Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 21 Morgunblaðið/KGA Fjöldi gesta var viðstaddur vígsluna. Fremst sjást frá vinstri, Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, Astríður Thorarensen, borgarsljórafrú, Ebba Sigurðardóttir, biskupsfrú, og herra Ólaf- ur Skúlasson, biskup íslands. Nýtt safnaðarheimili Dómkirkjunnar vígt NÝTT safnaðarheimUi Dóm- kirkjunnar í gamla Iðnskólanum við Vonarstræti var vígt við há- tíðlega athöfn eftir hádegi á laugardag. Fjöldi gesta var við- staddur vígsluna. Athöfnin, sem fram fór í safnað- arheimilinu, hófst með því að Kjart- flaorgunblaoio/KAX an Gunnarsson, formaður bygging- arnefndar endurbyggingar hússins, afhenti Auði Garðarsdóttur, form- anni sóknarnefndar kirkjunnar, lyklavöld að safnaðarheimilinu. Þá lásu Dómkirkjuprestar, Hjalti Guð- mundsson og Jakob Ágúst Hjálm- arsson, ritnjngarorð og biskup ís- lands, séra Ólafur Skúlasson, bless- aði húsið. Að því loknu söng Dóm- kórinn nokkur lög og Davíð Odds- son, borgarstjóri í Reykjavík, flutti ávarp. Einnig fjallaði Leifur Blum- enstein, arkitekt, um sögu hússins. Viðgerðum, sem staðið hafa yfir á gamala Iðnskólanum í tæpt, er nú lokið. Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunn- ar, og Kjartan Gunnarsson, for- maður byggingarnefndar end- urbyggingar hússins, á þriðju hæð hússins en þar er rúmgóð- ur salur. Minnisvarði afhjúp- aður í Neskaupstað Neskaupslað. MINNISVARÐI um þá tólf ein- staklinga sem fórust í snjóflóð- unum sem féllu hér á byggðar- lagið 20. desember 1974, var afhjúpaður hér á staðnum, laug- ardaginn 15. september sl. Athöfnin sem var mjög hátíðleg hófst með söng kirkjukórsins og naut hann aðstoðar félaga úr skólahljómsveit Neskaupstaðar. Þá minntist sóknarpresturinn séra Svavar. Stefánsson, hinna látnu. Sigfinnur Karlsson, formaður verkalýðsfélags Noi-ðfirðinga, af- Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Sigfinnur Karlsson, formaður verkalýðsfélags Norðfirðinga, ávarp- aði viðstadda. 'hjúpaði minnisvarðann og ávarpaði síðan viðstadda og rakti aðdrag- andann að því að verkalýðsfélagið ákvað að kosta gerð og uppsetn- ingu þessa minnisvarða. Minnisvarðinn sem er um þrír metrar á hæð stendur í skrúðgarði bæjarins, hann prýðir listaverk eft- ir Tryggva Ólafsson myndlistar- mann. Það var Marmemex í Hafnar- firði, sem annaðist gerð minnis- varðans. Talsverður fjöldi fólks var*’ viðstaddur athöfnina. - Ágúst Bjarnarfj örður: Upphleðslu og endur- gerð á Gvendarlaug lokið Laugarhóli. UPPHLEÐSLU og endurgerð á setlauginni, sem forðum hét Klúkulaug í Bjarnarfirði, lauk föstudaginn 14. september, en eftir að Guðmundur Arason Hólabiskup vígði hana snemma á 13. öld hefír hún jafnan verið kölluð Gvendarlaug, eða síðar Gvendarlaug hins góða. Þetta er baðlaug eða setlaug, þar sem setið er á móbergsbrún niðri í vatninu og fæturnir hafðir í skál sem vatnið hefír grafið í móberg- ið. Hleðsluna annaðist Sveinn Einarsson frá Ilnjóti með aðstoð Lionsmanna á Hólmavík og heimamanna. Eina af þeim mörgu uppsprett- um, sem Guðmundur Arason Hóla- biskup vígði á sínum tíma, er að