Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 40
UNIX
FRAMTÍÐARINNAR
HEITIR:
IBM AIX
MIÐYIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Stefán Friðfinns-
son ráðinn for-
stjón Aðalverktaka
*
Thor O. Thors verður stj órnar formaður
STEFÁN Friðfinnsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, hefur ver-
ið ráðinn forstjóri Islenskra aðalverktaka, en hann hefur að undan-
förnu verið stjórnarformaður fyrirtækisins. Thor Ó. Thors, sem
verið hefur forsljóri Aðalverktaka frá stofnun fyrirtækisins tekur
við embætti stjórnarformanns.
Aðalfundur Islenskra aðalverk-
taka fyrir árið 1989 var haldinn á
mánudaginn. Þar kom meðal ann-
ars fram, að heildarvelta fyrirtækis-
ins á árinu hafi verið 3.160 milljón-
ir króna og hagnaður af verktaka-
.starfsemi fyrirvarnarliðið 117 millj-
Heildarhagnaður fyrirtækisins
eftir skatta var 297 milljónir króna.
í sumar gerðu eigendur íslenskra
aðalverktaka, ríkissjóður, Reginn
hf. og Sameinaðir verktakar hf.
með sér samning, sem felur í sér
breytta eignaraðild í fyrirtækinu,
þannig að ríkið á nú 52%, Samein-
aðir verktakar hf. 32% og Reginn
hf. 16%. í samræmi við það sam-
komulag hafa þessir aðilar endur-
skoðað félagssamning sinn og í
samræmi við hann tilnefnir utanrík-
•v isráðherra 3 menn í stjórn, Reginn
hf. einn og Sameinaðir verktakar
hf. tvo. Tilnefnt hefur verið í stjórn-
ina og er hún nú þannig skipuð:
Fulltrúar ríkisins eru Thor Ó. Thors,
stjórnarformaður, Ragnar Halldórs-
son, trésmíðameistari, og Jón
Sveinsson, aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra, fulltrúar Sameinaðra
verktaka hf. eru Halldór H. Jóns-
son, arkítekt, og Ingólfur Finnboga-
son, húsasmíðameistari, og fulltrúi
Regins hf. er Guðjón B. Olafsson,
forstjóri.
Á stjórnarfundi í gær óskaði
Thor Ó. Thors eftir því að láta af
störfum sem forstjóri fyrirtækisins
og ákvað stjórnin að ráða fráfar-
andi stjórnarformann, Stefán Frið-
finnsson, forstjóra í hans stað. Mun
Stefán gegna starfi forstjóra með
núverandi forstjóra, Gunnari Þ.
Gunnarssyni.
Strákagöng lokast
vegna grjóthruns
STRÁKAGÖNG við Siglufjörð lok-
uðust um tíma í gærmorgun vegna
grjóthruns. Sex 2-300 kílóa steinar
hrundu úr vegg gangnanna milli
klukkan 7 og 8 að morgni og lok-
uðu akbrautinni. Lada-sport jeppi
Hætt við þátt-
töku í heims-
sýningunni
RÍKISSTJÓRNIN hefur til-
kynnt stjórnvöldum á Spáni,
að íslendingar taki ekki þátt
í heimssýningunni í Sevilla á
Spáni árið 1992.
Að sögn Þorsteins Ingólfs-
sonar í utanríkisráðuneytinu
var þessi ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar tekin eftir ítarlega
umijöllun. Niðurstaðan hafi
verið sú, að of mikill kostnaður
fylgdi þátttöku í sýningunni.
Að sögn Þorsteins var mögu-
leikinn á samvinnu við hin
Norðurlöndin vegna þátttökú í
heimssýningunni athugaður.
Ekki hafi reynst grundvöllur
fyrir slíkri samvinnu, enda und-
irbúningur hinna landanna
Iangt kominn.
skemmdist þegar honum var ekið
inn í göngin og á steinana um
klukkan átta en ökumaðurinn,
Ragnar Ragnarsson, varð ekki var
við hrunið fyrr en um seinan.
„Ég varð ekki var við grjótið fyrr
en ég var rétt að koma að því og
áður en ég gat stöðvað tók bíllinn
niðri á tveimur stórum steinum. Ég
varð að snúa við gangandi inn í
bæinn og þegar ég kom aftur að
sækja bílinn voru bæjarstarfsmenn
komnir til að opna göngin," sagði
Ragnar Ragnarsson í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagðist vita að
bíll hefði farið um göngin klukkutíma
áður, um klukkan sjö og þá hefði
ekkert verið að.
Að sögn Þráins Sigurðssonar bæj-
artæknifræðings á Siglufirði hefur
orðið vart við talsverðan raka í
göngunum sem ekki sé ótrúlegt að
ýti undir hrunið. Hann sagði að sér
væri kunnugt um að Vegagerðin
hygðist bjóða út og láta vinna næsta
sumar við að fóðra göngin með
sprautusteypu en nú séu þau óvarin
að frátöldu neti á litlum kafla, auk
þess sem þá eigi að skipta um gólf
í þeim. Kraftverk, sem unnið hefur
við gerð ganga í Ólafsfjarðarmúla
hafði boðist til að vinna verkið í ár
fyrir um 80 milljónir króna en það
hafi þótt of dýrt og ákveðið verið
að bjóða verkið út.
