Morgunblaðið - 19.09.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.09.1990, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 Meyvant Sigurðsson frá Eiði - Minning Fæddur 5. apríl 1894 Dáinn 8. september 1990 Hinn 8. september sl. lést á Drop- laugarstöðum á 97. aldursári, heið- ursmaðurinn Meyvant Sigurðsson oftast kenndur við Eiði sem áður taldist til Reykjavíkur, en tilheyrir nú Seltjarnamesi. Þeir týna nú óðum tölunni sem muna Reykjavík aldamótanna og fylgst hafa með vexti hennar og viðgangi allar götur síðan. Það er fólkið sem fyrst og fremst hefur miðlað hinum yngri kynslóðum af þeim fróðleik sem talinn er arfur sögurnar. Það er á þann á hátt sem ég minnist Meyvants fyrst og síðast, sífellt miðlandi fróðleik um menn, málefni og sögu hins liðna, þannig að ég er í dag mun auðugri af þekk- ingu og visku um Reykjavík fyrri tíma, eða allar götur frá því að hún var lítið annað en sjávarþorp og til þess dags að ég af eigin raun gat farið að fylgjast með vexti hennar og viðgangi. Þrátt fyrir að 50 ár skildu okkur að í aldri tókst með okkur gagn- kvæm og sönn vinátta allt frá þeim degj að ég trúlofaðist og kvæntist síðar dótturdóttur hans Lilju. Naut ég margra góðra stunda og sam- vista með honum á heimili hans og einnig á heimili tengdaforeldra minna og ekki síður á mínu eigin. Þær -stundir fleyttu á fjörur mínar hafsjó sagna sem merla nú í hug- skoti mínu þegar ég minnist liðinna ára í samvistum við hann. Meyvant Sigurðsson var fæddur í Guðnabæ í Selvogi 5. dag apríl- mánaðar 1894, sonur hjónanna Sig- urðar Frímanns Guðmundssonar og Sigurbjargar Sigurðardóttur. Sig- urður faðir Mayvants var dóttur- sonur Vatnsenda-Rósu, sem þannig var langamma Meyvants. Liðlega eins árs að aldri flyst hann með foreldrum sínum að Sogni í Ölfusi, en þar bjó föðurbróðir Meyvants, Ólafur Guðmundsson. En dvölin á Sogni varð ekki löng, því á haustdögum 1896 gerðust þeir válegu atburðir að yfir dundu miklir landskjálftar á Suðurlandi með fylgjandi hörmungum fyrir fólk og búsmala. Leiddi þetta til þess að enn þurftu foreldrar Meyvants að taka sig upp með börn sín og nú var ferðinni heitið til Reykjavík- ur, sem upp frá því fóstraði svein- inn unga og varð hans starfsvett- vangur á langri ævi. í upphafí æviminninga Meyvants sem skráðar voru af Jóni Birgi Pét- urssyni árið 1975 er að finna næma lýsingu á þeirri stemmningu sem ríkti á Austurvelli að kveldi 31. desember 1899, þegar Reykvíking- ar fögnuðu komu nýrrar aldar. Þá var Meyvant á sjötta aldursári og hélt þétt í hönd föður síns, líkt og hann óttaðist hina nýju öld og það umrót sem henni myndi fylgja. I dag sjáum við að vart hefði sveinn- inn ungi þurft að óttast ef hann þá hefði fengið að líta í sviphending þá öld sem var að hefjast, því þar hefði hann fengið að líta bóndann og bílstjórann Meyvant á Eiði leggja gjörva hönd til margra hluta á langri og viðburðaríkri ævi. Eg nefndi áðan að „bílstjórinn og bóndinn“ Meyvant á Eiði, en það er nafnið á æviminningum hans hefði lagt gjövra hönd á margt um ævina, en vafalaust réði það miklu um ævistarfið að á þeim árum er hinn ungi sveinn var að alast upp í Reykjavík á fyrstu árum aldarinn- ar voru bílarnir að hefja tilvist sína hér á landi. Fór ekki hjá því að ungir menn heilluðust af þessu nýja tæki og sæju í því marga mögu- leika. Varð það úr að hinn ungi Meyvant aflaði sér lögboðinna öku- réttinda hinn 8. maí 1918 og varð þar með handhafi ökuskírteinis nr. 68. I kjölfar ökuprófsins sem fólst í því að aka vestur á Mela og bakka þar milli steina festi Meyvant síðan kaup