Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 „ þaS \sar- trúlaqm. — 63 fcíló." Ég geng ekki um og segi kjaftasögur. Það er þó betra en að brenna inni með þær og líða illa þess vegna. Með morgnnkaffinu Þykja þér mínar frásagnir ekki áhugaverðari en það sem einhver og einhver skrifar í blöðin? HOGNI HREKKVISI HANN ER SKrf/W/MAfeKieÓJCNUM. glCKereT S'aÓMV'ARP i VIKO.", Gott sjón- varpsefni Heiðraði Velvakandi. Ég vil taka undir með þeim sem hvatt hafa Ríkissjónvarpið til að vanda betur val kvikmynda sem sýndar eru um helgar. Kvikmynd- irnar hafa verið fremur lélegar hjá þeim að undanfömu en það átti ekki við um síðustu helgi. Kvik- myndin Hefndarþorsti var sérstak- lega áhrifamikil og sannfærandi mynd um ástandið sem ríkir í írlandi. Þá vil ég einnig þakka fyrir dönsku myndina Spagetti sem ég kunni ákaflega vel að meta. Sjón- varpið ætti að sýna meira af mynd- um frá hinum norðurlöndunum og gerði þá ekkert til þó nokkrar sæn- skar vandamálamyndir fengju að fljóta með. Að lokum vil ég þakka fyrir þáttinn um systkinin á Kvískerjum sem var framúrskar- andi vel gerður. Guðrún Grámann týndur Kötturinn Grámann er týndur í Hafnarfirði. Hann er stór, grár með hvíta bringu, loppur og trýni. Hann var með svarta hálsól og bjöllu, ómerktur en með smá skurð í báð- um eyrum. Heitið er góðum fundar- launum handa þeim sem finnur köttinn. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 672211, 652854 eða 54273. SNILLDARLEG- AR TEIKNINGAR Til Velvakanda. Undirritaður fletti Morgunblöð- unum aftur og aftur, blaðsíðu 8 og blaðsíðu eitthvað anna. Stórsnill- ingurinn Sigmund hvergi sjáanleg- ur. Þetta leit bara hreint ekki nægi- lega vel út. Snillingurinn sem hafði gegn um árin af einstakri snilld dregið fram í verkum sínum í smáu sem stóru hin broslegu og einnig alvarlegu tiltæki íslenskrar þjóðar. Ekki leikur vafi á að þessi tilþrif Sigmund hafa oft verið til stór bóta, átt sinn þátt í sjálfsgagnrýni þjóðar og einnig dregið málefnin á skemmtilegra plan. í þann mund er undirritaður ætlaði alvarlega að fara að grennslast fyrir um teikni- meistarann barst honum mynd nr. 5821 31/9 “90, þar sem lagt er út af afskiftum Halldórs Blöndal um að forsetar þingsins ákveði ekki breytingar á Alþingishúsinu. Það virðist svo að allt þetta skjaldarmerkismál í þeirri stærð og formi sem gert er ráð fyrir, svo og hugsanleg staðsetning merkisins, sé með eindæmum kjánaleg, smekklaus og jfanframt bamaleg hugmynd, er minnir óneitanlega um margt á Walt Dysney-uppákomur. Jón Gunnarsson, Þverá. Skrifið eða hringið til Yelvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al cfiiis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfh, naftmúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efiii til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt naftilaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. Víkveiji skrifar Utlendingtir búsettur hér á landi hringdi í Víkverja á dögunum og var ákaflega sár og reiður yfir þeim hömlum sem hann sagði að íslensk stjórnvöld hefðu sett á eðli- leg afnot sín af bókmenntum þjóðar sinnar. Hann sagðist fá töluvert af bókum sent til kynningar frá útgef- endum í ættlandi sínu enda þyrfti hann á þeim að halda vegna starfs síns. Væru þetta bækur, sem kæmu hingað án síns atbeina og til þess að efla menningarstarf bæði hér og í útgáfulandinu. Fengi hann til- kynningar um komu bókanna frá pósthúsinu í Armúla en hann fengi þær hins vegar ekki afhentar nema hann greiddi virðisaukaskatt til íslenska ríkisins. Taldi hann þessa gjaldheimtu stangast á við siðferði og skynsemi auk þess sem hún væri menningarfjandsamleg, ein- stæð og engum til sóma. Skatt- heimta þessi stuðlaði að menningar- legri einangrun Islendinga og fældi menn frá fræðilegum störfum hér á landi. Víkvetji tók af sannfæringu þátt í hneykslan mannsins og minnti á gagnrýni sína og Morgunblaðsins á það fyrir nokkrum árum, þegar tek- ið var til við að innheimta söluskatt af bókum sem einstaklingar pönt- uðu erlendis og fengu afgreiddar í pósthúsum. Innheimta skattsins hófst einmitt þegar tollpóststofan flutti í Ármúlann. Var þá haft á orði, að líklega ætti að setja það í heimsmetabók Guinness, að skatt- heimta færi eftir húsnæði toll- heimtumanna. xxx Fjöldi dæma er um að menn sem fá bækur sendar frá útlöndum vegna starfa sinna og án þess að þeir hafi pantað þær sjálfir og greitt fyrir þær endursendi þær, eftir að hafa rætt við skattheimtu- mennina í Ármúla. Útlendingar kannast ekki við slíka skatta frá ættlöndum sínum, nema þeir komi frá ríkjum, þar sem fylgt er þeirri stefnu að halda erlendum bókum eða blöðum beinlínis frá heima- mönnum. Slíkir starfshættir hafa auðvitað verið tíðkaðir í alræðisríkj- unum en í ýmsum alþjóðlegum samningum, sem ísland hefur sam- þykkt og við teljum með því besta í alþjóðasamstarfi er einmitt varað við því að leggja stein í götu menn- ingarsamskipta þjóða. Um þessar mundir ber nafn Is- lands hátt á bókasýningu.í Gauta- borg og forseti íslands ferðast víða um lönd með íslenskar bækur í far- teski sínu og ekkert er íslendingum kærara en þegar útlendingar vita, að helsti arfur þeirra eru bækur. Síst af öllu myndum við sætta okk- ur við að skattamúrar yrðu reistir gegn bókum okkar. Forystumenn bókaþjóðarinnar ættu að sjá sóma sinn í því að afnema þær hindranir á innflutningi bóka til landsins, sem nú eru við lýði. XXX Annar maður af erlendum ætt- um hringdi til Víkverja á dög- un um og kvartaði undan því, að í forystugrein Morgunblaðsins á föstudag hefði staðið, að Þýska- landi hefði verið skipt í fjóra hluta; þetta væri rangt því að í Jalta hefðu leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna skipt Þýskalandi í fimm hluta. Fyrir utan her- námssvæði fjórveldanna, sem nú hefðu verið sameinuð, hefði Pólveij- um verið afhentur hiuti Þýskalands. Sagðist viðmælandi Víkveija ættað- ur þaðan og hann sætti sig aldrei við, að þessum hluta Þýskalands væri gleymt, þótt hann yrði ekki sameinaður því að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.