Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 7

Morgunblaðið - 05.10.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 7 Helgi Guðmundsson Hæslirétlur staðfestir dóm vegna dönsku myndanna HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm sakadóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ottari Ragnarssyni fyrrum sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 og gert honum að greiða 200 þúsund króna sekt en sæta 40 daga varðhaldi ella vegna sýninga stöðvarinnar á tveimur dönskum kvikmyndum, „I tvíburamerkinu" og október 1989. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu sakadóms sem byggðist á að í 14 atriðum myndanna tveggja hafi ver- ið lögð áhersla á að sýna á ögrandi hátt, oft í nærmynd, kynfæri karla og kvenna, kynmök fólks og fólk við sjálfsfróun án þess að séð verði og „í nautsmerkinu", í september að það þjóni neinu augljósu mark- miði öðru en að sýna kynlífsathafn- ir. Listrænn, fagurfræðilegur og leikrænn tilgangur þessara atriða í myndunum þyki eigi vera sýnilegur og því sé talið að um klám sé að ræða. Helgi Guðmundsson ritsljóri Þjóðviljans Sýningar í Nýlista- safninu HELGI Guðmundsson hefur verið ráðinn ritstjóri Þjóðviljans í stað Arna Bergmann, og mun hann væntanlega hefja störf á blaðinu næstkomandi mánudag. Að sögn Halls Páls Jónssonar, framkvæmdastjóra utgáfufélags Þjóðviljans, var ákvörðun um að ráða Helga tekin á þriðjudaginn. Hann sagði að Ámi Bergmann myndi halda áfram einhveijum skrifum í blaðið , en hann hefur nú tekið að sér aukna kennslu í rússneskum bókmenntum við Há- skóla íslands. Helgi Guðmundsson er fæddur 1943. Hann er trésmiður að mennt og hefur sinnt ýmsum störfum í verkalýðshreyfingunni og fyrir Al- þýðubandalagið. Meðal annars var hann formaður stjórnar Menningar- og fræðslusambands alþýðu í 8 ár, og ritari stjórnar Alþýðubandalags- ins um skeið. Hann hefur undanfar- ið unnið að ritstörfum, en tvær bækur eftir hann koma út á vegum Máls og menningar í haust. Morgunblaðið/Sverrir Haraldur Jónsson og Ingileif Thorlacius. TVÆR sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. í dag, föstudag. Á efri hæðum sýn- ir Haraldur Jónsson þrí<f|ð verk. I neðri sölum sýnir Ingileif Thorlacius málverk. Haraldur er fæddur í Helsinki, Finnlandi. Hann stundaði myndlist- arnám í Aix en Provence í Frakk- landi, Myndlistar- og handíðaskóla íslands og við Kunstakademie Dus- seldorf. Þaðan útskrifaðist hann sem Meisterschuler síðastliðið vor. Þetta er önnur einkasýning Harald- ar hér á landi. Ingileif stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og svo við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Þetta er önn- ur einkasýning Ingileifar, sú fyrri var haldin í Ásmundarsal árið 1989. (Fréttatilkynning) VIÐ HREINSUM TIL ÍFYRIRUEKJUM á höfuðborgarsvæðinu og Akureyrí Securitas hf. ræstingardeild hefur innan sinna raða 230 manns sem daglega gera hreint í tugum fyrirtækja á stórreykjavíkursvæðinu ogáAkureyri. Hrossarétt- ! ir í Víðidal Hvammstanga. HROSSARÉTTIR verða í Víðidal á morgun, laugardag. Að sögn Þóris Isólfssonar á Lækjarmóti, má reikna með að um 500 hross verði rekin til rettar, og hefjast réttarstörf um kl. 11.00. Sú hefð hefur komist á, að tals- verð „hrossakaup" séu stunduð á réttardaginn, enda margt velætt- aðra hrossa í sveitinni. Ekki spillir, að um kvöldið verður réttardans- leikur í Víðihlíð. - Karl. ' _ Við gerum þér tilboð án skuldbindinga! SECURITAS RÆSTINGARDEILD Sími 687600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.