Morgunblaðið - 19.09.1990, Síða 38

Morgunblaðið - 19.09.1990, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 Rafn Viggósson Mm FOLX ■ RAFN Viggósson, milliríkja- dómari í badminton, verður dómari á Evrópumóti félagsliða, sem hefst í Búdapest í IJngverjalæandi á morgun. Þetta er fyrsta verkefnið -i- af fjórum sem íslenskum badmin- tondómurum hefur verið úthlutað í Evrópumótum í vetur. ■ MIKAEL Martinsson er einn besti leikmaður Djurgárden, sem mætir Fram í Evrópukeppni bik- arhafa í dag. „Hann er gífurlega snöggur og verða Framarar að hafa góðar gætur á honum,“ sagði Sigurlás Þorleifsson, sem lék með Martinsson í fimm ár með Vasa- lund í Svíþjóð. M MATS Sundin, framheiji hjá Djurgárden á síðasta keppnistíma- bili, gerði í gær samning við kanadíska liðið Quebec Nordiqu- es. Sundin, sem er 19 ára, fór frá sænska íshokkíliðinu fyrir tveimur vikum, en Svíarnir sögðust hafa gert tveggja ára samning við hann í fyrra. „Draumurinn hefur alltaf verið að Ieika í NHL-deildinni og nú verður hann að veruleika,“ sagði Sundin. ■ BRIAN Clough hefur gert nýj- an samning við Notlingham For- est — til næstu þriggja ára. Clough hefur verið hjá félaginu síðan 1975 og verður 58 ára, þegar samningur- ínn, sem færir honum rúmlega 20 millj. ÍSK, rennur út. ■ WIM Kieft, landsliðsmaður Ilollands, sem leikur með franska liðinu Bordeaux, handleggsbrotn- aði í leik um sl. helgi og verður frá í tvo mánuði. ■ EYJÓLFUR Sverrisson kom inná sem varamaður þegar Stutt- gart tapaði heima, 0:2, fyrir Leverkusen. Hann kom í stað Gaudino á 59. mín. Leikmenn Stuttgart fengu mjög slæma dóma fyrir leikinn. ■ JOHNNY Otten hjá Bremen verður að ieggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa meiðst illa á hné. Hann hefur leikið ellefu ár með Werder Bremen. ■ VICINI, Iandsliðsþjálfari Ítalíu í knattspyrnu mátti hrósa happi um helgina. Hann féll ofan af svölum af sjöttu hæð - kom niður á fæturn- ar og ristarbrotnaði. ■ HÉÐINN Gilsson lék hægra meginn í sókninni hjá DUsseldorf, sem gerði jafntefli, 18:18, við Le- verkusen í 2. deildarkeppninni í handknattleik. Héðinn, sem skoraði tvö mörk, tók stöðu Radka, sem er meiddur. Tam lék í stöðu Héðins vinstra meginn og skoraði hann sjö mörk. ■ BRETERMElER, landsliðs- þjálfari V-Þýskalands í handknatt- leik, verður þjálfari sameinað liðs Þýskalands. Langus og Strau, sem þjálfuðu landsliðs A-Þýska- lands, hefa fengið boð um að vera aðstoðarmenn hans. FRJALSAR IÞROTTIR „Er að fá mig fullsaddan af ruglinu með IMemeth-spjótið" Einar Vilhjálmsson - verður hann að fara að nota Nemeth-spjótið til að eiga möguleika að verja heiður Islands? - segir EinarVilhjálmsson, sem var eini keppandin íTókýó, sem notaði ungverska spjót' spjótin - freista gæfunnar og reyna að kasta því sem lengst þó svo að köstin yrðu dæmd ógild síðar,“ sagði Einar Vilhjálmsson, sem hef- ur verið harður andstæðingur ung- verska spjótsins. „Ég fer að vera síðasti móikaninn - sá eini sem notar ekki hin umdeildu spjót.