Morgunblaðið - 20.07.1990, Síða 24

Morgunblaðið - 20.07.1990, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 Litlar manna- breytingar hjá Dalvíkurbæ Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúar lög'reglunnar veita viðtöku gjöf Honda á Islandi og VIS í gær: Jón R. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Þórshamars, Ingi R. Helgason stjórnarformaður VIS, Guðmundur Sölvason lögreglu- þjónn, Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjóim og Axel Gíslason forstjori VÍS. í bænum. Markmið félagsins sé að halda þjónustu innan bæjarmar- kanna. Þá muni bifvélavirki stöðv- arinnar hafa eftirlit með viðgerðum á bifreiðum sem hann hefur skoðað. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn veitti viðtöku gjafa- bréfi VÍS og Honda á íslandi við athöfnina í gær. í því segir að fyrir- tækin hafi ákveðið að gefa lögregl- unni vélhjól til þess að gefa ung- mennum kost á að æfa sig í notkun þessara ökutækja. undir eftirliti. Þetta sé í samræmi við stefnu fé- laganna í fyrirbyggjandi aðgerðum. Tjónaskoðunarstöð VÍS er sniðin að fyrirmynd þeirra tveggja stöðva sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hún er í rúmgóðri skemmu við Furuvelli. Auk bifreiðaskoðunar verða reglulega haldin uppboð á ökutækjum í stöðinni. Forstöðu- maður hennar er Kristinn H. Jó- hannsson bifvélavirkjameistari. Dalvík. TILTÖLULEGA litlar manna- breytingar hafa átt sér stað í embættum á vegum Dalvíkur- bæjar nú að loknum sveitar- stjórnarkosningum. Kristján Þór Júlíusson sem gegndi starfi bæjarstjóra síðasta kjörtímabil hefur verið endurráðinn til þess starfs. Starf bæjarritara var auglýst laust til umsóknar en Guðmundur H. Atlason sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár hefúr sagt því lausu. Fimm umsóknir bárust um starfið og samþykkti bæjarráð á fundi fyrir viku að ráða Helga Þorsteinsson í starfið. Helgi er bæjarmálum ekki ókunnur en hann hefur setið í bæjartjórn á Dalvík tvö kjörtímabil. Fyrst árin 1974- 1978 og síðar 1982-1986. Hann var skólastjóri á Dalvík þartil hann gerðist hluthafi í Bókhaldsskrif- stofunni hf. og hóf störf við fyrir- tækið, þar sem hann hefur starfað til þessa dags. Þá tók fyrir skömmu nýr bókari til starfa hjá bænum, en til þess starfs var ráðinn Hannes Garðars- son sem áður gegndi starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í bænum. - Fréttaritari V átryggingarfé- lag Islands: Gefur lög- reglunni vélhjól til kennslu Tj ónaskoðunarstöð félagsins opnuð Tjónaskoðunarstöð Vátrygging- arfélags Islands var opnuð á Akureyri í gær af Axel Gíslasyni forstjóra. Afhenti hann af því tilefni lögreglunni 'a Akureyri vélhjól að gjöf, sem nýta á við kennslu unglinga í meðferð vél- knúinna ökutækja. Fjögur önnur tryggingafélög sem starfa á Akureyri opnuðu tjónastöð í bænum fyrir viku. Þar munu sjálfstæðir verktakar annast skoðun tjónabíla, en VÍS verður með fastan starfsmann við sína stöð. Sigurður K. Harðarson svæðis- stjóri VÍS segir að tryggingarfélög- in sem starfa í bænum hafi ekki náð samstöðu um rekstur einnar tjjónaskpðunarstöðvar. Forráða- menn VÍS vilja bjóða tjónabíla upp á Akureyri og kaupa varahluti til viðgerðar í gegnum bifreiðaumboð Hallgrímur Helgason sýnir í Vín HALLGRÍMUR Helgason myndlistarmaður opnar sýn- ingu í blómaskálanum Vín á laugardag, 20. júlí. I fréttatil- kynningu frá Hallgrími segir að myndirnar skiptist í tvo fiokka: Annarsvegar „topp- grínmyndir" sem tileinkaðar eru baráttunni gegn ofijárfest- ingu í undirstöðuatvinnuvegin- um og eru þær allar með íslenskum texta. Hinsvegar „léttar gamanmyndir" sem end- urspegla innra líf þjóðarsálar- innar með áherslu á svæðisút- varp Norðurlands. Auk þess að leggja stund á myndlist veitir Hallgrímur for- stöðu Útvarpi Manhattan, sem sent er út vikulega á Rás tvö. Sýningin er opin frá klukkan 10-23 dag hvern fram tii 29. júlí. Hallgrímur Helgason með sjálf- sprottnar myndir, sem sýndar verða í Vín. Gengið til samninga uni sölu Hótels Akureyrar FIMM aðilar á Akureyri og í Reykjavík hafa gert tilboð í Hót- el Akureyri, sem Byggðastofnun eignaðist á nauðungaruppboði í vor. Að sögn Guðmundar