Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Minning: Þorsteinn Matthías- sonfrá Kaldrananesi Fæddur 23. apríl 1908 Dáinn 28. september 1990 Við systkinin minnumst hér föð- urafa okkar, Þorsteins Matthías- sonar, sem lést í Landakotsspítala 28. september síðastliðinn. Með fátæklegum orðum sendum við honum hinstu kveðju okkar. Afi var okkur dýrmæt stoð það skeið, er við nutum samvista við hann. Hann var alltaf ljúfur og hlýr í okkar garð, boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd og veita leiðsögn ef á þurfti að halda, enda var það hans ævistarf að leiðbeina ungu kynslóðinni, sem hann dáði og sem hann sífellt þráði að vera samvistum við. Afí vildi virkja hæfileika hvers og eins þannig að gáfur og mann- dómur nýttust sem best því unga fólki, sem hann leiðbeindi á sinum kennaraferli. Afí var mikill mannvinur og naut þess að vera í góðum félagsskap. hann kunni að hlusta og var hógvær í samræðum. A yngri árum setti hann saman vísur og ljóð, sem báru vótt um rómantíska lund og skáld- gáfu, og er óhætt að segja að hann vissi allt um stuðia og höfuðstafí. Tilfinning hans fyrir islenskri tungu var einstök, enda sneri hann sér að skriftum á efri árum og urðu viðtalsþættir og æviágrip gangandi kynslóðar aðalviðfangsefni hans. Hann lagði mikla og vandaða vinnu í að koma slíku efni til að skila og kunna eflaust margir honum þakkir fyrir. Þorsteinn afí var sístarfandi, hann var gæddur ótrúlegri seiglu og virtist óbugandi þrátt fyrir ald- KENNSLUSTARF Fjölbrauta- skólans í Breiðholti verður kynnt almenningi á morgun, laugardag kl. 10-15, í tilefni af 15 ára af- mæli skólans sem var í gær. Kynn- ingin hefst með listsýningu þar sem ýmsir þjóðkunnir Iistamenn, fyrrverandi nemendur skólans, sýna verk sín í hátíðarsal skólans. Á kynningunni verður almenn kennsla og upplýsingar um nám á öllum 7 sviðum skólans, en þau eru almennt bóknámssvið, heilbrigðis- svið, listasvið, matvælasvið, tækni- svið, uppeldissvið og viðskiptasvið. hvert svið er í reynd ssérstakur skóli, þó það tengist og njóti góðs af framlagi annara sviða. Sum svið veita réttindi eftir eins eða tveggja vetra nám, en stúdentsprófí er hægt að Ijúka á-öllum sviðum skólans að jafnaði á fjórum árum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var fyrsti ijölbrautaskólinn á landinu, og er í dag sá langstærsti. Þar stunda nú 1.400 nemendur nám í dagskóla og um 960 nemendur stunda sam- bærilegt nám á kvöldin. Fyrsti skóla- meistari skólans var Guðmundur Sveinsson, en núverandi skólameist- ari er Kristín Ámalds. ur. I hugsun var hann skýr og ung- ur alveg framá það síðasta. Afí gleymdi aldrei hvar rætur hans lágu, hann elskaði æskuslóðir sínar og talaði alitaf um sjálfan sig serri Strandamann. Hann var líka eins og Strandaklettur, brimið braut á honum en hann brotnaði ekki. Þorsteini afa var í blóð borin þessi mikla umhyggja og hlýja fyrir ást- vinum sínum, það var yfirleitt eins og hann lifði fyrir aðra en ekki sjálf- . an sig. Afí minntist oft móðurömmu sinnar, sem hann hændist svo mjög að sem barn, og ef til vill var hún sú fyrirmynd, sem skóp þessa góðu eiginleika. Við munum minnast orða hans sjálfs: Þó veikum strengjum stillt sé harpan min frá strengjum þeim skal tónninn ná til þín. Við systkinin munum um alla' framtíð eiga minningu um elskuleg- an afa, sem gaf sig allan í viðleitni sinni okkur til handa. Eins og ást hans umlukti okkur, afkomendur hans, þá megi birta og ylur verma sál hans að eilifu. Gunna og Steini Veiztu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, farðu að finna oft, því að hrísi vex og hávu grasi * vegur, er vætki treður. .