Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 ÁLGRÓÐI eftir Einar Júlíusson Fyrir nokkrum dögum sneypti seðlabankastjóri tvo ráðherra ríkis- stjórnarinnar fyrir að minnast á raforkuverð til álversins. Þeir vissu ekki um hvað verið væri að semja. Á baksíðu Morgunblaðsins 11. sept. hefur verðið loks verið birt og segja sumir nú ríkisstjórninni gefinn 19 daga frestur til að samþykkja það sem og staðarvalið. Nú geta allir og ekki aðeins ráðherrar farið' að reikna út gróðann af álverinu. Við skulum bera nýja samninginn sam- an við þann gamla, við skuldabyrð- ina og við gull hafsins. íslenska krónan er fallvölt og því rétt að reikna allt í dollurum ef ekki ein- hveiju ennþá stöðugra eins og olíu- tunnum eða þorsktonnum. Á miðjum sjöunda áratugnum sömdu ráðamenn um raforkusölu til ÍSAL á föstu verði til 20 eða 40 ára. Verðið var víst 3 mill en skyldi lækka í 2,5 mill eftir tiltekinn ára- fjölda. Það þótti snjallt að ná næst- um föstu verði fyrir íslenska vatns- orku meðan horfur voru á því að erlend kjarnorka mundi lækka niður í næstum ekki neitt. Einnig var keypt olíuknúin vararafstöð til notkunar af Þjórsá skyldi nú leggja og ekkert vatnsafl væri að fá. Úr hverri olíutunnu fást um 500 kílóvattstundir (KWs) brúttó miðað við 30% hreyfilnýtni. Það er þó líka fjármagns- og annar rekstrarkostn- aður af rekstri slíkrar rafstöðvar. Hámark væri held ég að fá 400 KWs nettó út úr olíutunnunni. Þá mundi ÍSAL greiða okkur einn doll- ar fyrir olíutunnu sem við keyptum frá Arabíu eða Rússlandi fyrir 30 dollara. Auðveldara er að snúa á íslendinga í viðskiptum en araba. Ekki hefur þurft að nota olíuraf- stöðina og ekki kom til verðlækkun- arinnar. Veit ég reyndar ekki hvað ÍSAL fékk í staðinn fyrir að leyfa okkur að rifta þessum afarsamningi og hækka raforkuverðið. Varla hafa þeir bara vorkennt þessum viðvan- „Hver er þá heildar- gróðinn ef hann er 2 mill á KWs? Alíir geta nú margfaldað með tveimur. Það gera hvorki meira né minna en 5,8 milljón dollara á ári í hreinan ágóða, eitt og hálft prósent af sölu- verði álsins.“ ingum sem ekki kunnu til verka og gleymdu að reikna með verðbólg- unni? Aftur er nú samið um fast verð og nú til 40 ára. En við gerum varla sömu vitleysuna tvisvar og nú er rætt um verðtryggt raforku- verð. Það á að vera fast hlutfall af álverðinu, nánar tiltekið 16%. Ef orkuverð stórhækkar úti í heimi svo álverð þarf að hækka lítilshátt- ar þá fáum við líka lítilsháttar hækkun á okkar orku. Og hvert verður þá verðið? Jú, það er áætlað 2 mill á kílóvattstund umfram kostnaðarverð. Tveir þús- undustu partar úr einum dollar. Nú ætlum við aldeilis ekki að selja olíu- tunnuna á einn dollar heldur 7,3 dollara og viljum frá 0,8 dollara í hreinan ágóða af hverri orkutunnu sem seld er álverinu. Framleiðslu- kostnaðurinn er nefnilega 16,3 mill eða 6,5 doliarar á tunnu. Að vísu er ætlunin að gefa góðan afslátt fyrsta áratuginn. Það er samið um 10,5—14 mill 1994—1996 hvertsvo sem álverðið verður þá. Það er 2—6 mill undir kostnaðarverði en eitt- hvað verðum við auðvitað að gefa í staðinn fyrir allan þennan fram- tíðarágóða. Ekki jafnast þetta beinlínis á við olíugróða arabanna. Þar kostar að sögn minna en einn dollar að ná hverri tunnu af oiíu upp úr jörðinni og arabar vilja hafa 29 dollara í sinn ágóða. Nú, ekki viljum við kalla yfir okkur styijaldir og ódýrt vinnuafl frá Asíulöndum. Við erum hamingjusöm