Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 Ríkið ekki mótað af- stöðu til aðferðar við greiðslu verðbóta Morgunblaðið/Þorkell í Laugardalshöllinni voru menn í önnum í gær, en þar verður sjávarútvegssýningin opnuð í dag. íslenzka sjávarútvegssýningin: Ein af miðstöðvum sam- skipta sj ávarútveg’smanna - segir Patricia Foster, framkvæmdastjóri sýningarinnar ÍSLENZKA sjávarútvegssýning- in, hin þriðja í röðinni, verður opnuð árdegis i dag að viðstödd- um gestum. John Legate, aðal- framkvæmdastjóri Evrópudeild- ar Reed sýningarfyrirtækisins, segist þess fullviss að þessi sýn- ing taki hinum tveimur fram, enda sé ekki að sjá á þátttöku að efnahagslíf á þessum slóðum eigi í erfíðleikum. „Hér er mikil þátttaka og ljóst að sýningin hef- ur fest sig í sessi og hlotið þá viðurkenningu, sem henni ber,“ segir John Legate. ' Sýningin nú er svipuð að um- fangi og síðasta sýning enda segir Patricia Foster, framkvæmdastjóri sýningarinnar, að henni séu í raun töluverð takmörk sett hvað stærð varði. Húsnæði sé einfaldlega ekki meira. Hún segir að á síðustu sýn- ingu haf komið á sextánda þúsund gesta, þar af um 1.000 erlendra og þyki það gott. „Aðilar innan sjávar- útvegs hér og í fleiri löndum mæla sér mót á þessari sýningu. Hún er því orðin ein að miðstöðvum sam- skipta sjávarútvegsmanna og meg- um við því vel við una,“ segir Patric- ia Foster. Nokkrar þjóðir marka sér sýning- arsvæði fyrir fyrirtæki sín og má þar nefna Norðmenn, Dani, Svía, Hollendinga og Breta. Þá eru 60 framleiðslufyrirtæki og 9 sölufyrir- tæki innan vébanda Félags íslenzkra iðnrekenda saman í hópi og með séreinkenni af ýmsu tagi. Þá er sú breyting frá síðustu sýn- ingu að þjónusta af ýmsu tagi er aukin. Veitingastofur verða tvær, Póstur og sími verður með síma- og póstfaxþjónustu og Landsbank- inn setur upp útibú á staðnum, sem meðal annars verður með gjald- eyrisviðskipti. Sýningin verður opnuð formlega klukkan 9.30 og mun sjávarútvegs- ráðherra Halldór Ásgrímsson, með- al annarra flytja þar ávarp. Vigdís Finnbogadóttir verður einnig gestur sýningarinnar, en óvist er að hún geti verið viðstödd opnunina. Auk þeirra er svo von margra háttsettra erlendra gesta og sendinefndar. Sjá: Úr Verinu, B8 - B14. FULLTRÚAR ríkisins í launa- nefndum Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og Kenn- arasambands Islands hafa ekki mótað afstöðu til þess hvort heppilegra sé að öll laun hækki um 0,27% frá og með næstu mánaðamótum vegna umfram- hækkunar framfærsluvísitölu eða hvort eingreiðsla komi á Iaun vegna verðbóta í október og nóvember og almenn hækk- un taxta í desember, eins og hugmyndir eru uppi um í launa- nefnd almenna vinnumarkaðar- ins, að sögn Svanfríðar Jónas- dóttur, formanns samninga- nefndar ríkisins. Launanefnd ríkisins og BSRB fundaði í gær og var annar fundur ákveðinn á morgun fimmtudag. Að fundinum loknum voru viðhorfin í þessum málum rædd innan BSRB við fulltrúa aðildarfélaganna. og kom fram vilji til þess að hækka taxtana strax í október. Svanfríður sagði að fulltrúar launþega færu með oddaatkvæði í nefndinni væri um ágreining að ræða og síðan hefði ríkið nokkurra daga frest til að segja samningnum upp, ef því mislíkaði niðurstaðan, en hún ætti ekki von á að það gerð- ist vegna þess hvemig staðið væri að 0,27% hækkun launa. Hún vænti þess að menn gætu orðið sammála í nefndunum, sem ríkið ætti aðild að, en ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en á morgun. Ef samstaða yrði ekki þá myndu fulltrúar laun- þega móta niðurstöðuna. Vaknaði úti á rúmsjó UNGUR maður sem var rændur seðlaveski og áfengis- flösku og barinn og fleygt nær ósjálfbjarga vegna ölvun- ar út úr fólksbíl við Hafnar- fjarðarhöfn í fyrrinótt fór um borð í flutningaskipið ísnes og lagðist þar til svefns í borð- sal. Skipið lét úr höfn áleiðis til Portúgal klukkan 2.45 en klukkustund síðar urðu skip- veijar varir við manninn. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu í Keflavík og björg- unarsveitin í Sandgerði fór á bát til móts við ísnesið og flutti manninn til hafnar. Þaðan var hann færður í fangageymslur lögreglu í Keflavík. Við yfirheyrslur um morgun- inn gerði hann þá grein fyrir ferðum sínum að hann hefði verið við sjoppu í Reykjavik snemma um kvöldið og hitt fólk sem hann vissi ekki náin deili á, þijá karla og konu, og þegið hjá þeim far. Mundi maðurinn það síðast að samferðarmenn hans gengu í skrokk honum, rifu föt hans, hirtu veskið og áfengisflöskuna og skildu hann eftir í grennd við höfniria. Niðurstaða starfshóps umhverfísráðuneytisins um stað fyrir álver: Umhver físsj ónarmið mæla með Keilisnesi Tel orkusamninginn vera nokkuð góðan, segir Steingrímur Hermannsson STARFSHÓPUR umhverfísráðuneytisins hefur komist að þeirri nið- urstöðu að hagstæðast sé að reisa nýtt álver á Keilisnesi, af þeim þremur stöðum sem til umræðu hafa verið. Er þá eingöngu miðað við umhverfisáhrif. Starfshópurinn hefur unnið að athugun á umhverfisáhrifum og undirbúningi á starfsleyfi til vænt- anlegrar álbræðslu. