Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 17 Hækkandi verð á loðskinnum EFTIR mikið og langvarandi verðfall og sölutregðu á loðskinnum fer verðið nú hækkandi auk þess sem söluhlutfallið hefur batnað verulega, segir í frétt frá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda, en í fyrradag lauk septemberuppboði á loðskinnum, sem hófst í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. Alls voru boðnar rúmar 4 milljónir minnkaskinna á þessu uppboði og seldust 95% þeirra. Verðið hækkaði yfirleitt í danskri mynt, enda þótt dollar hafi lækkað um 5% gagnvart danskri krónu frá því í maí sl. Svört og brún skinn eru uppistaða framleiðslunnar. Svört högnaskinn hækkuðu um 40% að meðaltali, en betri flokkar þeirra hækkuðu minna, eða 23%, samanborið við maí sl. Svört læðuskinn lækkuðu um 1%, brún högnaskinn hækkuðu um 15% og brún læðuskinn lækkuðu um 1%. Um 110 þús. refaskinn voru boðin til sölu á þessu- uppboði. Þau lækkuðu lítillega í dönskum krónum frá því í maí, nema Blue Frost, sem hækkaði um 5%. Refaskinnin seldust betur en á maíuppboðinu. Mjög mikill samdráttur hefur orðið á framleiðslu loðskinna í heiminum. Gert er ráð fyrir að framleiddar verði 26—27 milljónir minnkaskinna, en markaður er fyrir 32—34 milljónir skinna. Sjálfstæðismenn á Austurlandi með prófkjör Egilsstöðum. Sjálfstæðismenn á Austurlandi ætla að efna til prófkjörs vegna kom- andi alþingiskosninga 27. október næstkomandi. Þetta var ákveðið á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisfiokksins í Austurlandskjördæmi sem haldið var á Egilsstöðum um helgina. Fullvíst er talið að alþingis- mennirnir Egill Jónsson og Kristinn Pétursson ásamt Hrafnkatli A. Jónssyni varaþingmanni gefi kost á sér til þátttöku í prófkjörinu. Prófkjörið verður haldið í sam- kost á sér til þátttöku í prófkjörinu. ræmi við reglur Sjálfstæðisflokksins og verður þátttaka heimil öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við komandi alþingis- kosningar og undirrita stuðningsyfir- lýsingu við flokkinn samfara þátt- töku í prófkjörinu. Á aðalfundinum var efnt til skoðanakönnunar meðal fundarmanna og rituðu þeir nöfn fimm manna sem þeir vildu að gæfu Ur þessari skoðanakönnun komu nöfn 28 manna, átta kvenna og 20 karla. Þeirra á meðal voru nöfn nú- verandi þingmanna og varaþing- manns. Fastlega er búist við að þeir verði við þessari áskorun. Fjöldi tiln- efninga sem hver maður fékk var ekki gefinn upp. Á aðalfundinum var' Garðar Rúnar Sigurgeirsson frá Seyðisfirði endurkjörinn formaður kjördæmisráðsins. Björn Sýningu Sigurðar Þóris í Listasafni ASÍ lýkur á sunnudag: Uppgjör fyrir Englandsdvöl SÝNINGU Sigurðar Þóris Sig- urðssonar á um 40 málverkum og teikningum lýkur í listasafni ASI við Grensásveg næstkom- andi sunnudag, 23. september. „Eg ákvað að halda þessa sýn- ingu til að gera upp, ef svo má segja, áður en ég fer til Eng- lands þar sem ég ætla að búa næsta ár,“ sagði Sigurður Þórir í samtali við Morgunblaðið. Sigurður Þórir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendsi frá því hann fluttist heim frá Kaup- mannahöfn þar sem hann stund- aði í fjögur ár nám við Listaakade- míuna að loknunámi við MHI hér heima. Á sýningunni í Listasafni ASI eru olíu- og pastelmyndir og línu- teikningar, ýmist gerðar í ár eða í fyrra, eða frá síðustu einkasýn- ingunni, sem haidin var í Norræna húsinu í fyrra. Sigurður Þórir seg- ir að undanfarin fimm ár eð asvo hafi helstu viðfangsefni sín verið tengsl manns og náttúru, sam- skipti karls og konu og innri veru- leiki manneskjunnar. „Ég vil að myndir mínar snerti nýja strengi í fólki með því að fjalla um mann- lega fegurð sem mótvægi við það Morgunblaðið/Emilía Sigurður Þórir Sigurðsson. sem er að gerast í heiminum," segir hann. Sigurður Þórir flyst á næstunni til ársdvalar í Reading í Englandi þar sem hann segist ætla að vinna að list sinni og endurnýja kynni við stefnur, strauma og söfn í Englandi og á meginlandinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ragnar Ingi Stefánsson varð íslandsmeistari í moto cross. Ragnar ekur Yamaha vélhjóli og svífur í mótun- nm. Ragnar Ingi Stefánsson íslandsmeistari öðru sinni Moto cross: RAGNAR Ingi Stefánsson tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í moto cross vélhjólaakstri um sl. helgi. Hann vann sína fjórðu keppni á árinu og gulltryggði þar með titilinn annað árið í röð á Yamaha-vélhjóli. Annar í Islandsmótinu varð Heimir Stígsson á Honda en Jón K. Jakopsen á Yamaha þriðji. Ragnar Ingi dvelst í Svíþjóð og vinnur þar á stóru mótor- hjólaverkstæði, en hefur komið heim til að keppa í moto cross sumarsins, enda hafði hann titil að veija. „Það hefur aðeins lifn- að yfir þessari íþrótt og við erum að leita að aksturssvæði til fram- búðar. Aðal vandamálið er hve vélhjólin eru dýr vegna hárra tolla, ungir strákar hafa því tæpast efni á að kaupa sér hjól. Af þeim sökum eru færri kepp- endur en ella.“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið. „Svo hefur skortur á æfingasvæði hamlað því að menn gæti æft sig og íslenskir moto cross öku- menn er því ekki í góðri æfingu á mótum.“ sagði Ragnar. „í Svíþjóð eru 5.000 ökumenn með keppnisskírteini i moto cross, hér kannski 15. Samt höfum við allar aðstæður til að gera þessari íþrótt hátt undir höfði. Ég held að það gæti orðið í framtíðinni ef menn taka sam- an höndum og eldri menn sjái um skipulagið, t.d. gamlir moto cross ökumenn." sagði Ragnar. 43 Sundaborg 13 -104 Reykjavík - Sími 688 588 Vaianlegar veslnr-þýskar gæðarOrur frð BOSCH JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.