Morgunblaðið - 20.07.1990, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990
Landamæri
Litháens og
Póllands
opnuð á ný
Moskvu. Reuter.
LANDAMÆRI Litháens og Pól-
lands verða opnuð á ný á laugar-
dag, en þeim var lokað af sovésk-
um yfirvöldum í mars. Lokunin
var liður í efnahagsþvingunum
Sovétmanna gegn Litháum vegna
sjálfetæðisyfirlýsingar þeirra.
Sovéska fréttastofan Tass skýrði
frá þessu á miðvikudag.
Samningaviðræður miíli Litháa og
sovéskra yfirvalda eiga að hefjast í
Moskvu innan skamms og hafa Lit-
háar lýst því yfir að þeir muni fresta
sjálfstæðisyfirlýsingu í 100 daga frá
með upphafí viðræðnanna. Akvörð-
unin um landamæraopnunina var
tekin í framhaldi af yfírlýsingunni.
Olíu- og gassölubanni á Litháen
hafði þegar verið aflétt.
Viðræðumar milli sovéskra yfír-
valda og Litháa, sem krafíst hafa
sjálfstæðis ásamt Lettlandi og Eistl-
andi, eiga að hefjast í september.
Kambódíudeilan:
4*
Solberg Poulsen við bát sinn, skammt fyrir utan Björgvin í Noregi.
Færeyjar:
Siglingakappi ferst
Þórshöfin. Frá Snorra B. Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins,
SOLBERG Poulsen, færeyskur eyju skammt frá
ævintýramaður lrá bænum
Ströndum á Austurey er hugð-
ist sigla einn sömu leið til Is-
Iands og norrænir víkingar til
forna, fannst látinn af kulda og
vosbúð í bát sinum á miðviku-
dag.
Poulsen varð 46 ára gamall.
Bátur hans hét Elsba og var 70
ára gamall sexæringur, búinn
seglum. Poulsen lagði upp frá
Björgvin í
Vestur-Noregi fyrir tveim vikum
og hugðist sigla þaðan til Hjalt-
lands, Færeyja og loks til íslands.
Er Poulsen hafði ekki haft fjar-
skiptasamband við land í marga
sólarhringa var lýst eftir honum
í Þórshafnarradíó á sunnudags-
kvöld. Báturinn fannst eftir
nokkra leit, að sögn blaðsins Dim-
malætting kom hann ekki fram á
ratsjá, en siglingakappinn var þá
látinn.
Deilan um flóttamenn í Havana:
Sendiherra Spán-
ar kallaður heim
Madríd. Frá Kagnari Bragasyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SENDIHERRA Spánar á Kúbu hefúr verið kallaður til Madríd
til fúndar við ríkisstjórnina til að ræða ástandið á Kúbu eftir að
fólk tók að brjóta sér leið inn í sendiráð Spánar í landinu. Ríkis-
sljórn Kúbu hafði sent út yfírlýsingu þar sem utanríkisráðherra
Spánar, Fernández Ordóiiez, var harðlega gagnrýndur og hann
kallaður illa upplýstur nýlenduherra.
Fjórir Kúbveijar hafa komist
inn í sendiráð Spánar og slapp sá
síðasti framhjá lögreglumönnum
sem höfðu umkringt sendiráðið.
Einn þeirra skaut á hann en hæfði
ekki. Nú eru fjórir Kúbveijar í
sendiráði Spánar og fjórir í bústað
ítalska sendiherrans en þeir fimm
sem voru á heimili staðgengils
tékkneska sendiherrans gáfust
upp í gær og yfirgáfu húsið.
Kúbveijarnir hafa óskað þess
að fá að yfirgefa landið en stjórn-
völd á Kúbu hafa neitað þeim um
það. Þau segja að þeir verði annað
hvort að gefast upp skiiyrðislaust
Ottinn við Rauða khmera færir
Bandaríkjamenn nær Víetnam
og muni þá ekki verða refsað eða
dvelja í sendiráðunum til dauða-
dags. Þau segja að beiðnimar um
að fá að yfirgefa Kúbu séu ögrun,
skipulögð í því skyni að draga upp
ranga mynd af ástandinu og gera
of mikið úr öryggisleysi íbúa á
Kúbu.
Ordónes lét þau orð falla að
Spánn myndi leitast við að tryggja
öryggi allra sem vildu koma inn í
sendiráðið. Hann sagði ennfremur
að kommúnistaríkin féllu alltaf
þegar dyrnar væru opnaðar, svo
líklega myndi Fidel Kastro fara
hægt í að opna þær. „Hinsvegar,“
bætti hann við, „er kúbverska
ríkisstjórnin ekki í aðstöðu til að
leiða ástandið hjá sér og láta sig
engu varða alþjóðleg lög.“ Kúba
svaraði með því að stórmóðga ut-
anríkisráðherrann. Hann var sak-
aður um vanþekkingu á alþjóða-
lögum, um að hagræða staðreynd-
um og um að láta utangarðsmenn
líta út eins og pólitíska flótta-
menn. „Hann minnir á nýlendu-
herrana sem stjórnuðu Kúbu í eina
tíð í nafni Spánarkonungs," segir
í skilaboðunum.