þjóð í óspilltu og ómenguðu landi hinnar ódýru orku og ekki einhverjir arabaokrarar. Flestir eru að vísu að kikna undan vaxtaokrinu og uppblásturinn að gera landið að arabískri eyðimörk en það er nú önnur saga. Ekki veit ég gjörla hvernig Landsvirkjun reiknar út að fram- leiðslukostnaður á þeirra raforku- verði, 16,3 mill og ætla ekki að skipta mér af þeim reikningum. Ef þeir misreikna sig þá fara þeir ekk- ert á hausinn eins og eitthvert einkafyrirtæki. Álverinu er tryggð orkan, hún hækkar einfaldlega því meira til hinna sem ekki fá rafork- una á föstu verði til 40 ára. Samkvæmt Morgunblaðinu 13. sept. sl. er raforkuþörfin 2900 GWs. Hver er þá heildargróðinn ef hann er 2 mill á KWs? Allir geta nú margfaldað með tveimur. Það gera hvorki meira né minna en 5,8 milljón dollara á ári í hreinan ágóða, eitt og hálft prósent af söluverði álsins. Ágóðmn er 23 dollarar á hvern einasta íslending. Varla skiptir það sköpum fyrst þjóðartekjur eru næstum 20 þús. dollarar á hvert mannsbarn. Eg veit að vísu ekki hvert allar þær þjóðartekjur fara en það er nú önnur saga. Úpphæðin nægir til að greiða 6% vexti af næstum 100 milljón dollara láni. Að vísu eru erlendar skuldir okkar nú um 3.000 milljón dollarar svo það þarf ágóða 30 álvera ein- göngu til að greiða vextina ef þeir eru 5,8%. Það er nú önnur saga. Auévitað þarf að taka ný lán til að reisa allar þessar nýju virkjanir en vextina og afborganirnar af þeim greiðir Landsvirkjun af 16,3 mili kostnaðarverðinu sem það fær frá ATLANTAL til viðbótar umrædd- um tveimur mill. Ekki þurfum við að hafa áhyggjur af þeim eða hvað? Ágóðinn jafngildir söluverði tæp- lega 3 þús. tonna af þorskfiski upp úr sjó. Sanngirniskrafa er að lands- Einar Júlíusson byggðin fái einn togara með 3 þús. tonna kvóta ef suðvesturhornið fær nýtt álver. Einhver taldi ál jafngilda jafn- þyngd af nýveiddum þorskum. Sá hefur rækilega misreiknað sig og ekki vitað fremur en sneyptu ráð- herrarnir um hvaða verð var verið að semja. Ágóðinn af hverri kíló- wattstund er áætlað að verði 2 mill árið 2003. Þá svarar ágóðinn af raforkusölu til 200 þús. tonna álframleiðslu námkvæmlega til söluverðs 2900x2x56,8/145,51= 2.264,037 tonn af þorski á Bret- landsmarkaði og til 2.594,016 tonna af þorski á Fiskmarkaði Suð- urnesja samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins 11. sept. sl. um þágildandi meðalfiskverð og kaup- gengi. Við eigum reyndar nóg af togur- um en ekki veitir af þessum álþorsk- um því við höfum á örfáum árum minnkað afrakstursgetu þorsk- stofnsins um líkast til ein 200 þús. tonn. En það er nú önnur saga. Það er ekki sanngjarnt að bera saman ágóða af raforkusölu og söluverð á fiski. Ekki er rétt að bera saman söluverðið því í raun skiptir verðið minnstu máli. Það er ágóðinn sem mestu máli skiptir en útgerðin er rekin á núllinu og það er enginn ágóði af fiskveiðunum. Álver er þrátt fyrir allt gróðavæn- legra en útgerð. Ef hins vegar fiski- skipaflotinn væri minnkaður um helming, gæti hreinn ágóði af þorskstofninum, sem nú er verið að eyðileggja numið allt að 250 þús. tonnum eða eins og af raforku- sölu til eitt hundrað álvera. Það er víst líka allt önnur sorgarsaga. Eg er alls ekki á móti álverum, virkjun orkulinda okkar eða al- mennri atvinnuuppbyggingu. Ég vil aðeins að menn horfi á hlutina í réttu ljósi og ekki með álglampa í augum. Það er óvíst að við getum í annað sinn