Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 Minning: Jóhann L Péturs- son vélsijóri Fæddur 4. ágúst 1918 Dáinn 26. september 1990 Foreldrar Jóhanns voru Pétur Þórðarson og Jóhanna Jóhannes- dóttir. Pétur var þekktur togarasjó- maður á sinni tíð, harðduglegur maður og lengstum bátsmaður á togurum. Eftir gagnfræðanám hóf Jóhann nám í vélsmíði er lauk með sveins- prófi. Jóhann var til sjós um tíma sem kyndari eða háseti á togurum, var nemandi í Vélskóla íslands og lauk vélstjóraprófi 1940, starfaði í Velsmiðjunni Héðni hf. við skipa- og mótorviðgerðir. Árið 1944 réðst hann til Fiskifélags íslands sem aðstoðarmaður Þorsteins Loftsson- ar vélfræðiráðunauts og kennara þar við mótomámskeiðin. Árið 1952 var hann ráðinn að Vélskóla íslands, 1945 flytur skól- inn í nýja sjómannaskólahúsið, þar var einnig byggt hús fyrir verklega vélfræðikennslu. Unnið hafði verið að því í mörg ár að sameina vélstjóranámið undir einn hatt en Fiskifélag íslands hafði hluta af því, hin svo kölluðu mót- ornámskeið. Iðnfræðslan, þar á meðal jámsmíðanámið, var í endur- skoðun en vélskólinn var um hríð aðeins framhaldsskóli jámiðnaðar- manna. Með ámnum dró mjög úr aðsókn að skólanum enda var hún algjörlega háð því hve margir lærl- ingar vom við nám í jámsmíði og útskrifuðust. Árið 1966 vom sett ný lög um vélstjóranám og Vélskóli íslands tók við allri vélstjórakennslunni. Jóhann hóf nú að byggja upp verklega vélfræðikennslu í hinum nýja vélasal og var nú hafinn kennsla í verklegri vélfræði í skól- anum. Var þetta mikið verk, Jóhann sá um þessa kennslu í um 20 ára skeið, vann mikið og óeigingjarnt starf við skólann. Starfið var fólgið í því að útvega nýjar og notaðar vélar og koma þeim fyrir í vélasaln- um og vom nemendur látnir gera upp gamlar vélar og gera svo æfing- ar með þeim. Brátt var þetta starf umfangsmikið og fékk Jóhann að- stoðarkennara sér við hlið. Jóhann reyndist afburðakennari og útsjónarsamur, úrræðagóður og góður smiður. Hann var sendur erlendis til að kynna sér hvemig vélfræðikennsla væri í öðmm skól- um, hagnýtti hann sér vel þessa þekkingu. Jóhann fór einnig á námskeið í Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjun- um og Englands til að afla sér frek- ari þekkingar og kynni af vélstjóra- kennslu. Jóhann var einnig um tíma stundakennari við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík. Hann starfaði hjá Olíufélaginu hf. eftir að hann hætti kennslu við vélskólann. Jóhann var ákaflega vel liðinn af nemendum sínum og var í tengsl- um við þá eftir að námi lauk og hafa eldri nemendur sagt að oft hefðu þeir leitað til hans eftir að námi lauk í skólanum ef vanda bar að höndum í starfi þeirra sem vél- stjóra. Jóhann var einnig mjög áhuga- samur um bíla og eignaðist marga góða um dagana sem hann annað- hvort gerði upp frá grunni eða keypti flúnkunýja og hann naut þess að aka um í góðum bíl. Við fyrrverandi samstarfsmenn Jóhanns Péturssonar minnumst hans sem góðs félaga og þökkum liðnar samverustundir sem varpa yl og ljóma á liðna áevi hins lífsglaða og góða drengs. Við kveðjum hann með þakklát- um huga og sendum aðstandendum hans hlýjar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóhanns Pét- urssonar. Andrés Guðjónsson í dag, föstudaginn 5. október kl. 13.30, fer fram frá Bústaðakirkju í Reykjavík útför Jóhanns I. Péturs- sonar vélstjóra, fv. kennara við Vélskóla íslands og starfsmanns hjá Olíufélaginu hf. Jóhann