Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTOBER 1990
EFNI
Morgunblaðið/RAX
Skokkað í haustsólinni
í glampandi sól og haustlitadýrð Hljómskálagarðsins hlýtur það að
vera hressandi upplyfting fyrir nemendur Menntaskólans að fá að
skokka tvo hringi um Tjörnina.
Toilyfirvöld um ísfiskútflytjendur;
Réttar tölur gefnar upp
TOLLYFIRVÖLD hafa sent Afla-
miðlun bréf, þar sem fram kemur
að athugun hafi leitt það í ljós
að ísfiskútflytjendur hafi skilað
inn réttum tölum um útflutning-
inn á tollskýrslum, sem gerðar
hefðu verið eftirá, þrátt fyrir að
misræmi væri á milli útflutnings-
leyfa og þess magns, sem flutt
hefði verið út, að sögn Sigur-
björns Svavarssonar, sem lét af
stjórnarformennsku i Aflamiðlun
á miðvikudag. Við formennskunni
tók Eiríkur Tómasson í
Grindavík.
Við vildum fá það fram hvort
tollurinn teldi það brot á vinnu
reglum við tollinn, eða hvort það
varðaði við tollalög, að menn gæfu
upp tölur, sem þeir væru með í út-
flutningsleyfi, og væru svo með
miklu hærri tölur seinna þegar þeir
skiluðu inn tollskýrslu. Tollurinn tel-
ur það ekki brot á útfyllingu á toll-
skýrslum. Það sé hins vegar brot á
útflutningsleyfum og varði við lög
um útflutninginn og vill því vísa
málinu til utanríkisráðuneytisins,"
segir Sigurbjörn Svavarsson.
Hann segir að Aflamiðlun hafi
vitað um þetta viðhorf tollyfirvalda.
Því hafí verið horfíð frá því að út-
hluta útflutningsleyfum til tiltekinna
útflytjenda og Aflamiðlun úthluti nú
skipunum sjálfum leyfi.
Tollyfirvöld ætla að auka eftirlit
með ísfiskútflutningnum og láta
Aflamiðlun og utanríkisráðuneytið
vita um útflutning umfram heimildir.
Almenna bókafélagið:
Verslanir BSE seldar
prentsmiðjunni Odda
ALMENNA bókafélagið hf. hefur gengið frá kaupsamningi við prent-
smiðjuna Odda vegna sölu á bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar.
Að sögn Óla Björns Kárasonar, framkvæmdastjóra AB, tekur nýr eig-
andi við rekstrinum þá þegar. Oddi hefur tekið ákvörðun um að selja
bókabúðirnar aftur til bókaútgáfunnar Iðunnar hf.
Eftir að samningurinn milli Odda
og AB lá fyrir kom í ljós að
nokkrir aðilar höfðu áhuga á að eign-
ast bókaverslanir Sigfúsar Eymunds-
sonar," sagði Knútur Signarsson,
fjármálastjóri prentsmiðjunnar
Odda, þegar Morgunblaðið spurði
hann um ástæðu þess að fyrirtækið
selur BSE tillðunnar hf. „Eftir vand-
lega íhugun ákváðum við að ganga
til samninga við Iðunni, sem er eitt
af stærstu útgáfufyrirtækjum lands-
ins og er auk þess í bókabúðarekstri."
Óli Björn Kárason segir að salan
á BSE sé liður í fjárhagslegri endur-
skiþulagningu Almenna bókafélags-
ins, sem staðið hafí yfir undanfama
mánuði. „Almenna bókafélagið hefur
átt við vissa fjárhagserfiðleika að
stríða, og því er nauðsynlegt að grípa
til aðgerða er miða að því að rétta
félagið við. Almenna bókafélagið var
stofnað 1955, og megintilgangur fé-
lagsins er að gefa út góðar og vand-
aðar bækur. Markmiðið með þessum
aðgerðum er að skjóta styrkum stoð-
um undir bókaútgáfuna og starfsemi
bókaklúbbs félagsins, en AB var
brautryðjandi á því sviði.“
Fjárhagsleg endurskipulagning
Almenna bókafélagsins er þríþætt
að sögn Óla Bjöms. í fyrsta lagi em
bókaverslanir Sigfúsar Eymundsson-
ar seldar, í öðm lagi er fasteign fé-
lagsins að Austurstræti 18 seld, og
í þriðja lagi er hlutafé aukið vem-
lega. Samkvæmt upplýsingum Óla
Bjöms verður gengið frá sölu á fast-
eigninni innan fárra daga.
