Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Biðlistar deilda- skiptra siúkrahúsa eftir Ólaf Ólafsson Inngangur Sumarlokanir á sjúkrahúsum færast nú í vöxt. Milli 25-30% rúma á deildaskiptum sjúkrahúsum í Reykjavík og Akureyri eru ekki í notkun allt að 3 mánuði á ári hverju. í raun gætir áhrifa lokana mun lengur eða allt að í 5-6 mánuði. Meðal annars vegna kvartana frá sjúklingum um langan biðtíma hef- ur landlæknisembættið gert kann- anir á biðlistum á skurðdeildum Landspítalans, Borgarspítalans, Landakots, FSA og endurhæfingar- deildar Reykjalundar. Embættið gékkst einnig fyrir athugun á bið- listum bæklunardeilda 1988 (H. Baldursson yfirlæknir) og á elli- og hjúkrunardeildum í landinu 1986 (samkeyrsla á biðlistum). Ennfremur voru athuguð áhrif sumarlokana í Reykjavík og á Akur- eyri sumarið 1989 (1). Gæðamat á biðlistum og aðferðir Athugun á biðlistum bæklunar- deilda leiddi í ljós að tvítalningar voru hverfandi enda halda sjúkling- ar yfirleitt tryggð við þann sérfræð- ing er þeir leita til í upphafi. Ekki er líklegt að ábendingar (indication- es) fyrir skurðaðgerðir vegna bækl- unarsjúkdóma, m.a. vegna slitgigt- ar í mjöðm eða hnjám, krabba- meins, gallsjúkdóma, kviðslits, blöðruhálskirtilsstækkun, krans- æðasjúkdóma, æðaþrengsla í fótum (clandicatio intermitt), sjúkdóms í legi eða sepa í ristli séu mikið á reiki. Ábendingar fyrir innlögn á lyflæknisdeildir, elli- og hjúkr- unardeildir eru ekki eins skýrar eða einhlítar. Við könnun á biðlistum elli- og hjúkrunardeilda 1986 kom í ljós að um tvítalningu var að ræða í 10% tilfella, enda leitar fólk stund- um eftir innlögn á fleiri en einni elli- og hjúkrunardeild. Yfirlæknar skurðdeilda voru beðnir um skriflegar lýsingar á ástandinu og jafnframt var þess óskað að biðlistar væru yfirfarnir og fylgst með hverjir hefðu horfið af listanum. Á allmörgum deildum eru biðlist- ar nú tölvufærðir og fylgst er með brottfalli á nokkurra mánaða fresti. Flest bendir því til þess að biðlistar séu all áreiðanlegir. Niðurstöður Hér á eftir fer yfirlit á biðlistum og biðtíma eftir aðgerðum á deilda- skiptum sjúkrahúsum á Reykjavík- ursvæðinu og Akureyri í apríl 1990. Stjórnum sjúkrahúsa voru kynntar þessar niðurstöður í vor. Mjög langir biðlistar eru á bækl- unar-, þvagfæra-, æðaskurð-, háls-, nef- og eyrnadeildum, en næsta hverfandi á ýmsum öðrum deildum. Við sumarlokanir hefur þó tíðkast að jafnstórt hlutfall rúma sé lokað á hverri deild. Sú lausn er ekki hagkvæm. Haldinn var samráðsfundur með yfirlæknum og hjúkrunarforstjór- um deildanna og málið kynnt heil- brigðismálaráðherra og fjármála- ráðuneyti. Eftirfarandi tillögur til úrbóta hafa m.a. komið fram: Skammtímaaðgerðir 1. Við sumarlokanir verður að taka meira tillit til biðlista allra deilda og draga sem mest úr lokun- um deilda þar sem neyðin er stærst. Stjórnendur sjúkrahúsanna verða að taka tillit til þjónustuskyldu sjúkrastofnana. Fátt bendir til þess að fjölga þurfi rúmum. 2. Auka þarf samvinnu iækna um afgreiðslu á biðlistum. 3. Taka upd ..