Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Orð til Gunnars Salvarssonar eftir Brnga Asgeirsson Á stundum er það næsta leiðin- legt og jafnvel dapurlegt að setjast niður fyrir framan tölvuskjáinn. Það á einkum við, er maður neyðist gegn vilja sínum að svara ómaklegum staðhæfíngum og ávirðingum á eigin persónu og er ég löngu hættur því að mestu, enda treysti ég dómgreind lesenda og að þeir sjái í gegnum skrifín. En fyrir kemur, að skrifín eru þess eðlis, að maður verður beinlín- is að svara, því að slíkt geta ýms- ir seinna tekið upp sem blákaldar staðreyndir og ekki hef ég áhuga á að láta troða mér um tær í jafn viðkvæmu máli. Ekki þekki ég neitt til Gunnars Salvarssonar, skólastjóra Heym- leysingjaskólans, nema rétt aðeins í sjón, en hann hefur fnál sitt af miklum móð og í fyrstu málsgrein sinni fer hann tvívegis með rangt mál og seinna skiptið með hrein ósannindi. Skil ég illa slíkan mála- flutning. í fyrsta lagi hefur það sjaldnast verið í beinum tengslum við al- mennar umræður um málefni heymarlausra, að ég hef skrifað um eðli heymarleysis, þótt það hafí gerst í tvö síðustu skipti, held- ur hefur verið um að ræða almenn- ar greinar um orsakir og eðli heyrnarleysis og hef ég þar einnig nákvæmlega skilgreint mikinn mun þess að fæðast heymarlaus og missa heym, eftir að einhver málkennd hefur náð að þróast. Hinn minnsti málþroski hefur mjög mikið að segja, ef rétt er að málum staðið um áframhaldið. En sé svo aftur rangt að málum staðið getur jafnvel drjúgur málþroski glatast. Þá er það ekki aðeins rangt heldur hrein ósannindi að segja mig vera á móti táknmáli og vinna gegn því, það hef ég aldrei verið né mun verða, svo sem öll skrif mín em til vitnis um. Hins vegar er ég hræddur við alhæfingu, forsjárhyggju og mið- stýringu í þessum málum sem öðr- um. Ég leyfði mér og einungis að efast um að hægt sé að alhæfa einn tjáskiptamöguleika heymar- lausra sem móðurmál þeirra og fyrir það fæ ég það framan í mig að skrif mín séu sprottin af annar- legum hvötum og jafnvel í auglýs- ingaskyni á eigin persónu. Dijúgur skammtur af lágkúm það. Ég hef ósjaldan verið spurður að því, hví ég beitti ekki stflvopni mínu meira fyrir málstað heymar- lausra vegna margþættrar þekk- ingar og reynslu minnar á þessum málum, og það var m.a. gert í til- efni dags heymarlausra síðast. Skrifaði ég þá pistil, þótt seint yrði vegna anna, og sé ég nú að hann mun hafa farið í taugarnar á skólastjóranum vegna þess að ég vék að hugtakinu „móðurmál heymarlausra". Þá skal þess í leiðinni getið, að ég sagði við Matthías Johannessen skáld og ritstjóra fyrir nokkmm árum, að út væm komnar nokkrar merkilegar bækur með skilgrein- ingfu á heymarleysi, er vörpuðu um margt nýju ljósi á eðli þess og töluðum við um stund um þessi mál. Segir hann við mig að skiln- aði að ég skuli panta þær allar og skrifa grein upp úr þeim við til- efni, en hef ekki ennþá komið því við, en þær era verðmætur stuðn- ingur skrifum mínum. Hef ég fullan hug á því að taka saman grein upp úr þeim og mun síst af öllu spyija Gunnar Salvars- son um leyfi hér, er- að því kemur. Skilningur skólastjórans virðist vera all takmarkaður um eðli heymarleysis, þar sem álíti þá helst heymarlausa, sem era fæddir heymarlausir eða mikið heyrnar- skertir, en hinir séu ekki „nema“ læknisfræðilega heymarlausir! íslensk tunga á ekkert skil- merkilegra orð fyrir þá fötlun, er menn missa fullkomlega heym eða fæðast þannig, en að þeir séu heymarlausir og nær hugtakinu fullkomlega, þótt meir en æskilegt væri að geta aðgreint þessa tvo hópa í einu orði, sem fæddir eru heymarlausir eða misst hafa heym, eftir að nokkrum málþroska var náð. Hér er þó um skilgreiningarat- riði að ræða og vil ég því fara nokkrum orðum um reynslu mína. — Ég er alinn upp í fallegu húsi við Rauðarárstíginn og í beinni línu upp frá því og aðeins aðgreint af Þverholtinu og einni húsalengju