Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Samvinnuferðir-Landsýn; 1.250 íslending- ar fara til Dublin MIKIL aðsókn hefur verið í fjögnrra daga ferðir sem ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn hefur skipulagt til Dublin á Irlandi og hafa alls um 1.250 manns keypt farmiða í siíkar ferðir hjá ferðaskrifstof- unni. Upphaflega stóð til að famar yrðu tvær ferðir, en vegna aðsókn- arinnar varð að fjölga ferðunum í átta. reynslu í tvær ferðir til viðbótar síðastliðinn sunnudag og uppselt varð í þær strax daginn eftir.“ Að sögn Helga er verðlag mjög hagstætt í Dublin og greinilegt að fólk sækist eftir því að kómast þang- að til innkaupa. „Við reynum að stíla þetta ekki eingöngu upp á að fólk fari í verslanir og því efnum við td skoðunarferða um Dublin og kvöld- skemmtana, þannig að fólk geti kom- ið eitthvað fróðara heim jafnframt því sem kannski verður eitthvað meira í töskunum. Ferðakrifstofan auglýsti tvær Du- blin-ferðir í Morgunblaðinu sunnu- daginn 23. september og að sögn Helga Daníelssonar hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn var búið að selja í fimm ferðir fyrir hádegi daginn eftir og uppselt varð í þá sjöttu eftir há- degið. „Við auglýstum síðan til Hluthafafund- ur Isflug*s í næstu viku Rætt um Rockall-svæðið Morgunblaðið/Ámi Sæberg Viðræður íslendinga við Dani/Færeyinga um Rockall-svæðið hófust í Reylcjavík í gær og lýkur í dag. Kynntar voru endanlegar niðurstöður sameiginlegs rannsóknarverkefnis íslendinga og Dana/Færeyinga á svæðinu. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar sendiherra, formanns íslensku nefndarinnar, er þar að finna ýmislegt sem vísindamenn telja athyglisvert, og staðfestir grun um að ekki sé útilokað að olía fínnist á svæðinu þótt frekari rannsókna sé þörf með borunum. í öðru lagi munu nefndir þjóðanna bera saman bækur og skiptast á skoðunum um hvernig best að standa að kynningu og stefnumótun í málinu varð- andi fyrirhugaðar tvíhliða viðræður sem Bretar hafa ákveðið að eiga annars vegar við íslendinga og hins vegar Dani/Færeyinga um málið. Stjórn Landsvirkjunar: Ekkert samþykkt um orkusölu til nýs álvers Málsmeðferð iðnaðarráðherra í álmálinu gagnrýnd STJÓRN Landsvirkjunar gerði á fundi sínum í gær enga samþykkt varðandi þau drög að samningi um orkusölu til nýs álvers, sem liggja fyrir. Hins vegar kom fram gagnrýni frá ýmsum stjórnarmönnum á samningsdrögin og á málsmeðferð Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. Landsvirkjun er sá aðili, sem selja mun væntanlegu álveri raforku, og verður því að samþykkja samninga um orkuverð. Ljóst er að stjórnin er ekki tilbúin á þessu stigi málsins að veita sitt samþykki fyrir orku- sölu til álvers. HLUTHAFAFUNDUR hefur verið boðaður í Isflugi hf. í næstu viku. Ætlunin er að fundurinn sam- þykki hlutafjáraukningu og kjósi nýja stjórn. Isflug hefur flugrekstrarleyfí, en er að öðru leyti pappírsfyrirtæki, stofnað af nokkrum eigendum Arn- arflugs á síðasta ári. Þegar Amar- flug lét flugleyfí sín af hendi til Flug- leiða vildu Amarflugsmenn að ísflug tæki við og réði starfsfólk Amarflugs til sín, en samgönguráðherra hafnaði því, m.a. vegna krafna um að eigið fé félagsins yrði að nægja fyrir þriggja mánaða rekstrargjöldum, án tekna. Reynt hefur verið undanfarið að fá hlutafé inn í ísfiug frá öðrum aðilum en núverandi eigendum. Með- al annarra hafa starfsmenn Amar- flugs sýnt áhuga á að eignast hlut í félaginu. Víglundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri hefur undanfarið staðið í samningaviðræðum við er- lenda aðila um samstarf, sem myndi gera ísflugi kleift að halda uppi áætlunarflugi til Amsterdam, þar á meðal hollenzka flugfélagið KLM. Víglundur sagði í gær að búizt væri við svörum frá KLM í dag, og þá myndi skýrast framtíð áforma um að ísflug tæki við fluginu. Missti út tvo plastbáta Flutningaskipið Hvassafell missti út tvo nýja plastbáta, 10 og 14 tonna, tvær sjómílur út af Hvanndalabjörgum um klukkan 18 í gær. Loðnuskipið Guðmundur Ólafur ÓF og togarinn Sigurbjörg ÓF náðu glastbátunum og fóru með þá til Ólafsíjarðar en mjög slæmt veður var á þessum slóðum í gær. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og stjómarmaður í Lands- virkjun, segir að hann hafí á fundin- um lýst því yfir að hann teldi það mikinn feng ef álver yrði reist ef bærilegir samningar næðust um orkuverð,_ og að því ættu menn að stuðla. „Á hinn bóginn vakti ég at- hygli á því að Landsvirkjun, sem er samningsaðili, hefur í raun hvorki samið um orkuverðið né veitt neinum aðila umboð sitt til að gera það,“ sagði Davíð. „Þess vegna er nauðsyn- legt áður en að Landsvirkjun tekur efnislega afstöðu og metur hvort fyrirtækið sem slíkt þolir þessa samninga eða ekki, að ríkið, sem hefur haft með samningsgerðina að gera, klári sinn hlut og afstaða ríkis- stjómarinnar liggi fyrir fyrirvara- laus.“ Aðspurður hvort hann teldi af- stöðu ríkisstjómarinnar liggja fyrir með undirritun Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra og fulltrúa Atlants- áls í gær, sagðist Davíð ekki hafa séð hvað Jón hefði undirritað. „Form- aður þingflokks Framsóknarflokks- ins segir að hann hafí undirritað sendibréf, forsætisráðherra að hann hafí undirritað fundargerð og sjálfur segist hann hafa undirritað mikil- vægan áfanga í átt að samninga- gerð. Ég hef ekkert af þessu séð,“ sagði Davíð. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins tók Ámi Grétar Finnsson, þingkjörinn fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjóminni, þá afstöðu að eftir væri að vinna að ýmsum mikilvægum at- riðum í orkusölusamningnum, og því væri ekki hægt á þesSU stigi að af- greiða hann af hálfu Landsvirkjunar, hins vegar væri nauðsynlegt að halda samningsgerðinni áfram og hraða henni sem mest. Páll Pétursson, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins, lét bóka eftirfarandi á stjómarfundinum: „í lögum nr. 42 frá 1983 um Lands- virkjun segir m.a. að orkusölusamn- ingar við iðjuver megi ekki „valda hærra raforkuverði til almennings- rafveitna en ella hefði orðið“. Þau drög að orkusölusamningi við Atl- antsál sem kynnt hafa verið í stjóm LV tryggja þetta ekki og þarfnast því breytinga. í samningum verður að koma ákvæði um endurskoðunarrétt vegna harðræðis (sanngimissjónarmiða). Ef spár um verðþróun ganga ekki eftir og álverð verður lægra um ára- bil hlýtur LV að verða að lækka verð til almenningsveitna fremur en stofna fyrirtækinu í voða. Gólf verður að setja í samninginn, annai-s er áhættan óbærileg. Aður en LV getur samþykkt samning verð- ur að liggja fyrir að traustir erlendir bankar séu reiðubúnir að iána án ábyrgðar frá eignaraðilum út á samninginn það sem kostar að virkja. Mörg önnur átriði þarfnast nánari athugunar. Óhjákvæmilegt er að stjóm LV hefur ekki samþykkt nein atriði draga að orkusölusamningi. Því hefur iðnaðarráðherra enga heimild frá LV til þess að undirrita skuldbindingar hvað varðar orku- sölusamning." Fulltrúar Alþýðubandalagsins í stjóm Landsvirkjunar, þeir Siguijón Pétursson, kjörinn af Reykjavíkur- borg, og Finnbogi Jónsson, þingkjör- inn varamaður Ólafs Ragnars Grímssonar, bókuðu að þeir tækju undir bókun Páls, en bættu við: „Nú um nokkum tíma hafa stjórnarmenn LV haft undir höndum, sem trúnað- armál, ýmsar upplýsingar um þann grunn, sem samninganefnd um orkufrekan iðnað leggur til grund- vallar í viðræðum sínum við Atlantal- hópinn. Þrátt fyrir það að stjóm LV hefur sáralítð rætt hugsanlegt orkuverð og þó að hún eða fulltrúar í beinu umhoði hennar hafí aldrei hitt eða rætt við væntanlegan orkukaupanda virðist nú vera komið að lokum samn- inga. Augsjáanlega á að stilla stjóm fyrirtækisins upp andspænis full- gerðum samningi. Ráðherra orkumála hefur boðað að hann muni síðar í dag undirrita 'samningsdrög varðandi byggingu nýs álvers en ekki er einu sinni haft fyrir því að kynna þessi drög fyrir stjórninni áður en þau em undirrit- uð. í öllum þessum málum hefur verið gróflega gengið fram hjá stjóm LV, nánast eins og henni komi samn- ingsgerðin ekkert við. Með þeim hugmyndum sem nú eru á lofti er verið að binda alla beztu virkjunarkosti