Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Minning: Jón Kristján Jóns- son útgerðarstjóri Fæddur 6. maí 1920 Dáinn 26. september 1990 Jón Kristján Jónsson var fæddur á Akranesi 6. maí 1920, sonur hjón- anna Jóns Gunnlaugssonar, útvegs- bónda, á Bræðraparti og konu hans, Guðlaugar Gunnláugsdóttur. '"’í Börnin þeirra urðu fimm, sem nú öll eru látin, utan Ingunnar, sem búsett er í Kaliforníu. Var mjög kært með þ eim systkinum Ingu og Jóni, og á 70 ára afmæli sínu í vor sótti hann ásamt konu sinni systur sína og hennar góða mann heim og naut þar ánægjulegs áfanga í lífi sínu. Þegar tengdafaðir minn, Ólafur, stofnaði hf. Miðnes í Sandgerði ásamt félaga sínum, Sveini Jóns- syni, þá kom Jón Kr. til starfa hjá þeim. Þar starfaði hann af atorku og eljusemi sem væri það hans eig- ið fyrirtæki, og í miðju amstrinu svo skyndilega og óvænt kom kallið. Hann kvæntist 11. nóvember ' 1950 Magneu Dóru Magnúsdóttur. Dætur þeirra eru Ingunn, skrif- stofumaður, Kristjana, bókasafns- fræðingur, og Elín, lögfræðingur. Barnabörnin eru tvö. Jón Kr. var mér einkar kær, í honum fann ég föðurlega umhyggju og við áttum skap saman. Hann talaði tæpitungulaust, gerði kröfur til sjálfs sín og ætlaðist til þess sama af öðrum. Þegar þá ungur sonur okkar hjóna fór að venja komur sínar með ^■föður sínum til Sandgerðis og kynntist afabróður sínum og hans góðu konu segir mér svo hugur að oft hafi ferðirnar verið farnar til að njóta notalegheita á heimili Jóns og Möggu: Eftir éina slíka ferð féllu þessi orð af vörum drengsins: „Mamma og pabbi, ef þið deyið, þá get ég verið hjá Jóni Kr. og Möggu.“ Þessi orð töluð af ungu barni segja sína sögu. Seinna, þegar drengur- inn, þó of ungur að mér fannst, fór til starfa hjá Miðnesi að sumrinu, þá var það í samráði við Jón Kr. Hann ætlaði að gæta drengsins fyrir mig eins og honum var unnt. Ungi maðurinn hugsaði vei um að kaupa jólagjafir handa vinum sínum * 'og að þær kæmust tímanlega til viðtakenda og tókst jafnvel ferð á hendur með rútunni til þess að svo gæti orðið. Fátt var eins hressilegt snemma morguns og að fá hringingu frá Jóni, hann vissi að ég var kona árrisul og óhætt að hringja, hlátur- inn hans dillandi, nokkur góð heil- ræði ásamt spaugi var gott vega- nesti fyrir daginn. Einn morguninn ekki fyrir svo ýkjalöngu hringdi hann og sagði: „Jæja Lóa mín, nú ætla ég að hætta, veistu um hús í Reykjavík, hafðu augun opin; ég held að ég sé búinn að finna góðan mann fyr- ir mig, ég fer ekki án þess.“ ‘Það er ósk mín og von, að maðurinn, sem Jón fann og ég þekki af öðrum vettvangi, komi til starfa í hans stað, þótt lærifaðirinn hafi horfið sjónum okkar svo óvænt. Logn- molla var ekki til hjá Joni Kr., fest voru kaup á húsi á Seltjarnarnesi, þar sem sást vel upp á Skaga, og átti að afhendast nokkrum dögum eftir lát hans. Það voru komin þáttaskil. Þau ljómuðu bæði hjónin, Magga nýkomin úr vel heppnaðri skurðað- gerð. Daginn áður en hún lagðist inn fóru þau hjónin og völdu áklæði á húsgögnin sín og þau send í end- umýjun. Það átti að flytja strax í nýja húsið og ætlaði Jón að aka á milli þar til honum fyndist starf sitt komið í örugga höfn. í stað þess er heiðursmaðurinn Jón Kr. sjálfur kominn í örugga höfn. Að leiðarlokum er mér efst í huga virðing og þakklæti fyrir allt það sem hann var mér og mínum. Hans er sárt saknað á heimilinu. Elsku Magga mín, dætur og litlu barnabörn, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Guð geymi hann. Lóa Jon Kr. Jónsson útgerðarmann í Sandgerði áttum við hjónin að góð- um vini í nærfellt fjörutíu ár og ætti okkur því að vera nokkuð vel ljóst, eftir svo löng og góð kynni, hvílíkur drengskapar- og höfðings- maður hann var í allri breytni sinni og