Morgunblaðið - 20.07.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990
29
ar. Ekki gleymist mér eftirminni-
legur stuðningur Pál H. við klúbb-
ana Öruggur akstur, þegar hann á
landsfundi þeirra flutti hið snjalla
umferðarerindi sitt „Frá Bergþórs-
hvoli til Miklubrautar" sem við svo
síðar gáfum út til dreifingar og var
einnig af höfundi flutt í útvarpi.
Ég man Pál H. vel frá mörgum
sameiginlegum ferðum okkar út um
land á vegum samvinnusamtak-
anna; hversu lifandi og skemmtileg-
ur ferðafélagi hann var, með gleði-
og gamanmál á vörum: Mímis-
brunnur söngs og sögu. Og það var
vissulega upplifun að verða eitt sinn
þeirrar gleði aðnjótandi að fara með
honum beinlínis í skemmtiferð um
heimahaga og hitta að máli marga
sveitunga hans og gróna söngvini,
í léttum galsa, þar sem engin var
töluð tæpitunga og allt meint betur
en sagt var, og varð ekki misskilið.
Sá ég þá og fann, hversu Páll H.
var vinsæll og dáður.
Aldrei er hægt að segja allt. En
margs fleira væri að minnast úr
persónulegum samskiptum okkar
Páls H. Jónssonar frá Laugum. Þau
eru þó ekki nema brot af ævi- og
starfsferli hans; þessa ijölhæfa
manns sem svo lengi og víða hafði
margþætta forystu og afskipti af
lista- og menningarmálum sem
kennari, söngstjóri, ljóð- og leikrita-
skáld og margverðlaunaður rithöf-
undur á efri árum. Af öllu þessu
er frækin saga, skráð og óskráð sem
ekki verður frekar vikið að í þessum
minningarorðum. En mikið hefði
ég viljað vera honum nærri meðan
„ársól lífsins" brann okkur báðum
„heit á vanga“, njóta yls og hrifn-
ingar á hans stærstu og stoltustu
stundum.
En „nú er söngurinn hljóður og
horfinn“, nema í verkum hans og
huga og hjarta þeirra sem nutu.
Perlur á borð við „Fölnuð er liljan
og fölnuð er rós“ þeirra Páls H.,
Sigrúnar á Rangá og Gröndals, mun
lifa „í bijóstum sem að geta fundið
til“.
Blessuð sé minning Páls H. Jóns-
sonar frá Laugum.
Baldvin Þ. Kristjánsson
Páll H. Jónsson kennari á Laug-
um er látinn 82 ára að aldri. Fyrir
rúmum 50 árum lágu leiðir okkar
Páls saman. Hann var þá kennari
við Héraðsskólann á Laugum í
Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu,
en ég kom þangað nemandi haustið
1937. Veran á Laugum hafði mjög
mótandi áhrif á líf mitt. Skólastjóri
og kennarar voru áhugasamir og
lifandi í starfi og fylgdust vel með
nemendum og glöddust yfir fram-
förum þeirra. Skólinn var því ekki
stirnuð stofnun heldur miklu líkari
umhyggjusömu heimili þar sem
hvatt var til góðs Iífs, náms og
þroska. Reglur voru ákveðnar og
þótt þess væri ekki alltaf gætt af
nemendum að fara eftir þeim þá
voru þær taldar sjálfsagðar og ekki
undan þeim kvartað.
Páll féll vel inn í þessa mynd.
Hann var hugsjónamaður og sá
fyrir sér batnandi þjóðlíf. Trúði á
hið góða í fari hvers manns. Hann
var tilfinninganæmur, fíngerður og
fágaður í framkomu. Hann var
mikill og næmur tónlistarmaður
enda annaðist hann tón- og söng-
mennt í skólanum. Hann tók virkan
þátt í félagslífi nemenda og þegar
upp voru færð leikrit var hann leik-
stjórinn og góður leiðbeinandi í því
efni. Alltaf var hann reiðubúinn til
að rétta hjálparhönd ef á þurfti að
halda. Þegar hann kenndi sögu
þjóðarinnar lifði hann sig inn í at-
burðarásina og hrifning hans yfir
eldmóði þeirra og krafti, sem í for-
ystu voru í sambandi við frelsisbar-
áttuna var mikil og glæddi kennsl-
una lífi. Að fórna störfum fyrir
frelsið og samvinnuna til átaka í
stórum málum taldi hann verðugt
verkefni þeirra sem voru að vaxa
úr grasi, feta í slóð feðranna og
halda áfram baráttustarfi þeirra
landi og þjóð til blessunar. Ung-
mennafélagshreyfingin var honum
kær, í stefnu hennar sá hann fyrir
sér háleitar hugsjónir rætast. Hann
skildi vel og var næmur fyrir því
hvað ungum var hollt veganesti á
lífsleiðinni og kom það vel fram í
barnabókum hans síðar þar sem
áhersla er lögð á hið góða og mann-
bætandi og meta öðru meira heil-
brigt líf, trúmennsku og skyldu-
rækni en láta ekki hin illu öflin ná
tökum á sér. Hann skildi vel það
böl sem vímuefnin valda og var
alla tíð mjög andvígur notkun
þeirra.
