Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 46__________________________________________ Doktorsritgerð um jgálíviikni í fiskiðnaði HÖRÐUR Arnarson varði doktorsritgerð í rafmagnsverkfræði við tækniháskólann í Kaupmannahöfn (DTH), 12.-13. desember síðastlið- inn. Andmælendur voru prófessor Martin D. Levine, McGill Univers- ity, Kanada, og Jorgen M. Ciausen tæknilegur framkvæmdastjóri Danfoss, Danmörku. Ritgerðin er skrifuð á ensku og ber heitið „Fish sorting by Computer Vision“. Leiðbeinandi í verkefninu var prófess- or L.F. Pau. undargreiningu eru settar fram tvær áður óþekktar aðferðir til mgelinga á formi fisks. Sú fyrri byggist á fjarlægðarmerktri form- fræði beinagrind („distance labeled morphological skeleton") af fiskn- um, en hin síðari tengir saman stærðfræðilegri formfræði (mathe- matical morphology) og „syntactic pattern recognition" í aðferðafræði sem fengið hefur nafnið PDL-HM aðferð. Báðar þessar aðferðir eru taldar gefa nýja möguleika við al- menna formgreiningu hluta, vegna mikils hraða og óstefnuvirkni. Allar aðferðir settar fram í rit- gerðinni voru þróaðar á hraðvirkar samhliða reiknieiningar og prófaðar á fiski í raunverulegu umhverfi í fiskiðnaðnum. Hörður Arnarson fæddist 24. nóvember 1962, sonur hjónanna Arnar Engilbertssonar og Sigríðar Brynjólfsdóttur. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1982, og prófi í rafmagns- verkfræði frá Háskóla íslands 1986. Eiginkona Harðar er Guðný Hallgrímsdóttir og eiga þau tvær dætur. Hörður er starfsmaður Mar- eis hf. og vinnur að þróun á tækjum til fiskvinnslu, sem byggjast á tölvusjón. Ritgerðin fjallar um notkun á tölvusjón við fíokkun á heilum fiski út frá stærð og tegund. Tölvusjón er tækni sem byggist á að tengja myndavél við tölvu'og skynja þann- ig eiginleika fisksins. Þróaðar eru aðferðir til að Iengd- armæla heilan físk með mikilli ná- kvæmni, óháð legu físksins og því hvort fískurinn sé boginn. Við teg- Hörður Arnarson. 'IIús SVD Hafrún- ar vigt á Eskifirði Eskifíröi. Slysavarnadeildin Hafrún og björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði tóku nýlega í notkun nýtt og glæsilegt hús á Strandgölu 9. Um er að ræða hús á tveimur hæðum og er hvor hæð 120 m-. Á efri hæð er fundarsalur, eldhús og skrifstofuaðstaða fyrir félagið. Á neðri hæð er bílskúr og stjórnstöð fyrir björgunarsveitina. Hjalti Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar, stjórnaði vígslusamkomunni, Gísli Guðjóns- ,son rafVirkjameistari afhenti húsið til Slysavarnafélagsins og tók Ör- lygur Hálfdánarson við. Gísli rakti síðan í stuttu máli byggingarsögu hússins, þar kom fram að frum- kvöðull að byggingu hússins var Alfreð Guðnason vélstjóri. Bygging _ hússins hefur tekið 10 ár en grunn- urinn var keyptur af Pöntunarfélagi Eskfirðinga sem áformaði að byggja þar verslun. Félagsmenn í Hafrúnu og Brimrúnu hafa innt af hendi mikla sjálfboðavinnu, sem skipt hefur sköpum við að koma húsinu upp. Auk þess hefur Rafn Ingvarsson trésmiður unnið við að klæða húsið að utan og við innrétt- ingar hússins er öll vinna til fyrir- myndar. Sr. Kristján Ilóbertsson, sóknarprestur á Seyðisfírði, bless- aði húsið, Charles Ross lék einleik á lágfiðlu, Örlygur Hálfdánarson, forseti Slysavarnafélagsins flutti ræðu, hann lagði áherslu á farsæla samvinnu SVFI og Landhelgisgæsl- unnar sem kæmi best fram með rekstri Slysavarnasljóla sjómanna. Örlygur afhenti síðan Höllu Ósk Ósksarsdóttur, formanni Hafrúnar og Hjalta Sigurðssyni formanni Brimrúnar, lykla hússins og félög- unum húsið til varðveislu. Ávörp fluttu Ragnhildur Kristjánsdóttir, gjaldkeri Hafrúnar, Skúli Hjaltason frá