Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990
9
Innilegar þakkir flyt ég öllam þeim fjölmörgu
hvaðanœva af landinu, sem fögnuðu með mér
og heiðruðu mig á sjötugsafmœli mínu með
blómum, skeytum, gjöfum, sönggleði og sam-
vistum. Sérstakar þakkir vil ég fœra bœjarstjórn
Kópavogs fyrir frábœra rausn og höfðingsskap
í minn garð. Allur þessi hlýhugur og velvild
gladdi mig ósegjanlega og gerði mér daginn
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Sigfús Halldórsson.
Eitt simtal
og þú ert
áskrifandi að
spariskírteinum
ríkissjóðs
Askriftar- og þjonustusimar:
91-62 60 40 og 91-69 96 00
\ A B ^
ÞJONUSTUMIÐSTOÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Þjónustumiöstoð ríkisveröbréfa, Hverfisgötu 6, 2. hæð. Sími 91-62 60 40
,,0°yití!í
, áh
könnfýfsw^
IIMÐIIMÍIM
þjóðarsanistaðaI
UMÁLVER
’tessgs&SggSrfr"
Helmingi hægari
hagvöxtur hér
Það kom fram í máli iðnaðarráðherra á
dögunum, að hagvöxtur hafi verið helm-
ingi hægari hér á landi á níunda áratugn-
um en í iðnríkjunum. íslendingar hafa
dregizt töluvert aftur úr þeim, hvað varð-
ar þjóðartekjur og lífskjör. - „Það er brýnt
verkefni að snúa hér við blaðinu," sagði
ráðherrann. Það sama segir mikill þjóðar-
meirihluti í skoðanakönnun Félagsvís-
indastofnunar Háskólans. Staksteinar
glugga í leiðara tveggja dagblaða í gær
um þetta efni.
Þjóðarsam-
staða um álver
Forystugrein Alþýðu-
blaðsins í gær ijallar um
könnun Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Is-
lands á afstöðu íslend-
inga til byggingar nýs
álvers. Þar segir m.a.
„Niðurstöður eru slá-
andi. Nær einróma meiri-
hluti vill nýtt álver og
flestir vilja að álverið rísi
áKeilisnesi . . .Um68%
fólks er hlynnt því að
ráðist verði í byggingu
nýs álvers á íslandi . . .
Athyglisvert er, að
stuðningur við áJverið er
almennur meðal stuðn-
ingsmanna allra stjóra-
málaflokkamia. Mestur
er stuðningurinn við nýtt
álver meðal Alþýðu-
flokks, 87%, og því næst
Sjálfstæðisflokks, 83,3%.
En stuðningurinn er
ehmig hár meðal stuðn-
ingsmanna annarra
flokka; 75,4% hjá fram-
sóknarmömium, 46,2%
hjá alþýðubandalags-
mönnum og 44,7% meðal
kjósenda Kvennalist-
ans . . .“
Annað hljóð úr
strokknum
Forystugrein Þjóðvilj-
ans í gær, sem fjallar um
þessa sömu köimun Fé-
lagsvísindastofhunar,
gengur til annarrar áttar
en leiðari Alþýðublaðs-
ins. Að vísu viðurkennir
Þjóðviljinn niðurstöðu
könnmiarhmar með þess-
um orðum:
„Þessar niðurstöður
era mjög vel marktækar,
að mati Félagsvísinda-
stofnmiar, og gefa til
kynna, að áhugi lands-
manna á stóriðju er vera-
legur, hvar í flokki sem
menn standa . . .“
En siðan er sáð efa-
semdum og tortryggni:
„Andstæðingar álvers
benda réttilega á, að Iítil
opinber umræða hefur
getað farið fram um
væntanlega samnhiga-
gerð, vegna fátæklegra
upplýsinga um mörg svið
hennar. Og sjaldan hefur
háværari gagnrýni kom-
ið fram af landsbyggð-
inni á stjómmálamenn
og embættismenn heldur
en undanfarið, á þeim
forsendum, að haldið
hafí verið uppi villuljós-
um gagnvart fólki varð-
andi það sem raunvera-
lega hefur verið að ger-
ast í staðsetningarmál-
um. Með þá gagnrýni bak
við eyrað verður enn
vafasamara að nýta við-
horfsköimun Félags-
vísindastofnunai' til póli-
tiskra ákvarðana í mál-
hiu, því ef upplýsinga-
skylda lýðræðisþjóðfé-
lagshis er ekki shmt,
verður það þegnunum
um megn að draga réttar
ályktanir og mynda sér
ólitaðar skoðanir um þau
verkefni sem við blasa.“
Hér er í fyrsta lagi
höggvið að iðnaðarráð-
herra fyrir meintar
ónógar upplýsingar um
málavexti til almennings.