var fæddur 4. ágúst 1918 í Hafnar- firði, sonur Péturs Þórðarsonar sjó- manns í Hafnarfirði og síðar Reykjavík og konu hans, Jóhönnu Jóhannsdóttur, dóttir Jóhanns Ágústs Jóhannssonar, smiðs og vélgæslumanns í Reykjavík. Jóhann lauk sveinsprófi í vélsmíði 1938 og útskrifaðist frá Vélskóla íslands 1940. Að loknum störfum sem vélstjóri á bátum og togurum og sem vélsmiður í Vélsmiðjunni Héðni var hann ráðinn kennari, fyrst á mótomámskeiðum Fiskifé- lags íslands 1947-1952 og síðan við Vélskóla Islands í Reykjavík 1952-1972. Námskeið í grein sinni sótti hann í Svíþjóð og Danmörku 1945, Bandaríkjunum 1949, Eng- landi 1958 og Þýskalandi 1962. Starfsferill Jóhanns hjá Olíufé- laginu hf. hófst á árinu 1948 er hann í hjáverkum gerðist tæknileg- ur ráðunautur á vegum smurolíu- deildar félagsins. Eins og nærri má geta bjó hann yfir víðtækri þekk- ingu og reynslu á hverskonar vélum til lands og sjávar og var félaginu að sjálfsögðu fengur í því að geta ráðfært sig við slikan kunnáttu- mann sem Jóhann var og kunnu viðskiptavinir félagsins vel að meta aðstoð hans og ráðgjöf. Eigi leið þó á löngu þar til störf Johanns hjá Olíufélaginu hf. þróuðust yfir í víðtækari og breiðari svið. Stjóm- endur félagsins komu brátt auga á hagleik hans og framúrskarandi dugnað og eljusemi. í kjölfar stór- vaxandi útgerðar í landinu og auk- innar vélvæðingar og tækjanotkun- ar á öllum sviðum fylgdi vaxandi notkun olíuvara til sjós og lands. Yfir stóð og í hönd fór mikil upp- bygging olíubirgðastöðva um allt land og í framhaldi af því stöðugt viðhaldseftirlit og endurbætur. Hinn 1. júní 1966 var Jóhann fast- ráðinn hjá félaginu og vora störf hans einkum tengd viðhaldseftirliti og áframhaldandi uppbyggingu bensín- og olíubirgðastöðva félags- ins hér í Reykjavík og um allt land. Stór þáttur í því var að byggja upp afgreiðslu- og þjónustukerfi á elds- neytisolíum fyrir skipaflotann í öll- um höfnum landsins og að hafa stöðugt eftirlit með viðhaldi og end- urbótum í takt við þarfir tímans. Á vetrum kenndi hann þó áfram vél- fræði við Vélskóla íslands hluta úr degi næstu fimm eða sex árin. Þess- um störfum sínum hjá Olíufélaginu hf. sinnti Jóhann af mikilli prýði, dugnaði og forsjón allt til loka árs- ins 1986 er hann lét af störfum. Þá var sjúkdómur sá, er varð honum að aldurtila, farinn að há honum í auknum mæli. Auk þeirra starfa er nú hafa verið nefnd hafði Jó- hann, fyrir hönd forstjóra félagsins, umsjón með kaupum á olíuskipinu Bláfelli og með smíði olíuflutninga- bátsins Lágafells, sem bæði eru í eigu Olíufélagsins hf., og sá um eftirlit og viðhald þessara skipa, er honum var ávallt mjög hlýtt til. Samhliða aðalstörfum sínum hjá Olíufélaginu hf. vann Jóhann þjóð- þrifa störf við aflmælingar að still- ingum á eldsneytiskerfum diesel- véla, aðalíega í fískiskipaflotanum. I því sambandi átti hann margar ferðimar um borð í skip og báta víða um landið til að stilla vélar og leiðbeina vélstjórum til þess að ná fram aukinni hagkvæmni og nýt-- ingu dieselvéia. A þessu sviði vann hann í hjáverkum mikið og gott starf jafnt fyrir félagið sem sjávar- útveginn og þjóðfélagið í heild. Jóhann var mikill hagleiksmaður, allt lék í höndunum hans. I tóm- stundum var hann aldrei aðgerðar- laus, slíkt þoldi hann ekki. Væri hann ekki upptekinn við stillingar á vélum og tækjum að beiðni vél- stjóra og vélgæslumanna vítt og breitt, fékkst hann við að gera upp gamla bíla og mótora og