Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 pJtrgptiMfiMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Spamaður og gséði í heilbrigðisþjón- ustunni Hagsmunir allra borgara landsins krefjast þess að sífellt sé leitað bestu leiða í rekstri heilbrigðiskerfisins. Þessi hagsmunir snerta í senn heilsu borgaranna og fjárhagslega af- komu þeirra. Ollum er Ijóst, að nútíma heilsuþjónusta kostar mikið fé og er ákaflega erfítt að mæla gegn því að skattfé al- mennings renni til hennar. Hér á landi og í nágrannalöndunum er sú skoðun viðtekin, að ríkið eigi að standa undir kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfísins. Hug- myndum um annað hefur yfírleitt verið fálega tekið og oft líkt við mannvonsku eða skort á um- hyggju fyrir meðbræðrum og systrum. Skipulagi heilbrigðiskerfisins er háttað á mismunandi veg eftir löndum. í sumrum ríkjum er kerf- ið svo til alfarið fjármagnað af skattborgurunum, annars staðar greiða sjúklingar eða þeir sem leita eftir þjónustu í kerfinu mikl- ar fjárhæðir fyrir hana. Nú þegar efnahagskerfí kommúnistaríkj- anna hrynja hvert á eftir öðru þurfa þeir sem standa á rústunum meðal annars að takast á við gífurlegan vanda vegna úrelts heilbrigðiskerfís, sem alfarið hef- ur verið á framfæri hins opinbera. Hjúkrunarfélag íslands stóð fyrir ráðstefnu á laugardag, þar sem leitast var við að svara spurningunni: „Er hægt að spara í heilbrigðisþjónustunni án þess að draga úr gæðum þjónustunn- ar?“ Leikmaður væntir þess að svarið við þessari spurningu sé jákvætt. Reynslan sýnir að gæði þeirrar þjónustu sem fyrirtæki veita eykst oft, þegar harðnar á dalnum og menn þurfa að leggja meira á sig til að afla fjármuna. Ef starfað er í þeirri sannfæringu að allt verði borgað að lokum, sama hvað það er eða hvað það kostar, slævir slíkt viðhorf vilja manna til að veita góða þjónustu, þeir líta þannig á að áreynslan sem þeir leggja á sig við hana sé óþörf. Morgunblaðið birti frásögn um málþingið um hagræðingu í heil- brigðiskerfinu í gær. Þegar hún er lesin áttar lesandinn sig fljótt á því, að víða megi spara í heil- brigðiskerfinu. Björn Matthías- son, hagfræðingur í fjármála- ráðuneytinu, komst þannig að orði, að lokanir á sjúkrahúsum í Reykjavík vegna spamaðar samsvöruðu nú því sem næst að Landakotsspítali yrði lokað allt árið. Hann sagði einnig að afnám svokallaðs tilvísanakerfis hefði leitt til þess að sérfræðikostnaður sjúkratrygginga hefði aukist mjög. Þá benti hann á, að álagn- ing á lyf á árinu 1989 hefði num- ið 1.500 milljónum króna eða sem næst 24.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Svala Jónsdóttir hjúkrunarstjóri sagði að óeðlilegur kostnaður vegna tækjakaupa ætti oft rætur að rekja til þess að engin stefna væri til um, hvar vista ætti sér- greinar í sjúkrahúsum. Það réðist af ráðningu manna í sérfræði- störf en ekki öfugt. Þegar þessar upplýsingar era íhugaðar er nauðsynlegt að átta sig á því, hvort unnt er að breyta málum til betri vegar innan þess kerfis sem nú er við lýði eða hvort nauðsynlegt sé að gjör- breyta kerfinu sjálfu. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítal- anna, var annars vegar talsmaður éinkavæðingar þeirra þátta heil- brigðiskerfísins, þar sem eftir- spurn væri mikil, en hins vegar taldi hann að aukin miðstýring ætti að vera í rekstri sjúkrahúsa; einn sameiginlegur spítali undir einni stjórn væri eina lausnin. Það væri ekki skynsamlegt að dreifa kröftunum of mikið. Morgunblaðið hefur áður varað við miðstýringu í rekstri sjúkra- húsa. Þótt benda megi á með skýram dæmum, að skortur sé á samræmdum vinnubrögðum og verkaskiptingu milli sjúkrahús- anna í Reykjavík, er hitt alls ekki víst að aukin miðstýring á þessu sviði leiði til meiri hagkvæmni. Reynsla þeirra þjóða sem búið hafa við mesta miðstýringu og áætlanagerð er alls ekki á þann veg, að eftirsóknarvert sé að feta í fótspor þeirra. I stað þess að fella starfsemi sjúkrahúsanna undir eina stjórn ætti stefnumót- un að vera markvissari og þar rrieð verkaskiptingin. Hófleg