Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 Fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans segir sig úr Alþýðubandalaginu: Flokkurinn óstarf- hæfur vegna deilna - segir Össur Skarphéðinsson OSSUR Skarphéðinsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans og miðsljórn- armaður i Alþýðubandalaginu, sagði sig úr flokknum á fimmtudag. Ossur segir að hann muni áfram taka þátt í stjórnmálum. Hann muni áfram verða félagi í Birtingu, en verði utan flokka um sinn. Flokkurinn er algerlega staðnaður að mínu mati. Hann hefur hvorki kjark né áræði til að breyta sér í takt við nýja tíma. Þetta kemur víða fram, til dæmis í algeru stefnu- leysi í atvinnumálum," sagði Össur. Hann sagði að tök flokksins á ál- versmálinu á undanförnum dögum væru ein ástæðan fyrir því að hann hefði nú kvatt gamia flokksbræður. „Ég er enginn sérstakur álverssinni en ég vil að flokkurinn taki á því máli með rökum. Mér sýnist að gamla klíkan í flokknum, kommúnistarnir, ætli að nota þetta mál með jafnófyrir- leitnum hætti og Sjálfstæðisflokkur- inn; reyna að tefla því til stjórnar- slita og nota svo stjórnarslitin meðal annars til þess að skipta um formann að loknum nýjum kosningum," sagði Össur. Hann segir að hann hafi lengi verið að velta því fyrir sér að segja sig úr Alþýðubandalaginu. „Dropinn, sem fyllti mælinn, var að gamla klíkan í Reykjavík ætlar sér ekki að leyfa stofnun kjördæmisráðs, þar sem Birtingarfélagar gætu haft jafn- ræði við önnur flokksfélög í Reykjavík. Þá varð mér ljóst að það verður aldrei friður í flokknum og á meðan hann er ekki starfhæfur vegna átaka, verður aldrei hægt að móta þar stefnu. Þar að auki sýnist mér að í flokknum séu þeir að verða ofan á, sem fylgja þeirri gömlu hug- myndafræði, sem er búið að rústa í Austur-Evrópu. Á meðan múramir falla í austri er verið að byggja þá í Alþýðubandalaginu," sagði Ossur. Guðmundur Benediktsson. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Ekkí að flýta mér í atvinnumennsku - segir Guðmundur Benediktsson Akureyri. GUÐMUNDUR Benediktsson knattspyrnumaður í Þór á Akureyri þykir einn af efniiegustu knattspyrnumönnum iandsins. Hann leik- ur bæði með landsliði íslendinga undir 16 ára aldri og einnig undir 18 ára aldri, en Guðmundur er nýlega orðinn 16 ára. Hann er markaskorari mikill og í svo til öllum landsleikjum sumarsins hefur Guðmundur komið boltanum í net andstæðinganna. Erlend lið hafa sýnt Guðmundi áhuga og boðið honum að líta á aðstæður hjá sér. * Eg átti heima í Noregi þar til ég var fjögurra-fimm ára, en eftir að við fluttum hingað til Akureyrar byrjaði ég að æfa með Þór. Síðan hef ég æft með liðinu utan eitt og hálft ár þegar við áttum heima í Reykjavík, en þá æfði ég með Fram,“ sagði Guð- mundur. Hann hefur verið upptek- inn af fótboltanum öll sumur og á veturna tók handboltinn við. Á þeim vettvangi hefur hann einnig náð góðum árangri og var valinn í landsliðið. Hann hefur nú sagt skilið við handboltann og ætlar að einbeita sér að knattspyrnunni. „Ætli það sé ekki af því ég var valinn í landsliðið í fótbolta á und- an, ég var kominn á fullt í æfing- um þannig að ég varð að gera upp á milli og mér þykir fótboltinn skemmtilegri." Guðmundur var markakóngur Akureyrar þegar hann spilaði með 6. flokki og síðan hefur hann yfir- leitt verið markakóngur Þórs, þá hefur hann margoft verið valinn besti leikmaður í sínum flokki. Guðmundur varð í sumar yngsti leikmaðurinn sem nokkru sinni hefur fengið að spreyta sig í 1. deildinni hér á landi — 15 ára og 290 daga — er hann kom inn á sem varamaður í leik Þórs gegn Val á Akureyri. Ferðalög hafa verið tíð, en í sumar hefur hann farið í fjögur keppnisferðalög til útlanda, fyrst til Skotlands með landsliði 18 ára og yngri, þá til Finnlands á Norð- urlandamót og síðan í Evrópuleiki til Wales og Belgíu, en hann er nýkominn þaðan. „Það er gott af vera kominn heim og hvíla sig aðeins á knattspymunni. Nú tekur skólinn við, en hann hefur því _ miður verið dálítið afskiptur síðustu vikur og ég hef lítið getað sinnt honum,“ sagði Guðmundur, en hann hóf nám á íþróttabraut Verkmenntaskólans á Akureyri í haust. „En ég reikna með í fram- tíðinni að vera í fótboltanum, ætli maður verði ekki að þar til aldur- inn færist yfir.