varð allt sem nýtt í höndum hans. Genginn er góður og traustur drengur sem ekki mátti vamm sitt vita, ósérhlífínn og ötull starfsmað- ur, fræðari og leiðbeinandi í sinni grein. Stjómendur Olíufélagsins hf., er nú að 'leiðarlokum þakka honum fyrir óeigingjamt starf, og við sam- starfsfólk hans vottum ísafoldu, eiginkonu hans, er hann kvæntist 1. mars 1943, og dætranum, Maríu og Sigríði, svo og afabörnunum fjóram og öðrum ástvinum og ætt- ingjum dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að hugga þau og blessa. Að lokum þökkum við Jóhanni ára- tuga samleið og geymum öll í hjarta okkar minningu um góðan sam- starfsmann og vin. F.h. samstarfsfólks hjá Olíufé- laginu hf. Arni Kr. Þorsteinsson Jóhann Ingvar Pétursson fyrram kennari við Vélskóla Islands og síðar starfsmaður Olíufélagsins hf. lézt 26. september sl. Útför hans verður gerð í dag frá Bústaðakirkju. Jóhann fæddist í Hafnarfírði 4. ágúst 1918. Var faðir hans Pétur Þórðarson. (1890-1971) togarasjó- maður og kona hans Jóhanna Jó- hannsdóttir (1895-1918). Pétur var sonur Þórðar Þórðarsonar bónda að Hólum í Biskupstungum og Vigdísar Vigfúsdóttur konu hans. Þórður var þríkvæntur og var Vigdís önnur kona hans. Jóhanna, móðir Jóhanns, var frá Ási í Holtum í Rangárvalla- sýslu, dóttir Jóhanns Ágústs Jó- hannssonar smiðs og vélgæzlu- manns og Maríu Ámundadóttur Filippussonar bónda að Bjólu í Holt- um. Þau Jóhanna og Pétur eignuðust tvo syni: Þórð, f. 1916, skipstjóra, sem fórst með togaranurh Júlí á Nýfundnalandsmiðum 8. febrúar 1959, og Jóhann sem nú er kvaddur. Jóhann stundaði nám í Gagn- fræðaskólanum í Reykjavík 1929- 1931, Iðnskólanum í Reykjavík 1933-1937; tók sveinspróf í vélsmíði 1938. Þá settist hann í Vélskóla ís- lands og lauk vélstjóraprófí 1940. Hann sótti námskeið í vélfræði í Svíþjóð og Danmörku 1945 og 1946, í Bandaríkjunum 1949, í Englandi 1958 og Þýzkalandi 1962. Hann var vélstjóri og kyndari á ýmsum bátum og togurum til ársins 1942, en starfaði síðan í Vélsmiðj- unni Héðni til 1944. Það ár varð hann vélfræðikennari á námskeiðum Fiskifélags íslands og gegndi því starfí til 1952, en var þá skipaður kennari í vélfræði við Vélskóla ís- lands; starfaði hann þar til 1971. Árið 1948 hóf hann störf fyrir Olíu- félagið hf. sem tæknilegur ráðgjafí, í byijun aðallega á sumrin, en árið 1971 féðst hann þangað í fullt starf sem hann síðan gegndi til ársins 1985. Hafði hann með höndum eftir- lit með viðhaldi og nýbyggingum olíubirgðastöðva félagsins. Hér hefur aðeins verið stiklað á ytra lífshlaupi Jóhanns. Það sýnir að framan af ævi helgaði hann sig kennslu, en síðar eftirlitsstörfum fyrir Olíufélagið hf. Ekki get ég af eigin raun borið um störf hans, en ýmsir gamlir vélskólanemendur hafa bæði fyrr og síðar haft orð á því við mig, að hann hafí verið afbragðs kennari og þar farið saman mikil þekking, bæði fræðileg og verkleg, og ekki síður hæfileiki til að miðla henni. Mér er einnig kunnugt um að störf sín í þágu Olíufélagsins hf. rækti hann af einstakri alúð og dugnaði. Þeim hefur fylgt mikil ábyrgð, enda augljóst að í olíu- birgðastöðvum má helzt ekkert fara úrskeiðis, ella er voðinn vís. Vegna vinnu sinnar var hann mikið á ferða- lögum um land allt og voru þeir stað- ir orðnir næsta fáir þar sem hann hafði ekki haft viðkomu. Hann varð því vel kunnugur staðháttum í landinu og þekkti fjölda manna. II Hannes Þorsteinsson þjóðskjala- vörður var nákunnugur Þórði Þórð- arsyni