var Málleysingjaskól- inn svonefíidi við Stakkholt. Ég hafði því þetta fólk í nálægu sjónmáli frá bernskuárum mínum og er það í fersku minni ásamt öllu því andlega og líkamlega fatl- aða fólki, sem einnig var vistað í skólahúsinu. Minnist ég þess hve ég fann mikið til með þessu heil- brigða fólki að vera sett á sama bás og vangefíð og þroskaheft. Augljóst mátti vera, að eina hindr- un þess væri heymarleysið og varð það til þess að við krakkamir í hverfínu, sem fylgdumst grannt með, veltum þessu fyrir okkur. Síst af öllu datt mér þá í hug, að ég ætti eftir að ganga í gegnum þetta. sama og m.a. vera innan veggja þessa skóla í þijú ár. Málvísum mönnum mun vafal- ítið hafa þótt nafngiftin „mállaus" fegurri íslenzka en daufdumbur og eins og oftar ekki gert sér grein fyrir því, að orðið gæti brenglað skilninginn á hugtakinu, er það næði alfarið yfír einn minnihluta- hóp í þjóðfélaginu. Auðvitað eru allir fæddir mál- lausir og langflestir heymarlausir voru mállausir allt lífíð áður fyrr og því hefur hinum vísu mönnum fundist nafngiftin við hæfí. Orðið daufdumbur mun komið úr germönsku sbr. Taubstumm á þýsku og dövstum á dönsku og var skilgreining á þeim, sem fæddir voru heymarlausir, eða mikið heymarskertir, og'var í þann tíma fynrmunað að læra talmál. í þann tíma vora þeir, sem dapr- aðist heym eða misstu heymina eftir að málþroska var náð, nefnd- ir heymardaufír eða alveg heym- arlausir. Þetta er alveg ljóst og klárt og þarf ekki að deila um viðumefnin jafn lítið eftirsóknarverð og þau eru. Ég fylgdi fljótlega Brandi heitn- um Jónssyni í Málleysingjaskólann, eftir að hann varð skólastjóri þar og móðir min hafði tekið mig úr Austurbæjarskólanum, þar sem menn höfðu ekki þá þekkingu til áð bera, er til þurfti í mínu tilfelli. Voru ánægðir ef ég mætti rétt- stundis í skóla og sæti allan kennslutímann. En það var ég naumast og móðir mín alls ekki. Brandur gerði það að skilyrði fyrir yfirtöku sinni á Malleysingja- skólanum, að hann yrði sérskóli heyrnarlausra og engra annarra og fékk það í gegn, enda hefði hann öðrum kosti tekið tilboðum erlendis frá og ný og ómetanleg þekking hans þar með glaíast' ís- lendingum. Við komu Brands gjörbreyttist skólinn og smám saman viðhorf fólks til þessa minnihlutahóps. Fljótlega hóf hann atlögu að nafngift skólans, sem honum þótti ærið misvítandi, enda lagði hann áherzlu á að reyna að koma sem flestum til einhvers málþroska með nýjum aðferðum og eigin tilraun- um. Þar sem ég var trúnaðarvinur hans í þessum málum og hann lagði mikla áherslu á að ræða við mig vítt og breitt um eðli heymar- leysis fylgdist ég grannt með bar- áttu hans. Ég var trúlega fyrsti Islendingurinn, sem hann skipu- lega kenndi varalestur og hafði gert það í tvö ár, áður en hann varð skólastjóri. Þá var það nýtt, að Brandur óskaði eftir miklu yngri börnum í skólann — vildi eiginlega skóla- skylda heymarlaus böm frá fjög- urra ára aldri og mun einnig hafa tekist það, þótt að sjálfsögðu mætti hann hér andstöðu svo sem í öllum öðrum nýjungum, er hann fitjaði upp á. Helgi Elíasson, fræðslustjóri, sýndi skilning á mörgu því, sem Brandur vildi fá í gegn og m.a. fengum við þrír piltamir, sem misstum heym á sama tíma og vorum níu, ellefu og tólf ára, sér- kennslu i nokkram námsgreinum. Nafni skólans var þannig breytt í „Heyrnleysingjaskólinn" og muni Brandi hafa verið það nokkur stuðningur, að innan veggja hans vora þrír ungir piltar alveg heym- arlausir, sem þó töluðu móðurmál sitt reiprennandi, enda gerði það nafngiftina málleysingjaskóli næsta fáránlega. Það var þó áreiðanlega ekki meiningin að einskorða nafngiftina „heyrnarlaus" einungis við þá, sem fæddir era heyrnarlausir eða illa heyrnarskertir, heldur átti vita- skuld við heymarlausa almennt. Má hér vísa til og minna á, að hinn mikilvægi útvörður skilnings- vitanna er í jafn miklu lamasessi, hvort heldur sem menn fæðast