finna norður í Bjarnarfirði á Strönd- um. Er þetta ríflega 35° heit set- laug, svipuð að ummáli og Snorra- laug í Reykholti, nema hv.að vatns- uppsprettan er í lauginni sjálfri og hefir í aldanna rás holað móbergið svo sérstök skál er í laugirini til að hafa fæturna í. Var hún notuð af Bjarnfirðingum til þess meðal ann- ars að fara í jólabað í á hverri Þor- láksmessu, auk þess sem vatn hefir verið tekið úr henni allt fram á þennan dag til að gefa sjúkum. Á þessari öld var svo lauginni hrundið saman, eða hleðslum henn- ar, svo búpeningur færi sér ekki að voða í henni. Fyrir þrem árum setti svo Lionsklúbbur Hólmavíkur á dagskrá sína að gera laugina upp í upprunalegri mynd. Var hafist handa um verk þetta í síðustu viku, en hinsvegar hafði laugin verið frið- lýst um ári áður. Það var Sveinn Einarsson frá Hnjóti, nú búsettur á Egilsstöðum, sem fenginn var til verksins, að ábendingu þjóðminja- varðar. Auk hans unnu að verkinu undir stjórn hans nokkrir Lions- menn og Bjarnfirðingar. Varð verk- inu þannig lokið á rúmum þrem dögum. Þegar hleðsla laugarinnar var nánar aðgætt, kom í ljós gróp sem náði nær allan hringinn og sýndi greinilega hvar brún fyrri hleðslu hafði verið. Var því nýja hleðslan sett á þessa gróp í móberginu. Var notað allt gijót sem fyrir var og lítið eitt sótt til viðbótar. Síðan var hellum raðað á brúnir hennar og tyrft að svo hún félli sem best inn í landslagið, eins og hún mun alltaf hafa gert. Þetta er annað verkið sem Lions- klúbbur Hólmavíkur tekur að sér við varðveislu og viðhald gamalla minja á svæði sínu. Áður hafði ver- ið hlaðið upp sæluhús á Steingríms- fjarðarheiði, sem er hlaðið úr gijóti, með torfþaki. Vogum. ATVINNUMÁL tóku mikinn tíma á síðari degi 13. aðalfundar sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum sem haldinn var í Vogum um helgina. Meðal annars fór mikill tími í umræður um tillögu Njarðvíkinga um framtíðarskip- an samvinnu sveitarfélaganna í stóriðjumálum, og voru fundar- menn ekki á eitt sáttir í þeim efnum. Talið var að málið þyrfti ítarlega skoðun og því vísað til Síðar stendur svo til að merkja laugina, girða umhverfis hana og stjórnar sambandsins. Umhverfismál tóku einnig mik- inn tíma og telur fundurinn að sveit- arfélögin verði að leggja mun meiri áherslu á þennan málaflokk. I ályktun frá fundinum er vakin at- hygli á slæmu ástandi frárennslis- mála og sveitarfélögin hvött til að leita leiða til úrbóta. Fundurinn samþykkti að stofna menningarsjóð Suðurnesja, en lilut- verk sjóðsins verði meðal annars sjá til þess að ferðamenn geti skoð- að úthluta peningum til listamanna og veita verðlaun. í lok fundarins voru eftirtaldir tilnefndir í stjórn sambandsins: Jónína Guðmundsdóttir frá Keflavík, Kristján Pálsson frá Njarðvík, Sigurður Jónsson frá Gerðahreppi, Sigurður Bjarnason frá Miðneshreppi, Bjarni Andrésson frá Grindavík, Jón Gunnarsson frá Vatnsleysustrandarhreppi og Borg- ar Jónsson frá Hafnahreppi. EG. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum: Umræður um atvinnu- málin tóku mikinn tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.