samkeppni milli sjúkrahúsa er ekki síður heppileg en samkeppni á öðrum sviðum. Glíman við aukin útgjöld vegna lyfja ætlar að vera langvinn. Á stundum hefur þeirri hugmynd verið hreyft að best væri að ráða við verðlagninguna með því að þjóðnýta lyfsölu í landinu. Þessi hugmynd virðist sem betur fer ekki eiga upp á pallborðið núna. Davíð Á. Gunnarsson hreyfði þeirri athyglisverðu tillögu, að gefa ætti lyfjaverslun fijálsa og hætta síðan að velta fyrir sér álagningunni. Stjómvöld ættu frekar að kjósa frelsi en meiri afskipti af innflutningi lyfja og frelsið á einnig að vera í fyrir- rúmi við aðrar meginákvarðanir um framtíð heilbrigðiskerfisins. Formaður Læknafélags Islands: Læknar ekki á mála hjá lyjQaframleiðendum „ÞAÐ ER og hefur alla tíð verið til staðar samstarf milli lækna, lyíjafræðinga og þeirra sem framleiða lyf. Það er ekkert nýtt og nauðsynlegt að góð tengsl séu þarna á milli. Eðlileg kynning á lyfjum þýðir aftur á móti ekki að menn séu komnir á mála hjá einhverjum lyfjaframleiðend- um,“ sagði Haukur Þórðarson, formaður Læknafélags Islands, þegar hann var spurður um þá staðhæfingu Björn Matthíasson- ar, hagfræðings í fjármálaráðu- neytinu, að lyfjafyrirtæki byðu læknum í ferðir til útlanda til að þeir ávísuðu frekar einhverjum tilteknum lyfum. Björn Iét þessi orð falla á ráðstefnu um hag- ræðingu í heilbrigðiskerfinu, sem haldin var um helgina. Haukur sagði að til væru óskrif- aðar reglur um hvað væri við hæfi í samstarfi lækna og lyfjaframleið- anda. Á hinum Norðurlöndunum hefðu aftur á móti verið settar formlegar reglur um þessi mál. „Það er alveg ljóst að íslenskir læknar taka ekki við mútum hvorki frá lyfjaframleiðendum né öðrum. Lyfjaframleiðendur hafa hins vegar vissulega boðið íslenskum læknum á ráðstefnur erlendis og það er ekkert nýtt. Að túlka það á þann hátt að þannig sé verið að negla þá niður á einhver ákveðin lyf er aftur á móti fjarstæða. Það er eng- inn læknir á beina einhvers lyfja- framleiðenda og rugl að halda slíku fram. Það er leitt þegar embættis- menn í stjórnarráðinu eru að fara með svona.“ Haukur sagðist telja að íslenskir neiuu tjKKeix ao ieia nvao þessi mál varðaði. Kynning á Iyfjum væri atriði sem yrði að fara fram en leiddi ekki til þess að menn færu á mála hjá einhveijum framleið- enda. Þeim væri alltaf fijáls að velja og hafna. Formaður Apótekarafélags íslands: LyQaverð ekki hátt á íslandi JÓN Björnsson, formaður Apótekarafélags íslands, segir verð á lyfj- um hérlendis alls ekki vera hátt ef miðað er við önnur lönd. Alltaf megi deila um hvort álagning sé há eða lág en hana taki lyfsalar aftur á móti ekki ákvörðun um. Á ráðstefnu sem haldin var um helgina um hagræðingu í heilbrigð- ismálum var lyfjakostnaður mikið til umræðu. Meðal annars sagði Björn Matthíasson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, að spyija mætti hvort álagning á lyf væri ekki óhófleg. Sagði hann að sam- kvæmt nýjustu upplýsingum fjár- málaráðuneytisins um lyfjakostnað á árinu 1989 hefði innkaupsverð allra lyfja, bæði innan og utan sjúkrahúsa, numið 1.815 m.kr. en Skilagjald á einnota umbúðir hækkar HÆKKUN skilagjalds á einnota öl- og gosdrykkjaumbúðir í 6 krón- ur mun ekki skila sér í endurgreiðslu Endurvinnslunnar hf. fyrr en 1. nóvember. Þessi hækkun mun hins vegar koma fram í verði öl- og gosdrykkja til neytenda á næstu vikum segir í frétt frá Endur- vinnslunni hf.. Umhverfisráðuneytið setti reglu- gerð um söfnun og endurvinnslu einnota umbúða fyrir drykkjarvörur þann 31. ágúst síðastliðinn. Sam- kvæmt þeirri reglugerð hækkaði skilagjald á öl- og gosdrykkjaum- búðir úr 5 krónum í 6 þann 15. september, en skilagjaldið er lagt á umbúðir við innflutning öl- og gos- drykkja, við sölu innlendra fram- leiðenda á gosdrykkjum innanlands og við sölu ÁTVR á innlendu öli. í fréttatilkynningu frá Endur- vinnslunni hf. segir, að þessi hækk- un skilagjalds muni koma fram í verði öl- og gosdrykkja til neytenda á næstu vikum, eftir því sem söluað- ilar endurnýi birgðir sínar. Endur- vinnslan muni hins