Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 23 Umboðsmaður Alþingis: Fangelsisyfírvöld leggi út fyr ir tannlæknakostnaði fanga í ÁLITI sem umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér kemur fram að hann telji að fangelsisyfirvöldum beri að leggja út fyrir kostnaði vegna tannviðgerða fanga, en þau geti síðan krafið viðkomandi fanga um þann kostnað með ákveðnum takmörkunum. Hefur umboðsmað- ur Alþingis beint þeim tilmælum til dómsmálaráðuneytisins að settar verði nánari reglur um greiðslu og uppgjör kostnaðar við tannvið- gerðir hjá föngum, þar sem orðalag í lögum sé ekki skýrt um það hver eigi að bera kostnað af umræddri þjónustu. Kvörtun barst Gauk Jörundssyni, umboðsmanni Alþingis, þar sem því var haldið fram að fangar nytu ekki fullnægjandi heilbrigðisþjón- ust, þar sem dómsmálaráðuneytið hefði hafnað því að greiða kostnað við tannviðgerðir fanga, en þar sem ríkið’ hefði svipt fanga frelsi og um leið tekjumöguleikum, eigi það að sjá viðkomandi fanga fyrir nauð- synlegri heilbrigðisþjónustu. í svari dómsmálaráðuneytisins við bréfi, sem umboðsmaður Al- þingis ritaði því í tilefni af um- ræddri kvörtun, kemur meðal ann- ars fram að það sé álit ráðuneytis- ins að ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað vegna tannviðgerða fanga, en aðalástæða þeirrar afstöðu sé sú að samkvæmt lögum um al- mannatryggingar gildi sú almenna regla að kostnað vegna tannvið- gerða verði þegnar þjóðfélagsins að greiða sjálfir, og þar séu engin sérákvæði vegna fanga. Sú undan-. tekning sé þó frá þessu að fangelsis- yfirvöld hafí greitt kostnað vegna viðgerða á tönnum sem tannverkur hafi stafað frá. í áliti umboðsmanns Alþingis kemur fram að hann telji að laga- heimild bresti til þess að fella kostn- að við tannviðgerðir vegna fanga fortakslaust á ríkissjóð, en meðan reglur um þetta efni séu ekki skýr- ari telji hann að fangelsismálastofn- un beri að framkvæma þá grein laga um fangelsi og fangavist, þar sem segir að það sé verkefni stofn- unarinnar að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta, svo sem heilbrigðisþjónusta og prestsþjón- usta, með þeim hætti að fangar fái nauðsynlegar tannviðgerðir, óháð því hvort þeir geti greitt fyrir þær. Fangelsismálastofnun eða það fangelsi sem í hlut á beri því að leggja út fyrir slíkum kostnaði, en samkvæmt gildandi lögum geti fangelsisyfírvöld síðan krafið fanga um útlagðan kostnað af tannvið- gerðum með þeim takmörkunum, sem leiði af þörf'þeirra á fé til brýnna nauðsynja. Er það niðurstaða umboðsmanns Alþingis að afstaða dómsmálaráðu- neytisins sé út af fyrir sig í sam- ræmi við lög, en það séu tilmæli hans að ráðuneytiðsetji nánari regl- ur um greiðslu og uppgjör kostnað- ar við tannviðgerðir hjá föngum, og að óbreyttum lögum verði í þeim reglum tekið mið af ofangreindum sjónarmiðum hans. ■ FYRIRLESTUR um heildar- heilun verður haldinn í dag, mið- vikudaginn 19. september, klukkan 20.30 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Einnig verður haldið sémámskeið fheildar- heilun helgina 22. og 23. september klukkan 10-20 á Hótel Borg. Þetta námskeið er sniðið fyrir þá sem eiga við sjúkdóma að stríða og einn- ig fyrir þá sem vilja nota heilun til að hjálpa öðrum að