Bangkok. Reuter.
VÍETNAMAR hafa fagnað þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hefja
við þá viðræður til að hindra að Rauðu khmeramir komist til valda
í Kambódíu. Kúvending Bandaríkjastjórnar hefur vakið mikla athygli
því í þijá áratugi hefúr rikt svarinn fjanuskapur milli hennar og komm-
únista í Víetnam, sem náðu völdum í landinu öllu 1975. Er talið víst
að þessi stefnubreyting eigi eftir að gjörbreyta aðstæðum í þessum
heimshluta.
Ótti er sagður ríkja meðal íbúa
Kambódíu við Rauðu khmerana,
harðlínukommúnista sem myrtu allt
að helming þjóðarinnar á valdatíma
sínum á áttunda áratugnum. Víet-
namar veltu þeim úr sessi með inn-
rás árið 1979 og höfðu fjölmennt
herlið í landinu fram á síðasta ár. í
Kambódíu situr nú ríkisstjóm sem
Víetnamar komu til valda og hefur
hún verið einangruð á alþjóðavett-
vangi nema hvað hún hefur notið
stuðnings kommúnistaríkja. Kínveij-
ar hafa stutt Rauðu khmerana með
vopnasendingum og fé. Bandaríkja-
menn hafa á hinn bóginn veitt tveim-
ur hreyfíngum skæruliða er ekki
aðhyllast kommúnisma í Kambódíu
stuðning. Leikur grunur á að sá
stuðningur hafí stundum komið
Rauðu khmerunum til góða. Khmer-
amir hafa sótt mjög í sig veðrið að
undanfömu og bendir margt til að
þeir séií að ná yfirráðum í Kambódíu
á ný.
Það var James Baker utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna sem tilkynnti
stefnubreytingu Bandaríkjastjómar í
París á miðvikudag. Hann sagði
stjóm sína reiðubúna að hefja við-
ræður við Víetnama um að ljúka
stríðinu í Kambódíu. Bandaríkja-
menn hafa allt frá því Víetnamstríð-
inu lauk árið 1975 reynt að einangra
stjómina í Hanoi. Viðbrögð í Austurl-
öndum fjær við kúvendingu Banda-
ríkjastjómar hafa verið misjöfn.
Víetnamar fögnuðu henni og sagði
Nguyen Co Thach utanríkisráðherra
að stjórn hans væri reiðubúin að
ræða við alla sem vildu binda enda
á stríðið í Kambódíu. Japönsk stjóm-
völd segja að ástandið í Kambódíu
sé svo flókið að ákvörðun Banda-
ríkjastjómar muni ekki auka líkumar
á skjótum friði. Sihanouk fursti, leið-
togi annarrar af tveimur andkom-
múnískum skæruliðsveitum í
Kambódíu, sagði að með ákvörðun
sinni væm Bandaríkjamenn að verð-
launa þá sem reynt hefðu að breyta
Kambódíu í nýlendu sína og átti þá
við Víetnama.
Cesare _ Corti, starfsmaður
sendiráðs Ítalíu á Kúbu, segir að
nú sé reynt að finna lausn á mál-
um þeirra fjögurra Kúbveija, sem
dveljast á verönd ítalska sendi-
herrabústaðarins. Ríkisstjóm ít-
alíu vill „skjóta og einfalda lausn
sem fullnægir mannréttindum og
alþjóðalögum,“ sagði hann. Kúb-
veijarnir tólf sem skjólshúsi var
skotið yfir í tékkneska sendiráðinu
í síðustu viku gáfust upp á mánu-
dagskvöld eftir að hafa haldið
sendiráðsstarfsmönnum í gíslingu
í fimm klukkustundir og deilt inn-
byrðis.
HÖRPUDEILDIN LEIKUR Á ALS 0DDI
, ^teváttuimi
HÖRPU ÞAKVARI er einkum ætlaöur til notkunar utanhúss
á bárujárn o.fl. Hann er framleiddur úr
sérstökum alkýðum úr Ijósþolnum litaretnum
sem veita honum frábært veðrunarþol.
Allt þetta gerir ÞAKVARANN ómetanlegan
í toppbaráttunni gegn kenjum veðurguðanna.
HARPA
lífinu lit.
§
*
<
PEGAR Á HEILDINA ER LiTIÐ PARF EKKi AÐ SPYRJA AÐ LEIKSLOKUM