vegar ekki hækka endurgreiðslu til neytenda fyrir þær umbúðir, sem skilað sé til fyrirtækisins, fyrr en 1. nóvem- ber, enda skuli, samkvæmt reglu- gerðinni, líða 45 dagar frá hækkun skilagjaldsins þar til endurgreiðslan hækki. í fréttatilkynningunni segir, að ástæðan fyrir þessum fresti sé sú, að á þeim tíma, sem skilagjald sé hækkað, sé mikið af óinnleystum umbúðum hjá neytendum og smá- söluaðilum, sem hafi greitt gamla skilagjaldið fyrir þær umbúðir. Búist sé við að þessar umbúðir skili sér til Endurvinnslunnar á næstu sex vikum. útsöluverð 3.325 m.kr. án sölu- skatts. Mismunurinn losaði 1.500 milljónir eða sem næst 24.000 krón- um á hveija fjögurra manna fjöl- skyldu. Jón Björnsson sagði að í skýrslu sem unnin hefði verið íyrir heil- brigðisráðuneytið um útgjöld til heilbrigðismála frá árinu 1960 kæmi í ljós að lyf væru eini þáttur- inn þar sem kostnaður hefði ekki margfaldast. Frá árinu 1985 hefðu lyf hækkað langt um minna en al- mennt verðlag. „Það verður líka að hafa í huga að ísland er mjög stijálbýlt land og dýrt að dreifa þar lyfum. Samt sem áður er ekki hægt að segja að lyf séu dýr á íslandi,“ sagði Jón. Hann sagði nefnd undir forystu Brynjólfs Sigurðssonar, prófessors, hafa athugað lyfjakostnað á ís- landi. Hefði hún komist að þeirri niðurstöðu að einungis í Noregi væri lyfjaverð lægra en hér á landi. Því miður hefði þessi skýrsla ekkert verið notuð og umræðan einkennst meira af pólitísku moldviðri. Um þá staðhæfingu að álagning á lyfum væri hugsanlega óhófleg sagði Jón að hinar og þessar tölur hefðu sést í umræðunni. Það væru hins vegar ekki lyfsalar sem tækju ákvörðun um álagningu heldur væri hún reiknuð út af lyfjaverð- lagsnefnd. Eiga Iyfsalar einn full- trúa af fimm í þeirri nefnd. „Það má alltaf deila um hvort álagning sé há eða lág. í okkar tilviki erum við með háskólamenntað starfsfólk en í mörgum sérverslunum í Reykjavík er álagning hærri þó að þær þurfi ekki háskólamenntað fólk til að vinna störfín þar.“ Oraunhæft að hinir spítalarnir taki við hlutverki Landakots segir Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir á Landakoti „ÞETTA eru algjörlega óraunhæfar hugmyndir,“ sagði Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir á Landakoti, þegar hann var spurður álits á því sjónarmiði, sem fram kom á ráðstefnu um hagræðingu í heil- brigðiskerfinu um helgina, að hagkvæmt gæti verið að Borgarspít- ali og Landsspítali tækju við hlutverki Landakots. Bjöm Matthíasson, hagfræðing- áreiðanlega meira en hálfum millj- arði. ur í fjármálaráðuneytinu, sagði á ráðstefnunni, að vegna sparnaðar á fjárlögum hefði á undanförnum tveimur árum þurft að loka það mörgum sjúkrarúmum á stóru sjúkrahúsunum þremur í Reykjavík að það samsvaraði sem næst því að Landakoti yrði lokað allt árið. Hann sagði það geta kostað um hálfan milljarð til viðbótar að reka Landsspítala og Borgarspítala á fullum afköstum, en rekstur Landa- kots kostaði sem næst 1.100-1.200 milljónum króna. Þarna munaði því „Þama er verið að taka fjölda sumarlokana, sem eru að veruleg- um hluta vegna sumarleyfa, og dreifa þeim yfir allt árið,“ sagði Ólafur Órn. „Þeir halda síðan fram að með því að halda þessum rúmum opnum mætti leysa vanda sjúklinga á Landakoti. Þetta gæti einungis gengið ef til kæmi mikill niður- skurður á þjónustu." Ólafur Örn sagði mikla starfsemi fara fram á Landakoti. Á einu ári fengju þar um 5.500 sjúklingar þjónustu, framkvæmdar væru 7.000-8.000 skurðaðgerðir, 20.000 röntgenrannsóknir og um 400.000 blóðrannsóknir. „Mér er mjög vel kunnugt um að hinir spítalarnir væru ekki í stakk búnir að taka þessa þjónustu að sér. Þessar hugmyndir byggjast á algjörri vanþekkingu á því sem um er að ræða og með ólíkindum að jafn háttsettur embættismaður skuli láta sér detta í hug jafn óraun- hæfar hugmyndir. Þess má einnig geta að við athuganir hefur komið í ljós að sameining spítalanna, þannig að þjónusta yrði flutt frá einum stað á annan, myndi kosta marga milljarða króna.“ l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.