á bíl Ford T-model sem bar skrásetningamúmerið RE-16. Eftir þetta var akstur aðalstarf Meyvants og í heil 65 ár ók hann bifreið áfallalítið og var á fyrstu árunum sannkallaður „brautryðjandi", því ófáar voru þær leiðimar sem hann ók fyrstur manna og má þar sér- staklega nefna ýmsar leiðir á Aust- urlandi, en þar stundaði Meyvant akstur fyrir Kaupfélg Héraðsbúa sumarlangt árin 1920 og 1921. Ekki fór hjá því að Meyvant hugsaði hátt þegar um akstur og atvinnumöguleika var að ræða og liðlega þrítugur að aldri ræðst hann í það stórvirki að stofna Vörubíla- stöðina, sem í daglegu tali var köll- uð Vömbílastöð Meyvants. Þegar best lét vom þar skráðir 30 vöm- bílar og átti Meyvant sjálfur 10 þeirra. Stöðin var til húsa á horni Tryggvagötu og Grófarinnar NV- vert. Því miður höguðu örlögin því svo að þegar samkeppni jókst í vörubílaakstri og stöðvarnar voru orðnar fimm, sameinuðust fjórar stöðvar um stofnun sérstakrar deildar vörubílstjóra innan vébanda Dagsbrúnar og má segja að það hafi verið upphafið að endalokum Vömbílastöðvar Meyvants. Það tel ég mig vita fyrir víst að þetta varð hinum unga manni mikið áfall og ekki síst vegna þess að í því upp- gjöri missti hann nýbyggt hús sitt á Hverfisgötu 112 og stóð uppi húsnæðislaus með konu og átta börn. Og er þá komið að geta þeirrar stærstu hamingju sem Meyvanti hlotnaðist á sinni löngu ævi, en það var er hann hinn 3. mars 1913 trú- lofaðist og kvæntist síðan þeirri mannkosta- og gæðakonu sem Björg María Elísabet Jónsdóttir frá Fögrueyri v/Fáskrúðsfjörð var. Fyrir utan það að vera glæsileg á velli var hún einhver sú hlýjasta pg besta kona sem ég hefi kynnst. í full sextíu ár stóð hún þétt við hlið manns síns í blíðu og stríðu, ljúf og nærgætin og annaðist hús- móðurstarfið af þeirri alúð og hóg- værð sem gerði hana svo stóra í hugum okkar allra. Elísabet lést árið 1974, þá 83 ára að aldri. Þau hjón Elísabet og Meyvant eignuðust saman níu börn, en þrjú þeirra em nú látin. Afkomendur þeirra hjóna eru nú orðnir yfir 100 að tölu. Eftir lát Elísabetar hélt Meyvant áfram að búa á Eiði og naut þá aðstoðar og umhyggju barna sinna og tengdabarna. Arið 1979 selur hann Eiðið eftir að hafa búið þar í 45 ár. Fluttist hann þá á Víðimel 61, þar sem hann bjó þar til hann fór á Droplaugarstaði árið 1986. Á Droplaugarstöðum undi hann hag sínum vel og naut þar umhyggju og alúðar jafnt frá hendi starfsfólks sem og sinna nánustu. Ekki fór hjá því að á langri ævi hafi Meyvant sinnt ýmiskonar fé- lagsmálum og skal fyrst nefna áhuga hans fyrir framgangi sjálf- stæðistefnunnar á íslandi. Sem slíkur vann hann óskiptur að við- gangi hennar í hartnær 75 ár, aðal- lega innan vébanda Landsmálafé- lagsins Varðar og málfundafélags- ins Oðins og gegndi hann þar ýms- um trúnaðarstörfum. Af einstökum málum sem hann á löngum ferli barðist fyrir held ég að honum hafí þótt einna vænst um að vera einn af hugmyndasmiðunum að smá- íbúðahverfi þar sem mönnum væri gefinn kostur á lóðum til að byggja á eigin vegum hús af viðráðanlegri stærð. Sem slíkur tók hann að sér að mæla fyrir tillögum þar að lút- andi á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins árið 1945. Þó svo að þær tillögur næðu ekki fram að ganga á þeim fundi, var hugmyndin mótuð og komst í framkvæmd þó síðar yrði og smáíbúðahverfið í Sogamýri ber vitni um. Fullyrða má að Mey- vant hafi allt til hins síðasta verið verðugur fulltrúi þeirra hugsjóna sem einkenndu Sjálfstæðisflokkinn á tímum hinna sterku leiðtoga. Þó staðnaði hann aldrei í forneskjunni og tókst ávallt að aðlaga sig þeim