Það er gamlalkmmur
smnstarfsháttur Alþýðu-
bandalagsins að beita
slíkum vopnum. En
spyrja má, livílir ekki
upplýsingaskyldan, sem
og liin pólitíska ábyrgð
málsins, á stjómarflokk-
unum öllum? Sem og:
hvem veg stendur á þvi,
að þrátt fyrir viðvarandi
gagnrýni og neikvætt
upplýsingastreymi Hjör-
leifs Guttormssonar og
Þjóðviljans um fram-
vindu þessa máls, styður
hérumbil helmingur eða
46,2% lgósenda Alþýðu-
bandalagsins hið nýja ál-
ver?
I annan stað er verið
að núa „sauðsvörtum
almúganum" því um nas-
ir að hann sé ekki hæfur
tíl þess að mynda sér
skoðanir í málinu vegna
vanþekkingar. Það
marxíska stærilætí, „vér
einir vitum“, sem fram
kemur í þessum orðum,
er gamalkunnugt, en
minna ber á slíkum derr-
ingi islenzkra vinstri
manna i seinni tíð, eftir
að sósíalisminn (kenning
og framkvæmd) hrundi
tíl granna í Austur-Evr-
ópu. Að ógleymdri
frammistöðu núverandi
ríkissljórnar og ráð-
herrasósíalismans í hags-
munamálum íslenzks al-
mennings!
Orð og efndir
Ein helzta heitstreng-
ing stj órnarsáttmálans
hljóðar svo:
„Að framfylgja árang-
ursrikri byggðastefnu,
sem komi betra jafnvægi
á byggðaþróun í
landinu."
I brenndepli Þjóðvilj-
ans í gær, tveimur árum
eftír að fyrrgreind heit-
strenging var gefin,
stendur:
„Ástandið í atvinnu-
málum á landsbyggðhini
er heldur ekki til þess
fallið að auka bjartsýni
landsbyggðarmamia í
þessum efnum. Nýjustu
tölur um atvhmuleysi
sýna að atvinnuleysið er
að minnka á höfuðborg-
arsvæðinu en aukast á
landsbyggðinni. í kjör-
dæmi Eyfirðinga nam
atvinnuleysið tæplega
tveimur prósentum"
fólks á vinnualdri.
Fólksstreymið af
landsbyggðinni hefur
sjaldan ef nokkra sinni
verið meira en í tíð þess-
arar ríkissfjórnar. I því
felast hinar raunalegu
efndir á hóreistu lands-
byggðarloforði hennar.
SKAMMTIMAFJARMAL
Nýr bíll, Spánatferð
eða stofuhúsgögn?
Skammtímamál skipa oft háan sess í fjármálum
fólks. Stundum svo háan að ekkert verður eftir fyrir
stóru málin þijú - eftirlaun, húsnæði og varasjóð.
Hvert þessara mála er þó geysimikilvægt og með nokk-
urri fyrirhyggju má sjá fyrir þeim og njóta húsgagn-
anna, ferðalagsins og nýja bílsins á sama tíma.
Ráðgjafar VIB kynna þér fjölbreytt úrval verðbréfa til
langtíma- og skammtímaávöxtunar.
Verið velkomin í VIB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.