rift þeim samningum sem við sjálfir gerum og ég held að við getum fengið betra verð fyr- ir okkar orku innan 40 ára. Álver skiptir ekki sköpum varðandi framtíð okkar. Umgengnin um landið og fiskimiðin gerir það hins vegar. A umræddu verði er þorsk- stofninn 10 sinnum stærri auðlind en allt virkjanalegt vatnsafl lands- ins. Ekki get ég því beint lagt til að ríkisstjórnin flýti sér að samþykkja þetta kostaboð Atlantal og Lands- virkjunar um 5,8 milljón dollara hreinan árlegan ágóða eftir árið 2003 og setji ekki fyrir sig eitt- hvert tap fyrsta áratuginn. Ef hún gerir það ekki.er allt eins víst að ATLANTAL leiti til arabíu eða ein- hverra annarra en þá áhættu höfum við alveg efni á að taka. Höfundur er eðlisfræðingur. Erindi um svefn- truflanir FORELDRAFÉLAG misþroska barna er nú að heíja nýtt starfs- ár. Fyrsti fundur vetrarins verð- ur haldinn nk. miðvikudagskvöld klukkan 8.30. Helgi Kristbjarn- arson læknir verður þá með fyr- irlestur í Æfingadeild Kennara- háskóla íslands. Hann fjallar um svefn og svefn- truflanir og hvernig þær tengjast atferli ög einbeitingu. Helgi hefur undanfarið unnið að viðamiklum rannsóknum um svefnhegðun barna. Helgi mun svara fyrirspurn- um og á eftir verða almennar um- ræður. Við hvetjum alla til að koma og hlýða á áhugaverðan fyrirlestur. (Fréttatilkynning) MEÐAL ANNARRA ORÐA NÓTTBÓKANNA eftir Njörð P. Njarðvík Austur í Helsinki er ein stærsta og glæsilegasta bókaverslun í Evrópu og þótt víðar væri leitað, og heitir á sænsku Akademiska bokhandeln. Það er sönn unun bókelsku fólki að ganga þar um sali og getur tekið langan tíma að skoða bækur af öllu tagi á óteljandi tungumálum. Á slíkum stað fær maður hugboð um, hvílík kynstur af bókum eru gefin út í heiminum. Það er í raun eins og að vera kominn inn í sérstakan heim — heim bókanna sem aftur leiðir inn í annan heim — heim hugar og ímyndunarafls. Akademiska bokhandeln eða Akademen eins og hún er kölluð manna á milli, gerir ýmislegt til að ýta undir áhuga á bókum. Það er til dæmis algengt að nýjar bækur séu kynntar með þeim hætti að höfundi sé boðið í heim- sókn og tekið við hann viðtal á litlu sviði sem stendur í aðalsaln- um og það berst síðan um hátal- arakerfi til gestanna, þeirra sem ekki eru alveg í námunda. Þarna geta því viðskiptavinirnir átt von á því að hitta fyrir kannski heims- fræga rithöfunda. Af þessum sök- um er Akademen eins konar fast- ui' punktur í menningarlífi Hels- inki, og mjög algengt að fólk mæli sér þar mót, enda miðsvæð- is, beint á móti Stockmann efst í Södra Esplanaden hjá Svenska Teatem. Höfundastefna En það er fleira sem þeir láta sér detta í hug hjá Akademen. 30. ágúst síðastliðinn efndu þeir til fyrirbæris sem þeir kalla Nótl bókanna og er eitt heljarmikið húllumhæ. Þennan dag er búðin ekki einungis opin daglangt, held- ur fram til klukkan tvö aðfara- nótt næsta dags. Þá býður versl- unin til sínum fjöldanum öllum af rithöfundum af ýmsu tagi og stefnir þeim til móts við lesendur og kaupendur'bóka, Svo vildi til að ég var staddur í Helsinki þennan dag í tilefni af því að bók mín I flæðarmálinu var að koma út á finnsku, og mér var boðið að koma til Akademen í þessa undarlegu bókaveislu. Mitt hlutverk var að sönnu lítið og nánast ekkert, enda ekki frægur rithöfundur, en mér gafst þeim mun betra tóm til að virða fyrir mér það sem fram fór. Okkur rit- höfundum var boðið upp í salar- kynni