heyrnarlausir eða missa heyrnina seinna á lífsleiðinni. í ljósi framanskráðs er það þannig hálf langsótt einföldun að tala um, að menn séu „ekki nema“ eða kannski „bara heyrnarlausir" og svolítið torskilið fyrir þá að liggja undir því, sem misst hafa á unga aldri heyrnina með öllu, þ.e. 100%. Nógu ill er þessi fötlun samt. Eiga menn þá að koma inn í tunguna markleysum sem þessum; að þessi maður sé ekki blindur nema frá því að hann var dreng- ur, én ekki fæddur blindur. Eða að þessi sé aðeins alveg lamaður frá unga aldri? Að slíku er í sjálfu sér lítil meinabót, þegar fötlunin er algjör. Telji skólastjórinn það almenna reglu, að menn haldi málkennd sinni eins og ekkert haíi í skorist, og auki hana með áranum þrátt fyrir algjöran heyrnarmissi á unga aldri, þyrfti hann að læra fræði sín mun hetur. Einkum þegar um er að ræða einstaklinga, sem aldrei hafa lært íslenzku í skóla né hinar dýpri reglur rítaðs máls. En þetta er þó vel mögulegt við góðar ytri aðstæður, metnað og vilja, þrátt fyrir að klappað væri á öxlina á manni í skóla og ýjað að því, að heyrnarlausir þyrftu ekki á íslenzku að halda í lífi sínu. Það er einmitt þetta, að rótgrón- ir fordómar, sem ná jafnvel inn í raðir víðsýnustu skólamanna, geta gert þolandanum mun erfiðara fyr- ir um vik við að tileinka sér reglur málsins, hvað þá ef honum væri kennt og álagt að nota frekar tákn- mál í samskiptum sínum við fólk. Það eru ekki aðeins til tvær teg- undir heyrnarlausra, heldur marg- ar tegundir, svo að hér er ekki hægt að alhæfa þarfir þeirra, held- ur skulu hlutirnir teknir í réttri röð og meta hæfni og getu hvers og eins og aðstoða viðkomandi eftir því. Bragi Ásgeirsson „Þá er það ekki aðeins rangt heldur hrein ósannindi að segja mig vera á móti táknmáli og vinna gegn því, það hef ég aldrei verið né mun verða, svo sem öll skrif mín eru til vitnis um. Hins vegar er ég hræddur við alhæfingu, forsjárhyggju og mið- stýringu í þéssum mál- um sem öðrum.“ Margur fæðist með heyrnarleif- ar og á þá mun auðveldara með að tileinka sér mál en sá, er fæð- ist alveg heyrnariaus. Með aðstoð nýtækni ættu möguleikar þeirra að aukast stórlega við að tileinka sér talmál og almenna málkennd, en hvað gerist ef móðurmál þeirra verður táknmál frá upphafi og þeir teljist þá vera að læra erlend mál, skyldu þeir vilja tileinka sér mál móður eða föður? Það eru þannig margir fletir á þessu máli og farsælast að fara sér hægt um allar staðhæfingar. Það eru t.d. ekki mörg ár síðan beinlínis átti að sturta öllu heyrn- arlausu fólki út í almenna skóla- kerfið og afnema sérskólana og stóðu að þessari nýju og vísu stefnu lærðir, heyrandi sérfræðingar með þykka doðranta spekilegra álykt- ana fyrir rasspúða. Á móti þessu höfum við þolend- urnir einungis lífsreynsluna, á köfl- um lífsreynslu sem fæstir vildu. Það er þannig margt, sem ég hef verið að velta fyrir mér, og það er algjörlega úr lausu lofti gripið að telja mig vera á móti einhveijum tjáskiptamöguleika heyrnarlausra né nokkurri þeirri lausn, sem stuðlað geti að auknum þroska þeirra og dýpri lífsfyllingu. Hér þróast hlutirnir eftir aðstæð- um, en menn eiga síður alfarið að vera undir forsjá og miðstýringu þeirra komnir, sem iðulega virðast vita betur en þolendurnir. Og skyldu þeir, sem fæðast með heyrnarleifar, jafnvel 50% vera heyrnarlausari en þeir, sem missa heyrnina 100% á bernskuskeiði? En hér er allur samanburður út í hött og getur valdið misskilningi, en hins vegar er það hárrétt, sem ég hef og þráfaldlega bent á í greinum mínum, að hvert ár með heyrn í æsku hefur gríðarlega mik- ið að segja um þroskamöguleika viðkomandi. Vel að merkja einung- is möguleika, því að séu þeir ekki fyrir hendi er hætta á að þroskinn glatist og um það era dæmin mörg og dapurleg. Jafnvel fullorðnum mönnum, sem náð hafa Iangt í lífinu, getur slíkur skyndilegur missir orðið um megn, eins og t.d. svo eitt dæmi sé