Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D ttrjtititlMfafrlfr STOFNAÐ 1913 225. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu: Meiri kvaðir á Yar- sj árbandalaginu Washington. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að sam- kvæmt ákvæðum samninga um niðurskurð hefðbundins herafla í Evr- ópu (CFE), sem nú væru á lokastigi, yrðu Sovétmenn og fyrrum fylg- iríki þeirra í Varsjárbandalaginu m.a. að eyðileggja 19.000 skriðdreka en ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) 4.000. Að sögn Bakers mun CFE-samn- ingurinn heimila hvorum aðila fyrir sig, NATO-ríkjum annars vegar og Varsjárbandalagsríkjum hins vegar, Noregur: Boða lækkun tekjuskatts Ósló. Reuter. BOÐIJÐ er lækkun tekjuskatts í fjárlagafrumvarpi norsku stjórn- arinnar sem lagt var fram i gær. Skattar á áfengi og tóbak verða hækkaðir en útgjöld til umhverf- isverndar aukin. í frumvarpinu er reiknað með 21 dollars meðal- verði á olíu, þ.e. að verðhækkun sem orðið hefur vegna stríðsástandsins við Persaflóa verði ekki varanleg. Útgjöld tii varnarmála verða bundin við sömu krónutölu og á þessu ári. Gert er ráð fyrir 5,5 millj- arða króna fjárlagahalla á næsta ári, jafnvirði 51 milljarðs ÍSK. Er það nánast sami halli og á þessu ári. Arne Skauge ijármálaráðherra sagði helsta markmið frumvarpsins ■vera að vinna bug á atvinnuleysi og örva vöxt í þeim geira atvinnulífs sem ekki tengdist olíuiðnaðinum en þar hefur ríkt stöðnun. Norska stjórnin er í minnihluta á þingi, hefur 62 sæti af 165, og reið- ir sig á stuðning annarra flokka til að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Leiðtogar Framfaraflokks- ins, sem á 22 þingmenn og getur ráðið úrslitum, sögðu frumvarpið fela í sér of litla skattalækkun. Tals- menn Verkamannaflokksins sögðu boðaða skattalækkun einungis koma efnamönnum til góða. að eiga 20.000 skriðdreka, 20.000 fallbyssur, 30.000 brynvagna og 2.000 þyrlur. Samkomulag er einnig um innbyrðis hlutfall einstakra vopnaflokka, sem hvert aðildarríkj- anna má eiga. Þannig mega skrið- drekar ekki vera meira en 33,3% hefðbundinna vopna hvers ríkis, fall- byssur 34,3%, brynvagnar 33,3% og þyrlur 37,5%. Baker sagði að mun meiri skyldur væru lagðar á Sovétmenn að granda vopnum samkvæmt þeirri niðurstöðu sem náðst hefði. Samkomulag hefði enn ekki tekist um hámarksijölda flugvéla en samningamenn risaveld- anna væru að ráðfæra sig um það atriði við bandamenn sína. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að samkomulagið, sem ráðgert er að undirrita í París 18. nóvember við upphaf leiðtogafundar ríkja sem aðild eiga að Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), myndi stórlega draga úr yfirburðum Varsjárbandalagsríkjanna í hefð- bundnum herafia í Evrópu. Reuter Mitterrand í Persaflóaríkjum Fahd, konungur Saudi-Arabíu, tekur á móti Francois Mitterrand Frakklandsforseta á Jeddah-fjugvelli í gær. Talsmaður Mitterrands hafði eftir Fahd að hann væri vonlítill um að viðskiptaþvinganir dygðu til að koma írökum frá Kúvæt. Franski forsetinn hélt til Persaflóa á miðvikudag, hitti yfirmenn franska liðs- aflans á svæðinu og átti viðræður við ráðamenn í Abu Dhabi. Toshiki Kaifu, forsætisráðhérra Japans, ræddi við íraskan aðstoðarforsætisráðherra í Jórdaníu og sérstakur sendimaður Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, Jevgeníj Primakov, fór til Bagdad í gær í boði þarlendra stjórnvalda. Þar hyggst hann ræða afdrif mörg þúsund sovéskra borgara í Irak og mögulegar leiðir til friðsamlegrar lausnar Persaflóa- deilunnar. Sjá einnig fréttir á bls. 25. Fyrsti fundur þings sameinaðs Þýskalands: Þingmenn minnast fóniar- lamba þýskra einræðisafla Berlín. Reuter. FYRSTI fundur þings sameinaðs Þýskalands markaðist af fjörugri umræðu um framtíð landsins. Helmut Kohl kanslari sagði við setningu þingsins í gömlu þing- hússbyggingunni í Berlín að Þjóðverjar ætluðu sér ekki að Forsetakjör í Póllandi: Mazowiecki í fram- boð gegn Walesa Varsjá. Reuter. TADEUSZ Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, tilkynnti í gær- kvöldi framboð sitt til embættis forseta og stefnir því í kosningabar- áttu milli