„Það hefur gengið vel að safna
hlutafé á undanfömum vikum, enda
er velvild mikil í garð AB,“ sagði
hann, aðspurður um hvort búið væri
að safna því hlutafé sem að væri
stefnt. „Margir nýir aðilar munu
koma til liðs við AB, auk þess sem
eldri hluthafar em reiðubúnir til þess
að leggja sitt af mörkum. Hlutafjár-
loforð em hins vegar skilyrt, meðal
annars um að samningar við kröfu-
hafa takist, en frá þeim verður geng-
íð á næstu dögum.
Einar Markússon
píanóleikari látinn
Einar Markússon píanóleikari og
kennari lést 5.okt. sl. á 68. aldurs-
ári. Einar nam píanóleik við best.u
tónlistarskóla Bandaríkjanna og
m.a. var einn af kennurum hans
nemandi Franz List. Einar hélt
yfir 600 tónleika í Evrópu og
Ameríku og um árabil vann hann
hjá kvikmyndafyrirtækjum. í
Hollywood við píanóleik inn á kvik-
myndir.
Um skeið rak Einar stórt skipa-
miðlunarfyrirtæki í London, en
eftir að hann kom heim til íslands
á ný hóf hann kennslu við Tónlist-
arskóla Ámessýslu og kenndi þar
til cfauðadags. A Islandi hélt Einar
fjölmarga tónleika. Síðast kom
hann fram á tónleikum í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands þegar nýr
flygill var vígður s.l. vetur.
Minnsta sementssala í 20 ár:
Erum við hætt að byggja?
SEMENTSSALA hefur minnkað mikið þetta ár og í fyrra og er
nú minni en nokkru sinni síðan í kreppunni fyrir 20 árum. Mikið
hefur verið rætt og ritað um kreppu hér á landi nú og síðustu
misserin og því engu líkara en frétt Morgunblaðsins af þessari
dræmu sementssölu væri eins og fullnaðarsönnun þess að hér
ríði kreppa húsum. Eru íslendingar hættir að byggja? .
Hjá steypustöðvunum B.M.
Vallá, Ósi og Steypustöð-
inni hefur orðið samdráttur, mis-
mikill og ekki allur sama eðlis.
Víglundur Þorsteinsson for-
stjóri B.M. Vallár segir samdrátt
hafa orðið á þessu ári sem nemur
11-12% og kemur hann ofan í
annan verri í
fyrra, þá dróst
steypusalan
saman um 15%
frá árinu áður.
Hann segir
þessa þróun
vera í takt við aðra efnahagsþróun
í þjóðfélaginu, en eins og venju-
lega sé byggingariðnaðurinn
tveimur árum síðar á ferðinni.
Hann kveðst gera ráð fyrir að á
næsta ári stígi markaðurinn hægt
og bítandi upp á við á ný.
Sigurbjörn Óli Ágústsson hjá
Ósi segir greinilegan samdrátt
hafa orðið í sementskaupum, en
meginskýring þess sé að birgða-
hald hefur verið minnkað veru-
lega. Ós framleiðir mikið af rör-
um, hellum og einnig húseiningar.
Röra og hellubirgðir háfa verið
minnkaðar frá því að vera að jafn-
aði til um 10 mánaða niður í um
fjögurra mánaða birgðir. Sú
minnkun hefur gerst á þessu ári.
Einingasalan hefur verið dræm
síðan í lok síðasta árs þar til nú
í haust, að kippur er að koma í
hana á ný. Sigurbjöm segir ein-
hvem samdrátt hafa orðið í steyp-
usölu, líklega 2-3% frá því í fyrra.