Óla Guðmundssonar lögfi-æðings, talsmanns væntanlegra kaup- enda, verður að likindum gengið frá samningum við Byggðastofh- un á næstu dögum. Hann segir að reynt verði að koma hótelinu í rekstur strax og samningar hafa náðst. Byggðastofnun keypti hótelið á 11 milljónir króna. Væntanlegir kaupendur hyggjast ekki liafa hótelið opið allt árið. Utan venjulegs ferðamannatíma á vetrum mun verða tekið á móti hópum og almennum ferðamönnum þegar annir eru á skíðasvæðunum. Starfsfólk á að kalla til starfa eftir þörfum. Guðmundur segir að áætlanir væntanlegra kaupenda bendi til þess að reksturinn geti fyllilega staðið undir sér. „Það þarf mikið að ganga á til þess að endar nái ekki saman,“- segir hann. Tuttugu herbergi eru á Hótel Akureyri, 18 tveggja manna og tvö eins manns. Þau eru nýuppgerð og hin stærstu búin sjónvarpi og ísskápi. Gert er ráð fyrir 50 gestum í veitingasalnum Laut. Væntanlegir kaupendur hyggjast bjóða rekstur Lautar út, að sögn Guðmundar. Mikið flutt með Sæfara FLUTNINGAR Eyjafjarðarferjunnar Sæfara hafa sífellt verið að aukast, að sögn Örlygs Ingólfssonar skipsfjóra. Skipið hóf siglingar í apríl en lá við bryggju 1.-15. júní þegar smíðað var á það hús fyrir 90 farþega. Þegar hafa verið fluttar 3.100 lestir af varningi með skipinu og um 1.260 farþegar. Gefin hafa verið út afsláttarkort fyr- ir þá sem nota skipið oft og veita þau 45% afslátt af ferðum. Sæfari siglir tvisvar í viku milli Eftir að Sæfari kom til skjalanna Dalvíkur og Grímseyjar, á mánu- færist í vöxt að fiskverkun KEA dögum og föstudögum. Fimmtu- daga er siglt milli Hríseyjar og Akureyrar. Utan þess er skipið í flutningum með vörur og ferða- mannahópa. Allar helgar í júlí hafa til dæmis verið bókaðar fyrir hópa á leið til Grímseyjar, að sögn Ór- lygs. sendi fisk til Hríseyjar í vinnslu. Ferðir skipsins eru þó ekki bundnar við Eyjafjörðinn og Grímsey. Sæ- fari flutti til dæmis salt til Sauðár- króks nýverið og hefur sótt fisk allt suður til Hafnar í Hornafirði til vinnslu í Hrísey. Dómkirkjan: Orgeltónleikar 'í&líM Hin vinsæla hljðmsveit Ingimars Eydai leikur fyrir dansi laugardagskvöld. Glæsilegur sérrétfamatseóill Borðapantanirí síma 22200. Hótel KEA Sýning Rúnu í Fer- stikluskála RÚNA Gísladóttir listmálari sýnir myndir sínar í Fcrstikluskála í Hvalfirði næstu vikurnar. Þetfii cr listkynning fyrir fcrðafólk eða þá sem langar til að fá sér klukku- tíma bílferð til að skoða myndlist. Rúna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann árin 1978-82 og ei.nnig í Noregi um tíma. Hún hefur unnið við liscsköpun undanfarin ár og haldið nokkrar einkasýningar, m.a. á Kjarvalsstöðum, Blönduósi og Siglufirði. Hún starfar á eigin vinnu- stofu að Selbraut 11, Seltjarnarnesi. Þar stendur hún einnig fyrir nám- skeiðum í málun og myndlist. Rúna Gísladóttir listmálari. Myndir Rúnu á sýningunni eru vatnslitamyndir, akrýlmyndir og col- lage (öðru nafni klippimyndir) og eru þær allar ti söiú. Opið er á opnunartíma skálans, sem er fram til klukkan 23 hvern dag. ÞÝSKUR prófessor i orgelleik, Heinz Markus Göttsche, heldur orgeltónleika í Dómkirkjunni laugardaginn 21. júlí klukkan 20.30. Heinz Markus Göttsche er fyrrver- andi söngmálastjóri kirkjunnar í Leiðrétting RANGHERMT var í frétt af ilim ferðarstysi á Vesturlandsvegi í blaðinu í gær að einungis ökumað- ur annars bílanna, sem þar lentu í árekstri, hefði slasast. Farþegi í framsæti þess bíls, sextug eigin- kona ökumannsins, slasaðist mikið og liggur á sjúkrahúsi með áverka á brjóstkassa og á hálsi. Rheinland Pfalz og er nú kantor Stiftskirkjunnar í Landau. Efnisskráin ber yfirskriftina „Fimm aldir, fimm Evrópulönd" og leikur hann m.a. verk eftir Presco- baldi, Bach, MozartogMendelssohn. Vegna ónákvæms orðalags í frétt- inni óskaði ökumaðurinn einnig eftir að fram kæmi að hann, sem var á leið til Reykjavíkur, hefði séð að ökumaður bílsins sem á móti kom hafði ekki fullt vald á bifreið sinni í krappri beygju undir Múlafjalli. Til að reyna að forðast árekstur hafi hann því ekið eins langt út í vegar- kantinn og frekast var unnt en allt komið fyrir ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.