Morgunblaðið - 10.07.1990, Page 48
NYTTA ISLANDI
MATVÆU
ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Staðarval fyrir nýtt álver:
Keilisnes fiillnægir
öllum skilyrðunum
KEILISNES á Reykjanesi er talið
fullnægja öilum skilyrðum Atl-
antsálhópsins til að þar sé hægt
að velja álveri stað. Kemur þetta
fram í minnisblaði ráðgjafar-
nefndar iðnaðarráðuneytisins um
staðarval vegna álvers Atlantsál-
hópsins frá 2. júli síðastliðnum,
en þar segir, að staðarvalið hafi
nú verið þrengt við Eyjafjörð,
Reyðarfjörö og Keilisnes.
Meðal skilyrða er að til þess að
tryggja nægilegt starfslið þurfi 5-6
rtirsund manns að búa innan við 40
km fjarlægð frá álverinu, lóðin þurfi
að vera 70 hektarar og möguleiki
á að stækka hana í 100 hektara.
Hún þurfi að vera nálægt upphækk-
uðum vegi, utan þéttbýlis og nærri
strönd. Þá verði að vera örugg höfn
fyrir stór skip með 12 metra djúp-
ristu, og raforkuafhending þurfi
ávallt að vera trygg með tveimur
220 kv flutningslínum, sem hvor
um sig geti fiutt 350 MW.
Stofnkostnaður 200 þúsund
^tonna álvers með stækkunarmögu-
Sig*luQarðar-
bær lætur
opna Skarðið
Siglufírði.
BYRJAÐ var að ryðja snjó af
veginum um Sigluljarðarskarð
í gærmorgun, og er verkið
unnið á vegum Siglufjarðar-
bæjar. Að sögn Þráins Sigurðs-
sonar, bæjartíeknifræðings, er
ástæðan fyrir því að vegurinn
um skarðið verður opnaður sú
að umferð um Strákagöng
verður takmörkuð um tveggja
mánaða skcið í haust.
Fyrirhugað er að endurnýja
akbraut og frárennslislagnir í
Strákagöngum, og verða göngin
þá einungis opin fyrir umferð
klukkutíma í senn, kvölds og
morgna. Sagði Þráinn að vegna
þessa hafi þótt ástæða til að gera
veginn um Siglufjarðarskarð fær-
an jeppum og stærri bílum. Hann
sagðist áætla að það tæki 4-5
daga að opna veginn um skarðið,
en auk snjómokstursins þyrfti að
gera þar við nokkur ræsi.
Við snjómoksturinn er notuð
40 tonna jarðýta, og í gærkvöidi
var hún komin á móts við Þver-
gil. Víða á leiðinni hefur verið
5-6 metra djúpur snjór á vegin-
um, og er reiknað með að snjó-
dýptin sé enn meiri þegar ofar
dregur í skarðinu.
Siglufjarðarskarð liggur milli
Fljóta í Skagafirði og Siglufjarð-
ar, og um það var lengst af eina
samgönguleið á landi fyrir Sigl-
firðinga. Það er hæsti fjallvegur
landsins, og jafnframt einn hinn
snjóþyngsti, en vegurinn er 630
metra yfir sjávarmáli þar sem
hæst er. Var ekki hægt að reikna
með skarðinu opnu nema 3-4
mánuði yfir sumarið, en fyrir kom
að það lokaðist einnig dag og dag
í þeim mánuðum. Eftir að vegur
var lagður um Stráka og Stráka-
göng voru gerð hefur viðhald
vegarins um skarðið lagst niður,
en hann var þó opnaður sumarið
1988 í tilefni af því að þá voru
liðin 70 ár frá því að Siglufjarðar-
bær fékk kaupstaðarréttindi.
