Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
t
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar og afi,
JOHN HARMON GRANT,
Faxabraut 2a,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 6. október
kl. 14.00.
Ingibjörg Benediktsdóttir Grant,
John H. Grant,
Benedikt Grant,
Janet E. Grant
og barnabarn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RUNÓLFUR GUÐMUNDSSON
bóndi,
Öivisholti,
Hraungerðishreppi,
sem lést þann 27. september, verður jarðsunginn frá Hraungerðis-
kirkju laugardaginn 6. október kl. 13.30.
Sætaferð verður frá B.S.Í. kl. 12.00.
Ögmundur Runóifsson, Heidi Runólfsson,
Kjartan Runólfsson, Margrét Kristinsdóttir,
Sveinbjörn Runólfsson, Lilja Júlíusdóttir
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
GÍSLI TÓMASSON,
Melhóli,
Meðallandi,
V-Skaftafellssýslu,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju, Meðallandi, laugardaginn
6. október kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSl kl. 8.30.
Guðrún Gísladóttir, Sigurgeir Jóhannsson,
Elín Gisladóttir, Höskuldur Jónsson,
Jytta Eiberg,
Ragnar Gíslason,
Sigrún Gísladóttir, Sveinn Gunnarsson,
Magnús Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
BJARNÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR,
áður húsfreyja í Dalbæ,
Gaulverjabæjarhreppi,
Grænumörk 1,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 6. október
kl. 15.00.
Hallgrímur P. Þorláksson,
Eiríkur Hallgrfmsson, María Leósdóttir,
Gunnþórunn Hallgrímsdóttirjón Ólafsson,
Steinunn Hallgrfmsdóttir, Egill Örn Jóhannesson,
Hörður V. Árnason, Jóhanna Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
SÉRA BJARTMARS KRISTJÁNSSONAR.
Sérstakar þakkir til sóknarbarna í Laugarlandsprestakalli fyrir
veitta aðstoð.
Hefna Magnúsdóttir,
Snæbjörg R. Bjartmarsdóttir, Ólafur Ragnarsson,
Kristján H. Bjartmarsson, Halldóra Guðmundsdóttir,
Jónfna Þ. Bjartmarsdóttir,
Benjamín G. Bjartmarsson, Ólöf Steingrímsdóttir,
Fanney H. Bjartmarsdóttir, Bert Sjögren,
Hrefna S. Bjartmarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR STEFANÍU STEINGRÍMSDÓTTUR,
Ásgarðsvegi 16,
Húsavfk.
Árni Jónsson,
Kristín Árnadóttir, Birgir Lúðvíksson,
Steingrfmur Árnason, Ragna Pálsdóttir,
Sigrún Kristbjörg Árnadóttir, Sveinn Indriðason,
Jón Ármann Arnason, Árdfs Sigvaldadóttir,
Bjarni Árnason, Þórdfs Helgadóttir,
Agnes Árnadóttir, Elmar Ólafsson,
Sigurður Árnason -
og barnabörn.
Svavar Sigmjóns-
son — Kveðjuorð
Fæddur 3. maí 1920
Dáinn 30. september 1990
- Enn kemur dauðinn á óvart,
maður stendur eftir berskjaldaður
og smár. Hugurinn er þungur og
penninn stirður. Mig langar samt
að reyna með nokkrum fátæklegum
orðum að kveðja fósturföður minn,
Svavar Siguijónsson, og þakka hon-
um samveruna sem spannar yfir
30 ár.
Hann giftist móður minni þegar
ég var unglingur, en ég hafði aldr-
ei notið föður míns þar sem hann
dó þegar ég var ungbarn. En þessi
maður uppfyllti allar þær þrár sem
ég hafði borið í bijósti um að eiga
föður þrátt fyrir að ég væri á við-
kvæmum unglingsaldri. Ég man
það eins og það hefði gerst í gær
þegar við vorum kynnt, fallegu
brúnu augun, trausta handtakið og
lítið bros, en frá þeirri stundu urð-
um við og vorum bestu vinir, og
sú vinátta entist til dauðadags. Ég
meira að segja treysti honum fyrir
móður minni sem ég var búin að
eiga svo lengi ein.
Ég ætla ekki að rekja ættir né
ævistarf Svavars en ekki er hægt
annað en að minnast mannkosta
hans en þeir voru meiri en hægt
er að rekja hér með fáum orðum.
Hann var traustur og trúr, hann
var fróður og víðlesinn, kunni jafn-
an utanbókar það sem hann hafði
einu sinni lesið. Við þurftum enga
alfræðiorðabók á okkar heimili, við
gátum spurt hann og þá skipti ekki
máli hvort það var úr fornsögum
eða nútímabókmenntum, svörin
voru á reiðum höndum, enda var
lestur góðra bóka hans yndi. Ég
mun oft minnast hans þegar ég kom
í heimsókn og hann sýndi mér nýja
bók eða bækur sem hann var að
kaupa og sagði mér úrdrátt úr þeim
og bauð mér þær til láns.
Sem fósturfaðir minn varð hann
seinna afi barnanna minna tveggja
og nutu þau allrar hans ástar og
visku sem hans eigin væru. Og er
sárt um að hugsa að litla barna-
barnabarnið hans sem er aðeins níu
mánaða gamalt fékk ekki að njóta
hans samveru lengur, og hann fékk
ekki tækifæri til að kenna henni
eitthvað af öllum vísunum og þulun-
um sem að hann kunni'og unni.
Og miðla henni einhveiju af öllu
því góða sem hann átti til.
Ég gæti endalaust rakið kosti
Svavars en hér er aðeins stiklað á
stóru.
