Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 27 Athugasemd vegna frétta um Qölda nýstúdenta við Háskóla Islands Þórður Kristinsson framk væmdastj óri kennslusviðs. Miðvikudaginn 12. september sl. birtist frétt á baksíðu Morgunblaðs- ins undir fyrirsögninni „Háskóli Is- lands: Færri nýnemar en í fyrra“. Fréttin er höfð eftir nemendaráði Háskólans. Sagt er að skráðir ný- nemar á fyrsta ári séu nú 1.722 en hafi verið 1.983 að lokinn skrán- ingu í fyrra. Tekið er fram að skrán- ingu ljúki á næstu dögum og muni því nýskráðum fjölga eitthvað frá þeim tölum sem frá greinir í frétt- inni. Tíundað er hvernig færri nýskráningar birtast í einstökum deildum, en að örlítið fleiri séu nú skráðir á fyrsta ári í lagadeild og tannlæknadeild en í fyrra. Ef ein- ungis er horft á töiurnar sem fram eru bornar í fréttinni er þessi sam- anburður réttur, en hins vegar er þess að geta, sem ekki er nægilega skýrt í fréttinni, að tölurnar um nýskráningu nú og . tölurnar um nýskráningu frá því í fyrra eru alls ekki sambærilegar. Ástæðan er sú að þær eru ekki lesnar úr nemenda- skránni á sambærilegu vinnslustigi gagna. Skrásetning nýnema í Há- skóla íslands háskólaárið 1990-91 fór fram frá 1.-29. júní 1990. Upp- lýsingar um fjölda nýnema sem skrá sig eru grunnur alls skipulags kennslu 1. árs á komandi hausti. Eftir að skrásetningartímabilinu lauk hafa hins vegar borist margar beiðnir um nýskráningu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrra og hefur verið undanfarin ár. Slíkar beiðnir um undanþágur frá skrá- setningarreglum baka ýmis vand- kvæði við skipulag háskólaársins sem í hönd fer. Þær eru fyrst sendar viðeigandi háskóladeild til umsagn- ar og afgreiðslu og síðan sendar nemendaskrá til úrvinnslu. Af- greiðslan og úrvinnslan tekur tíma þar sem m.a. þarf að taka tillit til aðstæðna í hverri deild fyrir sig og meta hvort unnt sé að bæta við fleiri nemendum. Samþykktar und- anþágubeiðnir um skráningu eru færðar í nemendaskrá jafn óðum og þær berast frá deildum. Tölur um flölda skráðra stúdenta hafa þannig breyst frá degi til dags frá því auglsytu skrásetningartímabili lauk í lok júní og eiga reyndar enn eftir að breytast eftir að úrslit alira haustprófa liggja fyrir í byrjun oktpber, en þá er nokkuð um að nemendur endurskrái sig sem ný- nema. Þannig skiptir máli er tölur er bornar saman frá ári til árs að þær séu lesnar úr nemendaskrá á sam- bærilegu vinnslustigi. Talan 1.722 í fréttinni var lesin úr nemendaskrá 5. september 1990, en þá átti eftir að færa inn töluverðan fjölda und- anþágubeiðna og u.þ.b. 30 erlendra stúdenta, auk þess sem úrslit haust- prófa voru ekki kunn og eru ekki enn. Talan 1.983 frá í fyrra var lesin um miðjan nóvember 1989 löngu eftir að lokið var að afgreiða allar undanþágubeiðnir og úrslit haustprófa lágu fyrir. Þar eð kennsla í flestum deildum Háskólans er nú hafin eða að hefj- ast er ekki unnt að veita undanþág- ur frá skrásetningarreglum eftir 14. september 1990. Sæmilega áreið- anlegar tölur um fjölda nýnema og þar með heildarfjölda stúdenta við Háskólann á komandi haustmisseri hafa því ekki legið fyrir fyrr en nú, þ.e. eftir 14. september. Þessar töl- ur eiga þó enn eftir að breytast eftir að úrslit haustprófa liggja fyr- ir, svo sem fyrr greinir. Á vormiss- eri er síðan tekið á móti beiðnum um skrásetningu 2.