Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 t Móðir mín, REGÍNA SIGURLAUG METÚSALEMSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Jóhanna Metúsalems. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HERDÍS HELGA EYFELD, Furugrund 36, Kópavogi, andaðist 9. september. Jaðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eyjólfur Eyfeld, Helga Eyfeld, Hallgrímur Arnalds og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN DAVÍÐSSON, á Arnbjargarlæk, verður jarðsunginn fimmtudaginn 20. september kl. 14.00. Athöfnin fer fram frá Stafholtskirkju en jarðsett verður í Norðtungu. Brynhildur Eyjólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, SKÚLI ÓLAFSSON, Fannarfelli 6, Reykjavík, áður búsettur á Hvammstanga, lést 16. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Guðbjörg Ólsen. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Nóatúni 32, Reykjavík, sem andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 14. september sl. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. september kl. 13.30. Þormóður Einarsson, Ólöf Erla Hjaltadóttir, Ólöf Cooper, Svana Guðjónsdóttir, Kristinn Jóhannsson, barnabarnabörn. Erla Einarsdóttir, Magnús Einarsson, Gylfi Einarsson, Guðmundur Einarsson, Sigrún Einarsdóttir, barnabörn og Dr. Gustaf Petrén dómari - Með dr. Gustaf Petrén sem and- aðist 28. ágúst sl., 72 ára að aldri, er genginn mikill vinur íslands og íslendinga. Á árabilinu 1952-1971 starfaði hann við Norðurlandaráð eða í tengslum við það. Kynntist hann þá mörgum íslendingum, einkum embættismönnum og stjórnmálamönnum, þ. á m. dr. Bjarna Benediktssyni, en með þeim tókst góð vinátta. Vann hann að undanförnu að samningu ritgerðar um ævi- og starfsferil Bjama. Gust- af kom oft til íslands á þessum árum og einnig síðar. Hann hreifst mjög af náttúru landsins, enda mik- ill útivistarmaður og m.a. göngu- garpur hinn mesti. Til marks um harðfengi hans er, að hann lagðist stundum til sunds í febrúar í Sketja- firði, gekk báðar leiðir frá hóteli og að frakkalaus og kom þangað í þann mund er félagar hans fóru á fætur. Síðast bar fundum okkar saman í Jemtalöndum - á norður- slóðum, - í apríl á þessu ári. Gat hann þess þá, að nú þætti sér sem hann væri næstum kominn „heim til íslands". Gustaf Petrén var sonur lækna- prófessors í Lundi í Svíþjóð. Hann hlaut mjög víðtæka og staðgóða háskólamenntun. Varð meistari í stjórnmálafræði 1940, kandídat í lögfræði tveimur árum síðar, 1942, og doktorsprófi í lögfræði lauk hann 1949. Báru ræður hans og ritgerðir þess óræk merki, hve víðfeðm menntun hans var auk þess sem sýnt var af þeim, hve vel lesinn hann var í fornum fræðum og hve vel hann fylgdist með í málefnum samtímans. Gustaf Petrén kom víða við á starfsferli sínum. Hann hlaut starfsþjálfun sína í dómstólum, þ. á m. í Svea Hovrátt, og fékkst þá einnig auk dómarastarfa við ýmis önnur verkefni á lögfræði- sviði. Eftir að hann lauk doktors- prófi varð hann dósent við laga- deild Stokkhólmsháskóla, en sneri sér brátt að störfum við Norður- landaráð sem þá var nýstofnað. Var það í samræmi við brennandi áhuga hans á norrænu samstarfi sem hann trúði svo mjög á ævilangt. Allir þeir sem til þekkja ljúka upp einum rómi um, hve mikilvægt framlag hans hafi verið á fyrstu árum Norð- urlandaráðs. Það hlýtur enda að hafa verið ómetanlegur fengur fyrir þá stofnun að njóta beint og óbeint ráða svo mikilhæfs og gagnmennt- aðs manns sem Gustaf var. Minning Árið 1972 gerðist