Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 Sérfræðingar óttast sam- drátt í bresku efnahagslífí St Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FORY STUMENN í breskum iðnaði hafa sagft Qármálaráð- herranum, John Major, að sam- dráttur sé þegar hafínn í bresku efnahagslífi. Ýmsar tölur styðja skoðanir þeirra. í síðustu viku fór verðbólga í Bretlandi í fyrsta sinn yfír 10% og er þá miðað við verðbólgu frá því Pólland: Kreflast afsagn- ar Jaruzelskis Varsjá. Reuter. PÓLSKIR hægrisinnar sögðust í gær ætla að slá hring um forseta- höllina í Varsjá og neyða Wojci- ech Jaruzelski forseta til afsagn- ar. Fulltrúum flokksins, KPN, var ekki boðið til fundar pólskra stjómmálaleiðtoga þar sem taka átti ákvarðanir um kosningar og innleiðingu fulls lýðræðis. í gær hittust 23 pólskir stjórn- málaleiðtogar á heimili Jozefs Glemps kardinála og var aðal við- fangsefni fundarins að tímasetja nýjar þing- og forsetakosningar. Einnig að semja um nýtt fyrirkomu- lag kosninga er taki við af hring- borðssamkomulaginu svonefnda frá í fyrra og tryggi alfijálsar kosning- ar. Talið er að tillaga um þingkosn- ingar verði lögð fyrir þingið og kosn- ingadagur verði tilkynntur á morgun eða föstudag. Lech Walesa og Jaruz- elski voru meðal fundarmanna og einnig Tadeusz Mazowiecki forsæt- isráðherra. í ágúst 1989 til ágúst 1990. Verð- bólga hefur ekki verið hærri í Bret- landi í 10 ár. Grunnvextir hafa nú verið 15% í eitt ár og engar horfur eru á. að þeir lækki á næstunni. T síðustu viku birtust tölur um, að atvinnulausum hefur fjölgað fímmta mánuðinn í röð í Bretlandi og eru nú 1,6 milljónir. í ágúst sl. dróst heildsala saman um 1,6%, sömuleiðis dróst iðnaðarframleiðsla saman í ágúst þriðja mánuðinn í röð. Að undanförnu hafa mörg bresk stórfyrirtæki tilkynnt mun minni hagnað, en búist hafði verið við. ICI, stærsta iðnaðarfyrirtæki Bret- lands, tilkynnti í sl. viku, að hagnað- ur fyrir árið 1990 yrði minni en árið 1989. Heildarverðmæti hluta- bréfa þess lækkaði um 25 milljarða ÍSK við þessa tilkynningu. Fjölda- mörg bresk fyrirtæki hafa sagt upp starfsmönnum í stórum stíl að und- anförnu. Þrisvar sinnum fleiri bresk fyrirtæki hafa verið tekin til gjald- þrotaskipta í ár en í fyrra. í síðustu viku átti fjármálaráð- herrann fjölmarga fundi með for- ystumönnum í bresku atvinnulífí. Á þeim öllum kom fram það álit, að enginn vafí væri á, að samdráttur væri hafinn í bresku efnahagslífí og bregðast yrði við honum fljótt til að koma í veg fyrir kollsteypu, eins og gerðist árin 1980-81. Ástæðumar fyrir þessu ástandi nú em fyrst og fremst þær, að háir vextir höfðu fyrst í stað ekki merkjanleg áhrif á stöðu fyrirtækja, vegna þess að pundið lækkaði á gjaldeyrismörkuðum. Það hefur hins vegar hækkað verulega frá því í apríl. Full áhrif hárra vaxta em því að koma fram nú. Margir virð- ast hafa treyst á, að vextir yrðu lækkaðir í haust. Þegar engar horf- ur eru á því, hefur verið bmgðist við með harkalegum niðurskurði og hagræðingu. Vandi fjármálaráðherrans er sá, að lækkaði hann vexti nú, tækju fjármálamenn það