-5. janúar 1991. Til fróðleiks fylgja hér tölur sem unnt er að bera saman fyrir haust- misserið í fyrra (tölur lesnar 21. september 1989) og haustmisserið sem nú fer í hönd (tölur lesnar 15. september 1990). Háskólaár Nýskráðir (haustniis eri) .arlar Konur Alls 1989- 90: 859 1.004 1.863 1990- 91: 797 1.081 1.878 Heildarfjöldi Karlar Konur Alls 2.012 2.408 4.420 2.133 2.690 4.823 Hörpuútgáfan hefur endurútgef- ið bókaflokkinn „Leiftur frá liðn- um árum“. Leiftur frá liðn- um árum I-III endurútgefíð HÖRPUÚTGÁFAN hefur endur- útgefið í sérstakri gjafaöskju bókaflokkinn „Leiftur frá liðnum áruin“, þrjár bækur, samtals 620 bls. Safnað hefur Jón Kr. ísfeld. í safni þessu eru fjölbreyttar frá- sagnir af fólki og atburðum frá öllum landshlutum. Birtur er margháttað- ur þjóðlegur fróðleikur. (Fréttatilkynning) ATVINNUHUSNÆÐI Hótel - veitingahús Til sölu er lítið hótel á Norðurlandi. Tilvalið f. fjölskyldu sem vill vinna að sjálfstæðum rekstri og getur lagt fram fjármagn til kaupa á eigninni á móti heimamönnum. Eignin er laus nú þegar. Upplýsingar gefnar í síma 95-12454 og skrif- leg tilboð sendist í pósthólf 40, 530 Hvamms- tanga, f. 25. september. KENNSLA Herrar! Getum bætt við nokkrum herrum á herra- námskeið, sem hefst nk. sunnudag. IMýtt - Nýtt „Vogue“ línan Sérstakt námskeið í framkomu, göngu og dansi hefst sunnudaginn 30. sept. Upplýsingarfrá kl. 16.00-19.00, símar 37878 - 687480. Kennaraháskóla Islands kennara B.A. nám í islands serkennslufræðum Kennaraháskóli íslands mun, ef fjárveiting og næg þátttaka fæst, bjóða upp á eftirfar- andi nám í sérkennslufræðum sem hefst að hausti 1991: B.A. nám í sérkennslufræðum, fyrri hluti. Þetta er hlutanám með starfi og tekur tvö ár. Kennslan er í formi námskeiða utan skólatíma (haust og vor) og fjarkennslu með- an á skóla stendur. Námskeiðin verða að líkindum haldin í heimavistarskóla utan Reykjavíkur. B.A. nám i sérkennslufræðum, síðari hluti. Þetta er hlutanám með starfi og tekur tvö ár. Kennslan er í formi námskeiða utan skólatíma (haust og vor) og fjarkennslu með- an á skóla stendur. Námskeiðin verða haldin í heimavistarskóla á Norðurlandi. Þetta er auglýst nú með ofangreindum fyr- irvara til þess að þeir kennarar sem hug hafa á þátttöku og vilja sækja um orlof geti gert það fyrir 1. október nk. Umsóknarfrestur verður auglýstur og nánari upplýsingar veittar í febrúar nk. eftir að end- anleg ákvörðun hefur verið tekin. Rektor. Innritun í almenna flokka Kennslugreinar: Verklegar: Fatasaumur, skrautskrift, postu- línsmálun, bókband, myndbandagerð (vídeo), hlutateikning og módelteikning. Bóklegar: Danska 1.-4. fl., norska 1.-4. fl., sænska 1.-4. f!., enska 1.-4. fl., þýska 1.-4. fl., franska 1 .-4. fl., ítalska 1 .-4. fl., spænska 1.-4. fl., latína, gríska, portúgalska, hebr- eska, tékkneska, rússneska, kínverska, stærðfræði, vélritun og bókfærsla. Danska, norska, sænska fyrir börn 7-10 ára til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. í almennu flokkunum er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustund- ir í senn, í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Laugar- lækjarskóla, Gerðubergi og Árbæjarskóla. Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greið- ist við innritun. Kennsla hefst í byrjun október. Innritun fer fram 19. og 20. september kl. 17-20. Einnig 21. september kl. 16-18. ICENNSLA • B Mllfl f S jp j IIÉlj Vélritunarkennsla ncj aD tojJn [ n' Vélritunarskólinn, s. 28040. Wélagslíf St.St. 59909207 VIII Gþ. I.O.O.F. 7 = 172919872 = I.O.O.F. 9 = 172919872 = REGLA MUSTERISRIDDARA RMHekla 18. 4. SÚR MT 19. 