Matthías.
ituiiutiK ! I i J e g #« • } 1
leikum í 400 þúsund tonn er sam-
kvæmt fyrstu vísbendingum talinn
verða 20 til 40 milljónum banda-
ríkjadala lægri á Keilisnesi en við
Eyjafjörð og Reyðarfjörð. Auk þess
er reksturskostnaður álvers á Keil-
isnesi talinn verða lítillega lægri en
á hinum stöðunum.
Sjá frásögn í miðopnu.
Kindakjöt:
Steftiir í 500
tonna sölu-
samdrátt á
verðlagsárinu
HORFUR eru á að sala kinda-
kjöts á innanlandsmarkaði drag-
ist saman um 500 tonn, eða tæp-
lega 6%, á yfirstandandi verð-
lagsári, sem lýkur í september
næstkomandi. Síðastliðin þrjú
verðlagsár hefur árleg sala verið
í kringum 8.600 tonn, en útlit er
fyrir að salan verði um 8.100
tonn á þessu verðlagsári.
Kindakjötsframleiðslan síðastlið-
ið haust var um 9.900 tonn, og
hafði þá dregist saman um 650
tonn frá árinu áður, eða um 6%.
Meðaltalssalan fyrstu átta mánuði
verðlagsársins var um 600 tonn á
mánuði, en í maí nam salan um 650
tonnum. Endanlegar sölutölur fyrir
júnímánuð liggja ekki enn fyrir, en
áætlað er að salan þá hafi verið í
kringum 750 tonn. Gert er ráð fyr-
ir að sala kindakjöts í júlí og ágúst
nái samanlagt 1.800 tonnum, en
það er um 100 tonnum minna en
seldist á sama tímabili í fyrra.
Morgunblaðið/BAR
Hluti smyglvarningsins sem fannst í sendibíl í Þorlákshöfn.
Tollgæslan lagði hald
á 1.218 lítra af vodka
Einn stærsti áfengisfarmur sem náðst hefiir í undanfarin ár
TOLLGÆSLAN hefúr lagt hald
á 1.218 lítra af vodka, 150 kart-
on af vindlingum, 10 Ijörutíu-
rása talstöðvar og nokkrar
flöskur af léttu víni, sem talið
er að smyglað hafi verið til
landsins firá Bandaríkjunum
með Bakkafossi. Þetta er ein-
hvert mesta magn af sterku
áfengi sem smyglað hefur verið
til landsins á siðustu árum, að
sögn Kristins Ólafssonar toll-
gæslustjóra. Miðað við söluverð
ATVR er verðmæti áfengisins
rúmar 3 milljónir króna. Einn
maður er í haldi hjá lögreglu í
Vestmannaeyjum vegna máls-
ins. Skipverjar á Bakkafossi
hafa ekki verið yfirheyrðir
enda er skipið nú á leið til
Englands.
Tollverðir stöðvuðu á sunnudag
í Þorlákshöfn sendibíl sem kom
til lands með Heijólfi. í bílnum
voru 840 lítraflöskur af Smir-
noff-vodka, 8 þriggja pela flöskur
af sömu tegund, 150 karton af
Winston vindlingum og 10 fjörutíu
rása talstöðvar. Við frekari rann-
sókn fundust 336 lítraflöskur og
48 þriggjapela flöskur í gámi í
Vestmannaeyjum.
Talið er góssið hafi verið flutt
til landsins með Bakkafossi, sem
kom frá Bandaríkjunum í síðustu
viku. Vestmannaeyjar voru þriðja
viðkomuhöfn skipsins hérlendis
áður en það hélt .aftur utan.
Málið fer áfram til rannsóknar
hjá tollgæslu íslands'og bæjar-
fógetaembættinu í Vestmanna-
eyjum.
