Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
?|3I
© 1990 Umversal Press Syndicale
,/Mig /CkngaraB biðjci yðurum hönd
þjo'nus i-us-táIka dótturyéar. "
__V
Síðan hann fór á eftirlaun-
in skrifar hann lista dag
hvern yfir það sem hann
ekki þarf að gera.
Með
morgnnkaffinu
Má ég komast í ELLIN?
Mengun
Til Velvakanda.
Góðir Islendingar. Ég er er að
vonast til þess að álver rísi EKKI
á íslandi. Ég bý á Suðurnesjum og
vil alls ekki vita af álveri á Nesinu
né heldur annars staðar á landinu.
Viljum við bæta við mengun á Is-
landi? Láta börnin okkar lifa í óheil-
brigðu umhverfi? Hvar eru mót-
mæli Grænfriðunga núna? Og af
hverju eru engvir undirskriftarlistar
í gangi gegn mengandi stóriðju á
islandi. Er okkur virkilega sama?
Miðað við íjölda starfa sem fást í
þessu álveri þá er það ekki þess
virði þegar við lítum á mengunina
í sjó og í lofti. Já, í sjó segi ég, ef
þeir hafa vothreinsiútbúnað, og í
lofti verður örugglega menigun og
hún gufar ekkert upp heldur safn-
ast saman og skemmir með
tímanum.
Umhverfisverndarsinnar, látið í
ykkur heyra! Við þjóðin öll ættum
að fá að kjósa um þetta og þá ekki
hvar það á að vera heldur hvort við
viljum virkilega vera svo fáfróð að
vilja mengandi stóriðju á íslandi,
landi barna okkar í framtíðinni.
K.G.
Hvert stefmr í
hjúkrunarmálum?
Kæri Velvakandi.
Undanfarin ár hefur borið á
skorti á hjúkrunarfræðingum á spí-
tölum og öðrum stofnunum, sem
hafa hjúkrunarfræðinga í vinnu. Á
hverju hausti er mikið auglýst eftir
hjúkrunarfræðingum, og má í dag-
blöðum oft sjá sömu stöðurnar aug-
lýstar aftur og aftur.
Talið hefur verið gott fyrir konur
á öllum aldri að hafa hjúkruna-
rfræðimenntun. Og víst er að at-
vinnutækifæri hafa verið næg. En
nú blasir við flótti úr stéttinni.
Ástæðan er sára einföld: skamm-
arlega lág laun. Eftir fjögura ára
háskólanám eru byijunarlaun
hjúkrunarfræðings kr. 65.000. Eins
og flestir vita er starf hjúkrunar-
fræðings innt af hendi á öllum tím-
um sólarhringsins. Því fylgir mikil
ábyrgð og gífurlegt álag. Ofan á
þetta bætist skortur á hjúkrunar-
*
Osmekkleg auglýsing
Til Velvakanda.
Nú finnst mér mælirinn vera full-
ur. Ég ætlaði ekki að trú mínum
eigin augum þar sem sýnt er að
verið er að skjóta á mann sem er
að reykja í sjónvarpinu. Hvílíkt of-
stæki. Ér ekki nóg um ofstæki sem
haft er fyrir ungum og gömlum þó
ekki sé verið að benda þeim á að
myrða þá sem reykja og það í
sjálfu Ríkissjónvarpinu. Hver ein-
staklingur hefur rétt til að velja
sjálfur hvort hann reykir eða hætt-
ir að reykja í sínum frítímum. Ég
held að flestir viti að reykingar eru
óhollar, og margir hafa hætt sem
betur fer, en þeir sem reykja hafa
líka sinn rétt.
Ein sem reykir.
fræðingum á mörgum deildum spít-
alanna, sem enn eykur álag á þá
fáu hjúkrunarfræðinga sem enn
leggja það á sig að sinna köllun
sinni.
Leysa mætti vanda fjölda deilda,
ogjafnvel heilu sjúkrahúsanna, með
ráðningu þeirra hjúkrunarfræðinga
sem þegar eru til í landinu full-
numa, en sinna nú öðrum mis-
ábyrgð armiklum stöðum í þjóðfé-
laginu á jafnvel margföldum laun-
um hjúkrunarfræðinga. Og það á
meðan biðlistar lengjast eftir
sjúkrarúmum og hverri deildinni er
lokað á fætur annarri.