breytingum sem nýir tímar og nýir menn kalla á. < Þau hjón Meyvant og Elísabet voru til margra ára virkir félagar í Reykjavíkurfélaginu og voru kjörnir heiðursfélagar á 40 ára af- mæli þess, einnig var Meyvant heið- ursfélagi Vörubílstjórafélagsins Þróttar og Fjáreigendafélags Reykjavíkur. Ekki má gleyma þeim hluta ævi- starfsins sem Meyvant varði í þágu Háskóla íslands, en þar starfaði hann frá árinu 1950 til ársins 1974, fyrst við störf er tengdust byggingu Háskólans, því næst sinnti hann verkstjórn við frágang Háskólalóð- arinnar. í tíu ár sinntu þau hjón umsjónarstörfum á Nýja Garði og á þeim árum eignuðust þau fjöl- marga vini í hópi stútenta og hefur sú vinátta í mörgum tilvikum staðið til þessa dags. Því eins og Meyvant sjálfur sagði féll það vel að hugar- þeli Elísabetar og hlú að náms- mönnum sem langt voru að komnir og hjálpa þeim á ýmsa lund, fyrir slíka hjálp þökkuðu margir með ýmsum hætti. Þegar starfi þeirra á Nýja Garði lauk réðst Meyvant sem dyravörður í Háskólabíó og þar starfaði hann allt til þess dags er hann átti 5 daga í áttrætt, hinn 1. apríl 1974. Þá kvöddu ráðamenn Háskólans hann með virktum eftir hartnær 25 ára starf í þágu stofn- ana Háskóla íslands. Þó svo að á langri ævi hafi skipst á skin og skúrir í lífi Meyvants má fullyrða að þær Guðsgjafír sem hann hlaut í vöggugjöf voru óvenju stórar, því hvað er hægt að hugsa sér betra og verðmætara í lífinu en góða heilsu, ástríka eiginkonu og níu heilbrigð böm. Eins og áður hefur verið nefnt naut Meyvant eftir fráfall konu sinnar umhyggju og ástar barna sinna og tengdabarna, hvort heldur hann bjó á Eiði, Víðimel eða Drop- laugarstöðum. Heilsuhraustur var Meyvant með afbrigðum allt til hins síðasta og var til þess tekið er hann níræður hélt vinum sínum veislu keikur og hress að vanda, fullkom- lega skýr til orðs.og aeðis. Hann fylgdist vel með öllu því sem gerð- Ist í þjóðlífinu, allt til hins síðasta og mátti helst af engum fréttatíma missa. En nú í sumarlok tók honum að fatast flugið og sem betur fer stóð sú áraun ekki lengi. Umvafinn alúð og kærleik sinna nánustu kvaddi aldamótadrengurinn Mey- vant lífið sáttur við sína löngu ævi og þess fullviss að handan móðunn- ar miklu biðu ástvinirnir sem horfn- ir eru samfunda við hann. Sh'ku er gott að trúa. í huga mínum hljómar hún enn setningin sem þessi sátti öldungur sagði við okkur hjónin í einni af síðustu heimsóknum okkar til hans á Droplaugarstaði, en þá sagði hann að þótt slíkar heimsóknir væru ekki langar táknuðu þær vináttu og sönn vinátta væri eitt af því dýrmætasta sem hægt væri að gefa, jafnt sem að þiggja. Nú þegar kveðjustundin er upp- runnin vil ég þakka heiðursmannin- um Meyvanti Sigurðssyni fyrir tveggja áratuga góða og hnökra- lausa samfylgd og öll þau hollu ráð og leiðbeiningar sem ég þáði frá honum. Börnum hans, tengdabörn- um og afkomendum hans öllum votta ég samúð mína og bið Guð að leiða þau og vernda. Starfsfólki Droplaugarstaða færi ég alúðar- þakkir fyrir það atlæti sem hann þar hlaut. Hinn aldna höfðingja kveð ég með orðum séra Valdimars Briem; Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hafþór Frændi minn og vinur, Meyvant Sigurðsson frá Eiði, andaðist á Droplaugarstöðum að morgni laug- ardagsins 8. september, 96 ára að aldri. Hann var fæddur í Guðnabæ í Selvogi, Gullbringusýslu. Foreldr- ar hans voru Sigurður Frímann Guðmundsson, bóndi frá Sogni í Ölfusi og kona hans, Sigurbjörg Sigurðardóttir. y Þótt Meyvant væri fæddur sunn- an heiðar átti hann rætur norður í land. Því hann var kominn af Skáld-Rósu