(Úr Hávamálum) Þorsteinn tengdafaðir minn lést á Landakotsspítala 28. september í tilefni afmælis skólans stendur þar nú yfír sérstök menningarvika sem hófst í gær, og frá 7.-10 októ- ber verða haldin tónlistarkvöld, þar sem meðal annarra koma fram fyrr- verandi nemendur skólans, sem nú starfa við tónlistarkennslu og tónlist- arflutning. Sameinuðu þjóðimar: Tíu af 35 náðu prófi HÆFNISPRÓF á vegum Samein- uðu þjóðanna hefur verið haldið fyrir íslenska umsækjendur um störf hjá stofnuninni á sviði stjóm- unar, hagfræði, tölvufræði og fjöl- miðlunar. Þær upplýsingar hafa nú borist frá Sameinuðu þjóðunum að alls hafi 10 manns af þeim 35 sem þreyttu próf- ið náð því. Þessir tíu hafa verið boð- aðir í munnleg próf áður en ákvörðun verður tekin um ráðningu þeirra. eftir tæplega tveggja sólarhringa sjúkralegu. Örfáum dögum fyrir andlátið lék hann á alls oddi og hafði á pijónunum að eiga vetur- setu á Spáni eins og hann hafði raunar oft gert áður. Það var til- hlökkun í rómi hans og fasi. Sú ferð var aldrei farin. Þess í stað lagði hann upp í ferðina hinstu, sem enginn fær umflúið. Kallið kom óvænt fyrir okkur sem eftir sitjum, hnípin með söknuð í huga. Eg hef nú þekkt Þorstein í liðlega 24 ár og frá fyrstu stundu notið vináttu.hans, sem aldrei bar skugga á. Þar veitti hann af rausn og höfð- ingsskap, sem honum var einum lagið. Ég var oftar en ekki í hlut- verki þiggjandans. Við þessi skil rifjast upp ótal minningar. Minning- ar um ferðalög á æskustöðvar hans norður á Ströndum sem honum þótti svo vænt um og sá ætíð í ljóma sólar og hvítalogns um fjörðinn. Þar naut hann þess að leiða bamaböm- in og kenna þeim að lesa landið og brá sér í hlutverk þess fagurkera og rómatíkers sem aldrei var fjarri. Þar yngdist hann allur og efldist við að hitta gamla vini og félaga eins og Guðmund Ragnar í Bæ, Amgrím í Odda, Munda á Hóli, Einar a Bakka og svo mætti lengi telja. Strandimar vom ævintýra- landið. Hann gerði sér far um að halda tengslum við fólkið sem þar býr og einnig að opna öðmm þenn- an heim ævintýra og sagna með því að skrifa um fólk og mannlíf á Ströndum. Fyrir þetta starf sitt naut hann mikils þakklætis Strandamanna og margra annarra. Þorsteinn var glæsilegur maður í útliti með reisn í framgöngu. Hon- um var einkar lagið að umgangast fólk og hafði mikla ánægju af sam- félagi við aðra menn. Hann átti jafnan góð samskipti við nemendur sína og eignaðist gjaman vináttu þeirra. Enda náði umhyggja hans fyrir þeim langt út fyrir veggi kennslustofunnar. Hann starfaði við kennslu í tæp- lega 60 ár og sýnir það e.t.v. best hversu mikla gleði hann hafði af starfí sínu. Síðari hluta ævinnar varði hann dijúgum tíma til rit- starfa og var hamhleypa til verka, enda liggja eftir hann á fjórða tug bóka. Þorsteinn elskaði lífíð og naut þess fram í fremstu fíngurgóma til 'hinstu stundar. Hann hafði brenn- andi áhuga á þjóðmálum og var mjög einarður í skoðunum. Hann hafði mikla ánægju af rökræðum og naut sín hvað best er skarst í odda. Þá færðist hann allur í auk- ana með glampa í augum og hvöss orð á tungu. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þökk fýrir umhyggju hans og hugulsemi alla tíð, en mest um vert þótti mér að fá að njóta vináttu hans. Blessuð sé minning hans. Sigríður A. Þórðardóttir Þorsteinn Matthíasson eða Steini eins og við kölluðum hann í fjöl- skyldu okkar lést þann 28. septem- ber s.l. Hugurinn reikar til baka — margs er að minnast frá liðnum árum. Steini var kvæntur frænku okkar, Jófríði Jónsdóttur frá Ljár- skógum, sem látin er fyrir mörgum árum, en hún og móðir okkar Sól- veig voru náskyldar og einnig góðar vinkonur. Frá bamæsku munum við eftir komu þeirra hjóna á heimili okkar, fyrst tvö og síðar með synina þijá, þá Matthías, Halldór og Jón. Þá var oft glatt á hjalla, okkur fannst Steini svo orðheppinn og Friða var svo hláturmild. Þetta vinasamband hélst alla tíð. Faðir okkar Páll og Steini áttu sameiginlegt áhugamál þar sem voru bækur. Steini var orðhagur og átti auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti, enda samdi hann margar bækur, bæði ævisögur og ýmsan þjóðlegan fróðleik. Öll áttum við góðar stundir sam- an í sumarbústaðnum, þegar við sátum við arineld og Steini samdi sín hugljúfu ljóð. Hann var kannski hijúfur á yfírborðinu, en undir niðri var hlýja, sem kom svo glögglega í ljós í ljóðum hans. Þau geymast í minningunni. í mörg ár hugsaði Steini um son- arson sinn og nafna, sem honum þótti svo vænt um og vildi allt hið' besta. Við þökkum Steina samfylgdina og biðjum honum blessunar á nýjum leiðum. Frændum okkar og fjölskyldum þeirra sendum við hlýjar samúðar- kveðjur. Stella og Gunna í dag verður til moldar borinn Þorsteinn Matthíasson frá Kald- rananesi, kennari og rithöfundur. Hann fæddist í Bjamamesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, þann 23. aprfl 1908. Foreldrar hans voni hjónin Matthías Helgason, hreppstjóri á Kaldrananesi, og Margrét Þorsteinsdóttir. Átján ára gamall hóf hann nám í Kennaraskóla íslands. Eftir þenn- an eina vetur verður hlé á hans skólagöngu. Um það hefur hann sjálfur skrifað. „Órlögin skipuðu málum þannig að mörg næstu ár var ég heima og fór hvergi í skóla. Sumarið 1927 lést Halldór bróðir minn og lengi eftir það áfall má kalla að heimilið væri í sáram þó að ekki væri hátt yfir látið. En um skólagöngu mína var ekki frekar rætt að sinni. Ég fór að sinna búfé og öðra því sem hefðbundinn bú- skaparstörf á hlunnindajörð út- heimtu.“ Haustið 1930 erÞorsteinn beðinn að taka að sér bamakennslu T' Kaldrananeshreppi. Því starfí gegndi hann til 1935, ef undan er skilinn veturinri 1933-34, sem hann var í Kennaraskólanum. Kennara- próf tók Þorsteinn vorið 1934 og þar með var framtíðarstarf hans ákveðið. Kennslustörf stundaði Þorsteinn í nærri 60 ár, þar af mörg ár sem skólastjóri, m.a. á Hólmavík og Blönduósi. Um fyrstu kynni sín af fræðslu- málum, kennslu og prófum hefur hann ritað skemmtilega grein í 22. árg. Strandapóstsins. Þar kemur vel í ljós skopskyn hans og mann- legur skilningur. Á síðari hluta ævi sinnar gerðist Þorsteinn mikilvirkur rithöfundur. Eftir hann liggja fjölmargar bækur, flestar um þjóðlegan fróðleik, sem mikill fengur er að. Þorsteinn kvæntist árið 1937 Jófríði Jónsdóttur frá Ljárskógum í Dalasýslu. Hún lést 1971. Þau eignuðust þijá syni, þeir eru: Matt- hías, stud., Halldór, kennari og grafískur hönnuður, og Jón, prestur á Mosfelli. Leiðir okkar Þorsteins lágu sam- an í Átthagafélagi Strandamanna í Reykjavík. Þar var hann forgöngu- maður og starfaði af lífí og sál. Formaður átthagafélagsins var hann fyrstu sex árin og á 25 ára afmæli félagsins var hann gerður að heiðursfélaga. í stofnfundargerð átthagafélags- ins segir m.a.: „Þorsteinn Matthías- son frá Kaldrananesi flutti ávarp og gerði grein fyrir aðdraganda stofnfundarins og störfum undir- búningsnefndar — Líkti ræðumaður félaginu við brú er tengdi saman Strandamenn í Reykjavík og sýsl- ungana í átthögunum." Átthagafélag Strandamanna í jUo > n. 11 Ui i i WúrVERINU ______Sérblað um Sjávawútvec KEMIIR ÚT Á MIÐVIKUDÖGUM Auglýsingapantanir teknar tii kl. 16.00 á mánudögum Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Kennslustarf