Morgunblaðið - 20.07.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990
13
Grímsá dauf
„Þetta gengur svona sæmilega,
það komu 113 laxar á land í
síðustu viku á tíu stangir, en það
eru engar stórar göngur, þetta
svona reytist upp,“ sagði Daníel
Lee Davis, leiðsögumaður við
Grímsá í samtali við Morgunblað-
ið í vikunni. Þá voru komnir milli
230 og 240 laxar á land sem er
ekki mikið miðað við hvaða tími
sumars er í hönd genginn. Daniel
sagði stærsta laxinn til þessa hafa
verið 17,5 punda fisk sem veidd-
ist í byijun veiðitímans, en í
síðustu viku veiddust auk þess
tveir 17 punda fiskar. Yfirleitt
væri laxinn í smærra lagi, en einn
og einn stór í bland.
Andakílsá lifiiar í vætunni
Andakílsáin hefur verið óvenju-
sein í gang í sumar og eiga þurrk-
ar ekki við hana, en í vætunni tók
áin vel við sér. Óli Kr. í Olís var
að koma úr ánni, eftir þriggja
daga veiði, ásamt félögum sínum
og fengu þeir 14 laxa á stangirn-
ar tvær. Alla á flugu og var sá
stærsti 21 punda hængur sem
Ingvi Jón Einarsson veiddi á
Veiðivon nr.10 í hyl númer 4.
„Það gekk mikið á og laxinn hafði
strikað í gegn um fimm hylji aðra
áður en hann náðist,“ sagði Jó-
hannes Helgason leigutaki And-
akílsár, í samtali við Morgunblað-
ið. Þar með voru komnir 30 laxar
á land og fylgdi sögunni, að all
mikill lax hefði gengið í ána
síðustu daga, eða eftir að rigna
tók. Lofar það góðu um framhald-
ið.
Veiði hefur einnig verið góð á
silungasvæðinu fyrir neðan brú
og sagði Jóhannes að bestu da-
garnir hefðu gefið allt að 70 til
80. sjóbleikjur. Þetta er mest 1
og 2 punda fiskar, en vænni í
bland, allt að 5 punda. Þá hafa
tveir laxar veiðst á svæðinu.
Fremur dauft í
Vopnafirðinum
Nýlegar fregnir herma að
Hofsá og Selá hafi gefið milli 70
og 80 laxa hvor á og vart sé
hægt að tala um annað en reyting-
sveiði. Menn sjá slatta af laxi, en
hann tekur illa og göngur eru
ekki kröftugar enn sem komið er.
17 og 18 punda fiskar hafa veiðst
vænstir á þessum slóðum það sem
af er.
Hér og þar
Enn er allt við það sama í Rang-
ánum, þar veiðast þetta 15 til 25
laxar á degi hveijum og laxarnir
orðnir hátt í þijú hundruð sem
veiðst hafa. Ekkert lát er á
göngum eða veiði og segja kunn-
ugir að mikið magn laxa hafí
gengið í ána. Nýlega veiddi
ókunnugur og óvanur maður 7
punda urriða á urriðasvæðinu fyr-
ir ofan Árbæjarfoss.
Ástandið í Húnavatnssýslunum
er ekki gott, þar er lítið af fiski
og nær allur laxinn tveggja ára
fiskur úr sjó sem er að byija að
verða leginn. Smálaxinn lætur á
sér standa og eru menn að byrja
að verða kvíðnir um framhaldið.
Nýlega veiddust aðeins 12 laxar
í 4 daga holli í Víðidalsá og komu
þar af átta laxar á eina stöngina,
hinar sex skiptu því hinum löxun-
um fjórum á milli sín. Þá segja
sérfræðingar að það séu ár og
dagar síðan að jafn lítið hafi sést
af laxi í Laxá á Ásum í miðjum
júlí. Þar eru aðeins um 200 laxar
komnir á land og telst það ljótur
aflabrestur á þeim vígstöðvum.
-gg-
Föstudag kl. 9-18 og laugardag kl: 10-17
seljum við eftirtalda úrvals bíla með
afslætti og lánakjörum:
Daihatsu Charade ’88 - Toyota Corolla LB ’87 • Daihatsu Charade ’88 - Lada Sport ’87
Dodge Aries Stat. ’88 - Lada Sport ’87 • Subaru S/W GL ’85 - Honda Civic Shut. ’85
Fiat Uno 60s ’87 ■ Nissan Sunny 1,5 ’87 ■ Citroen AX14 trs ’88 ■ Daihatsu Charade ’87
Ford Bronco ’87 ■ Lada Sport ’86 • Daihatsu Charade ’87 ■ BMW 316 ’87 • Ford Sierra ’86
Daihatsu Charade ’88 - Fiat Uno 60s ’86 - Mazda 323 sendib. ’85 - Toyota Corolla ’87
Volvo 244 GL ■ Ford Escort ’86 - Daihatsu Charade ’87 - Suzuki Swift GL ’89 - Opel
Kadet ’85 - Opel Rekord ’83 - Volvo 460 ’82 - Mazda 626 GLX ’87 - Toyota Tercel ’85
Honda Civic ’86 - Peugot 205 GL ’88 ■ Toyota Corolla ’87 ■ Daihatsu Cuore'’87
Komið
sjáið og
sannfæríst
/IMTAflW PÍItP
Laugavegi 174 - Sími 695660/695500
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
2
3
<