sem uppgjöf í baráttunni við verðbólguna, sem myndi veikja sterlingspundið. Haldi hann vöxtunum háum, eykst hætt- an á vemlegum samdrætti í efna- hagslífinu. Mikil verðbólga dregur einnig úr líkum á, að Bretar gangi inn í evrópsku myntsamvinnuna. Engar líkur em taldar á lækkun vaxta fyrr en í nóvember, sennilega ekki fyrr en á næsta ári. Reuter Eins manns kafbátur Starfsmaður „þýska sögusafnsins" í Austur-Berlín sýnir safngestum heimasmíðaðan eins manns kafbát. Hann var smíðaður af Austur-Þjóð- veija sem hugðist flýja á honum til Vestur-Þýskalands. Maðurinn komst þó hvergi þar sem hann var handtekinn er hann hugðist láta til skarar skríða. Winnie Mandela ákærð fyr- ir mannrán og líkamsárás Jóhannesarborg. Reuter. WINNIE Mandela, eiginkona Nelsons Mandela, varaforseta Afríska þjóðarráðsins, var í gær ákærð fyrir mannrán og líkamsárás í máli Stompie Seipei, svarts unglings sem fannst látinn í skurði í Soweto í janúar 1989. Lík Seipei var illa leikið þegar það fannst og hafði hann augljós- lega verið skorinn á háls. „Mand- ela-fótboltafélagið“, nokkurs kon- ar lífvörður Winnie Mandela, var Sovétmenn flytja orrustu- og sprengjuþotur til Kóla-skaga Ósló. Reuter. TALSMAÐUR norsku hersljórnarinnar skýrði frá því í gær að Sovétmenn hefðu flutt ótiltekinn Qölda orrustu- og sprengjuþotna til Kóla-skaga en Norðmenn telja að verið sé að endumýja tækja- kost Rauða hersins á norðurslóðum. Talsmaðurinn, Ame Skjaerpe majór, sagði að 12 til 24 þotur af gerðinni Su-17 hefðu verið fluttar til Kóla-skaga nú í sumar. Herfræðingar Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) nefna otur þessar „Fitter H“ en þær eru hannaðar bæði til eftirlitsflugs og sprengju- árása. Sagði talsmaðurinn að flest benti til þess að flugvélamar hefðu áður verið í Mið-Evrópu. Þá kvað hann herstjórnina á Kóla-skaga hafa fengið ótiltekinn fjölda þotna af gerðinni SU-25 eða „Frogfoot“ í sumar. Þetta em orrastuþotur, sérhannaðar til lágflugs og þykja nýtast sérlega vel í ijalllendi enda notuðu Sovétmenn þær í stríðinu í Afganistan. Skjaerpe majór kvaðst ekki vita hvort þoturnar hefðu upphaflega verið staðsettar þar. Norðmenn telja að Sovétmenn séu að endurnýja og efla tækja- kost heraflans á Kóla-skaga sem nefndur hefur verið mesta víghreiður veraldar. í maímánuði skýrðu norsk hermálayfírvöld frá því að 40 orrastiiþotur, sem borið geta kjarnorkuvopn, hefðu verið fluttar til Kóla-skaga frá Ung- veijalandi. grunað um ódæðið og við húsleit hjá henni fundust fingraför og blóðug föt sem virtust styðja gran- semdirnar. í síðasta mánuði var Jerry Richardsson, leiðtogi lífvarð- anna, dæmdur til dauða fyrir morð á Seipei. Samkvæmt vitnaframburði var Seipei, sem einungis var fjórtán ára gamall, haldið föngnum á heimili Winnie Mandela. Þar var hann barinn og kvalinn á ýmsan máta fyrir þær sakir að vera upp- ljóstrari á vegum stjórnvalda. Sum vitni héldu því fram að Winnie hefði sjálf tekið þátt í barsmíðun- um. Hún hefur neitað því. Nýverið þegar hún var á ferð um Banda- ríkin sagðist hún myndu fagna því ef hún yrði dregin fyrir