Langt er um liðið síðan fundum
okkar Páls bar saman. Og nú við
kveðjustund koma minningarnar
frá Laugum fram í hugann. E.t.v.
segir það best, hve veran þar hafði
djúp áhrif að ávallt þegar ég fer
um Þingeyjarsýslu finnst mér að
ég sé kominn í mína aðra heima-
byggð. Þannig dregur ekki landið
eitt þótt fagurt sé heldur þarf til
fólk með gott hugarþel og hjarta-
hlýju, í hópi þess var Páll. Eg þakka
honum samfylgdina og góða leið-
sögn.
Kona Páls var Rannveig Krist-
jánsdóttir frá Fremstafelli og eign-
uðust þau 5 börn. Rannveig lést
árið 1966. Páll kvongaðist aftur
Fanneyju Sigtryggsdóttur húsmæð-
rakennara frá Stóru-Reykjum. Við
sendum henni og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur. Guðs
blessun fylgi látnum kennara og
vini, vormanninum til hinstu stund-
ar, góða drengnum sem unni þjóð
sinni og öllum vildi vel.
Páll V. Daníelsson
Dagur er kominn að kvöldi.
Blindálfar drúpa höfði. Fuglinn
skrítni og skemmtilegi, hann
Berjabítur, situr hljóður og hnugg-
inn á grein sinni. Agnarögn og
Lambadrengur haldast í hendur og
reyna að hugga hvort annað.
Afi er farinn, afi var að kveðja.
Afi sem var um leið skapari þeirra
og lífgjafi, hefur öðlast hvíldina
miklu en þáu lifa áfram sjálfstæðu
lífi í bókunum hans, eins og hann
mun gera í minningum okkar allra
sem þekktum hann og elskuðum.
Afi minn, Páll J. Jónsson, er farinn.
En ekki horfinn, aldrei horfinn,
meðan hann lifir í verkum sínum
og minningunum góðu.
Löngum og oft erfiðum starfs-
degi er lokið. Afi var orðinn þreytt-
ur og kannski hvíldinni feginn. Og
hann hlýddi kalli ferjumannsins
æðrulaust. „Til ferðar skal fúslega
gengið/ við feijumannsins orð,/ er
mitt eða þitt hann nefnir nafn/ sem
næsta farþega um borð.“ Þannig
kvað afi um kveðjustundina miklu
í ljóðinu Á ströndinni. Og hann var
ferðbúinn þegar nafn hans var kall-
að.
Ég hafði þekkt afa frá barnæsku
en kannski kynntist ég honum fyrst
á annan hátt þegar hann og Fann-
ey, kona hans, fluttust til Húsavík-
ur fyrir allmörgum árum þar sem
ég var búsett. Við urðum strax fé-
lagar og vinir og kynslóðabilið var
fyrirbæri sem við þekktum ekki og
þurftum því ekki að yfirstíga. Hann
var svo ríkur og hafði svo mikið
að gefa ungri stúlku sem var að
feta sín fyrstu sjálfstæðu spor í
lífinu. Hann varð þátttakandi í mínu
lífi, í sorg og gleði. Hann stóð aldr-
ei hjá sem hlutlaus áhorfandi eins
og svo mörgum er gjarnt. Hann var
ekki „einmana gestur dæmdur til
að vaka/ og hlusta um nótt á lífið
líða hjá“. Hann studdi mig og leið-
beindi mér, hann talaði við mig eins
og vin, eins og félaga, eins og afa-
stelpu, eins og manneskju. Og sjón-
deildarhringur stelpunnar stækkaði
við hveija samverustund með þess-
um hlýlega og vitra manni.
Hann gat töfrað fram hátíðar-
stundir í gráma hversdagsins með
einni sögu, einni samverustund eða
kannski fyrst og fremst með sínu
hlýja viðmóti og skilningi og um-
burðarlyndi þess manns sem hefur
á langri ævi öðlast þá visku að það
er ekki okkar að dæma bræður
okkar og systur, heldur að reyna
að skilja þau og rétta hjálparhönd.