þjóðarinnar til langs tíma á verði sem er umtalsvert lægra en meðalverð til álvera í „hinum vest- ræna heimi". Því er veruleg hætta á því að íslenzkir orkunotendur verði í framtíðinni að greiða hærra orku- verð en ella. Þessum vinnubrögðum ber að mótmæla." Jóhannes Nordal, formaður stjóm- ar Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir stjómarfund- inn í gær að hann hefði á fundinum ekki farið fram á umboð til að undir- rita neitt samkomulag um orkusölu. „Það voru engar samþykktir gerðar á þessum fundi því að í raun er ekki verið að gera neina samninga á þessu stigi málsins," sagði hann, heldur er verið að lýsa áföngum, sem hafa náðst í því að skapa samningsgrund- völl í málinu. Landsvirkjun er að ræða þegar þau atriði, sem fyrir ligKÍa> en það er ýmislegt í orku- sölusamningnum, sem ennþá er ekki búið að ræða nema að litlu leyti og það er eðlilegt ac) stjóm fyrirtækis- ins, sem endanlega verður ábyrg fyrir þessum samningi, taki ekki af- stöðu til einstakra atriða fyrr en þau liggja öll fyrir. Ég fór ekki fram á það að slík afstaða yrði tekin á þess- um fundi.“ Hækkanabeiðnir í kjölfar olíuverðshækkunar; Skipadeild Sambandsins óskar 7,5% hækkunar flutningsgj alda SKIPADEILD Sambandsins hefur sent Verðlagsstofnun beiðni um 7,5% hækkun á flutningsgjöldum vegna hækkaðs olíuverðs og Eim- skipafélag íslands telur sig þúrfa 6% hækkun, en kveðst reiðubúið til að taka einhvern hluta þess á sig tímabundið á meðan þróun olíuverðs sé óljós. Sendibílstjórar hafa farið fram á 12% taxtahækk- un, en þar af eru tæplega 3% vegna hækkaðs oliuverðs og kostnaðar- hækkana, og sérleyfishafar hafa farið fram á 12-14% hækkun, þar af 5% vegna hækkaðs olíuverðs og kostnaðarhækkana, en mismunur- inn er hækkanir sem þessir aðilar telja sig eiga inni frá fyrri tíð. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að þjóðar- sáttin sé sprungin ef olíuverðshækkunin leiði óhindrað til gjaldskrár- hækkana á þjónustu og flutningum, og ríkið verði að sýna fordæmi með því að halda ekki óbreyttri skattheimtu á olíu og bensín. Ómar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bandsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að farið hefði verið fram á 7,5% hækkun fiutningsgjalda, en mið hefði verið tekið af þeim hækk- unum sem átt hefðu sér stað frá því í byijun ágúst. „Olíukostnaður hjá okkur undanfarin ár hefur ver- ið á bilinu 5,5-6% af rekstrarkostn- aði, og síðastliðna tvo mánúði hef- ur komið til útgjaldaauki samfara olíuverðshækkun. Meðal annars hafa ýmsir undirverktakar hjá okk- ur eriendis hækkað gjöld sín á annan tug prósenta. Þannig kemur þetta inn í mörg svið í okkar rekstri, og hefur haft veruleg áhrif á rekstrarafkomu okkar undanfar- ið, en þó svo að beitt hafí verið ítrustu aðhaldsaðgerðum undan- famar vikur og mánuði þá dugir það ekki tiL“ Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skipafélags íslands, sagði að verið væri að undirbúa beiðni um hækk- un flutningsgjalda, og Ijóst væri að hækkunin þyrfti að vera að minnsta kosti 6% til að ná til baka þeim viðbótarkostnaði sem fylgdi olíuverðshækkuninni. „Það er ekki víst að það verði endanleg tala, því það getur verið að við þurfum að taka þetta á okkur að einhveiju léyti tímabundið á meðan ekki er ljóst hvort olíuverðshækkun verður til frambúðar eða ekki.“ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að ef flutnings- og þjónustufyrirtæki tækju olíuverðshækkunina að fullu inn í gjaldskrár, og hækkunin yrði ekki tekin inn í kaup launþega, þá myndi þjóðarsáttin springa. Til þess að olíuverðshækkuninni yrði ekki veitt beint út í verðlagið, þá væri það úrslitaskilyrði að ríkið sýndi fordæmi með því að auka ekki tekjur sínar með aukinni skattheimtu í kjölfar olíuverðs- hækkunarinnar, heldur halda krónutölu skattheimtunnar óbreyttri. Fundur verður í verðlagsráði í dag, þar sem beiðni olíufélaganna um 15,4% hækkun á bensínverði verður tekin fyrir, en ákvörðun um nýtt bensínverð var frestað á fundi verðlagsráðs í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.