Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Skáldmálarí lífsgleðinnar Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Það er aldrei of seint að byija hamingjusama bernsku," segir skáidið, málarinn og gjörningameistar- inn Jörgen Nash sem er á Islandi ásamt konu sinni, málaranum Lis Zwick. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson SKÁLDIÐ, málarinn, gjörninga- meistarinn, „hafmeyjarmorð- inginn“ og svo margt annað, Jörgen Nash, varð sjötugur 16. mars sl. Hann er nú á Islandi ásamt konu sinni, málaranum Lis Zwick, að hitta vini og skoða landið. Þau hjón fóru vestur á Snæfellsnes í vikunni og munu áreiðanlega hafa kunnað vel við sig á þeim slóðum, að minnsta kosti hefur hugarflugið ekki verið gert brottrækt þaðan hvað sem um aðra staði má segja. Jörgen Nash var virkur í dönsku andspyrnuhreyfingunni á stríðsár- unum. Hann gekk til liðs við bylt- ingarhreyfingu súrrealista í París 1947 og Cobra 1948 þar sem bróð- ir hans, málarinn Asger Jorn (1914-73) var meðal helstu frægð- armanna. Cobrahópurinn vildi sameina nútímalist og alþýðulist, gert var út á abstrakt expressjón- isma, mið tekin af barnslegri og frumstæðri tjáningu og ástunduð litagleði. Síðan einbeitti Jörgen Nash sér að því sem kallast al- þjóðastefna situationista og var ekki aðeins málaralist heldur líka gjömingar. Gamall bóndabær á Skáni í Svíþjóð, Drakabygget, heimili Jörgens Nash, varð vett- vangur og miðstöð furðulegra uppákoma sem vöktu athygli um allan heim og oft hneykslun. Snú- ist var gegn gjöreyðingarvopnum, páfum og stjórnmálamönnum. Frelsið var kjörorð, uppreisn og óhlýðni markmið. Þarna gisti stundum „hættulegt" fólk eftirlýst af lögreglu. Kannski gilti það einkum um Drakabygget sem Jörgen Nash hefur sagt: „Það er aldrei of seint að byija hamingjusama bernsku." Vorið 1989 var opnuð sýning í Pompidou-safninu í París tileinkuð situationistum og voru þá bræð- urnir, Jorn og Nash, áberandi og aftur í sviðsljósi með eftirminnileg- um hætti. í tilefni afmælisins á þessu ári komu út tvö stór verk eftir Nash hjá forlaginu Tideme Skifter. Græsrodens sange. Pluk fra poesi- album 1942-90 með teikningum eftir þá bræður og Den flyvende daggert. Essays, flyveblade og epistler 1975-1990. Báðar eru þessar bækur góðar heimildir um líf og list Jörgens Nash. Að hann er vaxandi málari sýnir m.a. af- mælismappan Betty Blue I Love you og ýmis málverk hans og grafíkmyndir frá undanförnum árum. í Den flyvende daggert leggur Jörgen Nash áherslu á nauðsyn þess að breyta heiminum og kenn- ingar súrrealista um að skáldskap- urinn eigi að skapast af öllum. Hann heldur fram sem lífsnauðsyn reynslu, hugmyndaflugi, veglyndi, tilfinninganæmi, ást á list, ljóðum, kynlífi, góðum mat og göfugum vínum. Hamingjudraumurinn er að hans mati að vera alltaf á gelgju- skeiði og hreintrúarstefna er eitur í beinum. Jörgen Nasli hefur ekki síst lagt mikið af mörkum með ljóðum sínum, en einna þekktust af Ijóða- bókum hans er Atom Elegien (1946) þar sem áhyggjur af framtíð mannkyns halda vöku fyr- ir hinu lífsglaða skáldi. En flestar bækur Nash eru óður til lífsins, gleðinnar. Áhrifamikið er hið langa ljóð Nash um bróðurinn Jorn sem dó úr berklum fyrir aldur fram. í ljóð- inu er sögð saga Joms, sigrar og ósigrar, en fyrst og fremst dregnar upp myndir þrotlausrar baráttu. Nash flutti ljóðið við útför bróður síns í Silkeborg, en þar ólust þeir upp. Lokaerindið er þannig: Það er langt síðan við drukkum saman kaffi í Heerups have. Lífið er undarlegt, sérstaklega dauðinn. Hveitikomið verður að falla í jörð og deyja til að lifa. Litur dauðans hefur alltaf verið á litaspjaldi þínu. Nú þekur hann alla myndina. Eftir fyrsta dauðann er enginn annar. Dauðinn er undarlegur, sérstaklega lífið. Þeir kölluðu þig haföm. Þeir sögðu að þú værir sterkur eins og haf- öm. Mörg ljóða Jörgens Nash em ástaróðir til konu hans Lis Zwick sem ekki hefur yfirgefið hann eins og hinar konurnar tvær. Hún hefur getið