Framfærsluvísitalan þegar komin á rauða strikið:
Viðræður um leiðir til að halda
óbreyttri vísitölu fram í september
Rætt um gengishækkun og að frysta hækkanir á opinberum gjaldskrám
FRYSTING hækkana á opinberri þjónustu og jafhvel lækkun hennar
frá því sem nú er, gengishækkun og afnám iiluta jöfnunargjalds sem
sett eru á innfluttan iðnvarning í samkeppni við innlendan eru með-
al þeirra aðgerða sem ræddar eru af aðilum vinnumarkaðarins og
ríkisstjórninni til að framfærsluvísitalan verði innan við rauða strikið
í september sem sett var i kjarasamningunum í vetur. Framfærslu-
vísitalan í júlí er komin á rauða strikið og reiknað er með að hækk-
un hennar í ágúst og september verði um 1%. Ölafúr Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra, segir að ekki gangi að hið opinbera
axli eitt byrðar af niðurgreiðslu vísitölunnar og eðlilegt sé að einka-
markaðurinn geri það til jafns við ríkissjóð og opinber fyrirtæki.
Framfærsluvísitalan í júli sem
birt var í gær hækkaði um 0,7% frá
fyrra mánuði og er nú 146,4 stig
eða það sem gert var ráð fyrir að
framfærsluvísitalan yrði í septem-
ber við gerð kjarasamningana í
febrúar. Samkvæmt ákvæðum
þeirra á launanefnd aðila að úr-
skurða um aðgerðir fari vísitalan
fram úr rauðu strikunum og leita
leiða til að koma í veg íyrir það.
Af einstökum verðhækkunum milli
júní og júlí má nefna að 0,1% eru
vegna hækkana matvöru, 0,2%
•vegna* Kækkaba á áfengi og tó-
baki, 0,1% vegna hækkana á hús-
gögnum og heimilisbúnaði, 0,1%
vegna hækkana á ferðum og flutn-
ingum, 0,1% vegna tómstundaiðk-
unar og 0,1% vegna hækkana á
veitinga- og hótelþjónustu. Undan-
farna þtjá mánuði hefur fram-
færsluvísitalan hækkað um 2,3%,
en það jafngildir 9,6% verðbólgu
umreiknað til heils árs. Síðustu 12
mánuði hefur vísitalan hækkað um
15,5%.
Aðilar vinnumarkaðarins ræddu
þessi mál á fundi með ráðherrum
ríkisstjórnarinnar í gærmorgun.
Aðilar munu hafa samráð um að-
. gerðir- næstu- daga-og-málið verður
rætt á ríkisstjórnarfundi á fimmtu-
dag.
Olafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, sagði að verðlags-
spár við gerð kjarasamninga hefðu
verið í bjartsýnna lagi. En þótt verð-
lag færi 1% umfram það sem spáð
hefði verið væru hlutirnir á engan
hátt að fara úr böndunum.
Ásmundur Stefánsson, forseti
Alþýðusambands Islands, segir að
stefna eigi að því að vísitalan verði
inna marka rauða striksins í sept-
ember. Ekkert væri hægt að segja
um það á þessu stigi málsins til
hvaða ráðstafana yrði gripið, en
hann teldi ljóst að bæði hið opin-
bera og einkafyrirtæki yrðu að
leggja sitt af mörkum.
Einar Oddur Kristjánsson for-
maður VSÍ sagði vinnuveitendur
staðráðna í að leita allra leiða, í
samvinnu við ASÍ, til að koma í veg
fyrir að kaupmáttarviðmiðanir
kjarasamninganna bresti. Hann
sagðist vera bjartsýnn á að það
takist.
Sjá samtöl bls. 4 við
fjármálaráðherra, forseta
ASÍ og formann VSÍ.
Pundið hækk-
ar og dollar-
inn lækkar
Bandaríkjadalur var í
gær, mánudag, seldur á
58,91 krónu og hefúr því
ltekkað um 6,1% frá því í
nóvember í fyrra.
Sterlingspundið var aftur á
móti selt á 106,50 krónur í gær
og hefur hækkað um 8% frá
því í nóvember síðastliðnum.
Sjá Peningamarkaðinn
bls. 26.