Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 15
r
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
15
I
hafí tekið að sér að telja þeim trú
um það. Er þá ekki verið að gera
alla íslendinga að útlendingum í
augum þeirra og þar á meðal móð-
ur og föður?
Ég á þá ýmsa að góðkunningjum
og er hreykinn og stoltur af því,
en líf mitt hefur tekið aðra stefnu
og áhugamál mín eru allt önnur,
en fyrir slíkt skal enginn dæmdur.
Ræddi við nokkra þeirra áður en
ér ritaði grein mína og skildu þeir
mig betur en skólastjórinn. Ég vil
þeim vel, svo sem greinar mínar
ættu að vera til vitnis um, og hef
hug á að gera þeim vel. En mér
er spurn hvort meiningin sé að
útrýma varalestri og gamla
merkjamálinu, en varamál sýnist
frekár ófullkomið hjá ýmsum þeim,
sem færir eru á táknmáli, og
fíngramálið ekki alltaf upp á það
allrabesta.
Dregið saman í hnotskum má
það vonandi vera skiljanlegt af'
framanskráðu, af hverju ég skil
illa að nýtækni og varalestur séu
ekki inni í myndinni varðandi
„samskiptamiðstöð" heymarlausra
og að táknmálið eigi að vera hinn
eini mikli bjargvættur á grýttri
vegferð þeirra.
Má sérstaklega vísa til þess að
varalestur er sem gluggi til þjóð-
tungunnar og hvað tæknibylting-
una snertir minnir mig, að við lifð-
um á níunda tug tuttugustu aldar-
innar.
Höfundur er myndlistarmaður og
myndlistargagnrýnandi
Morgunblaðsins.
Sundaborg
ryksugurnar
standa fyrír sínu
JÓHANN ÓLAFSSON & CO HF
Sundaborg 13 -104 Reykjavík - Stmi 688 K88
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-12
I
I
I
Efþú hittirfæróu miBjónir
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
SAMEINAÐA/SÍA