áætlaðar innlagnir“ líkt og gert er á FSA. Slík aðferð auðveldar sjúklingum ráðstöfun á eigin tíma. 4. Fjölga ber 5-daga deildum. Af reynslu má ráða að rekstur þess- ara deilda er til hagræðis bæði fyr- ir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga. 5. Undirbúa þarf sjúklinga betur fyrir aðgerðir, þ.e. áður en þeir leggjast inn á sjúkrahús. 6. Halda fundi með starfsfólki og skipuleggja aðgerðir. 7. Áuka rúmahlutfall yngri sér- greina á kostnað eldri sérgreina. Langtímaaðgerðir 1. Stórauka heimahjúkrun og aðra heimaþjónustu. 2. Efla endurhæfingu sjúklinga, þess vegna þarf að fjölga „virkum" endurhæfingarplássum. 3. Fjölga hjúkrunarplássum. Komið hefur í ljós að hjúkrunar- sjúklingar „teppa“ rúm á skurð- deildum. 4. Veita þarf meira fé til hönnun- ar og búnaðar á skurðstofum. Þrátt fyrir mikla aukningu á „þungum aðgerðum" hefur lítið verið aukið við skurðstofurými á undanförnum árum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 5. Efla þarf göngudeildaraðstöðu á skurðdeildum. 6. Taka þarf menntun hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða til endur- Ólafur Ólafsson skoðunar. Hér á landi eru gerðar mun meiri menntunarkröfur til hjúkrunarfræðinga en í öðrum ná- grannalöndum. 7. Menntun skurðstofutækna vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um. Rúmafjöldi á skurðdeildum á ís- landi er svipaður og í nágrannalönd- um en við búum allvel hvað varðar skurðstofuaðstöðu á almennum sjúkrahúsum (Healt Stat. in the Nordic countries 1986). Nýta mætti þá skurðstofuaðstöðu betur. Legu- pláss eru ekki á lausu á þeim deild- um því að þau eru að mestu setin af elli- og hjúkrunarsjúklingum. Ýmisiegt bendir því tii þess að ekki þurfi að fjölga rúmum á skurðdeild- um ef á heildina er litið heldur nýta þau mun beturen nú ergert. Greini- Iegt er að ýmsar yngri sérgreinar eiga undir högg að sækja í barátt- unni um aðstöðuna í sjúkrahúsum. Læknaráðin þurfa að styðja betur við bakið á stjórnum sjúkrahúsanna til þess að leysa þann vanda. Sumarlokanir hafa skapað mikla erfiðleika fyrir sjúklinga, aðstand- endur og heilbrigðisstarfsfólk. Mál er að linni. Hvers vegria biðlistar? Heistu ástæður þess að langir biðlistar hafa myndast eru meðal annars eftirfarandi: Á síðustu 15-20 árum hafa orðið miklar framfarir á svæfingar- og skurðtækni. í ört vaxandi mæli hafa verið teknar upp aðgerðir aðal- lega á eldra fólki er áður fyrr voru óframkvæmanlegar. Sem dæmi má nefna: 1) Aðgerðir gegn slitgigt í mjöðm og hnjám. 2) Æða- og hjartaskurðlækning- ar meðal annars aðgerðir á krans- æðum. 3) Einfaldari aðgerðir við þvag- teppu. 4) Aðgerðir við augnsjúkdóm- um. 5) Aðgerðir við háls-, nef- og eyrnasjúkdómum. 6) Áðgerðir við heilaáverka og heilasjúkdómum. Þessi þróun hefur haft í för með sér ört vaxandi aðsókn eldra fólks að deildaskiptum sjúkra- húsum og á eftir að aukast veru- lega ef að líkum lætur. Sem dæmi má nefna að um 30-50% þeirra sjúklinga er gangast undir hjarta- og æðaaðgerðir í nágrannalöndun- um eru 65 ára og eldri (High Techn- ology in Medicine 1986). Svipuð þróun hefur átt sér stað á íslandi, en á árunum 1975-1989 tvöfald- aðist hlutfall sjúklinga 75 ára og eldri á handlækningadeildum í Reykjavik. Við