Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 31 Minning: Andrés Sveinsson „Ljúflyndi yðar verði hveijum manni kunnugt.“ Þessi orð postulans koma fyrst í hug þá hugsað er til Andrésar Sveinssonar. Framganga hans öll, orð hans og æði, samskipti við aðra menn markaðist öðru fremur af ljúflyndi, glaðlegu yfirbragði, já- kvæðu hugarfari. Ekki síst komu þessir skapgerð- areiginleikar skýrt fram í baráttu hans við erfiðan sjúkdóm, sem hann barðist við hetjulegri baráttu und- anfarin tvö ár. Andrés Fjeldsteð Sveinsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Reykjavík 12. desember 1934. Andrés var góðum námsgáfum gæddur og settist í Menntaskólann í Reykjavík, en hvarf frá námi og stundaði ýmis störf uns hann gekk í þjónustu Pósts og síma 1963, þar sem hann lauk símvirkjanámi. Vann hann störf á því sviði um árabil eða þangað til hann árið 1968 varð full- trúi í aðalbókhaldi Pósts og síma við erlend reikningsskil. Forstöðu- maður símamáladeildar varð hann svo 1977 og gegndi því starfi þar til yfir lauk. Náin kynni og samstarf hófust við komu hans í bókhaldið, við urð- um nágrannar, störfuðum á sömu hæð og þurftum oft að bera saman bækur, starfa okkar vegna. Var öll okkar samvinna og samstarf með hinum mestu ágætum og fyrir það hljótum við að þakka. Andrés tók upp þráðinn þar sem hann hafði frá horfið, ias til stúd- entsprófs utanskóla og settist í Háskóla íslands þar sem hann lauk BA-prófi í ensku. Var hann raunar óþreytandi við að afla sér aukinnar menntunar samhliða starfi sínu og sótti námskeið um margvíslegustu efni. Hann var félagslyndur og átti gott með að koma fyrir sig orði í ræðu og riti. Af sjálfu leiddi, að hann var kosinn til trúnaðarstarfa innan ýmissa félagasamtaka, þar með talið Félag íslenskra síma- manna og var í ritnefnd Símablaðs- ins. Ennfremur var hann kallaður til kennslu við Póst- og símaskólann og fórst það ekki síður vel úr hendi en annað er hann tók að sér. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Andrési sjáum nú á bak góðum félaga og samstarfs- manni, sem gekk að sérhveiju verki af trúmennsku og alúð. Vandvirkni hans og snyrtimennsku voru engin takmörk sett. Alltaf var hann giað- ur í bragði, örlátur á græskulaus spaugsyrði þegar honum sýndist grámi hversdagsins vera að ná fullmiklu valdi á mönnum. Mannkostir hans voru slíkir sam- Iðunn Jónsdóttir, Húsavík — Minning Fædd 17. júlí 1908 Dáin 9. september 1990 Atvikin höguðu því svo að hjónin Iðunn Jónsdóttir og Sigurður Jak- obsson frá Þórshöfn urðu nágrann- ar mínir þegar þau fluttu til Húsavíkur fyrir 12 árum. Þessi eldri hjón buðu af sér einstaklega góðan þokka vegna snyrtimennsku og glaðlegs og hlýlegs viðmóts og við fundum því strax að við höfðum eignast góða granna. Iðunn bjó þá þegar við heilsubrest og það var því frekar að við Sigurður ræddum saman yfír grindverkið milli garð- anna um framgang jarðargróðurs og önnur brennandi nytjamál. Kynnin urðu að vísu ekki náin fýrstu árin, enda var ég erlendis í rúm tvö ár á fýrrihluta síðasta ára- tugar. En síðustu fimm árin urðu kynnin miklu nánari vegna van- heilsu Iðunnar, en hún var astma- veik og lagðist sá sjúkdómur mjög þungt á hana, einkum síðustu árin. Það er erfitt hlutskipti að vera haldinn langvinnum sjúkdómi sem stundum blundar, er þó ávallt ná- lægur og getur blossað upp þegar minnst varir eða þegar verst stend- ur á. Það reynir á þrekið, á mann- eskjuna. Þannig getur astminn ver- ið og þannig lék hann Iðunni. Hún þurfti oft að neyta allra krafta til að komast í gegnum köstin. Það þarf sterk bein til að standa slíkt af sér um áraraðir. Iðunn var greind kona og glæsi- leg, skoðanaföst og vinaföst. Þrátt fyrir sinn erfíða sjúkdóm hélt hún ávallt reisn sinni og var alltaf svo vel til höfð að eftirtekt vakti. Og þrátt fyrir erfiðleikana var alltaf stutt í glettnina og stundirnar með henni urðu því gefandi og eftir- minnilegar. Og það er fyrir þær sem ég vil þakka með þessari stuttu kveðju. Eg votta