skól- ans kynnt almenningi Reykjavík hefur í öll þessi ár frá stofnun 1953 haldið uppi fjölþættri starfsemi. Síðan 1967 hefur félagið gefíð út ársritið Strandapóstinn. Aðalhvatamaður að stofnun ritsins var Þorsteinn Matthíasson og lengst af hefur hann verið þar í ritnefnd. í ávarpi sem Þorsteinn rítar í 1. hefti Strandapóstsins segir hann: „Þar sem bamsfingur struku um blöðraþang, vorlangan dag og bár- an hljóðláta kvað sitt fagnaðarlag — þar eiga margir sitt óðal, þótt þá hafí tekið út og borist að landi við ókunnar stréndur. Og það er þessi dula kennd, sem er undirrót þess, að fólk frá hinum ýmsu byggðum myndar með sér félög til að geta komið saman og riijað upp endurminningar þaðan, sem forðum var þess heima. Hin sama hugsun stendur að baki útgáfu þessa ársrits, sem Átt- hagafélag Strandamanna sendir nú frá sér og hefur gefíð nafnið Strandapósturinn. Það er von þeirra, sem að ritinu standa, að það geti orðið tengiliður milli fólksins heima og heiman. Bragðið upp svip- myndum horfínna tíma og líðandi stundar." Þetta ávarp lýsir vel Þorsteini, tiifinningum og hug hans til heima- byggðarinnar. Hann var bundinn átthögunum mjög sterkum böndum. Þorsteinn kenndi sig jafnan við Kaldrananes i Bjamarfírði á Ströndum, þar sem hann átti sín bernsku- og unglingsár, þó að meiri hluta ævinnar ætti hann lögheimili annars staðar. Þegar Strandapóstinum er flett þá rekumst við á margs konar efni eftir Þorstein Matthíasson frá Kaldrananesi, ritgerðir, viðtöl, ljóð og síðast og ekki síst þjóðlegan fróðleik, en þar átti hann mikið verk óunnið. Þegar ég heimsótti Þorsteinn síðast um mánaðamótin ágúst/september sl., þá var honum tíðrætt um eyðibýlin á Ströndum. Hann sagði að hin mörgu eyðibýli ættu hvert sína sögu, sem vert væri að varðveita. Við vorum sam- mála um að það væri gott og þarft efni fyrir Strandapóstinn. Ég fann að hann hafði hug á að vinna það verk og ég held hann hafí verið byijaður, en því miður entist honum ekld aldur til að ljúka því. Sláttu- maðurinn slyngi kom of snemma. Þorsteinn átti mjög létt með að yrkja, þó að ekki hafí mikið birst eftir hann af ljóðum. Þegar hann orti þá var það með þjóðlegum hefð- bundnum hætti, rím, stuðlar og höfuðstafír voru sannarlega á sínum rétta stað. Á fundi ritnefndar Strandapóstsins fyrir um þrem vik- um sýndi hann okkur ljóð sem hann var nýbúinn að yrkja. Kveikjan var aldarafmæli Hólmavíkur sem versl- unarstaðar. Þetta ljóð mun birtast í næsta hefti Strandapóstsins. En mig langar til að birta hér síðasta erindið, sem sýnir vel fæmi hans á þessu sviði. Sá sem saman vefur vit og dáð valið efni fékk í gæfuþráð. Geti æskan unnið afrek slík er yndislegur staður - Hólmavík. Þorsteinn var sérlega orðhagur maður. Hann átti mjög auðvelt með að færa hugsanir sínar í búning og hafði hann þá stundum viðhafnar- mikinn, ef hann vildi svo við hafa, hvort sem var í mæltu eða rituðu máli. Af því sem að framan er sagt er ljóst, að við í Átthagafélagi Strandamanna eigum Þorsteini Matthíassyni margt að þakka. Þorsteinn var glæsimenni, stór og höfðinglegur, sem setti svip á umhverfí sitt. Reisn sinni hélt hann til hinstu stundar. Hann var margslunginn persónu- leiki. Hann var vissulega alvarlega þenkjandi, en átti auðvelt með að blanda geði við fólk og á samkom- um og í ferðalögum lék hann við hvem sinn fíngur og var hrókur alls fagnaðar. Við hjónin þökkum Þorsteini fyr- ir einlæga vináttu og hlýhug í okk- ar garð. Blessuð sé minning Þorsteins Matthíassonar. Sonum, öðrum aðstandendum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.