Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990
29
Minninff:
Gísli Agústsson
frá Hofsstöðum
Fæddur 16. júní 1926
Dáinn 5. september 1990
Gísli Ágústsson frá Hofsstöðum,
fyrrverandi oddviti Gufudalshrepps
um árabil, er látinn. Hann varð
bráðkvaddur á sínum heimslóðum
5. þessa mánaðar.
Gísli var fæddur á Hofsstöðum
16. júní 1926, sonur hjónanna Reb-
ekku Þórðardóttur og Ágústar Sig-
urbrandssonar, sem bjuggu þar um
árabil. Gísli var elstur 8 systkina
og hefur sjálfsagt leitt þau mörg
fyrstu sporin. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum á Hofsstöðum til
fullorðinsára. Þá hleypti hann heim-
draganum og var í vegavinnu hér
og þar, aðallega í Borgarfirði, og
stundum í fiskvinnu á vetrum.
Hofsstaðir eru lítil jörð, en nota-
dijúg. í tíð foreldra Gísla var þar
búið vel, jafnvel ágætlega, eftir því
sem þá var. Þegar harðindi gengu
yfir var bóndinn á Hofsstöðum,
Ágúst Sigurbrandsson, alltaf af-
lögufær með hey. Það var aðdáun-
arvert, hvað þau hjónin gátu með
sinn stóra barnahóp. Elstu börnin
fóru snemma að hjálpa til og var
ekki hlíft. Það var ekki vani í þá
daga. Það varð að duga eða drep-
ast. Ágúst var löngum forðagæslu-
maður. Ég dáðist að samviskusemi
hans í því starfi. Ég held að þessi
orð hljóti að hafa verið kjörorð
Ágústar á Hofsstöðum: Dugnaður,
nýtni og heiðarleiki.
I þessu umhverfi og við þennan
hugsunarhátt ólst Gísli upp. Það
mótaði hann. Vera trúr yfir litlu,
fara vel með allt. Ég held að hann
hafi alltaf fylgt þeirri stefnu, gat
alltaf rétt öðrum hjálparhönd. Eins
og áður segir var Gísli í vinnu hér
og þar fram eftir árum, en þegar
faðir hans fór að bilast á heilsu og
varð að fara á sjúkrahús fór Gísli
heim og tók við bústjórn ásamt
móður sinni og studdi hana við
búskapinn meðan heilsa hennar
leyfði. Gísli var snemma kosinn í
hreppsnefnd og alltaf hreppsnefnd-
aroddviti. Hann rækti þau störf með
trúmennsku eins og annað.
Það má vel vera að samstarfs-
mönnum hans hafi stundum fundist
hann vilja vera nokkuð einráður,
enda vill það oft vera svo, þegar
menn eru lengi í sama starfi. En
allt fór nú þetta samt vel. Það
kunnu allir að meta hans dreng-
skap.
Á síðari búskaparárum Gísla,
þegar jarðir fóru að fara úr ábúð,
beitti Gísli sér fyrir því sem odd-
viti, að jarðir héldust í byggð, og
það tókst venjulega, ungt fólk kom
og settist að í sveitinni, en því mið-
ur entist þá ekki til langframa. En
Gísli studdi það með ráðum og dáð,
leiðbeindi því við fyrstu handtökin
við bústörfin og vann með því á
mörgum sviðum og það allmikið og
aldrei sendir reikningar.
Ég veit, að margt af þessu unga
fólki, sem lagði út í þessi búskapar-
ævintýri, á margar góðar minningar
um Gísla, hjálpsemi hans og dreng-
skap.
Ég á margar góðar minningar
um Gísla heima í sveitinni, en ekki
síður er við fluttum suður. Við hitt-
umst hér oft og áttum leiðir sam-
an, stundum í gleðskap með öðrum.
Mér þótti váent um það, þegar hann
hringdi eða kom til mín, hann var
svo hressilegur, það fylgdi honum
einhver gustur. Hann sagði sína
meiningu á mönnum og málefnum,
talaði tæpitungulaust. Við vorum
þá ekki alltaf sammála, ekki síst
ef stjórnmál bar á góma. Það gerði
ekkert til. Það efldi og styrkti vin-
áttuna. ■
Það er oft svo, þegar fólk flytur
úr sveit í þéttbýli, að það hverfur,
týnist gömlum sveitungum.
„Gleymdu ekki gömlum vin, þó gef-
ist aðrir nýir,“ stendur einhvers
staðar en það var ekki svo með
Gísla, hann hélt sambandi við gamla
sveitunga.