nefnt hljómsveitarstjóranum Artie Shaw, sem giftur var kvik- myndaleikkonunni Betty Grable, en hann hvarf í algjöra einangrun. Gunnar Salvarsson má gjarnan leggja í róminn, hann má jafnvel tala hátt, en snjall telst málflutn- ingur hans ekki og vil ég m.a. benda á þessa setningu: „Fjöl- miðlar hafa löngum hampað heyrn- leysingjanum Braga Ásgeirssyni án tillits til þess hvenær hann missti heyrnina." Því er til að svara, að í samtals eitt skipti (eitt skipti vel að merkja) á þeirri nær hálfu öld, sem liðin er, síðan ég missti heyrnina, hef ég fallist á að fara í viðtal sem beint fjallaði um heymarmissi minn, líf mitt og reynslu af að ganga í gegnum það í algerri þögn frá unga aldri, og var það í Press- unni nú nýverið og samkvæmt sérstakri beiðni. Verður viðtalið að skoðast í ljósi þess, hvernig það var tekið og að hér var ekki úr nægum tíma að spila né djúpt kafað. Fyrr í vetur var rætt við mig í skemmtiþætti og reyndi ég að vera dálítið skemmtilegur á eigin kostn- að, er ég var spurður um heyrnar- leysi, en slíkt er víst mjög hættu- legt hér á útnáranum, því að hætta er á, að fólk taki mann bókstaf- lega! Landsþekktur sjónvarpsmað- ur talaði þá við mig í hærri tónhæð en við aðra, að því er mér var sagt eftir á, og brýndi jafnvel enn frek- ar raustina og má það sýna for- dóma og fáfræði fólks í hnotskum, því að slíkt þýðir minna en ekkert í mínu tilviíri. Varirnar stífna er menn breyta tónhæð og verra verð- ur að skilja viðkomandi og verða varahreyfingarnar til muna ógreinilegri, eftir því sem meira er lagt í róminn. Þá er tíu sinnum betra að viðkomandi tali hljóðlaust. Það sem iriáli skiptir er að menn tali á sem eðlilegastan hátt og séu hvorki með óeðlilegar áherslur né handapat á meðan — jafnvel ekki táknmál. Vil ég vísa til viðtals við heyrn- arlausa, enska leikkonu í sjónvarpi nýlega, en þrír menn töluðu við hana eins og hvern annan og kon- an svaraði jafn óðum fyrir sig. Var líkast, sem verið væri að tala við fullkomlega heyrandi einstakling, svo eðlilega fór þetta fram og engu var merkjamáli né táknmáli fyrir að fara. Væri kannski ekki af hinu góða að fólki almennt væri kennt að tala jafn eðlilega við þá sem lesa af vöranum og í þessu tilviki, jafn lítið og þarf til? Þá vií ég og geta þess að ég legg ríka áherslu á að það komi jafnan fram að ég missti heymina níu ára gamall til að forðast mis- skilning. Veit ég að ólíklegustu menn hafa sagt mig heymarlausan frá fæðingu og hefur það jafnvel ratað á prent og fer mjög í taug- arnar á mér. Ég var ekki að alhæfa, að móð- urmál lærðu menn í vöggu, en móðurhlutverkið hefur um aldraðir verið í höndum konunnar og því er hugtakið til komið. Þetta hefur að nokkru breyst á allra síðustu tímum, en harla mundi móðurmál- ið setja ofan, ef jafnan væri tekið tillit til álits sérfræðinga, en eins og kunnugt er verður mál þeirra sjálfra iðulega að óskiljanlegu stofnanamáli. Hvað mig snerti, þá er sérstaða mín og gæfa mikið til komin fyrir þá sök, að móðir mín kenndi mér ungum að lesa, söng og raulaði ljóð góðskáldanna, sem hún lærði sum utanað er þau lásu þau í út- varpið, og fór með fyrir okkur börnin. Þar með skapaðist vísir að málkennd, sem ég hóf svo fyrst fyrir alvöra að þroska úti í Kaup- mannahöfn, þegar ég var 19 ára eða áratug eftir að ég missti heym- ina. Nokkuð mikilvægur áratugur það og hætta á að menn missi dijúgt úr. Sérstöðu mína og góð ytri skil- yrði hef ég aldrei falið og tók snemma þá stefnu að leyna hvorki né auglýsa missi minn. Satt að segja er ég meira en sáttur við, að táknmálið hljóti al- þjóðlega viðurkenningu, sem það hefur raunar gert, en eins og fram kemur hef ég vissar efasemdir um, að það sé rétt að nefna það móður- mál, þótt það verði aðalmál heyrn- arlausra. Ég er ekki sá útlendingur í aug- um heyrnarlausra, sem Gunnar Salvarsson virðist álíta, nema hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.