í Hólum, afa Jóhanns. í grein um Þórð níræðan lét Hannes þau orð falla að hann hefði verið skarp- greindur maður, bókhneigður, mjög víðlesinn, fróður og vel að sér um margt, frásneiddur því að berast mikið á eða láta mikið yfír sér. Hann hafí verið afburðamaður til allra starfa og aldrei fallið verk úr hendi, bezti smiður, einkum á járn, og kop- ar. Gunnlaugur Scheving listmálari lýsir Jóni, syni Þórðar, föðurbróður Jóhanns, svo að hann hefi verið einn þeirra manna sem hafí getað smíðað aljt, jafnvígur á tré og járn og allt þar á milli; stundum kallaður Jon almáttugur. Pétur, faðir Jóhanns, var eins og fyrr sagði togarasjómað- ur í áratugi — afburðaduglegur sjó- maður. Um miðjan aldur slasaðist hann í veiðiferð svo að taka varð af honum annan fótinn, en hann lét ekki deigan síga og hélt áfram á togurum tvo áratugi til viðbótar þótt notast yrði við tréfót. Efast ég um að margir hafí leikið þetta eftir. í móðurætt var Jóhann í sjötta lið frá hinum þekkta_ hagleiks- og lista- manni Ámunda Jonssyni sem kallað- ur var smiður. — Allt segir þetta mikið um þá eðliskosti sem prýddu JÓhann. Hann var bráðgreindur maður, fjölfróður, svo mikill starfs- maður að segja má að honum félli aldrei verk úr hendi, gersamlega frásneiddur yfirlæti og hvers konar hégómaskap og síðast en ekki sízt mikill hagleiksmaður. Eins og margir ungir menn fékk hann snemma áhuga á hvers konar farartækjum og sá áhugi entist þótt hann eltist. Fyrst voru það einkum mótorhjól sem gripu huga hans, en á unglingsárum fór hann á þeim víða um land. Hér verður að hafa í huga að slík farartæki voru þá miklu fáséðari en nú. Síðar tóku bílar við og átti hann jafnan síðan margan góðan farkostinn. Á síðari árum tók áhugi hans æ meir að beinast að gömlum bílum. í kjallara hússins að Laugavegi 159a þar sem hann bjó “^engst af hafði hann komið sér upp vel búnu verkstæði. Þar undi hann löngum stundum við að gera upp gamla bíla og vélar. Átti hann orðið álitlegt safn fornbíla sem vafalaust hefði orðið talsvert að vöxtum ef ekki hefði skort húsrými. En hér réð ekki tækniáhuginn einn, heldur engu síður það yndi sem hafa mátti af félagsskap við aðra áhugamenn. Sem gamall kennari naut hann þess að miðla öðram af þekkingu sinni og reynslu auk þess sem hann var einkar hjálpsamur við að útvega öðrum stykki í bíla og vélar. Hinir létu svo eitthvað á móti, en þetta voru engin viðskipti í venjulegum skilningi, heldur eins konar sam- hjálp. Meðal þeirra sem nutu góðs af var Þjóðminjasafnið. Þá reisti hann sér sumarbústað úr gömlum símastaurum sem hætt var að nota. Var þetta bjálkahús, tjargað með hvítum gluggum og grasþaki sem féll að umhverfínu eins og bezt varð á kosið og bar hand- bragði hans og smekkvísi fagurt vitni. Væri sannarlega öðruvísi um að litast í sumarbústaðabyggðuni landsins ef fleiri hefðu farið að dæmi hans. \ III Eins og fyrr er tekið fram fædd- ist Jóhann í Hafnarfírði. Móðir hans lézt 12. ágúst 1918, rúmri viku eft- ir bamsfæðinguna. Var hann skírður við kistu hennar og bar nafn henn- ar. Faðir hans fluttist til Reykjavíkur skömmu síðar og amma hans, María Ámundadóttir, tók við búsforráðum. Annaðist hún að mestu leyti uppeldi þeirra bræðra, enda var faðir þeirra löngum úti á sjó. Eftir komuna til Reykjavíkur bjuggu þau fyrst við Óðinsgötu, en fluttust síðar að Laugavegi 159a þar sem Jóhann bjó einnig eftir að hann stofnaði eigið heimili. I þessu sama húsi bjó amma