yfirstjórnar verslunarinnar og starfsfólksins að þiggja vínglas og spjalla saman, það er að segja þeim sem ekki voru þegar farnir að taka þátt í dagskráratriðum. Mér þótti gaman að hitta þarna fjöldann allan af gömlum kunn- ingjum að stofna til kynna við nýja, en þarna voru saman komn- ir margir af þekktustu rithöfund-' um Finna, svo sem Vejo Meri, Antti Tuuri, Eso Sariola, Hannu Makelá, Kaj Westberg. Af sæn- skumælandi höfundum má nefna Gösta Ágren og Bo Carpelan, og svo var þarna sá frægi leikari Lassi Pöysti sem er að gefa út endurminningar sínar, sem Bo Carpelan þýðir á sænsku. Þorláksmessa og kjötkveðjuhátíð En þetta var bara byijunin og ekki nema fyrir höfundana. Raun- veruleikinn var niðri í búðinni sjálfri, þar sem var örtröð fólks líkt og á Þorláksmessukvöldi í Reykjavík. Mér var sagt að ein- hveijar tegundir bóka hefðu verið á niðursettu verði, þar á meðal sumar nýútkomnar bækur, svona í tilefni dagsins. En yfirleitt hefði venjulegt verð verið á bókunum. Þegar ég fór að reika um sali (reika er kannski ekki rétta orðið eins og þeir vita sem troðast á árlegum bókamarkaði hér), þá gaf á að líta. Vejo Meri var að lesa úr nýrri ljóðabók sinni Lasianker- iaat, og að lestri loknum sótti að honum fjölmennur her að fá árit- un. Á öðrum stað var verið að taka viðtal við höfund sem ég bar ekki kennsl á og komst ekki í námunda við sakir fjölmennis. Segja má að í hveiju horni hafi eitthvað verið að gerast, og svo margt að vonlaust var að reyna að fylgjast með því öllu, enda fór ýmsum atriðum fram samtímis. Fólk var glatt og eins og yfir öilu einhver kjötkveðjuhátíðarsvipur, og þá datt mér í hug að þetta. kvöld væri eins og sambland af Þorláksmessu og karnívaji. Og hvað skyldu margar hafa komið þarna þetta kvöld? Það hljómar ótrúlega, en finnsku blöðin full- yrtu að það hefðu verið 45.600 manns, hvorki meira né minna. Um sölu bóka veit ég ekkert, en ýmsir ráku upp stór augu þegar í ljós kom að tölvudeildin hafi selt 15 tölvur! Ekki allir hrifnir Ekki eru allir jafnhrifnir af svona uppátæki. Ég rakst á virðu- legan uppábúinn breskan herra- mann sem fitjaði upp á nefið og spurði hvað þetta ætti skylt við bókmenntir. Og vissulega hefur hann mikið til síns máls. Svona gassagangur er náttúrlega í tölu- verðri andstöðu við eðli bók- mennta, þar sem lesandinn mætir höfundi í hljóðri íhugun og saman skapa þeir listaverk sem aldrei verður skilgreint til fulls, og allra síst með ytra pijáli. Á móti má spyija: hví ekki karnival bók- anna? Gerir það nokkuð til? Það Ieyndi sér að minnsta kosti ekki, að almenningur kunni sannarlega að meta þessa tilbreytingu í hvers- dagslífi síðsumarsins. Ég fór auð- vitað að hugsa eins og íslendingur gerir jafnan, hvort eitthvað svipað gæti gerst hér, en sá í hendi mér að engin bókabúð á íslandi gæti leikið þetta eftir. Þær eru einfald- lega of litlar. Veislan var ekki á enda, þegar ég hvarf á brott. Ég var satt að segja búinn að fá nóg af örtröð- inni og fyrirganginum. Og það var gott að koma út í hlýja nótt- ina og rölta heimleiðis eftir svo til auðum götum. En því verður ekki neitað, að það er ekki lítið afrek að fá 45.600 manns til að skemmta sér í bókabúð — og fara heimleiðis með þunga bókapakka. Síðar á þetta fólk sitt raunveru- lega stefnumót við bókmenntirn- ar. llöfundur er rithöfundur og dósent ííslenskum bóknienntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.