sigrast á sjúk- dómum. Fyrirlesturinn og nám- skeiðin fara fram á ensku. Warren Beatty í hlutverki sínu í myndinni „Dick Tracy“. Bíóhöllin og Bíóborgin sýna „Dick Tracy“ BÍÓHÖLLIN og Bíóborgin hafa tekið til sýningar myndina „Dick Tracy“. Með aðalhlutverk fara Warren Beatty, Charlie Korsmo og Madonna. Leikstjóri er Warr- en Beatty. í stórborginni er háð miskunnar- laus barátta milli foringja tveggja glæpahópa. Fyrir öðrum hópnum er Vari Manils, sem hefur meðal annars aðsetur í Ritz-klúbbnum enda eigandi hans. í hinu genginu er það Caprice eða Stóri, sem segir fyrir verkum og hann er framagjarn í meira lagi. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 18. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestirj verð (kr.) Þorskur 106,00 83,00 95,60 24,907 2.381.049 Ýsa 108,00 84,00 101,09 13,092 1.323.499 Karfi 45,00 34,00 41,82 2,447 102.345 Ufsi 50,00 36,00 49,09 9,421 462.486 Steinbítur 85,00 77,00 77,07 1,381 106.433 Langa 61,00 53,00 53,49 0,641 34.285 Lúöa 305,00 305,00 305,00 0,017 5.185 Koli .85,00 85,00 85,00 0,543 46.155 Keila 30,00 30,00 30,00 0,116 3.480 Skata 40,00 40,00 40,00 0,011 440 Skötuselur 300,00 300,00 300,00 0,002 600 Lýsa 51,00 51,00 51,01 0,047 2.372 Skötuselur 180,00 180,00 180,00 0,010 1.800 Samtals 84,93 52,635 4.470.129 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 96,00 50,00 84,02 8,678 729.112 Ýsa 113,00 50,00 64,82 75,017 4.862.466 Karfi 40,00 20,00 37,78 35,442 1.339.088 Ufsi 42,00 25,00 40,91 0,732 29,946 Steinbítur 95,00 74,00 77,30 2,896 223.854 Langa 69,00 69,00 69,00 1,962 135.409 Lúða 450,00 270,00 328,39 0,186 61.080 Skarkoli 87,00 50,00 78,16 0,396 30.951 Saltf iskflök"" 205,00 165,00 170,57 0,280 47.760 Skötuselur 205,00 205,00 205,00 0,009 1,845' Lýsa 39,00 39,00 39,00 0,089 3.481 Grálúða 78,00 68,00 71,45 6,350 453.717 Blandað 69,00 49,00 57,57 0,063 3.626 Undirmál 80,00 20,00 58,04 0,629 36.508 Samtals 450,00 20,00 64,82 75,017 4.862.466 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 137,00 38,00 106,26 16,917 1.797.544 Ýsa 115,00 20,00 58,63 10,882 964.423 Karfi 59,00 10,00 48,14 0,719 34.616 Ufsi 55,00 5,00 40,57 7,053 286.139 Steinbítur 67,00 40,00 51,42 0,582 29,924 Langa 62,00 37,00 56,73 4,817 273.267 Lúða 375,00 345,00 367,58 0,380 139.681 Skarkoli 80,00 74,00 76,20 0,079 6.020 Koli 68,00 68,00 68,00 0,515 35.020 Keila 27,00 20,00 22,18 0,683 15.151 Skata 84,00 83,00 83,83 0,117 9.808 Skötuselur 120,00 120,00 120,00 0,007 840 Lýsa 25,00 9,00 21,57 0,070 1.510 Blá & Langa 55,00 55,00 55,00 0,032 1.760 Blandað 28,00 23,00 24,86 0,382 9.495 Samtals 83,39 43,235 3.505.198 | Selt var úr dagróðrabátum, Olíuverð á Rotterdam-markaði 1. ág. -17. sept., dollarar hvert tonn ÐENSIN Súper í -= 415/ n _ 412 Ll r-v— J TU 1 • VI V* 362/ :zj *S aw y 360 Blýlaust -H-------1-----1----1-----1-----1-----h- 3. ág. 10. 17. 24. 31. 7.sept. 14. GASOLIA 375- 350“ 325" 300 _______________. ____________268/ £ 265 -H-------1-----1----1-----1------1-----1- 3. ág. 10. 17. 24. 31. 7. sept. 14. ÞOTUELDSNEYTI ------------------344/ 375 3 42 = At^ 300-------\-[* 275 A Jr — 250 -------------- 225-/~----------------—— 9nnÆ-------------—------ 175- 150- -H-----1-----1-------1-----1-----1---- 3. ág. 10. 