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra kynnti áfanga- skýrslu hópsins á ríkisstjórnarfundi í gær, og sagði við Morbunblaðið, að þegar tillit væri tekið til um- hverfissjónarmiða, loftmengunar, landnýtingar og hættu á umhverfis- spjöllum, væri Keilisnes heppileg- asti staðurinn. Mun meiri hætta væri talin á umhverfisspjöllum í Eyjafirði og á Reyðarfirði. Á ríkisstjómarfundinum kynnti Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, einnig greinargerðir um staðarvals- athuganir og viðræðurnar um skattamálin. Þessa dagana fara fram viðræður lögfræðinga Atl- antsálshópsins og iðnaðarráðuneyt- isins í Stokkhólmi, og á fimmtudag er fyrirhugaður fundur svonefndar samræmingarnefndar í London. Jón Sigurðsson mun væntanlega hitta Viðskiptavíxill til eins mánað- ar er með yfír 30% ársávöxtun Hæpnir útreikningar segir Tryggvi Pálsson, bankastjóri íslandsbanka Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, fram dæmi um viðskiptavíxil sem seldur var i Islands- banka í ágúst. Víxillinn var til 28 daga, og jafngiltu forvextirnir. 15,6% ársávöxtun. Að auki var bankakostnaður, þ.e. þóknun og stimp- ilgjald, 1,40% af víxilfjárhæðinni, eða 20,86% á ársgrundvelli. Árs- ávöxtun bankans af þessu víxilláni væri því 33,9%. Tryggvi Pálsson bankastjóri íslandsbanka segir að þetta séu afar hæpnir útreikningar. „Það kom til mín mikill athafna- maður hér í Reykjavík, góður sjálf- stæðismaður, og sagðist vilja sýna mér þetta, það væri fróðlegt fyrir ráðherra að sjá þetta. Mér fannst það og því lagði ég þetta fram. Það hlýtur að vera gaman að vera víxla- sali,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að rætt hefði verið við bankastjóra Seðlabankans á mánudagsmorguninn og þar hefði verið lögð áhersla á að vextir hér á landi hækkuðu ekki. Nafnvextir hefðu auðvitað hækkað þar sem verðbólgan hefði lækkað svo mikið og raunar hefðu raunvextir einnig skriðið aðeins upp á við. „Við teljum það ekki í samræmi við það sam- komulag sem hefur verið gert og sömuleiðis á ég erfitt með að sjá þörfina, því staða bankanna er góð. Þeir sýna að minnsta kosti mjög góða afkomu á síðasta ári og eru nánast einu stofnanimar sem græða á því ári,“ sagði Steingrímur ennfremur. Tryggvi Pálsson sagði að það sýndi ekki ávöxtun bankans, að framreikna víxla þar sem miðað væri við mánaðarlegar framleng- ingar í heilt ár, þar sem gjaldtaka vegna kostnaðar væri tekin með. Þóknunin væri ákveðið hlutfall af upphæðinni og því hlutfallslega hærri eftir því sem lánstíminn væri styttri. Tryggvi sagði það einnig hæpinn málflutning að framreikna vextina núna, þegar verðbólgan væri í lág- marki og rétt áður en bankarnir endurskoðuðu sína vexti, en bank- amir myndu taka mið af verðbólgu- þróuninni við ákvörðun vaxta um næstu mánaðamót. Hann benti jafnframt á, að þeir sem væru með verðtryggð lán nytu nú lækkunar verðbólgunnar jafnóðum. forstjóra álfélaganna að máli 28. þessa mánaðar. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, hélt á mánudag kynningarfund um orkusamnings- drög Landsvirkjunar og Atlantsáls- hópsins og sátu hann nokkrir ráð- herrar og þingmenn stjórnarflokk- anna ásamt fulltrúum Landsvirkj- unar, Orkustofnunar og Þjóðhags- stofnunar. Steingrímur sagði eftir fundinn, að hann væri nú orðinn þeirrar skoðunar að orkusölusamn- ingurinn væri nokkuð góður. Eng- inn vafi léki á því, að þetta væri töluvert betri samningur en í gildi væri við ÍSAL, og skynsamlegt að markaðstengja orkuverðið til nýs álvers, enda komi inn grein í samn- inginn sem heimilaði báðum aðilum að óska eftir endurskoðun, breytt- ust forsendur verulega. Steingrímur sagði að fram hefði komið að ef miðað væri við orku- verð og álverð síðasta áratug væri arðsemi af virkjunarframkvæmdun- um, miðað við fyrirliggjandi orku- samningsdrög, töluvert minni en þær áætlanir sem samningsdrögin byggja á. Hins vegar hefði síðasti áratugur verið mjög óvenjulegur, vextir hefðu hækkað verulega eftir orkukreppuna á sama tíma og ál- verð var lágt. Steingrímur sagði að á fundinum hefði verið sýndur samanburður á eldri spám og raunverulegu álverði, og þar hefðu verið minni frávik en hann hafði haldið. Að vísu hefði álverðið sveiflast mikið, bæði upp og niður,. en meðalfrávikið væri ekki svo mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.