Gustaf Petrén dómari í æðsta stjórnsýsludómstóli Svía. Af hálfu samdómara hans þar hefir komið fram, hve mikils þeir mátu þennan starfsbróður sem krufði hvert mál til mergjar af yfir- gripsmikilli þekkingu og réttlætis- kennd, dómara sem ekki taldi full- nægjandi að vísa til fyrri úrlausna en vildi ávallt virða hvert mál eftir sérkennum þess. Gustaf var dómari í þessum mikilvæga dómstóli í 13 ár allt til 1985 er hann lét af störf- um samkvæmt lögum um aldurs- hámark embættismanna. Hann ræddi oft við mig um einstök mál sem þar voru til úrlausnar og þá af svo miklum eldmóði og sannfær- ingarkrafti að minnisvert er. Það er vissulega hægt að hrífast af gömlu, góðu lögfræðinni, ef rétt er á haldið. Gustaf Petrén var eldhugi. Sam- starf Norðurlanda var honum æsku- hugsjón og metnaðarmál sem hann vann að af elju og þrótti. Hann sat m.a. lengi í stjórn Norræna félags- ins, ennfremur var hann formaður aðalstjórnar Letterstedtska félags- ins um langt árabil og vann þar geysimikið starf. Átti hann frum- kvæði að því, að deild í því var stofn- uð hér á landi. Úr sjóði Jacobs Lett- erstedt hafa verið veittir ferða- og rannsóknarstyrkir árlega um nokk- urt árabil hér á landi. Hafa þeir komið að góðu gagni. Við sem val- ist höfum í stjórnarnefndina hér minnumst sérstaklega ánægjulegs samstarfs við þennan hugmynda- ríka hugsjónamann. Frá honum andaði ávallt hlýju í garð íslendinga og hann kom því þannig fyrir, að hlutdeild okkar í þeirri heildarupp- hæð sem til úthlutunar er úr sjóði Letterstedts er miklu hærri en vænta mátti miðað við fólksfjölda. Gustaf Petrén var atkvæðamikill í þjóðfélagsumræðu í heimalandi sínu og á hinum Norðurlöndunum og tók þátt í þingum og ráðstefnum vfða um lönd. Hann ritaði margt og ræddi um lögfræði og stjórn- mál. Hann var eindreginn og ein- lægur talsmaður liberalismans, fijálslyndis í orði og verki. Hann var gagnrýninn á margt í stjórnar- fari í heimalandi sínu og raunar í öðrum löndum. Hann varaði við þeirri þróun, að þjóðþingin settu ofan og væru í alltof ríkum mæli seld undir áhrifamátt framkvæmda- valdsins andstætt grundvallarhug- myndum réttarríkisins. Hann var þeirrar skoðunar, að lýðræði þyrfti t Þökkum af alhug þeim fjölmörgu sem létu í Ijósi samúð vegna andláts FRIÐJÓNS SVEINBJÖRNSSONAR sparisjóðsstjóra og vottuðu minningu hans virðingu við útförina. Sérstakar alúðarþakkir til stjórnar og starfsmanna Sparisjóðs Mýrarsýslu, Borgarnesi. Björk Halldórsdóttir, Sigríður Friðjónsdóttir, Andrés Gunnlaugsson, Margrét Friðjónsdóttir, Halldóra Björk Friðjónsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðír okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, PÉTUR BERNDSEN, endurskoðandi, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju á morgun fimmtudaginn 20. september kl. 15.00. Anika Sjöfn Berndsen, Gerður Berndsen, Margrét Berndsen, Sólveig Berndsen, Jóhanna S. Berndsen, Páll Pálsson, Júlíus Pálsson, Kristín Júliusdóttir, og barnabörn. Egill Guðmundsson, Kristjón Haraldsson, Böðvar Guðmundsson, Bogi B. Jónsson, Þ. Nikulás Þorvarðarson, Elsa Ólafsdóttir, Birna Arinbjarnardóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför fósturföður okkar, ÞORSTEINS KRISTLEIFSSONAR, fyrrum bónda á Gullberastöðum. Erla Magnúsdóttir og fjölskylda, Kristín Herbertsdóttír og fjölskylda. t Útför mannsins míns, TORFA GUÐMUNDSSONAR frá Drangsnesi, sem lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 12. þessa mánaðar verður gerð frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 22. september kl. 11.00. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Ása Maria Áskelsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður, afa og bróður, SIGURÐAR HALLGRÍMS GUÐMUNDSSONAR, Hvammstanga. Guð blessi ykkur öll. Jónína Sigurðardóttir, Ólafur Þ. Sæmundsson, Sigurður H. Ólafsson, Hafdis Ólafsdóttir, Egill Ólafur Guðmundsson, Haraldur Z. Guðmundsson. að stórefla og var mikill talsmaður þess, að leitað yrði þjóðaratkvæðis um mörg meiriháttar málefni þar sem almenningi gæfíst kostur á að hafa úrslitaáhrif á lausn mála. Með þessu yrði lýðræðið gert virkara en nú er. Hugsjónir réttarríkisins voru honum ofarlega í huga og honum var tamt að tala máli hins „litla, gleymda borgara" andspænis hinu volduga ríkisvaldi. Honum varð tíðrætt um stjórnarskrána sem bijóstvörn borgaranna, brimvarnar- garð í ólgusjó stjórnmála. Meðal hinna síðustu hugmynda hans var, að komið yrði á fót stjórnskipunar- dómstóli í Svíþjóð til að tryggja að stjómarskráin yrði í heiðri höfð og til að stuðla að auknum mannrétt- indum og lýðréttindum. Gustaf lét sér umhugað um, að Norðurlöndin væru í fararbroddi þjóða heims um mannréttindi. Ég minnist þess, hve sárt honum þótti þegar eitthvert Norðurlandanna var réttilega sakað um að vanvirða mannréttindasátt- mála Evrópu eða dæmt var, að svo hefði verið. Skoðanir hans um þetta vom skýrar og afdráttarlausar - mér fannst stundum, að hann væri einskonar samviska Norðurlanda á þessum sviðum. Hann var ódeigur að benda á veilur í stjómháttum - hann talaði oft, þegar aðrir þögðu um málefni sem biýn þörf var að hreyfa. Gustaf Petrén var áhugasamur um norrænt löggjafarsamstarf. Hann taldi, að dregið hefði úr því merka samstarfi síðustu árin og olli það honum vonbrigðum. Hvatti hann mjög til þess að það samstarf yrði eflt. Hann sótti oft norrænu lögfræðingaþingin. Tók hann þar iðulega til máls og var jafnan vel hlustað er hann kvaddi sér hljóðs. Menn gátu verið sammála honum eða ósammála, en ávallt hlutu menn að gaumgæfa orð hans. Hann setti fram skoðanir sínar umbúðalaust, og ótrauður rökstuddi hann mál sitt, þótt honum væri stundum ljóst, að mál hans stríddi mót straumi aldar. Hann lét sér ekki eingöngu annt um málefni líðandi stundar heldur horfði hann fram á veginn í skoðunum sínum og lífssýn. Nutu sín þar vel hugkvæmni hans og gagnrýnisleg viðhorf, byggð á traustri þekkingu og grunnsjónar- miðum réttarríkisins og virks lýð- ræðis. Gustaf gat ekki komið því við vegna anna að sækja norræna lögfræðingaþingið í Reykjavík 22.-24. ágúst sl. og þótt það mið- ur. Var hans mjög saknað þar. Þegar kallið mikla kom, var Gust- af staddur á fundi um áhugamál sín. Hann var til hinstu stundar skeleggur baráttumaður fyrir því, sem hann vissi „sannast fyrir guði eftir lögum og sinni samvisku“, svo að vitnað sé til orða Jónsbókar. Við leiðarlok er dr. Gustaf Petrén þökkuð einstök góðvild í garð lands og þjóðar, vinátta, Ijúfmennska og tryggð. Það eru forréttindi að hafa eignast vináttu slíks drengskapar- manns, málsvara frelsis og réttlæt- is, hugsjónamanns um norrænan metnað og samstarf, um mannrétt- indi og mennskt þjóðfélag. Stjórnarnefnd Letterstédtska fé- lagsins á íslandi þakkir af heilum hug samfylgdina og ótrauða forystu og sendir börnum hans og öðrum vandamönnum einlægar samúðar- kveðjur. Genginn er góður maður. Megi hann hvíla í Guðs friði. Ármann Snævarr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.