Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
47
Sovéskir stórmeist-
arar í efstu sætunum
Skák
Karl Þorsteins
Sovésku stórmeistararnir Ivan-
chuk, Gurevich og Gelfand eru
efstir á millisvæðamótinu í Manila
að loknum 9 umferðum. Þeir hafa
allir hlotið sex og hálfan vinning.
Jóhann Hjartarson hefur fjóran
og hálfan vinning, en skák Mar-
geirs Péturssonar og alþjóðlega
meistarans Mavin frá Rúmeníu
er ólokið. Staðan í biðskákinni er
jafnteflisleg og verði jafntefli nið-
urstaðan þá hefur Margeir íjóra
vinninga.
í sjöundu umferð mótsins sigr-
aði Jóhann v-þýska stórmeistar-
ann Tobran en Margeir tapaði
fyrir Anaud. í áttundu umferð á
laugardaginn gerðu Margeir og
Jóhann jafntefli í innbyrðisskák.
Jóhann gerði sér síðan lítið fyrir
og lagði breska stórmeistarann
Chandler að velli með svörtu
mönnunum, á meðan Margeir
komst lítt áleiðis gegn Mavin. 10.
umferð mótsins verður tefld í dag,
þriðjudag, en mótinu lýkur á laug-
ardag.
Margeir Pétursson var óhepp-
inn að sigra ekki Rekhlis í fimmtu
umferð. Margeir hafði peði yfir í
hróksendatafli en með snjallri
vörn tókst andstæðingi hans að
halda jöfnum hlút. Gegn Gulka
jafnaði Margeir taflið auðveldlega
með svörtu mönnunum og hafnaði
jafntefli áður en allsheijar upp-
skipti fóru í hönd. Veikindi hafa
sett mark sitt á taflmennsku Jó-
hanns í mótinu. Hann hefur kosið
að beijast til síðasta blóðdopa,
fremur en að sættast á snubbótt
jafntefli.
Skák Nicolic og Ivanchuks
vakti óskipta athygli áhorfenda í
fímmtu umferð. Júgóslavinn hóf
sóknaráðgerðir snemma tafls og
fórnaði peði og síðan skiptamun.
Staðan virðist mjög vænleg á
hvítan en Ivanshuk varðist af
mikiili hugdirfsku bæði fórnirnar
og þegar kóngsókn hvíts sigldi í
strand vann hann sigur.
Hvítt: Nicolic
Svart: Ivanchuk
Hollensk vörn
1. d4 - f5 2. g3 - Rf6 3. Bg2 - g6
4. c3
(Víkur frá alfaraleiðum. í þriðju
umferð lék Nicolic 6. c4 - d6 7.
Rc3 - De8 8. d5 gegn Gurevich
og vann.)
4. - c6 5. Bg5 - Bg7 6. Rd2 - d5
7. Rb3 - 0-0 8. 0-0 De8 9. c4 - Re4
10. Rxe4 dxe4 11. f3 exf3 12.
exf3 - Df7 13. Hel - Dxc4 14.
Bxe7 - He8
15. Khl - Ra6 16. Bfl - Df7 17.
Rg5 - Dd5 18. Dcl - b5 19. Bg2
- Bb7
20. f4 - Dxd4 21. a4 - Hab8 22.
axb5 cxb5 23. Hxa6!?
(Það er hreint með ólíkindum að
svarti tekst að veija kóngstöðu
sína: áframhaldinu. Báðir kepp-
endur höfðu eytt miklum tima á
skákina og tímahrak nú yfírvof-
andi.)
23. Bxa6 24. Dc6 - h6! 25. De6
- Kh8 26. Rf7 - Kh 7 27. Re5?
Bxe5! 28.fxe5
(28. Hxe5 Dc4! Kemur í sama
stað niður því 29. Dfl mát.)
28. Dc4! 29. Df6 - Bb7 30. e6 -
hg8 31. h4 - Bxg2+ 32. Kxg2 -
Dd5+
33. Kh3 - Hbc8 34. h5 - g5 35.
De5 - g4+ 36 Kh4 - Hc3:
Stöðumynd
Hvítur: Kh4, De5, Hel, Be7 Peð:
h5, g3, e6, b2
Svartur: Kh7, Dd5, Hg8, Hc2
Peð: h6, g4, f5, b5, a7
Hvítur gafst upp.