Fundum okkar Gísla bar saman
fyrir hálfum mánuði. Hann sagðist
vera í fríi og var ég það líka. Okk-
ur kom saman um að skreppa vest-
ur tvo til þijá daga, sjá ættarbyggð
saman og minnast horfinna kunn-
ingja og vina, sem við þekktum
báðir. Gísli var sjálfsagt einn af
þeim, sem þráði „æskudalinn, gaml-
an sveitasið, söng og lækjarnið“.
Við létum verða af þessu. Það
svæði, sem við ætluðum fyrst og
fremst að ferðast um, var Austur-
Barðastandarsýsla. Vestur á Barða-
strönd er víða stórbrotið land og
fagurt, en miklar eyðibyggðir. Þetta
er tilvalið ferðamannasvæði. Við
fórum rólega yfir, stönsuðum víða,
sérstaklega í Flókalundi. Þar er vítt
land og fagurt. I bakaleiðinni áðum
við góða stund á eyðibýlinu Litla-
Nesi. Ég hafði orð á því, að þar
hefði búið síðast óvenjulega gott
fólk, en það var lítið í takt við hina
svokölluðu menningu.
Við skoðuðum þar gamalar og
grónar tóttir. Sumir geta lesið
margt út úr tóttum og rústum eyði-
býla, þeir sem hafa sjötta skilning-
arvitið. Við gátum það ekki, en við
mældum tóttirnar og áætluðum
bústofninn eftir því.
Það var farið að halla degi. Veðr-
ir dásamlegt. Við settumst undir
veggjarbrot og ræddum tilgang
lífsins. Hvað vorum við að gera
hér, hvaðan komum við, og hvert
förum við? Þessi ágæti vinur minn
hneigðist að þeirri kenningu, að
þetta ferðalag mannsins um iífsins
haf væri þroskabraut. Við kæmum
hér aftur og aftur (kenning guð-
spekinnar), þegar við hyrfum inn í
hina miklu móðu, værum við bæði
að deyja og fæðast. Við ræddum
þetta ekki frekar, hugðumst geyma
það til kvöldsins. En við komumst
aldrei saman á leiðarenda. Við tún-
hliðið varð þessi trausti maður bráð-
kvaddur. Hér var ekki dokað þrös-
kuld við. Við vorum komnir að hin-
um miklu vegamótum. Kannski var
þessi góði kunningi minn að heyja
nýtt ferðalag.
Ég vil þá óska honum góðrar
ferðar og landtöku á ódáinsströnd
og um leið vil ég þakka honum
fyrir ágæta samfylgd undanfarna
áratugi, og ekki síst þessa síðustu
samfylgdj sem endaði á svo sorgleg-
an hátt. Ég kveð svo Gísla vin minn
með þessum ljóðlínum Jónasar
Hallgrímssonar:
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
Ég vil svo votta eftirlifandi systk-
inum hans og ættingjum innilega
samúð.
Jóhannes Arason
'Gísli Ágústsson fyrrum bóndi og
oddviti frá Hofsstöðum í Gufudals-
sveit er íátinn. Hann var á ferð á
heimáslóðum þegar hann lést, þann
5. september. Hann fæddist 16.
júní 1926.
Foreldrar Gísla voru hjónin Reb-
ekka Þórðardóttir og Ágúst Sigur-
brandarson á Hofsstöðum. Móðir
hans var dóttir hjónanna Þórðar
Jónssonar og Jófríðar Jónsdóttur
Hvaðer
Armaflex
Það er heimsviðurkennd
pípueinangrun í hólkum,
plötum og límrúllum frá
(Aþmstrong
Ávallt tilálager.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640
1-------------------
sem bjuggu á Hofsstöðum frá 1902
til 1925. Faðir hans var fæddur og
uppalinn í Skáleyjum, sonur Sigur-
brandar Jónssonar og Rósamundu
Sigmundsdóttur. Foreldrar Gísla
hófu búskap á Hofsstöðuin 1925.
Gísli var elstur var sínum systkinum
en þau eru: Kristín, Jón Þórður,
Ingveldur, Birna Sigríður, Guð-
björg, Gunnar og Fríða. Þetta var
stór hópur eins og þá var algengt.