líferni. Ungur að aldri, þegar á fimmt- ánda ári, hóf hann störf við útgerð í Sandgerði í félagi við Olaf bróður sinn, en eftir lát hans, árið 1975, með bróðursonum sínum. Var því starfsaldur orðinn ærið langur, samfleytt 56 ár, og í þessu starfi var hann, er hann hné skyndilega niður á bátabryggjunni í Sandgerði að morgni 26. september sl. og var þegar örendur. Svo brátt getur dauðann að höndum borið, jafnvel án nokkurs aðdraganda eða við- vörunar. Jón heitinn var Akurnesingur að uppruna, fæddur á Skipaskaga, eins og staðurinn var jafnan áður nefnd- ur, 6. maí 1920, og stóð því á sjö- tugu er hann lést. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðlaug Gunn- laugsdóttir, húnvetnskrar ættar, og Jón Gunnlaugsson útvegsbóndi á Bræðraparti, bóndasonur úr Lund- arreykjadal, en fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum til Akraness. Eru þeir báðir, faðir Jóns og Gunn- lagur, afi hans, alkunnir menn í sögu Akraness, miklir sjósóknarar og aflamenn en gætnir og farsælir í starfi. Og ekki má þá gleyma húsmæðrunum, móður Jóns og föð- urömmu, er missti mann sinn frá tólf ungum börnum, en kom þeim þó öllum vel til manns. Þessa eðlis- kosti forfeðra sinna og -mæðra fékk Jón Kr. Jónsson ómælda í arf, það sýndi hann, hinn staðfasti maður, glögglega í lífi og starfi. Árið 1950 gekk Jón áð eiga unn- ustu sína, Magneu Dóru Magnús- dóttur, ættaða úr Vestmannaeyjum, og bjuggu þau sér notalegt heimili í Sandgerði. Hugðust þau minnast fjörutíu ára hjúskaparafmælis síns nú í nóvember, en á annan veg hefur nú farið. Þau eignuðust fjórar dætur, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa hina elstu þegar í fæðingu. Dætur þeirra þijár eru allar búsettar hér í Reykjavík. Elst er Ingunn skrifstofumaður, þá Kristjana bókasafnsfræðingur, en yngst Elín lögfræðingur. Margar góðar stundir höfum við hjón átt í áranna rás á heimili þeirra Jóns og Magneu, sem nú ber að þakka heils hugar. Nutum við þar ekki einungis frábærrar gestrisni þeirra beggja, heldur fölskvalausrar vináttu og þeirrar einlægni, sem gerir öll samskipti manna í senn óþvinguð og hispurslaus og án allr- ar sýndarmennsku. Margt var þá skrafað og kunni Jón frá ýmsu fróð- legu að segja frá uppvaxtarárunum á Akranesi, kreppuárunum svo- nefndu, með öllum sínum erfiðleik- um og harðri lífsbaráttu, en líka góðvilja fólks og samhjálp manna í milli. Og ekki er því að leyna að oft hné tal okkar, einkum okkar nafnanna, að málefnum íslensks sjávarútvegs. Fræddi Jón mig þar, fákænan um þenna aðalatvinnuveg þjóðarinnar, um marga hluti af gnægð þekkingar sinnar og áratuga reynslu. í meira en hálfa öld hafði hann helgað sig starfi sínu, svo að ekki féll úr dagur nema örfá stutt sumarleyfi, enda lifði hann eftir þeirri gömlu, góðu reglu, að ekkert starf sé ómerkilegt, ef það er vel af hendi leyst, ekkert eins ógeðfellt og illa unnið verk. Slíkir menn gera að vísu miklar kröfur til annarra, en mestar til sjálfs sín. Þo var nú svo komið, er áttræðis- aldrinum var náð, að hann hafði hugsað sér að slaka eitthvað á og flytja heimili þeirra hjóna til Reykjavíkur. Samt læðist að manni sá grunur, að með þeim búferla- flutningum hafi ætlunin engan veg- inn verið sú að setjast í helgan stein. Aðgerðarleysi og tómlæti hefði Jon illa unað; til slíks lífernis hafði hann, vægast sagt, heldur takmarkaða hæfileika. Við kveðjum hinn látna heiðurs- mann með söknuði og samhryggj- umst ástvinum hans í sorg þeirra. Megi þjóð vor jafnan eiga marga hans líka. Guðrún Gísladóttir, Jón S. Guðmundsson. Mig langar til að kveðja afabróð- ur minn, Jón Kr. Jónsson, sem jarð- settur er í dag. Þe^ar ég var lítill strákur fór ég með pabba mínum til Sandgerðis, því mamma var stundum