Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 52
N • Á • M • A • N L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Skrifað undir minnisblað um áfanga álsamninga: Iðnaðarráðherra stefnir að lieimildarlögnm í haust Aðilar gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um að nýja álverið rísi á Keilisnesi Frá undirritun samkorau- lagsins í gær. Frá vinstri eru Jóhannes Nordal formaður ráðgjafarnefndar um áliðju, Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra, Robert G. Miller að- stoðarforstjóri Alumax, Ulf Bohlin aðstoðarforstjóri Granges, Hans G.D. van der Ros framkvæmdastjóri Ho- ogovens og Robert R. Goble aðstoðarforstjóri Alumax. JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra og fulltrúar álfyrirtækjanna í Atlants- áls-hópnum skrifuðu í gær undir staðfestingu á því að áfanga væri náð í átt að byggingu nýs álvers. Þá undirrituðu báðir aðilar yfirlýsingu um að álverið skyldi rísa á Keilisnesi. Hörð gagnrýni á vinnubrögð iðnaðarráðherra kom fram á fundi þingflokks Alþýðubandalagsins í gær, og einnig kóm fram veruleg gagnrýni á meðferð hans á málinu á stjórnarfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í gærmorgun. í samkomulaginu sem skrifað var • i^undir í gær kemur fram að gildistími aðalsamningsins verður 25 ár með rétti til framlengingar í 10 ár til við- bótar. Islensk lög verða ráðandi um túlkun og framkvæmd samningsins. Grundvallarreglur íslenskra laga verða látnar gilda um skattlagningu fyrirtækisins og skulu íslensk lög gilda komi upp deilur um skattlagn- inguna. Loks er gert ráð fyrir að álþræðslan verði byggð á nýjustu tækni við mengunarvarnir. Atlants- álshópurinn mun fela alþjóðlega ^erkfræðifyrirtækinu Bechel að gera ' iokaathugun á aðstæðum og kostn- aði við byggingu álversins á Keilis- nesi og verður því lokið um áramót. Jón Sigurðsson sagði eftir undir- ritunina í gær að staðfesting þessara 'áfanga samninganna væri venjuleg vinnuaðferð í íslensku stjórnarfari. Hann sagðist stefna að því að leggja fram stjómarfrumvarp til heimildar- laga um endanlega samninga við Atlantálshópinn til samþykktar á haustþinginu sem hefst 10. október. Robert G. Miller, aðstoðarforstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax Inc., sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að það samkomulag, sem náðst hefði um skattgreiðslur nýjá álversins, væri íslendingum mjög ^.hagslætt. Samþykkt hefði verið að greiða á íslandi ýmsa skatta, sem ella hefði þurft að greiða í Banda- ríkjunum. Þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkti ályktun í gær, þar sem hann lýsti sig óbundinn af undir- skrift Jóns Sigurðssonar í málinu. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra og formaður Alþýðubanda- lagsins, sagði hins vegar í gær að hann teldi stjómarsamstarfið ekki í hættu og Alþýðubandalagið myndi ekki ijúfa stjómarsamstarfið vegna álmálsins. Harm segir jafnframt að allar kröfur fjármálaráðuneytisins um skattamál álversins hafi náðst fram. Með samkomulaginu var í gær undirrituð stutt bókun um megin- niðurstöðu viðræðna um orkusamn- ing. Samkvæmt henni verður orku- verð hlutfall af álverði. Veittur verð- ur afsláttur fyrstu tvö árin, þ.e. 1994-96, með ákveðnum efri og neðri mörkum. Þá mun endanlegur orku- samningur innihalda grein um endur- skoðunarrétt. A stjórnarfundi Landsvirkjunar létu fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags bóka gagnrýni á vinnubrögð iðnaðarráðherra í álmál- inu, þar sem samningaviðræður um orkuverð hefðu ekki verið í samráði við Landsvirkjun. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og stjórnar- maður í Landsvirkjun, segir að af- staða ríkísstjórnarinnar til samning- anna verði að liggja fyrir án fyrir- vara til þess að Landsvirkjun geti tekið afstöðu til orkusamninga. Sjá fréttir á bls. 2 og miðopnu. Morgunblaðið/Þorkell Stjórn Flugleiða samþykkir tillögu til hluthafafundar: Hlutafé verði aukið um 331 millión króna að nafnvirði STJÓRN Flugleiða samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við hluthafafund í félaginu að auka hlutafé þess með útgáfu nýrra hluta- bréfa að nafnvirði 331 milljón króna. Hlutafé yrði þannig aukið um 24,2% eða úr 1.368 milljónum í 1.700 milljónir. Samþykkt var að boða til hluthafafundar 23. október