Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 Isaljörður: U ndirbúningur að jarðgangagerð kom- inn í fullan gang ísafirði. UNDIRBÚNINGUR að jarðgangagerð undir Breiðadals- og Botns- heiðar er nú kominn í fullan gang. Búið er að leggja bráðabirgða- veg að munnanum í Tungudal við Isaljörð og unnið er að færslu á neysluvatnsstíflu í Tunguá, en núverandi stífla er rétt neðan við jarðgangamunnann. Gert er ráð fyrir að forval á verktökum fari fram í haust, verkið boðið út um áramót og samningar undirritaðir snemma á næsta sumri, þannig að verktakinn verði kominn vel inn í bergið fyrir veturinn. Vegagerðin mun sjálf sjá um að sprengja gjá að fjallinu við alla munnana og verður byijað á því verki í haust. Hugsanlegir verktak- ar eru þegar farnir að hugsa sér til hreyfings, þannig voru fulltrúar Krafttaks, sem grófu göngin í Ólafsfjarðarmúla, hér fyrir nokkru og nú í vikunni voru hér fulltrúar frá tveim stórum sænskum verk- takafyrirtækjum, Kraftbyggarna og Rectus. Þeir héldu fundi með atvinnumálanefnd og verktökum og Sauðárkrókur: Sláturhús Slátursam- lagsins fær löggildingu Sauðárkróki. NÚ I byrjun september fékkst loks frá heilbrigðisyfirvöldum löggilding á sláturhús Slátur- samlags Skagfirðinga. Um margra ára skeið hefur verið sótt um þessa löggildingu sem ekki hefur fengist fyrr en nú. Gerðar hafa verið miklar endur- bætur og lagfæringar á húsnæði sláturhússins, þannig að nú uppfyll- ir það allar ströngustu kröfur sem gerðar eru til þess að framleiða fyrsta flokks matvæli. Að sögn Birgis Bogasonar fram- kvæmdastjóra, er þetta stór áfangi sem nú hefur náðst, þar sem nú er loks hægt af fullri alvöru að snúa sér að þeim framkvæmdum sem menn hafa ekki fram að þessu lagt út í að gera, vegna óvissu um framtíð fyrirtækisins. Áætlað er að slátra nú í haust um 14.500 fjár og er það svipaður fjöldi og á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir að slátra um 450 fjár á dag og starfa við það 28 manns. Áætlað er að slátrun ljúki um 20. október. Að jafnaði, utan sláturtímans, starfa hjá fyrirtækinu 3 menn, en við stórgripaslátrun, sem fram fer að jafnaði einu sinni til tvisvar í mánuði árið um kring starfa 10-12 menn. Sláturhússtjóri er Smári Borgarsson. - BB. V estmannaeyjar: Fjölgun íbúa V cstmannacyjum. ÍBÚUM í Eyjum hefur fjölg- að um 0,7% frá 1. desember sl., samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingamiðstöð Vestmannaeyjabæjar. íbúar í Eyjum nú eru 4.858 og er íbúafjöldinn nú því sá mesti síðan fyrir eldgosið 1973 en þá voru íbúarnir 5.179 tals- ins. Grímur lýstu yfir vilja sínu t til verulegs samstarfs við heim inenn við gerð ganganna og san -t.arfsverkefna á öðrum sviðum atvmnumála ef þeir á annað borð kæmu hingað. - Úlfar Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Unnið við sjóvarnagarða á Flateyri Unnið er fyrir um 9-10 milljónir króna við sjóvar- nagarða á Flateyri. Lokið verður við 40 metra sem átti eftir að bæta við smábátahöfnina, en um 300 metra kafla við sjóvarnargarð á Brimnes- vegi verður framhaldið frá því sem var í fyrra. Þá er eftir annar eins kafli eða um 300 metrar sem reynt verður að fá fjármagn til þess að klára á næsta ári. íslensk tækni fyrir nlþjóðlegan sióvnrútveg! 50 íslensk iðnfyrirtæki kynna framleiðslu sína á Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 19.-23. september. íslenski fiskiflotinn sækir á fiskimið sem eru tvímælalaust meðal hinna erfiðustu í heimi. Fiskframleiðendur og útvegsmenn lúta fiskveiðistefnu sem er strangari en víðast annars staðar gerist, enda lífsafkoma heillar þjóðar í veði. Þessir aðilar gera ítrustu kröfur og hafna öllum tilslökunum þegar þeir velja sér atvinnutæki: Þeir velja íslenskt ef það stendur til boða. 1/1 ICELAND ///w^ íslenskir þátttakend- ur í sýningunni sam- einast undir þessu merki. JLíttu inn í íslensku sýningarbásana og þú munt sannfærast um að þegar um er að ræða búnað, tækni og þjónustu, sem tengjast sjávarútvegi og sjómennsku, eru íslendingar í fremstu röð. É Félag íslenskra iðnrekenda Hallveigarstíg 1 Pósthólf 1407 121 Reykjavik Simi (91)27577 Póstfax (91)25380 Félag málmiðnaðarfyrirtækja Hverfisgötu 105 101 Reykjavík Sími (91)621755 Félag dráttarbrauta og skipasmiðja Hallveigarstig 1 Pósthólf 102 121 Reykjavik Simi (91)621590 Póstfax (91)12742 /// Útflutningsráð islands Lágmúla 5 Pósthólf 8796 128 Reykjavik Sími (91)688777 Póstfax (91)689197 ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.