9. VS. MT. A. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30 „í fótspor hans“. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. ISLENSKI ALPAKLÚBBURINN Isklifurnámskeið fyrir byrjendur Kennd verður meðferð ísaxa, brodda, klifurlína, belta, trygg- inga o.fl. Kennsla fer fram I Gígjökli eða Sólheimajökli. Skráning á Grensásvegi 5, 19. september, kl. 20.30 eða í sima 53410. Námskeiðsgjald kr. 3.500,- fyrir félaga, kr, 4.000,- fyrir aðra. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður séra Gísli Jónas- son. Allir velkomnir. ÚTIVIST GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMlAÍMSVARI 14604 Haustlita- og grillveisluferð í Bása 21.-23. sept. og síðasti áfangi Þórsmerkurgöngunnar. Gistirými í Básum fer nú ört minnkandi þessa helgi. Pantanir óskast því sóttar fyrir lokun skrif- stofu fimmtud. 20. sept. hvort sem farið er föstudagskvöld eða að morgni laugardags. Eftir þann tíma verður ekki hægt að halda frá gistiplássi í skála. Næg pláss laus í ferðinni ef gist er í tjaldi. Vegna veisluhalda í Básum fell- ur niður dagsferðin sunnudag 23. sept., Sleggjubeinsskarð - Orrustuhóll . Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG # ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sæluhús 60ára Afmælishátíð í Hvftárnesi laugardaginn 22. sept. Ferðafélag íslands býður félaga sína og aðra velunnara vel- komna í Hvítárnes laugardaginn 22. september til að fagna 60 ára afmæli Hvítárnesskála, elsta sæluhúss félagsins. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin kl. 08.00. Verð farmiða er kr. 2.000, frítt fyrir börn 15 ára og yngri með fareldrum sínum. Dagskrá: Genginn lokaáfangi afmælis- göngunnar Reykjavik - Hvitár- nes, sem hófst 22. apríl í vor, stutt og auðveld leið frá Svartá og Ath. að það þurfa ekki allir að taka þátt í göngunni. Minnst verður Skúla Skúlasonar. Boðið verður upp á afmæliskaffi í þjóðlegum stíl. Dregið verður í afmælisgetrauninni o.fl. verður á dagskránni. Hver verður þús- undasti þátttakandinn i afmælis- göngunni? Afmælisferð á Kjöl 21 .-23. september. í tilefni afmælishátíðarinnar er í boði helgarferð með brottför föstudagskvöldið kl. 20.00. Verð f. félaga kr. 5.000- en 4.500 f. aðra. Einnig hægt að fara á laugardeginum og dvelja til sunnudags. Verð f. félaga kr. 3.150 en 3.500 f. aðra. Gist í Hvitárnesskála eða Hveravöll- um. Ferð fyrir þá sem ekki vilja missa af neinu í Hvítarnesi um helgina. Nauðsynlegt er að panta fyrirfram, bæði dags- og helgarferðina. í helgarferðina þarf að taka farmiða á skrifstof- unni. Haustlitaferð í Þórsmörk helgina 21 .-23. sept. FrábæÁ gistiaðstaða í Skag- fjörðsskála í hjarta Þórsmerkur. Fjölbreyttar gönguleiðir til allra átta um Þórsmörk, Goðaland og víðar. Gönguferðir við allra hæfi. Grill á staðnum. Fararstj. Hilmar Þór Sigurðsson. Haustlitaferð með uppskeru- hátíð og grillveislu verður 5.-7. okt. Allir með! Dagur fjallsins, sunnudaginn 23. sept. Gengið á Esju kl. 13.00. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Gengin Ferðafélagsleiðin á Ker- hólakamb. Einnig hægt að koma á eigin bílum að Esjubergi. Ath. breytingu á dagskrá: Haustlita- ferð í Heiðmörk er seinkað til 7. október. Allir eru velkomnir í Ferðafé- lagsferðir, en það borgar sig samt að gerast félagsmaður, árbók og fleiri friðindi fylgja. Eignist nýútkomin spil með merki Ferðafélagsins og styrk- ið þar með byggingasjóð F.f. Ferðafélag íslands, félag fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.