1920 á heimili séra
Ólafs Ólafssonar, hins mikla mæl-
skumanns. Jóhann var fæddur 17.
júní 1886, sonur hjónanna Guðrún-
ar Þorkelsdóttur og Jósefs skip-
stjóra í Vestmannaeyjum, launson-
ar síra Jóns Þorvarðarsonar, próf-
asts í Reykholti. Guðrún var Vest-
mannaeyingur í móðurætt, en faðir
hennar, Þorkell Einarsson, var Eyr-
bekkingur. Heimili Magneu og Jó-
hanns í Vestmannaeyjum var í Fag-
urlyst, fögru húsi sem hann hafði
reist þar sem kallað var á Hólnum,
en stóð við Urðarveg og eyðilagðist
í eldgosinu 1973.
Magnea og Jóhann áttu þijú
börn, systurnar Svönu Guðrúnu, f.
20. febrúar 1921, og Ágústu, móð-
ur mína, f. 10. desember 1922, og
soninn Olaf, f. 20. september 1928.
Auk þeirra ólst upp hjá þeim Unn-
ur, dóttir Jóhanns, f. 27. júní 1911.
Unnur lést aðeins tvítug að aidri,
4. nóvember 1931, eftir að hafa
veikst í Þýskalandi þar sem hún
var ðvið nám. Unnur þótti yndisleg
stúlka og var hvers manns hug-
ljúfí. Svana Guðrún giftist Stur-
laugi Böðvarssyni, útgerðarmanni
frá Akranesi, og áttu þau eina dótt-
ur. Þau slitu samvistir. Hún giftist
síðar Roger B. Hodgson, verkfræð-
ingi frá MIT-háskólanum, Banda-
ríkjamanni af ágætu fólki, sem rek-
ur ættir sínar til Englands. Þau
eiga fímm börn. Ágústa giftist
ísleifí A. Pálssyni, verslunarmanni,
fæddum í Vestmannaeyjum, og eiga
þau þijá syni. Þau slitu samvistir.
Ólafur kvæntist Ellenu Sigurðar-
dóttur Waage, og áttu þau einn
son. Ólafur var flugstjóri flugvélar-
innar Glitfaxa, sem fórst er hún var
að koma til Reykjavíkur frá Vest-
mannaeyjum 31. janúar 1951. Þarf
ekki að lýsa þeim harmi, sem kveð-
inn var að foreldrum hans, eigin-
konu og systrum, við fráfall þessa
glæsilega unga manns.
Jóhann Þ. Jósefsson hafði með
höndum umsvifamikinn atvinnu-
rekstur í Vestmannaeyjum og rak
í félagi við Gunnar Ólafsson fyrir-
tæki, sem kallað var Tanginn í dag-
legu tali í Eyjum. Hann var frum-
kvöðull að mörgum framfaramálum
í atvirinulífi Eyjanna, sat í Síldarút-
vegsnefnd, stjórn SÍF, vann að
stofnun Björgunarfélags Vest-
mannaeyja og kaupum á björgunar-
skipinu Þór, sem jafnframt var
fyrsta varðskip sem þjóðin eignað-
ist. Hann var ræðismaður Þýska-
lands í Vestmannaeyjum frá 1919
og lengi síðan. Jafnframt hlóðust á
hann margvísleg trúnaðarstörf á
vettvangi stjómmála. Hann var
kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Vest-
mannaeyja 1918 og var bæjarfull-
trúi næstu tuttugu ár. Hann hlaut
glæsilega kosningu sem þingmaður
Vestmannaeyja 1923. Hann bauð
sig fyrst fram fyrir Borgaraflokkinn
og var einn af stofnendum íhalds-
flokksins 1924. Þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn var stofnaður af þing-
mönnum íhaldsflokksins og Fijáls-
lynda flokksins var Jóhann Þ. Jós-
efsson einn stofnenda. Hann átti
öruggt og gott fylgi og sat á þingi
til 1959. Voru Vestmannaeyjar
taldar óvinnandi vígi sjálfstæðis-
manna undir hans forystu. Jóhann
Þ. Jósefsson var fjármála- og at-
vinnumálaráðherra í ríkisstjórn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar
1947-1949 og atvinnumálaráðherra
í ríkisstórn Ólafs Thors 1950. Hann
var formaður Nýbyggingaráðs, sem
nýsköpunarstjómin setti á fót eftir
heimsstyijöldina síðari til að end-
umýja atvinnutæki landsmanna.
Hann var fulltrúi íslands á Allsheij-
arþingi Sameinuðu þjóðanna og
átti sæti í Evrópuráðinu til æviloka.
I Magnea studdi vel og dyggilega
I við bakið á manni sínum og bjó
honum fagurt og glæsilegt heimili,
fyrst í Fagurlyst í Vestmannaeyjum
og síðar á Bergstaðastræti 86 eftir
að fjölskyldan fluttist búferlum til