Morgunblaðið - 20.07.1990, Page 40

Morgunblaðið - 20.07.1990, Page 40
KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna FOSTUDAGUR 20. JULI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Morgunblaðið/Einar Falur Fjögur lið í hattinn Fjögur lið fara í hattinn þegar dregið verður í undanúrslit bikarkeppni KSÍ í dag. Liðin eru ÍBK, KR, Valur og Víkingur. Þau unnu andstæðinga sína í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Sigurliðin léku öll á heimavelli. Myndin er úr leik Víkings og Stjörnunn- ar í Stjörnugróf, sem Víkingar unnu 2:1. Greiðsluerfíðleikar Sovétmanna: Greiðslur fyrir fíyst- an físk hafa dregist GREIÐSLUR frá Sovétmönnum fyrir frystan fisk hafa nú í fyrsta skipti dregist talsvert meira en ráð er fyrir gert. Friðrik Pálsson for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. „Greiðslur hafa enn ekki borist fyrir farm sem fór utan í maí. Við höfúm reynt að ýta á eftir greiðslunum með þeim sambönd- um sem við höfúm til þess en höfúm ekki fengið endanleg svör við þvi hvenær þær muni berast,“ sagði Friðrik. „Við tökum þetta að sjálfsögðu alvarlega því þetta hefur ekki gerst áður. Við erum þó óhræddir um að greiðslurnar berist ekki en töfin er að sjálfsögðu óþægileg." Friðrik sagði fulltrúa SH hafa haft samband við Sovétmenn í gegn- um allar mögulegar leiðir og að svör- um hefði verið lofað í dag um hver framvindan yrði og hvenær greiðsl- anna mætti vænta. Hann vildi ekki gefa upp hversu há upphæðin væri, einungis að um einn farm af frystum fiski væri að ræða. Aðspurður um hvaða afleiðingar slík greiðslutöf hefði, sagði Friðrik að greiðslur til framleiðenda drægj- ust fyrir þá vöru sem búið væri að skipa út og af því skapaðist þó- nokkurt tjón. Auk þess hefði varan verið seld í dollurum og gengi dollar- ans hefði lækkað á þessu tímabili. Þrumur og* eldglær- ingar yfír Húsavík Eldingu sló niður í fjarskiptatæki Húsavík ÞRUMUR og eldingar voru í gær á Húsavík en slíkt er mjög sjald- gæft þar og hafa fæstir séð eld- glæringar á borð þær sem voru í gær. Hörður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður: Fjármálaráðherra hefur sýnt valdníðslu gagnvart Amarflugi Fer fram á að forsætisráðherra taki málið af Olafí Ragnari HÖRÐUR Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Arnarflugs, hefur sent Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra bréf, þar sem hann sakar Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra um valdníðslu í málum Arnarflugs. Hörður fer fram á að forsætisráðherra taki mál Arnar- flugs úr höndum Ólafs og lýsi því sjálfúr yfir að samþykkt rikisstjórnar- innar um fyrirgreiðslu við Arnarflug verði hrundið í framkvæmd. Hörður heldur því fram að í'jár- málaráðherra hafi ekki staðið við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá fyrra ári um aðstoð við Arnarfiug. Þá kallar hann ósannindi þau um- mæli Ólafs Ragnars, að Arnarflug hafi farið fram á miklu hærri skulda- niðurfellingu en samþykkt ríkis- Fjárlög næsta árs afgreidd með halla RÍKISSTJÓRNIN fjallaði um fjárlög fyrir árið 1991 á fundi sínum í gær. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að næstu fjárlög verði afgreidd með halla, eins og nú- gildandi fjárlög. Ekki er búist við, að fjárlög næsta árs verði mjög frábrugðin fjárlögum þessa árs. Þó mun vera reiknað með tekjum af skatti á fjár- magnstekjur, en ríkisstjórnin hefur boðað slíkan skatt frá því hún tók við völdum. Þá mun einnig vera gert ráð fyrir skatti á orkufyrir- tæki. í núgildandi fjárlögum var gert ráð fyrir slíkum skatti á þessu ári, en frumvarp þar að lútandi dagaði uppi á Alþingi í vor. stjórnarinnar hafi gert ráð fyrir, allt að 300 milljónir. Fjármálaráðherra sé að skemmta sér við að reikna á skuldina hæstu dráttarvexti á meðan hann dragi málið sjálfur á langinn. Þá segir Hörður að ráðherrann hafi skaðað hagsmuni ríkissjóðs með því að taka of lágu kauptilboði í „þjóðar- þotuna“ svonefndu, og lítið hafi skil- að sér af kaupverði vélarinnar. „Þetta bréf er því miður ágætt sýnishorn af þeim orðræðustíl, sem Hörður Einarsson sem stjórnarform- aður Arnarflugs hefur tamið sér á undanförnum misserum í samskipt- um við fjármálaráðuneytið," sagði Ólafur Ragnar Grímsson er