virðumst ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða ef dæma má af töflu 1 sem hér fer á eftir. Þessar aðgerðir bjóða einnig upp á „viðbótarlífsgæði" og styrkja fólk til sjáifsbjargar sem er metið að verðleikum af sjúklingum en oftar en skyldi minna metið af þeim heil- brigðu (tafla II). I annan stað eru heimilin ekki lengur í stakk búin til þess að sinna umönnunarsjúklingum sökum mannfæðar og vinnu fjarri heimil- um. Stefnan í öldrunarmálum hefur heldur ekki verið heppileg því að of mikil áhersla hefur verið lögð á byggingu elliheimiia en mun síður hjúkrunarheimila. Það eykur á vanda deildaskiptu sjúkr^húsanna að mörg rými þar eru „teppt" af hjúkrunarsjúklingum. í þriðja lagi má nefna sumarlok- anir undanfarinna ára. Biðlistar og biðtími á deildaskiptum sjúkrahúsum á Reykjavíkursvæðinu og FSA í apríl 1990 1986 1990 Biðtími Bæklunarskurðlækningar1 994 1365 12-17 mán." (slitgigt í mjöðm/hnjám) 454 >500 Þvagfæraskurðlækningar1 480 570 7-12 mán. Æðaskurðlækningar1 190 6-12 mán. Kransæðaaðgerðir 25-30 2-3 mán.2 Háls-, nef-, eyrnaaðgerðir1 800 840 6-12 mán. Lýtalækningaaðgerðir 887 ca. 1000 Alm. skurðlækningar ' Aðallega berast kvartanir vegna langrar biðar á þessum deildum. 2 Lengri biðtími á „sumarlokunartíma". Upplýsingar frá yfirlæknum deilda. • 8-10 á FSA. Upplýsingar frá læknum._____________________________________________ i ————— 1990 Fjöldi Biðtími Barnaskurðlækningar 185 2-4 mán. Gallaðgerðir - Landspítala 2 mán. Gallaðgerðir - Borgarspítala , 2 mán. Kviðslit - Landspítala 53 stuttur Kviðslit - Borgarspítala V- 2 mán. Kvensjúkdómar >300 Krabbameinssjúklingar enginn Margir krónískir sjúklingar lagðir inn „brátt“. Hlutfall „bráðra“ sjúklinga allt að 80% á sumrin. Biðlistar og biðtími á sjúkrahúsum á Reykjavíkursvæðinu í apríl 1990 1988 1990 Fjöldi Fjöldi Biðtími Hjúkrunardeildir allt landið 340 >400 >2 ár Endurhæfing Reykjalundi Elli- og hjúkrunardeildir >1800' 350 4-9 mán. 1 Könnun Landlæknisembættisins 1988. Tafla I Hátækniaðgerðirá 100.000 íbúa Aðgerðir á Gervilið í Tölvusneið- kransæðum mjöðm mynd >40 ára >40 ára ísland............................ 52 250 2131 Svíðþjóð........................ 312 251 >2000 Finnland.......................... 39 176 1366 Danmörk..................... >200 1148 Health Care in Iceland 1989. VAR EINHVER AD TALA Hjá okkur færðu dýnur eftir máli í öllum verðflokkum—aðeins örlítið ódýrari-með áklæði eftir þínu 20 kg/m 3 Ódýr bráðabirgðadýna 27 kg/m3 Fyrirlitla notkun 3S kg/m3 Stæróir i cm: VERÐ VERÐ VERÐ 70 x 200 x 9 2.898,- 3.906,- 4.838,- 70 x 200 x 12 3.864,- 5.208,- 6.451,- 90 x 200 x 1 2 4.968,- 6.696,- 8.294,- 1 20 x 200 x 1 2 6.624,- 8.928,- 1 1.059,- 1 60 x 200 x 1 2 8.832,- 1 1.904,- 14.746,- LANDSÞEKKT DÝNUÞJÓNUSTA: Við gerum meira en að framleiða fullunnar dýnur. Við lagfærum og endurbætum gaml- ar svampdýnur, skiptum um áklæði og veitum ráðleggingar um val og frágang á dýnum sem henta við mismunandi aðstæð- ur. Síma- og póstkröfuþjónusta. Uppgefið verð er fyrir óklæddar svampdýnur og getur breyst með stuttum fyrirvara. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.