hans, faðir hans og svo stjúpmóðir, Halldóra Guðjónsdóttir, síðari kona föður hans, en hún lifir stjúpson sinn. Voru þar því lengi saman komnar fjórar kynslóðir undir einu þaki. Jóhann kvæntist árið 1943 ísa- foldu Kristjánsdóttur. Hún er dóttir Kristjáns Þorkelssonar bónda og hreppstjóra í Álfsnesi á Kjalarnesi og Sigríðar Þorláksdóttur, konu hans. Dætur þeirra era tvær: María skrifstofustjóri heimspeki- deildar Háskólans, gift - Sigurði Líndal prófessor. Dóttir hennar er Kristín Vilhjálmsdóttir, en dóttir þeirra Þórhildur. Sigríður vefari, gift Leifi Breið- fjörð glerlistamanni. Synir þeirra era Jóhann Guðmundur óg Ólafur Agn- ar. Jóhann bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti. Hann sparaði ekk- ert til að mennta dætur sínar og bjó að öðra leyti í haginn fyrir þær sem bezt hann gat. Bamabörnum sínum var hann betri en enginn. Innst inni virðist mér sem Jóhann hafi verið fremur duiur og ef til vill dálítið seintekinn. Hann var vandur að vinum en jafnframt vjnfastur. Tilfinningar sínar Iét hann lítt í ljós. Það hefur vafalaust fylgt vinnusemi hans að hann var ekki mikið gefínn fyrir samkvæmislíf, a.m.k. á síðara skeiði ævi sinnar, og gersamlega frábitinn því að láta gera stáss að sér. I góðu tómi og á góðum stund- um var Jóhann skemmtilegur maður sem kunni frá mörgu að segja, enda unnið fjölbreytileg störf og kynnzt mörgum. Hafði hann næmt auga fyrir ýmsu skoplegu í fari manna. Var þá gaman að vera samvistum við hann. IV Jóhann var alla ævi heilsuhraust- ur maður — varð aldrei misdægurt — unz hann fyrir nokkrum árum tók að kenna sjúkdóms sem reyndist vera alzheimer-sjúkdómur. Ágerðist hanp hægt og bítandi og var það þung raun að sjá hvemig hann á um það bil fimmáram lagði þennan harðduglega hæfileikamann að velli. . En aldrei heyrði ég eitt æðraorð af hans vörum og hann vann ótrauður að áhugamálum sínum meðan stætt var. Kona hans annaðist. hann á heimili þeirra af mikilli umhyggju meðan kostur var, en síðustu mánuð- ina dvaldist hann í hjúkrunarheimil- inu Skjóli og hlaut þar góða aðhlynn- ingu. I þessum veikindum kom í ljós að hann átti marga góða að sem aðstoðuðu hann og studdu eftir mætti. Þar voru meðal annarra gamlir samstarfsmenn og einnig fé- lagar í Oddfellowreglunni. Fyrir það var hann þakklátur og þess minnast vandamenn með góðum huga. Flest benti til þess að Jóhann næði háum aldri og héldi starfsorku sinni lengi. Þá hvarflaði oft að sú hugsun að síðasti þáttur ævistarfs hans yrði helgaður vörzlu og varð- veizlu tækniminja. Vandfundinn hefði verið hæfari maður til slíks sakir þekkingar, reynslu og hand- lagni. Hafði hann raunar þegar lagt fram dijúgan skerf, en það var að- eins upphaf þess sem orðið hefði ef hann hefði haldið heilsu. En enginn má sköpum renna og eftir stendur gott dagsverk og góðar minningar. Sigurður Líndal Ein af bjartari æskuminningum okkar frænda, Hjalta Geirs Kristj- ánssonar og Karls Jóhanns Karls- sonar frá Öldugötuárunum, eru við- kynning og vinátta við þá bræður Þórð og Jóhann Péturssyni, sem nú eru báðir látnir. Þórður skipstjóri drukknaði með togaranum Júlí á Newfoundlandmiðum árið 1958, og Jóhann, sem við kveðjum nú, andað- ist 26. september sl. 72 ára að aldri. Það var aðfangadagur jóla árið 1932. Um tvöleytið birtast þeir bræður á Öldugötu 4 með heljarstór- an jólapakka, vel í öskju lagðan. Var það sameiginleg gjöf til okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.