Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIA FNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Grænlenskt frystihús:
Tilboð Ice-
con verði
framlengt
ROYAL Greenland, útgerð
grænlensku heimastjórnartog-
aranna, hefur ákveðið að
ganga til samninga við græn-
lenska fyrirtækið Atcon um að
reisa frystihús í Nuuk á Græn-
landi.
Atcon bauð næstlægst í verkið
en íslenska fyrirtækið Icecon
lægst. Royal Greenland hefur þó
óskað eftir að önnur tilboð í verkið
verði framlengd um sex vikur en
þau áttu að renna út 28. október
næstkomandi.
KLM vill gera
samning við ísflug:
Hlutafé auk-
ið í fyrstu um
180 millj. kr.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Undir Heklu í haustlitakjól
Rúna Einarsdóttir tamningamaður hjá Stóðhestastöð ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum brá sér á bak í góða veðrinu þegar blaða-
menn Morgunblaðsins kynntu sér nýbyggingu Stóðhestastöðvarinnar. í fjarska blasir Hekla við í haustlitakjól. Sjá grein á bls. 6.
HOLLENZKA flugfélagið KLM
gaf ísflugi hf. í fyrradag vilyrði
fyrir því að gera við félagið svip-
aðan samstarfssamning um flug
til Amsterdam og KLM hafði við
Arnarflug, fái Isflug leyfi til
áætlunarflugs til Amsterdam. A
hluthafafundi ísflugs næstkom-
andi mánudag er stefnt að því
að stjórn félagsins fái heimild til
að auka hlutafé um 300 milljónir
króna.
Að sögn Víglunds Þorsteinssonar
framkvæmdastjóra, sem stað
ið hefur í samningaviðræðum við
KLM fyrir hönd ísflugs, er reiknað
með að í fyrstu lotu verði boðið út
hlutafé í félaginu fyrir 180 milljón-
ir króna. Víglundur segir að hluta-
ijárloforð fyrir um 90 milljónir
króna liggi þegar fyrir. Þar af hef-
ur starfsfólk Arnarflugs lofað um
20 milljónum króna. Stefnt er að
því að hlutafé komi inn í félagið frá
nýjum aðilum, en ekki núverandi
hluthöfum í ísflugi, sem stofnað var
af hluthöfum í Arnarflugi á síðasta
ári.
Hugmyndir sjálfstæðismanna um breytingar á sauðfjárræktinni:
Sauðfjárbændur fái bein-
ar greiðslur úr ríkissjóði
Kvóti, niðurgreiðslur og útflutningsbætur aflagðar á móti
I LANDBUNAÐARNEFND Sjálfstæðisflokksins er nú verið að
móta hugmyndir á grundvelli ályktana slðasta landsfundar flokks-
ins, um miklar breytingar á afskiptum ríkisins af sauðfjárrækt-
inni. Rætt er um að afleggja útgjöld ríkisins til niðurgreiðslna
og útflutningsbóta á kindakjöt, en þess í stað fengju bændur
beinar greiðslur úr ríkissjóði. Með þessu yrði kvótakerfi I kinda-
^^k^ötsframlcúðsl u aflagt.
Að sögn Sig-
urgeirs
Þorgeirssonar,
formanns land-
búnaðarnefndar-
innar, eru hug-
myndirþessar
enn tíl umræðu og ekki komnar í
endanlega mynd. Hann segir að
ekki liggi ljóst fyrir hver upphæð
greiðslna til bænda ætti að verða,
en rætt sé um að hún myndi nema
hátt í launalið framleiðslunnar.
•Þetta fé yrði greitt út eftir ákveðn-
um reglum. „Þess í stað féllu niður
útflutningsbætur, niðurgreiðslur og
ríkisábyrgð á framleiðslunni og
bændur hefðu frítt spil. Þeir mættu
framleiða eins og þeir vildu, en
bæru sjálfir ábyrgð á framleiðsl-
unni,“ sagði Sigurgeir. „Það yrðu
engin afskipti af því hvar fram-
ðslan færi fram. Þetta ætti að
okkar mati að stuðla að því að fram-
leiðsla gæti þróazt þar sem hún
engi:
^Fðs
Sigurgeir sagði að ekki væri gert
ráð fyrir að í upphafi yrði hreyft
við kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
heldur reynt að greiða fyriráukinni
hagkvæmni þar með öðrum hætti.
„Við teljum að vandinn brenni brýn-
ast á sauðfjárræktinni og þar verði
byijað að taka til hendinni,“ sagði
Sigurgeir.
væri hagkvæmust."
Hann sagði að með þessu fyrir-
komulagi myndi mikið sparast í
ríkisútgjöldum. Markmiðið með
hugmyndum sjálfstæðismanna væri
þó ekki einvörðungu að spara ríkis-
sjóði fé, heldur að bjarga búgrein-
inni. „Við sjáum fram á það að
kvótakerfið, eins og það er í dag,
er að sigla sauðfjárræktinni í
strand," sagði Sigurgeir.
Hann sagði að landbúnaðar-
nefndin gerði ráð fyrir að til að
byija með yrði samhliða þessu kerfi
veitt aðstoð þeim bændum, sem
vildu hætta búskap. „Það er ekki
útilokað að haldið yrði áfram að
kaupa upp fullvirðisrétt eða á ein-
hvern hátt veittur stuðningur þeim
mönnum, sem vilja hætta búskap
en eiga þess ekki kost af fjárhagsá-
stæðum af því að eignir þeirra eru
verðlausar. Þessi þróun þarf að
ganga yfir á einhveiju árabili á
mannúðlegan hátt.“
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík:
400 manna björgunaræfing
UM 400 manns tóku í gær þátt í
umfangsmiklum björgunaræfing-
um á vegum Flugbjörgunarsveit-
arinnar í Reykjavík. Þar af voru
um 250 úr björgunarsveitum víða
um lands. Æfingasvæðið náði yfir
stór-Reykjavíkursvæðið ■ og um
Mosfellsheiði austur í Þingvalla-
sveit.
Þyrla Landhelgisgæslunnar og
tvær þyrlur og Hercules- vél frá
varnarliðinu tóku þátt í æfingunni.
Æfð var björgun á sjó með aðstoð
kafara, erfið björgun úr fjöllum og
klettum, auk almennra leitar- og
björgunarverkefna. Þá var einnig
sett á svið stórslys og aðkoma eftir
jarðskjálfta.
Björgunarsveitarmenn æfa björgun úr rústum að Búrfelli í Mos-
fellssveit.