Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /\tr i/WMi \ 4/ frd 'L) IT HIN SÖNNU AUÐÆFI Til Velvakanda. Til eru miklu meiri verðmæti en gull og silfur. Það eiga mennirnir ákaflega erfitt með að skilja. Þeir láta glepjast af skínandi gulli og tæru silfri, þó augað fái sig aldrei satt af glysi og gersemum heims- ins. Hamingjunnar er leitað þar sem hana er síst að finna. í Postulasögunni standa eftirfar- andi orð Péturs postula: „Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hefi það gef ég þér: í nafni Jesú Krists frá Nasaret, þá gakk þú.“ (Post. 3:6.) Pétur og Jóhannes postular Krists voru á leið inn i helgidóminn í Jerúsalem þegar þeir komu auga á bæklaðan mann, sem beiddist ölm- usu við dyr helgidómsins. Ætli sá maður hafi búist við því að annað en veraldleg auðæfi myndi gjöra honum glaðan dag. Silfur og gull fékk hann ekki, heldur eitthvað sem var svo miklu dýrmætara en það, heilbrigði á sál og líkama fyrir mátt hins lifandi orðs Guðs og heilags anda. Kristur Jesús frelsari mannanna sagði: „Leitið fyrst Guðs ríkis og réttlætis, og þá mun allt þetta veit- ast yður að auki.“ (Matt. 6:33.) Við sem trúum á Guð eigum undursam- lega fjársjóði sem aldrei geta metist til fjár. Því er verðmætamat okkar svo fjarska ólíkt verðmætamati fólks sem eingöngu reiðir sig á sinn eigin mátt og veraldleg gæði. Nú kann einhver að hvá og lofa sjálfstæði sitt og trúna á manninn. Það er svo sem gott, en þunga áherslu ber að setja í orðin í Biblí- unni þar sem segir: Aldrei í þínum mannlega mætti megnað færð þú neitt. Aðeins fyrir minn anda segir Drottinn. Hinna sönnu auðæfa fá þeir ein- göngu að njóta sem hafa krossfest sig með Kristi og algerlega hafnað heiminum. Þeir fá að taka við hinum falslausu, raunverulegu og dýrlegu gjöfum Guðs sem gefnar eru í kær- leika Guðs sjálfs. Fatlaði maðurinn við Fögrudyr sem Postulasagan greinir frá tók því á móti stærstu gjöfinni sem honum hafði hlotnast þarna þar sem hann beiddi ölmusu með veru sinni við dyrnar. Margir höfðu eflaust labbað framhjá, án þess að gefa vesælum manninum og enn aðrir gáfu í nísku sinni af auðæfum sínum eingöngu til að geta sagst hafa gefið aumum manni, því betlið var einu almannatryggingar þess tíma. En góðverk Péturs og Jóhannesar sýnir örlæti Guðs þar sem Hann gefur góðar gjafir. Enda hefur Guð sagt: Biðjið og yður mun gefast. Svo hefur Guð mælt gegnum son sinn Jesú Krist. (Matt. 7:7.) Ávallt getum við leitað Guðs í bæninni hveijar svo sem kringumstæðurnar eru. í sálmi 34:5 segir: Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér, frels- aði mig frá öllu því er ég hræddist. Bænin er því svo sannarlega ein af stærstu gjöfum okkar himneska föð- urs. Það veit fólk sem hefur reynt mátt bænarinnar og fengið áþreif- anleg bænasvör frá Guði, stundum samdægurs eða næstu daga á eftir. Margir hafa gert grín að svona sög- um, en við sem til þekkjum vitum að grínið og háðið stafar af van- þroska og vanþekkingu. Því fólk þarf að læra að hlusta á svar Guðs með augunum og horfa með eyrun- um, ef svo má að orði komast. Guð Völivamótorar = HÉÐINN = < tn VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER svarar nefnilega svo oft bænum manna með atvikum í lífi mann- anna. Á þann hátt fá blindir efnis- hyggjumenn sýn, og daufdumbir efahyggjumenn heyrn. Þá sjá menn hönd Guðs að verki í lífi sínu sér,- hvern dag. Þá fara menn að koma auga á hin raunverulegu auðæfi. Þá fara þeir fyrst óhaltir yfír frá tómum heimi yfír i heim hinna sönnu verðmæta og sækjast ekki lengur eftir gulli og silfri. Þá safna menn sér fjársjóðum á himni og öðlast auðæfi með því að gefa alvöru gjaf- ir. Þá þurfa menn ekki lengur að spytja hvað það kosti lærisveina Krists að gefa, því lögmál nútíma hagkerfisins gildir ekki í ríki Guðs. Þar auðgast menn á því að gefa, og þeim mun stærri gjafir sem þeir gefa, þeim mun meiri gleði verða þeir aðnjótandi. Góðsemin verður sem dagsverk verkamannsins og launin sannur friður og gleði í eilífð- arvist hjá Guði. Lífsganga þeirra manna sem fundið hafa Guð er því dásamlegur tími. Þegar maðurinn hefur lotið þeim sem hann um síðir verður að lúta. Þegar hann hefur losað sig við hrokann og stoltið, fellt grímu sína og sett Guð sem æðasta takmark lífsins. Vissulega mæta kristnum mönnum erfiðleikar og raunir oft þungar svo mjög og kannski fyrst fyrir alvöru þá, eða eins og kristin kona sem huggaði kristinn bróður sagði: Guð hlýtur að elska þig heitt, vegna þess að Satan íþyngir þér svo mikið. En kristnir menn læra að bera krossa sína fyrir Krist og muna að Hann þurfti að þjást svo mjög fyrir þá á krossinum. En þeir vita líka að erfiðleikarnir eru til þess að sigra þá, eins og Kristur reis upp frá dauðum, með Guðs hjálp. Það fer vel á því að ljúka bréfi þessu með orðunum í Jesaja þar sem segir: Ég, Drottinn Guð þinn held í hægri hönd þína og segi við þig: Óttast þú eigi, ég hjálpa þér.“ (41,13.) Þegar menn skilja orðið þennan eilífa sannleika, og fá fullvissu um það að Guð er sannarlega lifandi og hinn sami í dag og í gær, þegar menn skilja orðið hve hið sanna verðmætamat er, þá geta þeir sjálf- ir gengið inn um hinar miklu Fögru- dyr á sínum eigin fótum, sem Guð hefur blessað og gefið máttinn. Einar Ingvi Magnússon Þakstál með stíl Plannja tm þakstál Aðrir helstu sölu-og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstaeðið Þór, Vestmannaeyjum, slmi 98-12111 Hjá okkur færðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Un/al lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri litaáferð, svartri eða tigulrauðri. ÍSV/OFT mfl Dalvegur 20 Kópavogur Pósthólf 435 • 202 Kópavogur Sími 91-670455 • Fax 670467 AlúÖar þakkir til allra sem glöddu mig með gjöfum, blómum, skeytum og hlýju handtaki á'70 ára afmœli mínu 15. september 1990. GuÖ blessi ykkur öll. Kristján Guójónsson. Til London með íslenskum fararstjóra fyriraðeins kr. 33.900,- hjá Veröld - íslenskir fararstjórar - Ferðir til og frá flugvelli - Gisting á afbragðsgóðum hótelum Brottfarir: 11. okt. 18 sæti laus 14. okt. 10 sæti laus 18. okt. 22 sæti laus 21.okt. 12sætilaus 25. okt. 16 sæti laus AUSTURSTRÆT117,101REYKJAVÍK. SÍMI: (91) 622011 & 622200. ÍiSj iTBBBMg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.