Hann segir að útlitið .sé annars
gott það sem eftir er ársins.
Sveinn Val-fj
BAKSVIÐ
eftir Þórhall Jósepsson
fells hjá Steyp-
ustöðinni segir
nokkurn sam-
drátt hafa orð-
ið í steypusölu,
en kveðst ekki
hafa yfirlit yfir hve mikill hann
sé. Hann segist ekki reikna með
að mikill vöxtur verði í bygginga- ,
framkvæmdum á næstunni, þó’
gæti einhver þensla orðið næsta
ár ef álverið verður byggt. Hann
segir að þó verði ávallt byggt og
að á næstu árum komi stórar
kynslóðir inn á íbúðamarkaðinn,
fleiri en fara. Hann telur að ein
skýring mirinkandi framkvæmda
geti legið í því, að nú eru komnir
fleiri kostir fyrir fólk að fjárfesta
á öruggan hátt og ávaxta fé sitt
en áður voru, þegar einkum var
hægt að festa fé í steinsteypu.
Nú sé jafnvel öruggara að kaupa
hlutabréf og arðsamara vegna
skattafríðinda.
Hjá byggingarfulltrúanum í
Reykjavík var upplýst að heldur
hefur dregið úr heildar málafjölda
hjá' byggingarnefnd, það gæti
gefið vísbendingu um að minna
sé byggt, en þó er það ekki ein-
hlítt, þar sem mörg málanna
fjalla um breytingar og önnur mál
sem varða ekki nýbyggingar eða
stækkanir. Lóðir ganga út jafn
óðum og þær eru tilbúnar, nánast
um leið og deiliskipulag er kynnt.
Úttektum hefur fækkað lítillega,
einkum á atvinnuhúsnæði.
Öllum framangreindum ber
^.man um að sáralítið hafiíVterið
byggt af atvinnuhúsnæði síðán
1987, meginframkvæmdir séu við
íbúðir. Nú er mest um að vera í
Hafnarfirði á Hvaleyrarholti og í
i Setbergslandi, einnig í Kópavogi
og í Rimahverfi í Reykjavík. Sig-
urbjörn hjá Ósi segir greinilegt
að hlutfallslega fleirj íbúðir í ný-
byggingum séu nú f fjölbýlishú^-
um, sem geti bent til að einingarn-
ar, það er hver íbúð að jafnaði,
séu að minnka.
Nokkuð virðist vera til í því,
ef marka má tölur Þjóðhagsstofn-
unar. Meðalstærð íbúða í rúm-
metrum hefur farið minnkandi
síðan 1986, þegar hún var 476,6
rúmmetrar. Næsta ár var meðal-
íbúðin 455,5 rúmmetrar, 1988
minnkaði hún enn, niður í 444,8
og loks í fyrra byggðu menn svo-
lítið stærra, þá var meðalíbúðin
451,1 rúmmetri. Þessar tölur eru
fyrir þær íbúðir sem eru fullgerð-
ar á viðkomandi ári.
Þróun í atvinnuhúsnæði hefur
verið þannig, að 1985 til 1988 var
heildarstærð þess, serri fullgert
var, mjög svipuð, nema með
þeirri undantekningu að 1987
varð það um 50% stærra saman-
lagt á landinu öllu.
Samkvæmt framansögðu má
því álykta sem svo, að einkenni
þeirrar kreppu sem þjáð hefur
þjóðlíf hér síðustu misseri komi
fram meðal annars í miklum sam-
drætti í byggingu atvinnuhús-
næðis, minnkandi íbúðum og að
líkindum ódýrari í fjölbýlishúsum,
aukinni hagræðingu framleiðenda
eins og Óss, sem minnka birgðir
sínar og þar með kostnaðinn.