björgunarsveitinni Gerpi, Nes- kaupstað, Hákon Aðalsteinsson, frá Gró á Egilsstöðum, Baldur Pálsson, umdæmisstjóri SVFÍ á Austurlandi, Þórir Gunnarsson, skólastjóri Fyrsta skóflustungan að nýju dvalarheimili á Djúpavogi var tekin 1. júlí sl. Morgunbiaðið/Gísii Bogason Djúpivogur: Fyrsta skóflustungan að nýju dvalarheimili Djúpavogi. FYRSTÁ skóllustungan var tekin að nýju dvalarheimili 1. júlí sl. Um er að ræða 410 fm bygg- ingu með möguleikum á viðbygg- ingu síðar ef þurfa þykir. Áætlað- ur kostnaður er um 32 millj. mið- að við verðlag í apríl. Búlandshreppur, Berunes- hreppur og Geithellnahreppur standa saman að byggingunni, Búlandshreppur með 74% hlut- deild en hinir með 13% hvor. Dval- arheimilinu var valinn staður við hlið nýju heilsugæslustöðvarnnar við Hammersminni og var gefið nafnið Helgafell. En fyrsta fram- Iag til dvalarheimilisins var gjöf frá Helga Einarssyni frá Mel- rakkanesi og er nafnið þaðan komið. Fyrstu skóflustunguna tók Ilelgi Jónsson bóndi, Urðarteigi. - Gísli. Hús Hafrúnar á Eskifirði. Slysavarnaskóla sjómanna sem af- henti að gjöf slökkvitæki og reyk- skynjara, Einar Örn Jónsson, starfsmaður á skólaskipinu Sæ- björgu flutti kveðjur frá Ingólfi í Reykjavík og Sigríður Rósa Krist- insdóttir, ritari Vmt. Árvakurs, Eskifirði, hún afhenti Slysavarna- skóla sjómanna 50.000 framlag frá Árvakri og skýrði frá samþykkt stjórnar Árvakurs að styrkja Haf- rúnu með kr. 10.000 á mánuði næstu tvö ár. Slysavarnadeildin Morgunblaðið/Hrafnkell A. Jónsson Hafrún stóð fyrir glæsilegum veit- ingum á meðan á samkomunni stóð og þáðu á þriðja hundrað manns þær. Seinna um daginn var Eskfírð- ingum boðið að skoða skólaskipið Sæbjörgu en Slysavarnaskóli sjó- manna var með námskeið fyrir sjó- menn á Eskifirði 25. til 29. júní sl. Síðasta daginn sem skólinn starfaði kom þyrla Landhelgisgæslunnar til Eskifjarðar og æfði björgun úr sjó. - HAJ Vestmannaeyjar: Nýjung' til víramælinga Vestmannaeyjum. NÝTT tæki til upptöku og mæl- inga hvers kyns víra var tekið í notkun í Eyjum fyrir skömmu. Tæki þetta sem staðsett er á vörubílspalli og tengt krana bílsins er byggt upp á kefli sem hægt er að spóla inn á hundruðum faðma af hvers kyns vír, togvír, snurpuvír eða hvurnig vír sem er. Einungis tekur nokkrar mínútur að spóla vírnum inn á keflið og sparast með- því mikill tími því fram til þessa hefur orðið að hringa vírinn niður á bretti ef taka hefur átt hann í land. Þá er einnig hægt að nota tækið við víramælingar og mikil hagræð- ing af því fram til þessa hafa vírarn- ir verið dregnir um bryggjurnar til mælinga. Haukur Guðjónsson, vörubíl- stjóri, er eigandi tækisins en Hall- grímur Tryggvason, járnsmiður, sá um smíði þess. Tæki þetta er hið merkasta og léttir vinnu við víra til muna. Grímur Vogar: íþróttavallarhús | tekið í notkun r Vog’um. Ungmennafélagið Þróttur tók í notkun íþróttavallarhús í Vogum> 1 ' fimmtudaginn 5. júlí, með leik 5. flokks Þróttar og Hveragerðis á íslandsmótinu í knattspyrnu. Hreppsbúum var boðið að skoða aðstöðuna og þiggja veitingar. Fjöldi fólks mætti á staðinn til að fagna þessum áfanga og þiggja kræsingar af hlaðborði í vallarhús- inu eða grillaðar pylsur. Til marks - ^ um fólksljöldann sagði Magnús Hlynur Hreiðarsson, formaður Þróttar, að um 200 pylsur hefðu verið grillaðar og segði það sína sögu um fjöldann. Sama dag fagnaði félagið öðrum merkum áfanga þar sem knatt- spyrnudrengir félagins sigruðu lið Hveragerðis í vígsluleiknum með fjórum mörkum gegn einu og er það fyrsti sigur félagsins í íslands- móti í knattspyrnu. - E.G. Hreppsbúar skoðuðu aðstöðuna og þáðu veitingar. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.