“ Erlend lið hafa lýst áhuga sínum á Guðmundi. „Það er eitt lið í Belgíu [Ekeren, sem leikur í 1. deildj sem hefur boðið mér að koma og æfa hjá sér, þeir hringja í mig aftur eftir helgina og það getur vel verið að ég skoði þennan möguleika aðeins nánar.“ Auk belgíska liðsins hefur „þekkt enskt félagslið" áhuga á Guðmundi og á hann von á hringingu frá forr- áðamönnum þess fljótlega, en hann neitaði alfarið tilboði frá skosku liði sem þauð honum að' leika með sér. „Ég stefni að því að fara í atvinnumennsku, en ég þarf ekki að flýta mér að taka ákvarðanir í því sambandi," sagði hinn spræki 16 ára gamli knatt- spyrnumaður að lokum. Morgunblaðið/ Ragnar Axelsson Séð yfir nýju Stóðhestastöðina þaklausa, en stefnt er að því að. koma mannvirkinu í gagnið á næsta ári. I Stóðhestastöðinni er pláss fyrir 70 hross, en undir hesthúsinu er haughús. Margs konar ræktunar- og tilraunastarf á sér stað í Gunnarsholti, m.a. í þessu nýja gróðurhúsi sem kostaði liðlega eina milljón króna uppkomið. Gunnarshoit í Rangárvallasýslu: Stóðhestastöð ríkis- ins nær fullbyggð Fræverksmiðjan bylting í frævinnslu o g ræktunarmöguleikum Sveinn Runólfsson og Þorsteinn Pálsson bera saman bækur í vinns- lusal Fræverksmiðjunnar. Nýbygging Stóðhestastöðvar ríkisins í Guimarsholti á Rang- árvöllum er nú uppsteypt fyrir 70 hross, en eftir er að setja þakið á húsið og koma því þann- ig í gagnið. Staða framkvæmda var kynnt alþingismönnum og forráðamönnum hestamanna í vikunni, en Stóðhestastöðin hef- ur verið starfrækt síðan 1981 til þess að efla ræktun íslenska hestsins , en sérstök reglugerð var sett um hana 1985 af land- búnaðarráðherra. Miðað er við að rekstur stöðvarinnar standi undir sér, en opinbert fé standi straum af stofnkostnaði, sem er áætlaður um 25 milljónir króna á stöðinni fullbúinni. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri í Gunnarsholti sagði í samtali við Morgunblaðið að kapp yrði lagt á að tryggja fjár- magn til þess að unnt verði að taka húsið í notkun á næsta ári, en til þess vantar 9 milljón- ir króna. Reiknað er með að Stóðhesta- stöðin verði fokheld í lok næsta mánaðar, en starfræksla stöðvarinnar hefur mælst mjög vel fyrir og stóðhestar frá stöðinni hafa verið eftirsóttir og notaðir til kynbóta um allt land. Tveir fastir starfsmenn eru við Stóðhestastöð- ina, Eiríkur Guðmundsson for- stöðumaður og Rúna Einarsdóttir tamningamaður. I Gunnarsholti starfa að jafnaði 20-25 manns á vetrum, en starfs- menn Landgræslunnar á sumrin eru allt að 50 talsins við ýmis verkefni. Sveinn Runólfsson sagði í samtalinu við Morgunblaðið að uppsetning Fræverksmiðjunnar í Gunnarsholti ylli byltingu í mögu- leikum á uppgræðslu landsins, enda skipti miklu máli að geta unnið fræið á heimavelli og stund- að ræktun á því. 8 starfsmenn vinna að staðaldri í Fræverksmiðj- unni sem vinnur um 10 tegundir af fræi, meðal annars, túnving- ul,vallarsveifgras, vallarfoxfræ, Fór önnur bifreiðin tvær veltur við þetta og kastaðist farþegi í aftursæti út við það. Fann hann til í baki og var fluttur á Fjórðungs sjúkrahúsið á Akureyri til rann- sóknar. Eru meiðsli hans ekki talinn alvarleg. Alls voru níu farþegar í bifreiðunum tveimur og sluppu aðr- ir ómeiddir. Þá varð bílvelta á á Tjörnesi við bæinn Ytri-Tungu er ökumaður beringspunt, lúpínu og melgras. Gunnarsholt hefur hundruð hekt- ara tún til fræöflunar. - á.j. sendiferðabifreiðar á austurleið missti stjórn á henni vegna hálku. Alls voru fimm farþegar í bifreið- inni og var þrennt flutt á sjúkra- hús. Einn fékk að fara að lokinni skoðun en tvennt var flutt til Akur- eyrar til frekari rannsóknar. Var annar talinn hiyggbrotinn en hinn með innvortis meiðsl. Að sögn lög- reglunnar á Húsavfk voru aksturs- aðstæður mjög slæmar í fyrradag. Bílveltur á Norðurlandi: Missti bílinn út af veg- iiiuni við framúrakstur ÁREKSTUR varð á Ólafsfjarðarvegi sunnan við bæjinn Selárbakka í Árskógsstrandarhreppi siðdegis á föstudag. Missti ökumaður bif- reið sína út í krap við framúrakstur, bifreiðin snerist og rakst á bílinn sem verið var að fara fram úr .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.