hans og Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, sem áður hefur tilkynnt framboð sitt. „Eftir mikið hik féllst ég á að bjóða mig fram,“ sagði Mazowiecki í við- tali við pólska sjónvarpið. Akvörðunar hans hefur verið beðið lengi. Hann sagð- Mazowiccki ist hafa verið efins um skynsemi þess gegn sínum gamla Samstöðuléiðtoginn að fara fram vini Walesa. hefur verið óvæginn i gagnrýni á stjórn Mazowiecki og sagðist forsætisráð- herrann ekki sjá hvernig sér gæti orðið stætt á því að sitja áfram á ráðherrastóli tapaði hann fyrir Walesa í forsetakjörinu. I fyrradag undirritaði Nikolaj Kozakieweics forseti neðri deildar pólskáþingsins tilskipun þess efnis að forsetakosningar færu fram 25. nóvember nk. Er talið að það hafi orðið til þess að reka á eftir Mazowi- ecki til að gera upp hug sinn. beita yfirgangi á alþjóðavett- vangi. „Heima og erlendis ætlum við að vera góðir nágrannar,“ sagði kanslarinn. Við upphaf þingfundar stóðu þingmenn úr sæti og minntust fórnarlamba þýskrar harðstjórnar; þeirra milljóna sem nasistar útrýmdu, Austur-Þjóðverja sem létust af völdum stjórnar stalínista í Austur-Þýskalandi og þá sérstak- lega þeirra sem voru skotnir á flótta yfir Berlínarmúrinn. „Fijálst og sameinað þing í fijálsri og sameinaðri Beriín og ftjálsu og sameinuðu Þýskalandi — hvílíkur dagur í sögu þingræðis lands okkar,“ sagði Rita Sussmuth, forseti þingsins. Síðan sóru fimm austur-þýskir ráðherrar án ráðu- neytis embættiseið. Þeir eru Lothar de Maiziere, fynverandi forsætis- ráðherra, Sabine Bergmann-Pohl, fyrrverandi þingforseti, Giinther Krause, fyrrum ráðuneytisstjóri, Rainer Ortleb, úr flokki fijálslyndra demókrata, og Hans-Joachim Walther, úr Þýska sósíalsamband- inu. Samtals setjast nú 144 austur- þýskir þingmenn á sambandsþingið í Bonn en þar eru fyrir 519 vestur- þýskir. Kohl sagði að allir Þjóðveijar þyrftu að færa fórnir vegna samein- ingarinnar. Hami talaði um staðfest djúp milli Þjóðvetja sem verið höfðu sólarmegin í tilverunni og hinna sem þjáðst hefðu undir kommún- istastjórn. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að yfirvinna skiptinguna eins fljótt og auðið er. En það sem hefur verið í niður- níðslu í fjörutíu ár verður ekki bætt á nokkrum vikum.“ Oskar Lafontaine, kanslaraefni jafnaðarmanna, sakaði Kohl um að hugsa mest um „Stórþýskaland“ en skeyta lítt um þá Austur-Þjóðveija sem þyrftu að þjást vegna samein- ingarinnar. „Þýskaland er ekki ein- ungis föðurland það er líka „móður- land“,“ sagði hann og mælti með að sameinað Þýskalands tæki Aust- ur-Þýskaland sér til fyrirmyndar hvað varðaði jafnrétti kynjanna og frjálslega fóstureyðingalöggjöf. Gregof Gysi, formaður Flokks hins lýðræðislega sósíalisma, arf- taka austur-þýska kommúnista- flokksins, var ómyrkur í máli í jóm- frúrræðu sinni. Hann sagði að margir spyrðu hver kostnaðurinn við sameininguna væri en honum væri hugleiknari sú spurning hveij- ir græddu á sameiningunni. Hann gagnrýndi hægrimenn sem þökk- uðu Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seta fyrir að hafa stuðlað að sam- einingunni en bönnuðu kommúnist- um að gegna starfi bréfbera en samkvæmt þýskum lögum mega öfgasinnar ekki gegna opinberum störfum. Gysi beindi spjótum sínum einnig að jafnaðarmönnum og sagði að þeir hefðu aldrei gagnrýnt austur-þýska ráðamenn í fjörutíu ár jafnharkalega og Flokk hins lýð- ræðisiega sósíalisma. Sjá frétt á bls. 24. Súkkulaðið eðaökuleyfið London. Reuter. OF MIKIÐ súkkulaðiát getur leitt til þess að menn missi ökuskírteinið, samkvæmt nýjum rannsóknum sem skýrt er frá í enska lækna- blaðinu Lancet. Að sögn Lancet hafa rann- sóknir leitt í ljós að við súkku- laðineyslu eigi sér stað glúkósa- geijun í maga sem leiði til fram- leiðslu alkóhóls en glúkósi er uppistaða í súkkulaði. I ljós kom að væri súkkulaðs neytt á fastandi maga í nokkr- um mæli yrði áfengismagn í blóði það mikið að menn misstu ökuréttindi í Svíþjóð. Þar varðar það ökuleyfissviptingu ef áfengismagn í blóði mælist meira en 0,15 prómill en hér á landi er leyfilegt áfengismagn í blóði bílstjóra 0,50 prómill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.