Hann tók þátt í erfiðleikunum
með mér og blés mér í bijóst kjarki
til að takast á við þá og halda svo
áfram, þó gatan væri ekki alltaf
greið. Hann þekkti sjálfur flesta
vegi mannlífsins, vegi sem voru svo
miklu erfiðari yfirferðar, en sá sem
ég var að feta. Og hann skildi. Og
hann gaf.
Hann tók þátt í sælustundunum
með mér þegar börnin fæddust Afi
hélt á litlu stúlkubarni undir skírn.
Við nefndum hana Guðrúnu Sigríði.
Guðrún bar nafn fóstru hans sem
hann þreyttist aldrei á að tala um
við okkur Fanneyju, fóstruna, sem
vildi allt fyrir hann gera í uppvext-
inum.
Og það er einmitt það sem ræður
úrslitum í lífi okkar flestra, að eiga
einhvern að sem vill allt fyrir okkur
gera? Eins og ég átti afa minn,
þessi ár sem við vorum samvistum
á Húsavík. Og eins og hann átti
Rannveigu ömmu og síðar Fann-
eyju, sem með ástríki sínu og um-
hyggju gaf honum kannski nýtt líf
og varpaði sumarbirtu á haustið í
lífi afa.
Mig langar til að kveðja elsku
afa minn, með hans eigin orðum
úr ljóðinu Aldan, þar sem hann líkir
mannlífinu við feril öldunnar á haf-
inu:
Á lífsins hyl var eitt sinn upphaf mitt,
og eins og þú ég hraða för að landi,
og hverf að lokum hljóðlaust eins og þú.
Sigríður Kristín Þórhallsdóttir
t
Eiginkona mín,
HALLA DAGBJARTSDÓTTIR,
Heiðargerði 70,
lést 16. júlí í Landakotsspítala.
Jarðsett verður frá Bústaðakirkju mánudaginn 23. júlí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Pétur Grímsson.
t
Föðurbróðir okkar,
ÞORMÓÐUR DAGSSON,
er látinn.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. júlí
kl. 13.30.
Oddbjörg og Steinunn Jónsdætur.
+
Ástkær móðir okkar,
KRISTÍN MARÍA KRISTINSDÓTTIR
fyrrverandi bankafulltrúi,
Hringbraut 112,
lést í hjúkrunarheimilinu Skjól miðvikudaginn 18. júlí.
Edda Svava Stefánsdóttir,
Hafsteinn Þór Stefánsson,
Jón Baldvin Stefánsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HARALDUR HANNESSON,
formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar,
Bakkagerði 2, Reykjavfk,
lést á Borgarspítalanum 19. júlí.
Sveinbjörg Georgsdóttir,
Ólöf Haraldsdóttir, Stefán Aðalsteinsson,
Einar Haraldsson, Guðrún Ásgeirsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Jóna Jóhannsdóttir,
Heigi Már Haraldsson,
Magnús Þór Haraldsson, Þórey Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Systir mín og móðursystir okkar,
MARGRÉT STEINGRÍMSDÓTTIR,
Hringbraut 90,
Reykjavík,
andaðist 18. júlí.
Kristjana Steingrímsdóttir,
Margrét Guðjónsdóttir,
Arnór Steingrímur Guðjónsson.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ODDUR INGÓLFUR EINARSSON
málarameistari,
Vallholti 28,
Selfossi,
lést 17. júlí.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 21. júlí kl. 11.00.
Jenný Oddsdóttir,
Guðni Pálmi Oddsson, Kolbrún Hansen,
Ingibjörg Hrönn Pálmadóttir,
Guðni Rúnar Pálmason,
Atli Már Pálmason.
+
Maðurinn minn, sonur, faðir, fósti
ir, tengdafaðir og afi,
ALFRED GEORG ALFREDSSC
framkvæmdastjóri,
Vesturgötu 71,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 18. júlí.
Lillian Simson,
Laufey Maríasdóttir,
Hervör Lúðviksdóttir,
Erna Lína Alfredsdóttir,
Kristín Bára Alfredsdóttir,
Alfred Georg Alfredsson,
Guðrún Dröfn Emilsdóttir,
Ragna Björk Emilsdóttir
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON,
Urriðaá,
sem lést 16. júlí, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 21. júlí kl. 14.00.
Hólmfríður Þórdís Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
+
Eiginmaður minn,
ÁSGEIR E. JÓHANNESSON,
Seljanesvegi 18,
ísafirði,
verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 21. júlí
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þuríður Jónsdóttir Edwald.
+
Maðurinn minn,
MÁLFREÐ FRIÐRIK FRIÐRIKSSON
skósmíðameistari,
Ægisstíg 2,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Hóladómkirkju laugardaginn 21. júlí
kl. 14.00.
Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sesselja Hannesdóttir.