sér gott orð sem listakona, málari lifandi og bjartra mynda þar sem ævintýrið er aldrei langt undan. Á sjötíu ára afmælinu sendi Jörgen Nash frá sér orðsendingu og stefnuskrá í ljóði. Það fer vel á því að hann hafi lokaorðið um leið pg komu hans og Lis Zwick til íslands er fagnað: Listamaður með báða fæturna á jörðinni stendur kyrr, að yrkja og mála er að gera djöfulinn að hirðfífli sínu. Lífíð er gott og svo er það eilíft þrátt fyrir kvalir efans. Ég hef orðin í fingrunum, sjö skaphafnir, flær í blóðinu og fíngurna í orðunum og blanda þá litum og stjömuryki. Ég vil mála lífsgleðiná á vegginn og sprengja fátækrahæli tilfínninganna í loft upp. ÁRNAÐ HEILLA Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin Hafliði Jónsson og Jónheiður Níelsdótt- ir til heimilis á Njálsgötu 1, Rvík. Þau taka á móti gestum á heimili sínu síðdegis. Gullbrúðkaup eiga í dag, 5. október, hjónin Ögmundur Sigurðsson fyrrum útvegsbóndi og Jóhanna Svava Ingvarsdóttir húsmóðir, Strembu- götu 4, Vektmannaeyjum. Kammertónlist ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Fyrstu tónleikar kammer- músíkklúbbsins á þessum vetri voru haldnir í Bústaðakirkju sl. sunnudag. Á efnisskránni voru tvö verk „Stadler kvintettinn“ eftir Mozart og strengjakvartett eftir Sehubert, glaðlegi G-dúr kvartettinn. Flytjendur voru Þór- hallur Birgisson og Kathleen Bearden sem léku á fiðlur, Helga Þórarinsdóttir á lágfiðlu, Nora Komblueh á selló og Óskar Ing- ólfsson á kiarinett. í efnisskrá er notað ópusnúmerið 161 við kvartett Schuberts en ópusnúm- erin eru að mestu marklaus varð- andi aldur verkanna. Kvartett saminn 1814 er óp. 168 en G- dúr kvartettinn sem saminn er 1826, tólf árum síðar, hafa út- gefendur merkt op. 161. Sam- kvæmt því sem best er vitað um aldurinn á verkum Schuberts, er G-dúr kvartettinn talinn vera númer 887 og fyrst gefinn út 1851. „Stadler kvintettinn" eins og Mozart nefndi þetta verk er meðal fegurstu kammerverka meistarans. Hlutverk klarinetts- ins er ekki hugsað fyrir einleik- ara og í fyrstu fimmtíu töktunum fær það ekki annað en skreyting- ar og innskot og fyrst í 50. takti að fást við megininnviðu verks- ins. í öðrum kaflanum er klari- nettið ráðandi og flytur róm- antískt sönglag við „dempaðan" undirleik strengja. Þriðji kaflinn er menúett með tvö tríó, það fyrra leikið á strengi og síðara sem er eins konar „Lándler-vals“ Þórhallur Birgisson er fyrir klarinettið í aðalhlut- verki. Síðasti kaflinn er í til- brigðaformi, glaðlegur að undan- teknu fimmta tilbrigðinu, Adagio,' sem er yndislegur sam- leikur fiðlu og klarinetts. Kvint- ettinn var í heild mjög vel leik- inn, bæði hvað varðar samspil og mótun blæbrigða, marg- breytileikinn í fyrsta kaflanum, dempaður undirleikurinn í öðrum kaflanum og þótt tónn klari- nettunnar væri þar á köflum of bældur, var leikur Óskars í heild mjög fallega útfærður t.d. í seinna tríóinu og lokakaflanum. G-dúr kvintettinn er mjög sér- stætt verk og t.d. í fyrsta kaflan- um leikur Schubert sér iðulega að því að skipta sama hljóminum úr dúr í moll og auk þess þykir rithátturinn vera hljómsveitar- legur með mikilli notkun á „tre- molum“. Annar kaflinn er mjög Kathleen Bearden sérkennilegur en þar eru miklar sviptingar í styrk og í þessum óróa má heyra sársaukafull óp, og eins og víða í verkinu, er þar einnig að heyra fallegt samspil stefja á milli sellósins og fiðlunn- ar. Skersóið, með sýnu fallega tríói, er undarlegt samspil í styrk og hraða. Síðasti kaflinn hefst á leik með g-moll og G-dúr hljóm og er allur þrunginn óþoli og hamslausum tilfínningum. Flytjendur skiluðu öllum þess- um marglita tónvefnaði frábær- lega vel, yndisleika Mozarts, leikrænum átökum og tilfinn- ingaþunga Schuberts óg þó nokkuð mætti merkja þreytu hjá þeim undir lokin, enda er kvart- ett Schuberts bæði langorður og erfiður, var samspilið sérlega gott, bæði í útfærslu mikilla átaka og veikum leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.