ásakanir Harðar voru bornar undir hann. Ólafur sagði að hann og forsætisráð- herrann hefðu ekki rætt saman um efni bréfsins, hins vegar væri forsæt- isráðherra sammála þeirri ákvörðun sinni að halda blaðamannafund og svara ummælum Harðar á aðalfundi Arnarflugs. Ólafur sagði rangar fullyrðingar Harðar um að samþykkt ríkisstjórn- arinnar hefði ekki verið efnd. Hann hefði á sínum tíma beðið Hörð um greinargerð um stöðu og framtíðará- form Arnarflugs, til að hægt væri að leggja fram vitræna greinargerð með frumvarpi um aðstoð við Arnar- flug á Alþingi. „Hann sendi mér stutt og snubbótt bréf í svipuðum stíl og þetta. Ég taldi það nú ekki þjóna hagsmunum Arnarflugs að slíkt bréf væri birt í greinargerð- inni.“ Hvað „þjóðarþotuna" varðar, sagði Ólafur Ragnar að kaupandi flugvélarinnar hefði staðið í fullum skiium og efnt sinn hluta samnings- ins. Hins vegar hefðu Arnarflugs- menn ekki getað útvegað öll skoðun- argögn vélarinnar, sem þurft hefði til erlendrar lánsfjármögnunar vegna kaupanna, og kaupandinn því fengið frest á frekari greiðslum þar til hægt yrði að afla skoðunargagna eftir öðrum leiðum, sem hefði tekið langan tíma. Ekki náðist í Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra vegna bréfs Harðar, en hann er erlendis. Sjá bréf Harðar Einarssonar í heild á miðopnu. Þrumur fóru að heyrast um kl. 16 og fóru vaxandi næsta klukku- tímann. Fylgdu þeim síðustu miklar eldglæringar. Eftir það kom svo mikið úrfelli, að tala mátti um ský- fall. Þrumurnar heyrðust út á Tjör- nestá og eldingarnar sáust fram í Reykjahverfi og Aðaldal en munu hafa verið mestar yfir Húsavík. Eldingum sló niður í Ijarskiptatæki á Húsavíkurfjalli, svo að símasam- bandslaust varð við Raufarhöfn og Siglufjörð og farsímasambands- stöðin á Húsavíkurfjalli féll út. Sömuleiðis útvarpsrásirnar. Fljótlega tókst að koma á síma- sambandi við Raufarhöfn og rás 1 í samband. Um kl. 21 í gærkvöldi heyrðist rás 2 ekki og var enn síma- sambandslaust við Siglufjörð. Þá var aðaláherslan lögð á að koma sambandi á við bæinn. Síðan sneru menn sér að farsímanum og öðru því sem úr lagi fór. Úrkoman var feykilega mikil á stuttum tíma en allt er þetta afstað- ið og komið hið besta veður þó skýj- að sé. - Fréttaritari. íslenska hrossakjötið vinsælt: Japanir vilja kaupa all- ar „pístólur“ sem til Mla TVÆR sendingar af fitu- sprengdu hrossakjöti, svoköll- uðum pístólum, fara á næstunni til Japans. Japanir vilja kaupa allar pístólur sem til falla hér á landi og greiða fyrir þær allt að 400 krónur á kíló, en það er um 18% hærra verð en þeir greiddu fyrir sams konar kjöt á síðasta ári. Arni Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri búnaðardeildar Sambandsins, sagði við Morgun- blaðið, að hægt væri að selja 50-100 tonn af hrossakjöti til Jap- ans á þessu ári, ef vandamál með flutning leystist. Á síðasta ári voru seld til Japans um 80 tonn af kjöti. Þá var kjötið sent beint með flugvélum Flying Tigers til Japans, fyrir 2,35 dali eða 140 krónur á kíló, en nú lenda vélar félagsins hér ekki lengur, þótt vonir standi til að það breytist í haust. Þær tvær sendingar sem héðan fara á næstunni, samtals um 8 tonn, verða fluttar á vegum Flug- fax hf. með flugvél PanAm til Bandaríkjanna, og er flutnings- kostnaðurinn nær 3 dollurum eða 180 krónum, að sögn Árna. Það er þó mun hagstæðara en tilboð Flugleiða, sem bauðst til að flytja kjötið til Japans fyrir 3,5-5 dali á kíló, eða 210 til 300 krónur. Á síðasta ári greiddu Japanir 5,5 dali fyrir kílóið af kjöti í besta flokki en nú bjóða þeir allt að 6,5 dollara. Árni sagði að þessi hækk- un dygði ekki til að hægt væri að flytja kjötið út án einhverra útflutningsbóta, þar sem flutn- ingskostnaðurinn hækkar einnig. Miðað er við að bóndinn fái um 100 krónur í sinn hlut, og slátrun- ar- og heildsölukostnaður er um 150 krónur. Nánast enginn mark- aður er fyrir hrossakjöt innan- lands, og Evrópumarkaður lokað- ist vegna fyrirvara um að ólögleg- ir hormónar kynnu að vera í kjöt- inu. Svonefndar pístólur eru aftur- hluti skrokks með hryggvöðva. Þegar líður á sumarið og hrossin eru feitust springur fitan inn í vöðvann og éta Japanir þetta kjöt hrátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.