Snjókoma víða um land
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þessir ferðalangar á Akureyri voru ekki öfundsverðir í gær þegar þeir öxluðu bakpoka sína og héldu áleiðis
úr bænum í töluverðri snjókomu. Nokkrir fjallvegir á landinu lokuðust í fyrrinótt og gær vegna snjókomu.
Að sögn Hjörleifs Ólafssonar, vegaeftirlitsmanns, snjóaði'á alla fjallvegi á landinu, en flestir eru þó enn
færir, þrátt fyrir hálku.
Dag’liemiili og fiystíhús
verði opin á sama tíma
Vestmannaeyj u m.
FRYSTIHÚSIN og verkalýðsfé-
lögin í Eyjum hafa sent bæjar-
ráði Vestmannaeyja erindi þar
sem farið er fram á að framveg-
is verði sumarleyfislokanir dag-
heimila miðaðar við sumarlok-
anir frystihúsanna. Auk þess
verði opnunartími heimilanna
samræmdur við vinnutíma
frystihúsanna.
I bréfinu til bæjarráðs kemur
fram, að í kjölfar nýrra laga um'
stjórn fiskveiða sem taka gildi um
Sparisjóðirnir lækka vexti
SPARISJÓÐIRNIR ákváðu í gær að lækka nafnvexti á óverðtryggð-
um skuldabréfum og víxlum um hálft prósent f.o.m. 21. september.
Ef tekið er mið af kjörvöxtum
þýðir þetta að vextir á víxlum verða
13,25% og á óverðtryggðum skulda-
bréfum 11,25%.
„Við teljum að það sé ástæða til
rað lækka vexti núna,“ sagði Bald-
vin Tryggvason, sparisjóðsstjóri
SPRON. „Það er að okkar mati
eðlilegt að stíga þetta skref vegna
þróunarinnar í verðlagsmálum.“
Bönkum og sparisjóðum var í
gær kynnt ný verðbólguspá Seðla-
bankans, sem tekur m.a. mið af
viðskiptakjörum og olíuverðshækk-
un. Sú spá gerir ráð fyrir 4-7%
verðbólgu á mælikvarða láns-
kjaravísitölu næstu tvo til þrjá mán-
uðina, en að verðbólga í desember
verði allt að 10% vegna launahækk-
ana og áhrifa af olíuverðshækkun.
Gert er ráð fyrir að bankar til-
kynni nafnvaxtalækkun um mán-
aðamótin, sem taki mið af þessari
verðbólguspá.
næstu áramót megi búast við að
lokanir frystihúsa, vegna sumar-
leyfa starfsfólks, verði almennari.
Stafi þetta af því að í nýju lögunum
sé gert ráð fyrir að nýtt fiskveiðiár
hefjist 1. september, þannig að
ágústmánuður verði síðasti mánuð-
urinn í fiskveiðiárinu og því megi
búast við að lítill kvóti fiskiskipa í
ágústmánuði ýti undir að fleiri fisk-
vinnslufyrirtæki loki. Fram kemur
að frystihúsin muni taka ákvörðun
um sumarlokun fyrir næsta ár eigi
síðar en í febrúar nk. Því fara frysti-
húsin og verkalýðsfélögin fram á
að sumarlokanir dagheimilanna
verði samræmdar lokunum frysti-
húsanna.
I bréfinu kemur einnig fram að
undanfarin ár hefur vinna í fisk-
vinnslustöðvunum hafist klukkan
sjö á morgnana, frá 15. maí fram
að sumarlokun. Ákveðið hafi verið
að sá háttur verði einnig hafður á
næsta ár. Því sé farið fram á að
bæjarráð og félagsmálaráð athugi
hvort ekki megi samræma opnun-
artíma dagheimilanna við vinnu-
tíma fi-ystihúsanna, til hagræðingar
fyrir starfsfólk þeirra.
Félagsmálaráð hefur fjallað um
erindi þetta og ákvað að athuga
hvort ekki mætti verða við þessum
óskum um opnunartímann og sum-
arlokun dagheimilanna.
Grimur.
Bátur SVFI
fylgdi gest-
um út í Viðey
BÁTUR Slysavarnarfélags
íslands, Henrý Hálfdanar-
son, var í gærkvöldi hafður
til taks er hópur á vegum
utanríkisráðuneytisins hélt
út, í Viðey.
Veður var mjög slæmt í gær
og mikill sjógangur og var
Henrý Hálfdanarson því feng-
inn til að sigla við hlið Maríu-
súðar, báts Hafsteins Sveins-
sonar, frá Sundahöfn út í Viðey
en þar var hinum erlendu gest-
um utanríkisráðuneytisins
haldið boð í Viðeyjarstoíu.