og Natani Ketilssyni, sem bæði voru stór í sér af göllum og gæðum, enda sköpuðust þeim örlög eftir því. Meyvant hafði því húnvetnska þráann að norðan og sunnlensku seigluna frá Árnesingum hér syðra. Þegar Suðurlandsskjálftinn gekk yfir 1896, féllu margir bæir á Suð- urlandi. Þá var brugðið á það ráð að flytja börn til Reykjavíkur. Voru þau flutt í hestvögnum, móvögnum og voru þetta fyrstu flutningar á hestvögnum yfir Hellisheiði. Voru þessir flutningar að mestu á vegum séra Ólafs Olafssonar, fríkirkju- prests frá Arnarbæli og börnin voru kölluð jarðskjálftabörnin. Eftir j arð- skjálftann 1896 fluttist Meyvant með foreldrum sínum til Reykjavík- ur og ólst hér upp og oftast kennd- ur við Eiði á Seltjarnarnesi. Hann stundaði sjómennsku þegar hann hafði aldur til, einnig verka- mannavinnu og ökumennsku sem varð hans aðalstarf. Fyrst var það ökumannsstarf - á hestvögnum en 1916 hóf hann akstur á fólksbíl sem hafði bjargast úr Goðafossstrand- inu. Árið 1924 hóf hann starf á Vörubílastöð Reykjavíkur en eigin stöð stofnaði hann 1926, Vörubíla- stöð Meyvants, og hafði marga bfla til umráða. Lítið var um atvinnu 1920 og brá þá Meyvant á það ráð að fara austur á Hérað og ók vörum frá Reyðarfirði til Egilsstaða og um sveitir þar eystra. Og þaðan að austan var konuefnið hans, Elísabet Jónsdóttir, en þau gengu í hjóna- band 1915. Þau eignuðust 9 börn: Sigurbjörn Frímann, f. 1913, d. 1951; Þórunni Jónínu f, 1914, d. 1981; Valdísi f. 1916; Sigríði Rósu f. 1918; Sverri Guðmund f. 1919; Ríkharð f. 1922, d. 1983; Þórólf f. 1912; Elísabetu f. 1927 og Meyvant f. 1930. I tilefni af afmælisdegi konu Meyvants, Elísabetar, sem var á 2. dag jóla, 26. desember, komst sá siður á að halda nokkurs konar ættarmót. Á síðasta ættarmóti þessarar stóru fjölskyldu, sem hald- ið var 2. dag jóla 1989, mætti ljöl- menni af glaðsinna og skemmtilegn fólki og kom þar fram að núlifandi afkomendur Elísabetar og Mey- vants væru komnir vel á annað hundraðið. Meyvant hóf búskap á Eiði árið 1934, en hafði áður búið á Melavöll- um í Sogamýri. Hann var nokkuð gildur bóndi, með sauðfé og eitt- hvað af kúm, en meðfram búskapn- um stundaði hann vörubílaakstur frá Vörubílastöð Þróttar og var hann einn af stofnendum þess fé- lagsskapar. Meyvant og Elísabet, kona hans, tóku að sér húsvörslu Nýja Garðs og Meyvant var starfsmaður Há- skólabíós frá stofnun þess 1961 til 1974 að hann lét af störfum. Elísa- bet féll frá 13. janúar 1974 og var hennar sárt saknað. Þegar mælt er eftir Meyvant má ekki gleyma félagsmálum, í þeim tók hann mikinn þátt af lífi og sál. Hann var í gamla íhaldsflokknum, síðan Sjálfstæðisflokki. Meyvant sat flesta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Hann starfaði í Lands- málafélaginu Verði og var einn af stofnendum Málfundafélagsins Óð- ins og ritari fýrstu árin og síðan heiðursfélagi. Hann var einnig heið- ursfélagi í Verkstjórafélagi Reykjavíkur, Vörubílstjórafélaginu Þrótti og Reykjavíkurfélaginu. Við Meyvant áttum mikið og gott samstarf í Málfundafélaginu Oðni, félagi launþega innan raða Sjálfstæðisflokksins og Vörubfl- stjórafélaginu Þrótti. Þar kynntist ég frænda mínum og vini einna best og áttum við gott samstarf. Ég vil nú þakka honum, og ég veit að ég mæli þar fyrir hönd margra vina hans, fyrir liðnar samveru- stundir og gengin ár og segi að lokum: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Eftirlifandi börnum Meyvants og öðrum aðstandendum votta ég inni- lega samúð. Góður drengur er genginn. Pétur Hannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.