Gísli og systkini hans vöndust því
snemma á vinnusemi heima og
heiman. Hann fór til sjós, á ver-
tíðir, í vegavinnu og fleira sem til
féll. Heilsa föður hans bilaði og var
hann alveg á sjúkrahúsi uns hann
dó árið 1966. Það varð því hlutverk
Gísla að standa fyrir búi með móð-
ur sinni frá árinu 1953 meðan heilsa
og aldur hennar leyfði. Það var
árið 1978 sem Gísli hætti búskap
og þau mæðginin fluttu til
Reykjavíkur. Móðir hans lést á
sjúkrahúsi í apríl á síðasta ári. Eft-
ir að suður kom fékk Gísli starf við
Laxeldisstöðina í Kollafirði og vann
þar ávallt síðan og líkaði vel. Bú-
skapur Gísla var ekki stór í sniðum
en snyrtilegur og fóðrun og hirðing
til fyrirmyndar. Sjávarhætta var á
Hofsstöðum meðan vetrarbeit var
notuð og mikill erill við pössun á
að fé flæddi ekki á skerjum. Hann
ræktaði tún við erfiðar aðstæður
og lagði mikla vinnu og natni við
að vanda þau sem best. Hjálpsemi
Gísla við sveitunga og granna var
einstök. Við í Gufudal nutum þess
og oft var hann kominn óbeðinn ef
hann vissi að þörf var á hjálp. Það
er margs að minnast en orðin skort-
ir.
Farskóli var í sveitinni, þijá mán-
uði í hvorum sveitarhluta. Oft var
hann á Hofsstöðum. Það var eina
menntunin sem Gísli hlaut eins og
var með fjöldann í afskekktari sveit-
um á þeim árum. Sjálfsmenntun og
iífsreynsla varð að duga. Gísli var
einn af þeim sem aflaði sér þekking-
ar af eigin rammleik.
Sveitungar sýndu honum traust.
Hann var oddviti hreppsnefndar í
allmörg ár, formaður sóknarnefnd-
ar, í stjórn sjúkrasamlags meðan
það var og fleira mætti telja.
Mér er þó efst í huga hjálpsemi
hans og lagni við dýralækningar.
Það brást varla að hann gat leyst
margan vanda á því sviði og alltaf
var hann fljótur til aðstoðar þegar
kallað var, hvernig sem á stóð.
Gísli var maður knár, léttur á
fæti og lipur á sínum yngri árum.
Hann var ákveðinn í skoðunum og
lét varla haggast frá því sem hann
taldi rétt. Hann var fljótur til sátta
ef að eitthvað bar á milli. Eftir að
hann flutti suður hafði hann áhuga
fyrir því sem var að gerast í sveit-
inni og gladdist yfir því sem til
framfara horfði. Hann kom ávallt
vestur í sveitina í fríum, fyrstu árin
með móður sína en síðar einn eða
með sveitunga með sér. í slíkri ferð
var hann þegar hann var kallaður
í aðra lengri ferð sem allir eiga
fyrir höndum að fara. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum honum fyrir
samfylgdina og vottum systkinum
hans og fjölskyldum þeirra samúð
okkar.
Ég kveð hann með orðum skálds-
ins á Kirkjubóli í Hvítársiðu um
látinn sveitunga:
Og lífið eins og áður gang sinn gengur.
Kom gróðurdís, og yfir vðtnin svíf.
Kveð vökusonginn varma bjarta líf,
kveð vorsins drápu. Hann var góður drengur
og bundinn fast við sína heimahaga
í hjarta sínu alla sína daga.
(G.B.)
Kristinn frá Gufudal
• Hreinsiefni • Pappir • Velar • Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Raðgjof
HREINIÆflSDAGAR 10
DAGANA 1&-22. SEPT. KL. 13-17.
Kynning á tækjum, hreinsiefnum, pappír og áhöldum til
daglegra þrifa í matvælafyrirtækjum, almennum
fyrirtækjum, stofnunum og heimilum.
í glæsilegum sýningarsal RV og RV-Markaðar að Réttarhálsi 2.
Fiá K.E.W. verða kynntar nýjar gerðir af staðbundnum
háþrýstitækjum, gufuþvottatækjum, almennum
háþrýstitækjum, vatnssugum og teppahreinsi-
vélum.
Nú fást hjá RV hentugar gerðir af þessum tækjum fyrir
allar stærðir fyrirtækja, stofnana og heimila.
Frá Celtona verður kynnt ný lína af endurunnum,
óbleiktum pappírsvörum s.s. W.C. pappír, hand-
þurrkur, iðnaðarþurrkur o.fl.
Frá Scan-Otarés verða m.a. kynnt nýju FREE-EFNIN,
þ.e.a.s. ofnæmisprófuð hreinsiefni án ilm- og litarefna.
Öll hreinsiefni frá Scan-Otarés brotna niður í náttúrunni
innan 48 klst. frá notkun.
Frá RV verður m.a. kynnt nýja RV-línan í hreinsiefnum.
Góð vara á sériega lágu verði fyrir stofnanir, fyrirtæki og
heimili.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA.
KYNNINGARAFSLATTUR !
Q0mn
KEIW
Scan-Otarés
Hreinsielni
Hreinlega allt til hreinlætis
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi2 -110R.vik - Simar31956- 685554
Einnota vörur • Vinnufatnaður • Raðgjof