eftirlifandi manni henn- ar, Sigurði Jakobssyni, dætrum og + Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, fósturmóður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR ÞÓRÓLFSDÓTTUR, Skipasundi 60, Reykjavík. Kristján J. Einarsson, Erna M. Kristjánsdóttir, Simon Ágúst Sigurðsson, Ómar Á. Kristjánsson, Anna Björg Kristbjörnsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Sigþór Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU M. HELGADÓTTUR frá Steinum íVestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja og Hraunbúða fyrir góða umönnun. Þórunn S. Ólafsdóttir, Þorsteinn B. Sigurðsson, Unnur K. Þórarinsdóttir, Ólafur Þórarinsson, Torfhildur Þórarinsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Ingunn Sigurðardóttir, Konráð Einarsson, Kristín Jónsdóttir, Kristján Gestsson og barnabarnabörn. Kvennalistinn: 011 börn hafi í raun jafnan rétt til náms Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Kvennalistanum: „Kvennalistakonur telja mikil- vægt að öll börn liafi í raun jafnan rétt til náms og að löggjafinn og túlkendur laganna hafi það ætíð að leiðarljósi. Kvennalistakonur fagna því þeirri niðurstöðu umboðsmanns Al- þingis að foreldrar skuli ekki bera kostnað af námsgögnum barna í skyldunámi. Nauðsynleg forsenda þess að skólayfirvöld á hverjum stað geti setið vörð um jafnrétti til náms er að í boði sé ijölbreytilegt úrval námsbóka. Kvennalistakonur skora á menntamálaráðherra að sjá til þess að Námsgagnastofnun verði efld í hvívetna og þannig gert kleift að uppfylla þær skyldur sem á hana eru lagðar lögum samkvæmt.“ Stykkishólmur: Fjölmenni við útför Kiistins Friðrikssonar fara góðri menntun, að gott var til hans að leita, þegar góðra ráða og stuðnings var þörf. Fyrir það ber að þakka. Minningin um Andrés Sveinsson er fyrst og fremst minn- ing um góðan dreng, sem auðgaði umhverfi sitt með jákvæðu og glað- legu viðmóti, tók meðlæti jafnt sem mótlæti af fullkomnu æðruleysi. Sárastur er þó að sjálfsögðu söknuður eiginkonu hans, Ragn- hildar Þóroddsdóttur, sem stóð við hlið honum í veikindastríðinu. Blessuð sé minning Andrésar Sveinssonar. Bragi Kristjánsson, Rafn Júlíusson. fjölskyldum þeirra mína dýpstu Gísli G. Auðunsson Vegna gallaðrar myndbréfasend- ingar á þessari grein, sem birtist á laugardaginn var, er hún endurbirt. ^ Stykkishólmi. ÚTFÖR Kristins Friðrikssonar, frystihússtjóra hraðfrystihúss Sig. Agústssonar hf., fór fram 8. þ.ni. frá nýju kirkjunni í Hólm- inum, að viðstöddu því mesta íjöl- menni sem hér hefir áður sést við jarðarför. Kristinn var frystihússtjóri hér í nær 45 ár. Veður var gott þegar athöfnin fór fram. Fólk kom til út- fararinnar víða af landinu. Séra Gísii H. Kolbeins flutti útfararræð- una og jarðsöng og kirkjukór Stykkishólmskirkju söng við. Org- anisti var Colin Harper. - Árni + Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð vegna andláts KRISTJÁNS JÓNSSONAR frá Snorrastöðum. Elísabet J. Sveinbjörnsdóttir, Helga S. Sveinbjörnsdóttir, Kristfn S. Sveinbjörnsdóttir, Jóhannes B. Sveinbjörnsson, Haukur Sveinbjörnsson, Kristján Benjamínsson, Baldur Gíslason, Indriði Albertsson, Grétar Haraldsson, Björk Halldórsdóttir, Ingibjörg S. Jónsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Margrét J.S. Jóhannesdóttir. Lokað Vegna jarðarfarar verður skrifstofa Fasteigna- mats ríkisins í Reykjavík lokuð eftir kl. 14.00 fimmtudaginn 20. sept. nk. Fasteignamat ríkisins. BIODROGA YETURINN 1990 BIODROGA fagnar vetrinum 1990 með k 15 nýjum varalitum k 15 nýjum naglalökkum k og annarri litavöru í takt við jjað Kynntu þér nýjungarnar á næsta útsölustað BIODROGA BIODROGA lífrænar jurtasnyrtivörur Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Brá Laugavegi, Ingólfsapótek Kringlunni, Snyrtistofan Rauðarárstíg 27, Snyrtistofa Lilju Grenigrund 7, Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Eyfirð- inga, Húsavíkurapótek, Vestmannaeyjaapótek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.