nk. Hluthafar munu fá tveggja vikna frest til að nýta sér forkaupsrétt sinn nái tillagan fram að ganga á hluthafafundinum. Að þeim tíma Iiðnum mun stjórn félags- ins setja það hlutafé sem óselt verður á almennan markað. Viðræð- um um hlutafjárkaup SAS hefur hins vegar verið slegið á frest. Sigurður Helgason segir að af- koman fyrstu sjö mánuði ársins sé betri en gert hafi verið ráð fyrir í rekstraráætlunum. Hins vegar. sé gert ráð fyrir í nýrri rekstraráætlun að kostnaður verði um 280 milljón- um króna hærri síðustu ijóra mán- uði ársins vegna hækkunar elds- neytisverðs og yfirflugsgjalda. Þrátt fyrir það sé gert ráð fyrir hagnaði af rekstri vegna betri bók- ana en samkvæmt fyrri áætlun. Búferlaflutningar síðustu 20 mánuði: ^JBorgarstj órn: Sandur gegn hálkunni í stað saltsins BORGARSTJÓRN samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um að gerð verði til- raun til að draga úr hálku á -vgötum borgarinnar í vetur með því að dreifa sandi á þær í stað salts. í greinargerð með tillögunni kemur fram, að mikill óþrifnaður hafí fylgt saltdreifíngu og bifreiðir hafí verið undirlagðar af saltlegi og tjöruupplausn yfir vetrarmánuð- ina. Með þessarí tilraun eigi að ^draga úr þessum óþægindum án þess að dregið verði úr öryggi veg- farenda. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Morg- unblaðið að meginástæðan fyrir útboðinu væri að styrkja eiginfjár- stöðu félagsins enn frekar. „Við höfum farið út í gífuriegar fjárfest- ingar í flugvélum og teljum okkur hafa gert það á réttum tíma. Við keyptum vélarnar þegar eftirspurn var frekar lítil eftir þeim og náðum mjög hagstæðum kaupum. Við telj- um að við höfum seit eldrí vélar okkar á réttum tíma. Núna stöndum við þokkalega að ’vígi rekstrarlega og erum líklega með yngsta flug- flota í heimi. Það eru ýmsar blikur á loftí varðandi eldsneytismálin en þó erum við ekki eins háðir elds- neytisverði eins og við hefðum ver- ið með gömlu vélarnar. Við stefnum ennþá að því að fyrirtækið verði rekið með hagnaði á árinu og allar okkar tölur benda til þess að við náum því. Við þurfum hins vegar að nálgast það markmið sem við höfum sett okkur að eiginijárhlut- fall sé 25% til þess að styrkja fyrir- tækið ennfrekar og sérstaklega gegn sveiflum í framtíðinni.“ Sigurður sagðist reikna með að stór hluti af bréfunum yrði til sölu á almennum markaði og yrði stefnt að því að ljúka sölu þeirra fyrir áramót. Eitt af markmiðum útboðs- ins væri að gefa fleirum kost á að eignast hlut í Flugleiðum. Hann sagði að reiknað væri með að mark- aðsverðmæti nýju bréfanna yrði kringum 750 milljónir en við ákvörðun gengis yrði tekið mið af þróun markaðarins á næstu vikum. Samkvæmt endurskoðuðu upp- gjöri fyrir fyrstu 7 mánuði ársins varð hagnaður Flugleiða 321,7 milljónir króna. Söluhagnaður nam 328,2 milljónum en þar er einkum um að ræða hagnað af sölu 5 Fokk- er flugvéla félagsins. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam á þessu tímabili um 12 milljónum og rekstr- arhagnaður 81,4 milljónum. Eig- infjárstaða Flugleiða var jákvæð um 3,3 milljarða króna í lok júlí og eiginfjárhlutfall 17%. 1.500 brottfluttir umfram aðflutta FYRSTU átta mánuði ársins fluttust 2.407 manns búferlum af landinu samanborið við 2.225 sama tímabil í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Frá ársbyrjun 1989 til ágúst- Ioka í ár hafa 6.248 manns flutt af landinu og á sama tíma flust hingað 4.768. Brottfluttir umfram aðflutta eru því 1.480 manns. Síðustu fjögur ár, frá og með 1986 að telja, og fyrstu átta mánuði þessa árs er jöfnuðurinn jákvæður, allan þennan tíma hafa 933 fleiri flutt til landsins en á brott. 1986 var jöfnuðurinn neikvæð- ur, þá voru brottfluttir 261 fleiri en aðfluttir. Næstu tvö ár skipti um, 1987 fluttu hingað 1.208 fleiri en héð- an fóru og 1988 voru aðfluttir umfram brottflutta alls 1.466. í fyrra urðu aftur umskipti, þá fluttu hingað 2.755 manns en á brott fluttu 3.841, eða 1.086 fleiri. Þetta ár hafa síðan flust brott á fyrstu átta mánuðunum 394 fleiri en hingað. Flytjist jafn margir á brott síðustu fjóra mánuði ársins nú og í fyrra, um 1.600 manns, má búast við að brottfluttir verði yfir fjögur þúsund á árinu sem er fleira á einu ári en síðustu fímm árin að minnsta kosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.