rétt því þá fengi hún tækifæri til að hreinsa mannorð sitt. Athæfí lífvarða Winnie vakti á sínum tíma reiði innan Afríska þjóðarráðsins og sögðust helstu samtök gegn aðskilnaðarstefnunni ekkert vilja með hana hafa eftir þetta. í nokkra mánuði eftir morð- Winnie Mandela ið fór lítið fyrir Winnie en hún kom aftur fram í sviðsljósið þegar mað- ur hennar var látinn laus fyrr á þessu ári. Nelson Mandela sem enn sat í fangelsi þegar fyrrnefndir atburðir áttu sér stað hefur sakað yfirvöld um ofsóknir á hendur eig- inkonu sinni í þeim tilgangi að koma óorði á Afríska þjóðarráðið. Winnie starfar nú sem yfirmaður félagsmáladeildar ráðsins. Félagi í bandaríska herráðinu rekinn úr starfí: Bush sagður vilja kveða mður vangaveltur um árás á Irak Washington. Reuter. BROTTREKSTUR Michaels Dugans, fulltrúa flughersins í her- ráði Bandaríkjanna, vegna ógætilegra ummæla í blaðaviðtali sýn- ir að mati fréttaskýranda Rcuters-fréttastofunnar að Bandaríkja- stjórn sé sérlega umhugað um að kveða niður vangaveltur um fyrirhugaðar sprengjuárásir á írak eða morð á Saddam Hussein. Það hefur einungis gerst einu sinni áður að félaga í herráðinu sé vikið frá störfum. Árið 1949 var Louis Denfeld, fulltrúi flotans í herráðinu, rekinn vegna deilna við þáverandi varn- armálaráðherra, Louis A. John- son, um útgjöld ti! hermála. Billy Mitchell, yfirmaður flughersins á þriðja áratugnum, var leiddur fyr- ir herrétt og Iækkaður í tign vegna gagnrýni sinnar á afstöðu stjórnvalda til flughersins. Einnig má minnast þess að Douglas MacArthur hershöfðingi, yfirmað- ur bandaríska heraflans í Austur- löndum fjær í seinni heimsstyij- öldinni og síðar í Kóreustríðinu, var rekinn úr embætti árið 1951 í forsetatíð Harry S. Trumans. McArthur hafði gagnrýnt stefnu Bandaríkjastjómar í málefnum Austurlanda fjær. Michael Dugan var rekinn úr starfí á mánudag vegna ummæla í viðtölum við dagblöðin Los Angeles Times og Washington Post. Hann komst svo að orði að yfirmenn Bandaríkjahers hefðu komist að þeirri niðurstöðu að eina raunhæfa leiðin til að flæma íraka frá Kúvæt ef stríð brytist út væri að beita flughernum. Meðal annars þyrftu að koma til miklar loftárásir á Bagdad þar sem Saddam Hussein sjálfur, ætt- ingjar hans og jafnvel hjákona væru skotmarkið. Dick Cheney varnarmálaráðherra brást við með því að segja að Dugan hefði brot- ið þá reglu yfirmanna hersins að ræða aldrei opinberlega um ein- stök skotmörk hvað þá fyrirhug- aðar árásir á nafngreinda ein- staklinga. Fréttaskýrandi Reut- ers-fréttastofunnar lætur að því liggja að brottreksturinn sýni helst hversu bandarískum stjóm- völdum sé umhugað um að kveða niður getgátur um árás á írak. Dagblaðið The Daily Telegraph segir að miklu ráði að ummæli Michael Dugan Dugans komi á viðkvæmum tíma þegar Bush leggur mikið upp úr að fá fjölmiðla og almenning á sitt band í taugastríðinu gagnvart írak. Sjálfur sagði Dugan að það hefði verið sín persónulega skoðun en ekki stefna stjórnarinnar að reynt skyldi að koma Hussein fyr- ir kattarnef.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.