veik, og þá fór ég með pabba svo hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mér. Ég fékk að vera í skrifstofuleik hjá pabba, en fyrir strák eins og mig þá var það ekkert gaman nema smástund í einu. Þá byijaði ég að fara til Jóns Kr. og Möggu. Þar var svo gott að vera, kökurnar hennar Möggu svo góðar og kvöldin hjá þeim og Elínu svo notaleg. Jón leyfði mér að vera með sér og þar kynntist ég öllu því starfi sem hann vann, hann var á fullu alla daga og nætur líka, ekki bara í Sandgerði heldur líka í Keflavík, hann var allt í öllu. Skólaganga er sögð nauðsyn hveijum manni, en að fá að vera með manni eins og frænda mínum, sem hafði gengið í skóla lífsins, er mér mikils virði. Að gera sitt besta og aðeins betur eru hans orð. Við fórum stundum út fyrir þorp á stað þar sem óhætt var að leyfa strák aðeins að prófa að keyra bíl. Hann var frábær hann frændi minn, skildi svo vel hvað er spennandi fyrir stráka, líka að fara með honum um borð í togarana og bátana. En hann var ekki bara eftirlátur heldur líka ákveðinn og þáð sem hann sagði stóð. Ég hef unnið á sumrin í Sand- gerði frá því að ég var 13 ára og tilhugsunin um að k,oma þangað, og enginn Jón Kr. og Magga, er sár. En það er líka góð tilhugsun, þegar að því kemur að eiga góðan vin sem tekur á móti mér. Lárus Hinn 26. september sl. varð bráð- kvaddur við störf sín föðurbróðir minn, Jón Kristján Jónsson, útgerð- arstjóri hf. Miðness, Sandgerði, sjö- tugur að aldri. Við skyndilegt frá- fall hans hefur fyrirtækið misst sinn dyggasta starfsmenn, að öllum öðr- um ólöstuðum. Jón«Kr. var fæddur á Akranesi 6. maí 1920. Hann var næstyngsta barn hjónanna Jóns Gunnlaugsson- ar, útvegsbónda á Bræðraparti á Akranesi, og konu hans, Guðlaugar Gunnlaugsdóttur. Börn þeirra voru fimm: Gunnlaugur, Ólafur, Elísa- bet, Jón Kr. og Ingunn. Eftirlifandi af þeim systkinum er nú Ingunn, sem búsett er í Kaliforníu. Jón Kr. gekk í bama- og ungl- ingaskóla á Akranesi. Strax í lok náms á vetrarvertíð 1935 hélt hann til Sandgerðis til starfa með bróður sínum, ðlafi. Ólafur sá þá um rekstur útgerð- arstöðvar Haraldar Böðvarssonar þar, sem meðeigandi. Hlutafélagið Miðnes var síðan stofnað árið 1941 eftir að Ólafur hafði ásamt félaga sínum, Sveini Jónssyni, keypt hlut' H.B. & Co. í Sandgerði. Samstarf þeirra bræðra, Jóns Kr. og Ólafs, var alla tíð mjög náið og gott. Ólafur þurfti, er fram liðu stundir, löngum að dvelja íjarri Sandgerði vegna annarra starfa og þá vissi hann að útgerðarreksturinn mundi haldast í föstum skorðum, því alltaf var bróðir hans á staðnum til að grípa inn í, þar sem á þurfti að halda. Enda sagði Ólafur gjarna, að störf Jóns Kr. í þágu fyrirtækis- ins hefðu verið því ómetanleg. Holl- ustu Jóns, dugnaðar og reynslu í öllu er snýr að útgerðarrekstri og vélstjórn höfum við bræður notið ríkulega allt frá því að við hófum störf í Miðnesi. Hinn 11. nóvember 1950 kvænt- ist Jón Kr. Magneu Dóru Magnús- dóttur fæddri í Vestmannaeyjum. Hún hefur reynst honum hinn traustasti lífsförunautur. Þau hafa allan sinn búskap búið í Sandgerði. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið. Fyrstu dótturina misstu þau í frumbernsku. Aðrar dætur þpirra eru: Ingunn Guðlaug, skrifstofu- maður hjá O. Johnson & Kaaber; Kristjana, bókasafnsfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, og Elín Sigrún, starfandi héraðsdómslögmaður. Dæturnar þijár hafa verið foreldr- um sínum til mikils sóma og ánægju. Barnabörn Jóns Kr. og Magneu eru tvö. Það ber vott um trúmennsku Jóns Kr. að hann hefur í raun unn- ið hjá einu og sama fyrirtækinu í rúm 55 ár. í fyrstu vann hann almenn störf, en fljótlega tók hann að sér vél- stjórn og lauk námi frá Vélskólan- um í Reykjavík í því skyni. Þá ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Námskeið Bridsfélags Hafnarfjarðar Ákveðið hefur verið að halda námskeið á vegum Bridsfélags Hafnarfjarðar ef næg þátttaka fæst fyrir fólk á öllum aldri, jafnt ungl- inga sem ellilífeyrisþega úr Hafnar- firði, sem og nágrannabyggðunum. Námskeiðið er jafnt fyrir algjöra byijendur og þá sem eru eitthvað lengra komnir. Kennt verður á þriðjudags- eða miðvikudagskvöld- um. Munu námskeiðin verða alls 9 •^kvöld og hefjast þriðjudaginn 9. okt. Öll námsgögn eru innifalin í námskeiðinu og verður spilað öll kvöldin undir handleiðslu félaga úr Bridsfélagi Hafnarijarðar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 51983 (Kristófer) alla daga og kvöld. Má hér benda á að hér er komið *upplagt tækifæri fyrir einstaklinga jafnt sem saumaklúbba að kynnast undirstöðuatriðum bridsspilsins, og öðlast möguleika á skemmtilegri dægrastyttingu. Bridsfélag Breiðfirðinga Dagskrá til áramóta hefir verið ákveðin. 4. okt. til 25. okt.: Fjögurra kvölda barómetertví- menningur. Spiluð eru 3 spil milli para, og skorin eru gefin upp með tölvuútreikningi. 25. okt. taka menn sjálfkrafa þátt í Landstvímenningi. 1. nóv. til 13. desember: Sjö kvölda aðalsveitakeppni, tveir 16 spila leikir á kvöldi, allar sveitir spila innbyrðis. Dagsetningar geta breyst, ef mikil þátttaka verður (framhald eftir áramót). 20. des. verður jólasveinamót, en fyrsta spilakvöld eftir áramótin verður 17. janúar. Nýr framkvæmdastjóri Bridssambandsins Elín G. Bjarnadóttir hefur verið ráð- in framkvæmdastjóri Bridssambands- ins Islands (BSI) frá 1. nóvember nk. Elín tekur við af ísaki Erni Sigurðs- syni, sem lætur af störfum að eigin ósk. Elín, 34 ára, er fyrsta konan sem gegnir framkvæmdastjórastöðu hjá BSI í meira en 40 ára sögu sambands- ins. Hún hefur áður starfað að marg- víslegum verkefnum fyrir bridshreyf- inguna. BSÍ er regnhlífarsamband um 50 bridsfélaga út um allt land með um 4.000 keppnisspílara. Sambandið stendur einnig sjálft fyrir margvíslegri keppni, svo sem íslandsmótum, Bikar- keppni BSÍ, firmakeppni og árlegu al- þjóðlegu Flugleiðamóti svo nokkru dæmi séu nefnd. Núverandi forseti sambandsins er Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar. Elín, þriggja barna móðir, er gift Jóni Baldurssyni, stigahæsta spilara landsins, sem er margfaldur Islands- meistari og landsliðsmaður. Bridsfélag Akraness Vetrarstarfið hjá Bridsfélagi Akraness hófst 13. september sl. Ný stjórn var kosin og hana skipa: Þórður Elíasson, formaður, Karl Alfreðssön, gjaldkeri, Einar Guð- mundsson (kennari), ritari, og Einar Guðmundsson, meðstjórnandi. I vetur verður spiiað í Grunda- skóla á fimmtudagskvöldum og hefst spilamennskan kl. 19.30. Nýir félagar eru velkomnir. . Fimmtudaginn 27. sept. hófst Þriggja kvölda Mitchell-tvímenn- ingur með þátttöku 20 para. Staðan efstu para áð loknu fyrsta kvöldi er þannig: N-S riðill: Alfreð Viktorsson — Eiríkur Jónsson 257 Þórður Björgvinsson — Þorgeir Jósefsson Hörður Pálsson — 250 Þráinn Sigurðsson Karl Alfreðsson — 248 TO'ggvi Bjarnason A/V riðill: 231 Hreinn Björnsson — Hallgrímur Rögnvaldsson Bjarni Guðmundsson — 265 Guðmundur Bjarnason Valdimar Björnsson — 224 Ómar Rögnvaldsson Árni Bragason — 223 ErlingurEinarsson 218 Bridsfélag Hafnarfjarðar Staðan í haustbarómeternum er nú þessi. Búið er að spila 10 umferðir af 19 og staðan er nokkuð tekin að skýr- ast. Guðlaugur og Magnús hafa tekið góða forystu. Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 83 Marinó Guðmundsson — Njáll Sigurðsson 52 Erla Siguijónssdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 48 Esther Jakobsdóttir — Hjördís Eyþórsdóttir 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.