“ „Það er spurning hvort að ég geti mætti til leiks fyrir hönd ís- lands öllu lengur, vitandi þess að ég á litla möguleika gegn þeim sem nota Nemeth-spjótin. Ég keppi ekki fyrir hönd íslands til að tapa vilj- andi. Það eru mörg Grand-Prix mót framundan áður en alþjóða frjáls- íþróttasambandið kemur saman til að taka ákvörðun um Nemeth- spjótið. Það er spurning hvað ég get lengi þráast við að nota þetta umdeilda spjót. Ég mun senda stjórn Fijálsíþróttasambands ís- lands bréf á næstu dögum og óska eftir upplýsingum um þetta mál og fá það á hreint hvað ég á að gera,“ sagði Einar Vilhjálmsson, sem setti tvö glæsileg íslandsmet í sumar. Einar kastaði 85,48 m, en það er Ijóst að Einar mun kasta mun lengra ef hann fer að nota Nemeth- spjótið. FELAGSMAL Kjörvaraforseta fSÍ: Ellert B. Schram gefur kost á sér Ellert B. Schram, fyrrum formaður Knattspyrnusambands íslands og stjórnarmaður Knattspyrnusambands Evrópu, hefur orðið við ósk fjölda manna innan íþróttahreyfingarinnar - um að gefa kost á sér í kosningu um varaforseta ÍSÍ. Ársþing íþróttasambands íslands verður í október í Reykjavík. ekki hið umdeildc EINAR Vilhjálmsson var eini spjótkastarinn sem tók þátt í alþjóðlegu spjótkastskeppni í Tókýó um sl. helgi, sem notaði ekki hið umdeilda ungverska Nemeth-spjót. Þráttfyrir það hafnaði Einar í þriðja sæti (80,96 m), á eftir Japananum Mizoguchi (82,06) og Tékkan- um Jan Zelezny (81,00 m), en þeir sem kappa með hinu um- deilda ungvarska spjóti kasta yfirleitt lengra. Eg er að fá mig fullsaddan af ruglinu og skrípaleiknum með Nemeth-spjótið. Fyrir keppnina var deilt um notkun spjótsins, en þrátt fyrir það mættu allir spjótkastar- arnir með spjótið til leiks. Tækni- nefnd alþjóða fijálsíþróttasam- bandsins er búin að setja þessi spjót á bannlista og dæma metköst með þeim ógild, en aftur á móti er al- þjóða fijálsíþróttasambandið ekki búið að taka á þessu máli. Það verð- ur ekki gert fyrr en á næsta ári - á ársþingi í byijun september. Á" meðan staðan er þannig heldur rug- lið með spjótið áfram og spjótkast- arar mæta til Ieiks með Nemeth- SUND Amþór þrefaldur sigur vegari í Danmörku ARNÞÓR Ragnarsson stóð sig vel í Holstebro-bikakeppninni í sundi, sem frám fór um helgina. Arnþór gerði betur en danski landsliðsmaðurinn Lars Sor- ensen, sigraði í 100 og 200 m bringu- sundi, var í sigursveit í 4x100 m fjórsundi og hafnaði í 2. sæti í 50 m bringusundi. Margir keppendur tóku þátt, m.a. frá Danmörku og Þýskalandi og norska landsliðið. Arnþór synti 100 m bringu á 1.07,5 (ís- landsmet hans er 1.04,8), fékk tímann 2.29,8 (met hans er 2.23,64) í 200 m bringu og mældist á 31,1 (30,74) í 50 m bringu. „Það er mjög gott hjá honum að sigra í þess- um greinum,“ sagði Óli Þór Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í sundi. „Arnþór er rétt við metin og það er mjög viðunandi á þessum tíma.“ Arnþór, sem stundar æfingar í Danmörku hjá danska landsliðsþjálfaranum Flemming, tekur næst þátt í móti í byijun október og síðan jóska meistaramótinu í Iok október. Sundsam- band ísland er að reyna að finna verkefni fyr- ir a- og b-landsliðshópinn í nóvember, en frest- ur til að skrá keppendur á HM í Ástralíu í jan- úar, rennur út 1. desember. Arnþór Ragnarsson Marwood Hansen Mm FOLK ■ BRIAN Marwood hefur ekki náð að komast í lið Arsenal í vet- ur. Hann er nú á förum til Shef- field Wednesday og er gert ráð fyrir því að skrifað verði undir samninginn í dag. I ALAN Hansen, fyrirliði Ljverpool, verður frá keppni í tæpa tvo mánuði vegna meiðsla í hné. Hann hefur ekki náð heilum leik með Liverpool síðan í apríl en von- ast til að verða klár í slaginn í byij- un nóvember. ■ BARRY Venison er líklega á förum frá Liverpool. Tvö lið hafa áhuga á honum; Derby og Middles- brough. ■ COLIN Gibson hefilr verið seldur frá Manchester United til Tranmere Rovers fyrir 150.000 pund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.