Á síðum þessa blaðs mátti í súm-
ar lesa tilboð frá sjúkrastofnun í
Kaliforníu í Bandaríkjunum til
hjúkrunarfræðings hér á landi, þar
sem henni voru boðnar kr. 250.000
á mánuði. Auk þess sem fyrirtækið
bauðst til að borga fargjöld til og
frá Bandaríkjunum og útvega hús-
næði starfsmanninum að kostnað-
arlausu. Þetta er freistandi tilboð.
En að rífa sig upp með allt sitt
hafurtask er nú oftast meira en að
segja það.
Eg skora því á hjúkrunarfræð-
inga hvar sem er á landinu að láta
nú til símtaka í launabaráttu stétt-
arinnar. Ekki er iengur hægt að
bjóða hjúkrunarfræðingum upp á
jafn lág laun og áður hefur verið
getið fyrir vinnu er inna þarf af
hendi jafnt helga daga sem virka.
Hjúkrunarfræðingur í starfi
utan heilbrigðiskerfisins.
HOGNI IIREKKVISI
„SJOM\sAiZÞltS> BR. v ©ÓÐUKINU...
MevPisr TU. að sleppa eFnRt-/eris-
f>/€TTiMU/M PÍMU/M.''
Víkveiji skrifar
Islendingar hafa löngum verið
orðaðir við að taka tækninýj
ungum vel. Nýlega heyrði Víkveiji
á tal tveggja manna, þar sem rætt
var um þann leiða vana landans að
svara ekki bréfum. Taldi annar
mannanna það oft til stórtjóns, hve
latir íslendingar væru að svara
bréfum.
Viðmælandi mannsins, sem hélt
þessu fram, kvað símbréfakerfið
(faxið) hafa gerbreytt málum. Um
leið og þetta nýja bréfsendikerfi
komst í gagnið, hafí íslendingar
gerbreytzt. Þeir svari nú bréfum
nær samstundis og sé engin þjóð
eins snör í snúningum við að svara
bréfum. Símbréfin eru því hlutur
sem íslendinga virðist hafa vantað
mjög undanfarin ár.
xxx
Miklar og örar breytingar verða
nú í Evrópu. Á miðnætti að-
faranótt miðvikudagsins fækkaði
Evrópulöndum um eitt, er Þýzká
alþýðulýðveldið var lagt niður og
heyrir nú sögunni til. í raun var
þetta horfna ríki afskaplega merki-
leg tilraun til þess að skapa þjóð-
ríki úr þjóðarbroti á grundvelli hug-
myndafræði, sem margir trúðu á í
upphafi og um miðbik aldarinnar.
En þjóðríkið var eingöngu byggt á
gallaðri hugmyndafræði og því fór
sem fór.
Þjóðvetjar hafa eftir stytjöldina
verið aldir upp við þjóðemisvitund
í algjöru lágmarki og þar hefur t.d.
ekki tíðkazt að flagga mjög þjóð-
fána. Þetta kann þó að breytast við
nýjan fána sameinaðs Þýzkalands,
en vonir manna um allan heim bein-
ast þó í þá átt, að Þýzkaland fram-
tíðarinnar verði evrópskt, fremur
en Evrópa verði þýzk. Athyglisvert
verður að fylgjast með framvindu
mála og sjá hve langan tíma það
tekur Þjóðveija að rétta sig við
efnahagslega eftir að hafa innbyrt
alþýðulýðveldið, svo gjörsamlega
sem það var komið að fótum fram.
Eins og Víkveiji hefur áður sagt,
bendir nú allt til þess að þeirrar
aldar, sem er að renna sitt skeið,
verði í sögunni minnst einkum fyrir
hrapalegrar þjóðfélagslegrar til-
raunar til að koma á kommúnísku
þjóðskipulagi - þar sem mannlegi
þátturinn gleymdist.
XXX
Frá og með 1. október varð
skylt að spenna belti í aftursæt-
um bifreiða. Þessi skylda er í
senn skynsamleg og lífsnauðsynleg.
Dæmi úr umferðinni, þar sem belt-
in hafa bjargað fólki frá meiðslum,
örkumli og jafnvel dauða sanna
það. Hins vegar er Víkveija óskilj-
anlegt, hvers vegna leigubílstjórar
og farþegar þeirra í aftursætum eru
undanþegnir þessari skyldu. Er
hættan á meiðslum, ef setið er í
leigubíl, minni, en ef bíllinn er ekki
skráður á leigubílastöð? Víkveiji
leyfir sér að efast um það.