Menn bíða svo rólegir með fram-
kvæmdir við atvinnuhúsnæði þar
til það hefur selst sem byggt er
og þá byijar ballið á. ný, eða
hvað? Kannski eru þetta ótvíræð
batamerki eftir allt saman með
hagræðingu og breyttum fjárfest-
ingaráherslum. Allir búast við
batnandi tíð, einkum ef álverið
kemur á Keilisnes, kreppan ætti
því að vera komin í botn og upp-
sveiflan að byija. Spurningin er
hvort nokkurn tímann kemst jafn-
vægi á. Sveinn Valfells segir:
„Efnahagskerfinu hér er stjórnað
þannig, að annaðhvort er allt í
ökkla eða eyra.“ Hann. vill þó
ekki yfirgefa bjartsýnina algjör-
lega: „Ég held að við séum að
komast í jarðsamband eftir að
hafa lifað á óskhyggju og drau-
mórum."
► l-40
Kraumar í þingpottinum
►Á hádegi á mánudag rennur út
framboðsfrestur til prófkjörs sjálf-
stæðismanna í Reykjavík. Með því
má segja að fyrir alvöru hefjist
framboðsskjálftinn vegna alþingis-
kosninganna næsta vor. í Morgun-
blaðinu í dagtökum við ofurlítið
forskot á sæluna og veltum fyrir
okkur væntanlegum frambjóðend-
um allra flokka í öllum kjördæmum
landsins, þó að umræður um slíkt
sé komnar nokkuð mislangt af stað
innan hinna ýmsu flokka /10
Jeltsín á uppleið
►Borís Jeltsín hefur verið kallaður
lýðskrumari og tækifærissinni en
á einhvem hátt virðist hann eiga
vel við þjóðarsál Rússa vegna þess
að vegur hann fer stöðugt vaxandi
meðan vinsældir Gorbatsjovs
þverra.
/i4
íslendingar í útlöndum
►Hlín Baldvinsdóttir er tekinn við
sem hótelstjóri á nýju lúxushóteli
í Kaupmannahöfn /16
Bylting innan úr kerf-
inu
►Magnús Pétursson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálarðauneytinu ræðir
opinskátt um misfellurnar í ríkis-
rekstrinum í viðtali við Morgun-
blaðið. /18
B
HEIMILI/
FASTEIGNIR
► 1-28
Einingahúsin hafa
sannað gildi sitt
►Viðtal við Magnús Andréssson,
forstjóra Loftorku í Borgamesi /16
ZL
Lyklapésar
►Hérsegir frá húsvörðum sem
er vaxandi stétt stöðugt sérhæfð-
ari manna sem æ meiri kröfur em
gerðartil. /1
Erlend hringsjá
►ísarelska leyniþjónustan Mossad
er víðfræg ogjafnvel alræmd, og
hefur mikið verið til umfjöllunar
undanfarið. /6
Þú er það sem þú etur
►Ofurmeinlaus og snöggsteikt
útekt á skyndibitafæði, hollustu
þess eðaóhollustu /12
Silkivegurinn
►Önnurgrein okkar manns í
Kína, Stefáns Úlfarssonar, um
eina frægustu þjóðleið allra tíma,
. sem tengdi á öldum áður vestræna
menningu og austurlenska /14
Þrjár myndir á vegg
► Ólafur Stephensen lék einu sinni
jass í Harlem, skifaði prófritgerð-
ina um áróðurtækni Göbbels en
sneri sér síðan að almennings-
tengslum og auglýsingum og
breiðir nú út fagnaðarerindið um
ágæti ísland. Svo er hann aftur
byrjaður að leiká jass en nú hér
heima/16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Menning.st 22c
Dagbók 8 Kvikmyndir 24c
Hugvekja 9 Dægurtónlist 25c
Leiðari 20 Myndasögur 26c
Helgispjall 20 Minning 28c
Reykjavíkurbréf 20 Bíó/dans 30c
Fðlk í fréttum 34 Stjömuspá 32c
Konur 34 Skák 32c
Útvarp/sjónvarp 36 Á fömum vegi 32c
Mannlífsstr 8c Samsafnið 34c
Fjölmiðlar 20c Bakþankar 36c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4