Morgunblaðið - 10.07.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
41
aftur og trúðatækni.“ Blaðamaður
hváir. „Já,“ segir Ada og útskýrir
hvað hún á við. „Trúðatækni bygg-
ist upp á því að fólk þekki trúðinn,
viti hvers konar persóna hann er.
Trúðurinn vill gera allt', sem hann
er beðinn um, eins vel og hann
mögulega getur. Ef þú biður hann
til dæmis um að ganga upp vegg,
reynir hann að ganga upp vegginn.
Þegar hann kemst að því að hann
getur ekki gert það sem hann er
beðinn um verður hann sár. Öllum
þykir vænt um raunverulegan trúð
því hann er alltaf með tár á ann-
arri kinninni. Hann tekur aldrei eft-
ir því þegar áhorfendur hlæja.“
Ada segist kunna vel við íslend-
inga. „Þið brosið ekki mikið,“ segir
hún og horfir stríðnislega á viðmæi-
anda sinni. „En þegar þið brosið
getur maður verið viss um að þið
meinið það. Maður getur verið ör-
uggur um að þið farið ekki á bak-
við mann.“
Hún segir að krakkamir standi
sig ævintýralega vel í sirkuskúnst-
unum. „Þegar ég byrjaði gerði ég
mér ekki miklar vonir en nú þegar
geta sumir krakkanna leikið sér
með þijá bolta í einu. Þau em alltaf
að koma til mín og segja: „Sjáðu
Ada, sjáðu hvað ég get,“ og alltaf
fer þeim fram.“
Frá íslandi fer Ada til Frakk-
lands, þá til Helsinki, Leníngrad og
Indlands. „Mér finnst gaman að
ferðast," segir hún, „en það er allt-
af jafn gott að koma aftur til ísr-
aels. Ég er líka með ýmislegt á
könnunni þar. Sem dæmi get ég
nefnt að ég kenni tólf konum á aldr-
inum 75-85 ára leikræna tjáningu.
Ég hef kennt þeim í nokkur ár og
fæ virkilega mikið út úr því,“ segir
Ada og bætir við að upphaflega
hafi einn karl verið með en hann
hafi flúið af hólmi eftir nokkurn
tíma.
Listir sínar hefur Ada numið í
London og París.
LEIKARAR
I stuttu
fríi
Umtalaðasta parið í leik-
araheiminum um þess-
ar .mundir er án efa Keifer
Sutherland og Julia Roberts
sem kvikmyndahúsagestir
kannast við úr myndunum
Stórkostleg stúlka (Pretty
Woman) og Stálblóm (Steel
Magnolias). Þau eru nú í
stuttu fríi eftir að hafa lokið
við að leika í myndinni Flat-
liner. Keifer fékk skilnað frá
fyrrverandi eiginkonu sinni,
Camelie Kath, í febrúar en
saman eiga þau tveggja ára
dóttur.
COSPER
Notaðu ekki sporana, þeir kitla hann svo.
LOKAÐ
Vegna sumarleyfa starfsfólks verður lokað
hjáokkurfrá 16.júlí tiI20. ágústnk.
AGNAR LUDVIGSSON HF.,
Nýlendugötu 21, sími 12134.
4
K
10.7. 1990
VAKORT
4507 4100 0001 6254
4507 4300 0003 4784
4507 4500 0008 4274
4507 4500 0015 6544
4507 4500 0015 7880
4548 9000 0023 8743
4548 9000 0028 6346
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
VISA ISLAND
K
ÞETTA ER ENGU
KYNNINGAVERÐ
Fljúgðu um og trillaðu á sumartánum með þrjú hjól undir
botninn. Max skautahjólið sameinar sport, sprell og leikni
og er hreint bráðskemmtilegt strax í byrjun. Max
skautahjólið kostar ekki himinn og jörð heldur léttar tólf
þúsund og níu hundruð krónur. Það er ekki mikið fyrir
aðal upplyftara og smell sumarsins.
Skelltu þér á Max og það strax.