17. 24. 31. 7. sept. 14. Fjárrétt í Ljár- skóg’um vígð Búðardal. Nokrir bændur í Laxárdal tóku höndum saman og reistu hér nýja Qárrétt. Verkið tók rúma viku. Svavar Jensson á Hrafnsstöð- um var yfirsmiður. Réttin hefur sex dilka og almenning. Svavar opnaði réttina og lýsti tildrögum byggingarinnar. Rétt hefur verið í Ljárskógum svo lengi sem elstu menn muna. Réttarstjóri og elsti bóndi hrepps- ins, Þórður Eyjólfsson á Godda- stöðum, dró fyrstu kindina. Eftir að bændur höfðu réttað var öllum boðið til kaffídrykkju sem fram fór í íbúðarhúsi í Ljárskógum sem nú er notað sem veiðimannabú- staður. Jörðina eiga bændur í Laxárdal og hreppurinn að hluta til. Sauðfjárslátrun hefst hér hjá Afurðastöðinni hf. í Búðardal mánudaginn 17. september. Bytj- að verður að slátra fé'-af Fells- strönd og úr Haukadal. Eins og í fyrra verður aðeins tekið 50% í fyrri umferð og ekki má látið full- orðið fé. Sláturhússtjóri í haust verður Ólafur Sveinsson. Hauststörfm verða með hefð- bundnum hætti. Nýlokið er við talsverðar endurbætum á vélbún- aði frystihússins. Helstu breyting- ar í haust eru þær að sett hefur verið upp vog sem skráir innlegg beint á pappír þannig að ekki verða handfærðar bækur. Á afriti sem framleiðendur fá í hendur kemur fram heildarvigt innleggs- ins með og án vatns. Mikilvægt er að bændur fyigist sjálfir með kjötmagni því sem þeir leggja inn með tilliti til fullvirðisréttar. Kristjana Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir Réttarstjóri og elsti bóndi hreppsins Þórður Eyjólfsson á Godda- stöðum dregur fyrstu kindina. Dalasýsla: Félag eggjaframleiðenda: Egg ekki kælivara Felag eggjaframleiðenda átti fund með Hollustuvernd ríkisins s.l. föstudag. A fundinum kom meðal annars fram að eggjabænd- ur telja ekki nauðsynlegt að merkja egg sem kælivöru enda geym- ist egg ágætlega í sjö til tólf gráðu hita. Eiríkur Einarsson, starfs- maður Félags eggjaframleiðenda, segir egg heyra undir almenna reglugerð um geymslu og merkingar á matvælum sem henti ekki vöru af þessu tagi. „Það er rétt að félaginu barst bréf frá Hollustuvernd ríkisins í fyrra þar sem mælst er til þess að egg séu merkt sem kælivara eða með upplýsingum um geymsluþol," sagði Eiríkur Einars- son í samtali við Morgunblaðið. „ Flestir bændur hafi farið að þess- um tilmælum en nokkuð misjafnt er hvort menn velja að merkja vöruna sem kæluvöru eða með geymsluþolsstimpli enda greinir okkur á við Hollustuvernd um hvori telja beri egg til kælivöru eða ekki. Hollustuvernd mælir með að egg séu geymd við núll til fjög- urra gráðu hita en samkvæmt okkar heimildum er mælt með að egg séu geymd við sjö til tólf gráðu hita í Svíþjóð. í Danmörku mæla þeir með að egg séu geymd við um tólf gráðu hita. Eftir þessu að dæma ætti því að vera nóg að merkja vöruna þannig að hún skuli geymd á köldum stað.“ Eiríkur sagði að samræma yrði merkingar á eggjum í verslunum og benti á að heilbrigðisfulltrúar túlkuðu reglugerð um merkingu og geymslu matvæla, sem egg heyra undir, á mismunandi máta. ■ HLJÓMS VEITIN „Dýrið gengur Iaust“ heldur tónleika í kvöld, miðvikudaginn 19. septem- ber, í Duus-húsi. Húsið opnað - klukkan 22. Aðgangseyrir er 400 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.