Ég kveð hér fósturföður minn
með miklum söknuði og þakka góð-
ar samverustundir, ég bið góðan
guð að blessa minningu hans og
styrkja móður mína á erfiðri stundu.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Harpa
Elsku afi okkar er dáinn. Þessi
hrausti, sterki, duglegi maður er
allt í einu farinn frá okkur. Hann
var okkar besti vinur og félagi fram
á síðasta dag.
Við minnumst þess oft þegar
hann keyrði okkur um í kerru og
þá strax kenndi hann okkur að
þekkja fuglana og blómin. Það voru
farnar ófáar ferðir niður að tjörn
að gefa öndunum og á bryggjurnar
að skoða bátana en þar var afi í
essinu sínu, hann hafði unun á að
segja okkur allt um báta, skip og
það sem tengdist sjónum því hann
hafði verið sjómaður í mörg ár.
Afi gaf okkur fyrstu hjólin og
kenndi okkur að hjóla og fór með
á skauta niður á tjörn, í leikhús,
skrúðgöngur, kröfugöngur að
ógleymdum öllum vísunum og
skemmtilegu sögunum sem hann
svæfði okkur með á kvöldin. Alltaf
var hann tilbúinn að leika við okkur
hvenær sem okkur datt í hug og
undrumst við nú þegar við erum
orðin fullorðin hvað hann var alltaf
þolinmóður og góður.
Við vildum helst fara um hveija
helgi og sofa hjá ömmu og afa. Oft
fórum við í bæinn saman og kom
þá fyrir að keyptir voru fuglar í
búri eða hamstrar og meira að segja
gat hann platað foreldra okkar til
að leyfa okkur að fá kettling, og
síðan höfum við alltaf haft ketti sem
honum þótti svo gaman að og kom
það oft í hans hlut að passa þá
fyrir okkur í lengri eða skemmri
tíma.
Minningar þyrpast að, en hér er
aðeins stiklað á stóru. Þrátt fyrir
að við systkinin séum ekki lengur
börn bar afi sömu umhyggju fyrir
okkur og aldrei leið sá dagur að
hann fylgdist ekki með hvað við
verum að gera. Ef hann vissi af
okkur einum heima með flensu, þá
fór hann af stað og kom með heitan
mat og annað góðgæti í poka og
allar sínar ferðir fór hann með
strætisvagni.
Minningin um afa mun alltaf
vera björt og hrein í hugum okkar,
og biðjum við góðan guð að styrkja
elsku ömmu okkar á erfiðri kveðju-
stund.
Kveðja frá barnabörnum
Eva María Sævars-
dóttir - Kveðja
Fædd 12. nóvember 1982
Dáin 25. september 1990
„Þeir deyja ungir
sem guðimir elska.“
Litla frænka okkar, Eva María
er dáin, aðeins 7 ára gömul. Okkur
er óskiljanlegt af hveiju Ijósið dó
svona fljótt og hversvegna alviskan
ætlaði henni ekki lengra líf hér á
jörð.
Litla Eva María var mjög fal-
legt, glaðlegt og vel gefið barn og
það sýndist svo eðlilegt að hún fengi
að sýna til fulls hvað í sálu hennar
bjó. Okkur þykir því lítt, skiljanlegt
hver tilgangurinn var með dýrmætu
gjöfinni, sem var tekin svo fljótt
aftur.
Elsku Auður, Sævar og börn, þó
við skiljum ekki ráðsályktun Guðs,
vitum við samt með vissu að sam-
vera ykkar með ástkærri dóttur og
systur, þó stutt væri, varð ykkur
dýrmætur andlegur sjóður, og þeim
auði getur enginn svipt ykkur.
Þó lífsreynsla Evu Maríu væri
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir minn, tengdafáðir, afi og langafi,
INDRIÐI HALLDÓRSSON
múrari,
lést á Borgarspítalanum að kvöldi miðvikudags 3. október.
Ólöf Ketilbjarnar,
Kolbrún Dóra Indriðadóttir, Guðmundur Guðveigsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORGERÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR
frá Múla,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
6. október kl. 14.00.
Sigríður Steinsdóttir, Sveinn Magnússon,
Jóna Steinsdóttir, Hilmar Guðlaugsson,
Þóra Steinsdóttir, Finnbogi Árnason,
Guðrún Steinsdóttir, Jóhann Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
stutt efumst við ekki um að hún
fór með mikinn íjarsjóð úr heimi
þessum, því hér fékk hún svo sann-
arlega að njóta þess besta og dýr-
mætasta sem lífið gefuri kærleika
ástríkrar móður, föður og systkina.
Og slíkur kærleikur lætur barns-
sálina aldrei ósnerta heldur ávaxtar
allt gott sem þar er geymt.
Okkar trú er sú að þessi
lífsreynsla hennar hér var ómiss-
andi undirstaða til æðri og meiri
hlutverka í öðrum heimi.
Austurlenskt skáld komst eitt
sinn svo að orði er hann var beðinn
um að tala um börn: „Börnin eru
send ykkur eins og ljósgeislar, til
að lýsa ykkur, lengri eða skemmri
veg, þau, sem lifa, eins og það er
kallað, hverfa frá ykkur von bráð-
ar, út í stritið og áhyggjurnar, og
þið þekkið þau naumast framar.
En börnin, sem deyja, hafið þið allt-
af hjá ykkur, þau verða ekki fram-
ar frá ykkur tekin.“
Elsku Auður, Sævar, Aðalmund-
ur, Guðmundur og Lilja, þið hafið
misst mikið en ykkur var mikið
gefið. Guð gefi ykkur andlegan
styrk.
Fanney H. Bjartmars-
dóttir og fjölskylda.