Morgimblaðið/Ágúst Blöndal
Konurnar að koma úr Oddskarðsgöngum Eskifjarðarmegin.
Neskaupstaður:
Áheitaganga á Eskiíjörð
HÆTTIÐ
AÐ
BOGRA
VIÐ
ÞRIFIN!
Neskaupstað.
KONUR úr kvennadeild SVFÍ á
Norðíírði lögðu land undir fót
nýlega og gengu áheitagöngu
yfir Oddskarð til Eskifjarðar um
26 km leið yfir einn hæsta fjall-
veg landsins.
Tilefni göngunnar var að afla
fjár til byggingar nýja Slysavarna-
húsinu hér á staðnum. Gangan, sem
tók um fimm og hálfa klukkustund,
tókst vel og öfluðu konurnar um
fjögur hundruð þúsund krónur með
gönguferðinni.
- Agúst.
Ritið “Upplýsingar
eru auðlind“ komið út
KOMIÐ er út ritið “Upplýsingar
eru auðlind", en að útgáfunni
stendur samstarfsnefnd um upp-
lýsingamál, sem skipuð er af
menntamálaráðherra og hefur
starfað síðan 1979.
í bókinni, sem er um 300 blað-
síður, eru 24 greinar eftir 17 höf-
unda sem ijalla m.a. um löggjöf og
skipulagsmál á sviði upplýsinga-
mála hérlendis, skipulagsmál ann-
ars staðar á Norðurlöndum og at-
beina Evrópubandalagsins á upp-
lýsingasviðinu, upplýsingatækni og
nýtingu hennar, fjarskipta- og upp-
lýsinganet, gagnaflutninga, mennt-
un og rannsóknir á sviði upplýs-
ingamála, bókasöfn, skjalasofn og
aðrar stofnanir sem geyma gögn,
varnaraðgerðir gegn hrörnun og
eyðileggingu pappírs, uppbygging
íslenskra bókfræðigagnasafna,
hlutur einkaaðila í upplýsingastarf-
semi, nýting erlendra gagnabanka
og fjarvinnustofur og fjarkennsla.
Hú fást vagnar með nýrri vindu
/, par sem moppan er undin með
I einu handtaki án þess að taka
þurfi hana af skaftinu. Moppan fer
alveg inn í horn og auðveldlega
undir húsgögn. Einnig er hún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta þýðir auðveldari og betri þrif.
Auðveldara,
fljóthgraog
hagkvæmara!
Nýbýlavegi 18
Sími 641988
VARIST DÝRAR BRÁÐABIR6ÐAIAUSNIR!
Tryggid endingu gluggans með ábyrgu eftirliti R.B.
l VT.
:' >• •
f ■ .
% '
• / / /
Allir undirlistar eru úr áli og með áföstum þéttilista.
Fræst er úr karmstykkjum fyrir PN gluggajárnum.
Hallandi föls eru í öllum undirstykkjum.
Hallandi föls eru í undirstykkjum á fögum.
Opnanleg fög eru úr furulímtré.
Állisti er festur með smellu.
Allar brúnir eru fasaðar.
Dæmigerð
hönnun og frágangur
á glugga frá Ramma hf.
SHJBM
SÖLUSKRIFSTOFA/RÁÐGJÖF
IÐNVERK, HÁTÚNI 6A.
SÍMI 91-62 80 80.
IIFTRYGGING GLUGGANS:
Gætið að því að framleiðandinn sé
og hurðaeftirlit aQiii aQ jqh, því þá er hann sjálf-
krafa undir ströngu gæðaeftirliti
Rannsóknarstofnunar Byggingar-
iðnaðarins R.B.
Gætið að því að framleiðandinn
hafi viðurkenningu Gagnvarnar-
ráðs, ef gagnvörn er í boði.
Eftirlit: R.B.
Rammi hf. er eini aðilinn hér á landi sem
hlotið hefur viðurkenningu Gagnvarnarráðs.